Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 32

Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VPSHPHMVIHNULlF ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 Tölvur Skráningarkerfí fyrir auglysingar á markað HU GBUN AÐ ARF YRIRTÆKIÐ Tölvar hf. hefur sett á markað skráningarkerfi fyrir auglýs- ingar sem gerir kleift að halda tölvuskrár yfír auglýsingar fyrir- tækja og vinna úr þeim á marg- víslegan hátt. Með kerfinu fæst mun ítarlegra yfirlit yfir auglýs- ingar en venjuleg bókhaldskerfi geta gefið. Að sögn Guðna Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Tölvars, var kerfið upphaflega hannað fyrir Landsbanka íslands árið 1984 en á síðasta ári var það endurbætt veru- lega um leið og það var endurskrif- að fyrir einmenningstölvur. Kerfinu er ætlað að auðvelda stjómendum að skipuleggja dreifingu söluaug- lýsinga á miðla og tryggja eðlilega dreifíngu styrktarauglýsinga. Stærsta skrá kerfisins er auglýs- ingaskráin. Hver færsla hennar geymir upplýsingar um einstakar auglýsingar: flokk og einkenni selj- anda, bókhaldslykil, skýringar- IIU.Ull — Skrá yfír athafíiamenn íModern Iceland ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa út sérstakt tölublað af tímaritinu Modern Iceland undir heitinu Who’s Who in Icelandic Business & Government 1989 — 1990. Eftii blaðsins verður listi yfir þá Is- lendinga sem eru í reglubundn- um viðskiptum við erlenda aðila ásamt almennum upplýsingum um íslenskst efnahags— og við- skiptalíf. I tilkynningu frá Forskoti sf., útgefanda ritsins, segir að ljóst sé að útgáfa sem þessi sé fyrir löngu orðin tímabær enda séu sambærileg rit mikið notuð í viðskiptum á milli landa. Þátttaka er öllum að kostn- aðarlausu og hafa eyðublöð þegar verið send út ti! fjölmargra aðila. Ritinu verður meðal annars dreift til áskrifenda ritsins og af utanríkis- ráðuneytinu til erlendra stofnana og viðskiptamanna. Tölvur texta, stærð, form, upplag miðils, samþykktar-, birtingar- og greiðsludagsetningu svo og auglýs- ingastofu og greiðslulykil. Teng- ingu við fjárhagsbókhald fyrirtæk- isins má ná með skráningu bók- haldslykils í auglýsingafærslu. Að sögn Guðna var við hönnun kerfis- ins lagt kapp á að notendaskil yrðu þannig að nánast enga þjálfun þyrfti til að geta hafið notkun og eru skjámyndir, innsláttur og skip- anaval með svipuðum hætti og t.d. í Lotus 123. Tölvar hf. hefur starfað frá árinu 1981 og hefur stór hluti af starf- semi fyrirtækisins falist í hug- búnaðarþjónustu við nokkrar verk- fræðistofur. Hin síðari ár hefur þjónusta við aðila á almennum markaði orðið sífellt stærri hluti heildarumsvifanna. BIFREIÐATJON — í nýútkomnu riti Talnakönnunar segir að batamerki megi sjá í afkomu ökutækjatrygginga þar sem hlutfall Ijóna af bókfærðum iðgjöldum lækki úr 82% í 71% milli ára. Eina félagið sem sýnir hagnað af ökutækjatryggingum í fyrra er Brunabót en hann nam 31,6 milljónum. Mest varð tapið hins vegar hjá Sjóvá eða 173 milljónir króna. Tryggingarfélög Tæplega 300 milljón króna tap ökutækjatrygginga ífyrra Afkoman stórbatnaði þótt ennþá sé tapið 10% af iðgjöldum ÞRÁTT fyrir mikla hækkun á iðgjöldum ökutækjatrygginga á síðast- liðnu ári varð 300 milljón króna tap af rekstri greinarinnar eins og árið áður. Afkoman í greininni hefiir stórbatnað þótt ennþá sé 10% haili en iðgjöld ársins námu alls 2.609,6 milljónum. Alls nam tap af rekstri almennu tryggingarfélaganna 6 milljónum króna. Er það heldur lakari afkoma en árið áður þegar hagnaður félaganna varð 1 milljón króna. Mest munar um 85 milljóna króna tap hjá Sam- vinnutryggingum í fyrra en einnig skilaði Abyrgð 9,3 milljóna tapi og Húsatryggingar Reykjavíkur 26,7 milljóna tapi. Mestur hagnaður varð hins vegar hjá Sjóvá eða 29,8 milljónir og hjá Tryggingamið- stöðinni varð hagnaðurinn 28,1 milljón. Þá varð 28 milljón króna hagnaður hjá Islenskri endurtryggingu. Þetta kemur fram í nýútkomnu riti Talnakönnunar um íslenska tryggingamarkaðinn 1988 en þar 'er rakið ítarlega hvemig þróunin hjá einstökum tryggingafélögum og greinum varð á síðastliðnu ári. At- hyglisverð er sú mikla aukning sem verður helstu tekju- og gjaldaliðum tryggingafélaganna þ.e. eigin tjón- um, eigin iðgjöldum og fjármuna- tekjum félaganna. Eigin iðgjöld em iðgjöld sem samkvæmt bókum tryggingafélaganna tilheyra árinu 1988 að frádregnum greiddum ið- gjöldum til endurtryggingafélaga. Hið sama gildir um eigin tjón en þar er um að ræða tjón ársins að frádregnum hluta endurtryggjenda. Eigin iðgjöld almennu félaganna jukust um 51% milli ára eða úr 2.743 milljónum í 4.151 milljón. Eigin tjón uxu um 59% og fóm úr 2.770 milljónum í 4.395 milljónir. Mikil aukning varð einnig á fjár- munatekjum en þær jukust úr 896 milljónum í 1440 milljónir sem er 61% aukning. Vegna mikillar aukn- ingar á iðgjöldum minnkaði hlutfall kostnaðar af bókfærðum iðgjöldum félaganna í heild úr 23% í 20%. Þetta hlutfall er gjarnan haft til hliðsjónar þegar samkeppnishæfni félaganna er metið og hagkvæmni rekstrarins enda þótt ýmislegt ann- að hafi þar áhrif. Misjöfti afkoma tryggingagreina Hvað einstakar tryggingagreinar snertir varð afkoman nokkuð mis- jöfn. í eignatryggingum varð 101,6 milljón króna hagnaður en þar varð góð afkoma hjá Sjóvá og Húsa- tryggingum Reykjavíkur. Afkoma í sjó-, farm- og flugtryggingum varð góð eins og árið áður. Mikið er endurtryggt og hjá stærsta aði- lanum, Tryggingamiðstöðinni varð tæplega 80 milljón króna hagnaður en hann nam samtals 113,5 milljón- um í greininni. í ökutækjatrygging- um hækkuðu iðgjöld mikið frá fyrra ári eins og áður segir sem þó virð- ist ekki hafa dugað til að rétta af halla greinarinnar. í riti Talnakönri- unar segir að batamerki megi sjá þar sem hlutfall tjóna af bókfærðum iðgjöldum lækki úr 82% í 71% milli ára. Eina félagið sem sýnir hagnað af ökutækjatryggingum er Bruna- bót en hann nam 31,6 milljónum. Mest varð tapið hins vegar hjá Sjóvá eða 173 milljónir króna. Fijálsar ábyrgðartryggingar urðu lítt arð- bærar í fyrra sem eru umskipti til hins verra. Þar ræður miklu léleg afkoma hjá Tryggingamiðstöðinni sem tapaði 38,3 milljónum í þessari grein. I ritinu segir að slök afkoma bendi til of lágra iðgjalda en þó sé vert að hafa í huga að hagnaður hafi verið í greininni undanfarin ár. í slysa- og sjúkratryggingum varð nokkuð tap eða 41,6 milljón króna tap sem er 8,6% af iðgjöldum árs- ins. Talsvert tap er hjá Samvinnu- tryggingum, Sjóvá og Brunabótafé- laginu en Almennar tryggingar hagnast. Þegar litið er til þróunar mark- aðshlutdeildar félaganna í frum- tryggingum kemur í ljós að hlutur Sjóvá vex mest eða um 2,7%. Sam- vinnutryggingar standa því sem næst í stað en hlutur Trygginga og Tryggingamiðstöðvarinnar minnkar lítillega. í hugleiðingum Talnakönnunar um horfur á mark- aðnum segir að afkoma almennu félaganna hafi farið versnandi frá 1985. Nú sé botninum vonandi náð. Hækkun iðgjalda í ökutækjatrygg- ingum í fyrra og sameiningarnar gætu leitt til batnandi afkomu fé- laganna á næstu árum. Hins vegar megi búast við miklum þrýstingi frá stjórnvöldum og almenningi í þá átt að lækka iðgjöld. Eríslenska óhæft auglýsingamál? Oddi býður endurunninn tölvupappír PRENTSMIÐJAN Oddi hefiir hafið innflutning og sölu á endur- unnum tölvupappír. Að sögn Birgis Jóhannessonar hjá Odda er endurunni pappírinn um 20% ódýrari en annar tölvupappír. Nokkur gæðamunur er á nýjum og endurunnum pappir að sögn Birgis, en slíkur pappír mun vera mikið notaður hjá fyrirtækjum og stofnunum erlendis. Birgir sagði að endurunni pappír- inn væri mjög hentugur til nötkun- ■* ar þar sem gæði pappírsins væru ekki ýkja mikilvæg. Hann sagði að Oddi væri ekki síst að hugsa til þeirra miklu pappírsnotkunar sem er innan fyrirtækja og stofnana, enda gæti sparnaður í pappírskaup- um vegið þungt í rekstri slíkra aðila. Prentsmiðjan Oddi hefur nýlega gefíð út Handbók um tölvupappír, sem dreift er til fyrirtækjá. eftir Bjarna Sigtryggsson Hugsandi íslendingar vilja varð- veita móðurmál sitt eins og væri það fjöregg þjóðarinnar. Þeir sjá tengsí tungunnar víð sjálfstæði þjóðarinnar og vita að hvorugt verð- ur varðveitt án hins. Svo kann nefnilega að fara, þegar smáþjóð verður ofurseld áhrifavaldi annars ríkis eða efnahagsbandalags ríkja, að þá verði málið í hættu. Áhrif á æskuna Þetta er sérstakt íhugunarefni þegar um er að ræða auglýsingar og svokölluð „markaðsáhrif" fyrir- tækja, sem eiga allt sitt undir mikl- um auglýsingamætti. Gosdrykkir eru glöggt dæmi um slíkan rekst- ur. Herfræðileg staða gosdrykkja- framleiðenda er fyrst og fremst tvenns konar; á útsölustöðum og í auglýsingatímum. Framleiðslu- kostnaður er hlutfallslega lítill og háu hlutfalli útgjaida er varið til auglýsinga og til þess á annan hátt að hafa áhrif á neytendur, oftast yngri kynslóðina. Svipað lögmál gildir um veitingastaði. Þess vegna er það afar viðsjár- vert þegar enskri tungu er beitt óspart til að höfða til unga fólksins og í rauninni ekki minni ástæða til að vera þar á verði en gagnvart enskum áhrifum á fagmál starfs- stétta. Welskan sem hvarf Wales-búar, nágrannar okkar í suð-austri, hafa nánast glatað móð- urmáli sínu, og þótt welska sé enn til í kennslustofum háskólanna og í munni eldra fólks í afskekktum héruðum, þá er hún ekki lengur hin lifandi tunga fólksins sem byggir þann landshluta. Einn þeirra, sem lögðu á sig að Iæra hina fomu tungu Walesbúa, var Karl Bretaprins, prinsinn af Wales. Nú hefur hann opinberlega ragmanað þjóð sína að veija enska tungu. Það er þó ekki svo, að prins- inn óttist erlend áhrif á enska tungu. Hann óttast hins vegar sljóvgandi áhrif lítillar eða lélegrar tungumálakennslu á hugsun og skilning þjóðarinnar. Honum finnst málkennd Breta fara þverrandi og hann hefur hvatt til málvemdar- átaks, sem eigi að hefjast í skólun- um. Einstök tilfinning En hví þessar vangaveltur í dálki „Svo kann líka að fara eins og er að gerast annarstaðar á Norðurlöndunum, að viðskiptalífið í allri sinni auðmýkt gerist undirlægja enskrar tungu.“ sem ætlaður er undir þanka um markaðsmál í sem allra víðasta samhengi? Jú, það er til ábendingar um að þess gerist aldrei þörf í markaðsstörfum að flýja móðurmál sitt. I því er engin upphefð fólgin, heldur er það þvert á móti auðmýkj- andi að slá um sig með útlendum orðum eins og fínnist engin íslensk tjáning sömu tilfinninga. Það er hart að þurfi nánast með valdboði að rífa niður auglýsingaskilti á áberandi stað, sem gert er með nýrri áhrifatækni, þar sem segir um gosdrykk þetta eitt: „You Can’t Beat That Feeling ...“ Síðan end- urómar þessi enski söngur á öldum ljósvakans dag eftir dag. Það kann að vera að tungan þoli þetta og hristi af sér eins og hveija aðra sóttkveikju. En svo kann líka að fara eins og er að gerast annarstaðar á Norðurlönd- unum, að viðskiptalífið í allri sinni auðmýkt gerist undirlægja enskrar tungu. Ólýsanleg tilfinning Allt er þetta óþarfí. Enskan er lifandi tunga hjá þeim enskumæl- andi mönnum, sem hugsa fijótt, og sama er að segja um íslenskuna. Móðurmálið er ekki aðeins tjáning- arform hugsunar, heldur líka speg- ill þjóðmenningar. Þar af leiðandi gerðu íslenskir gosdrykkjaframleið- endur og eigendur skemmtistaða rétt í að næla sér í nýútkomið heild- arsafn ljóða Jónasar Hallgrímsson- ar. Þótt ekki væri nema til þess að taka áskorun prinsins af Wales; bæði til að læra að skilja auðævi tungunnar og eins til að skerpa málvitund sína og hugsun. Það gæti orðið þeim einstök til- fínning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.