Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
37
Foreldrafélag
- foreldrastarf
eftir Þorvald
■
Oskarsson
Foreldrastarf í grunnskólum er
fyrirsögn á grein í Morgunblaðinu
miðvikudaginn 12. júlí (og 13.) og
er höfundurinn Jón Steinar Guð-
mundsson.
Greinin gengur mest út á ýmsar
neikvæðar athugasemdir um
Breiðholtsskóla og stjómendur
hans. Tilgangurinn er óljós en fyrst
svona er borið á borð fyrir almenn-
ing þarf örlitla viðbót.
Heimkoman
Eftir fjögurra ára nám í barna-
skóla í Bandaríkjunum eru synir
hans tveir svo óheppnir að lenda
í Breiðholtsskóla, sem eins og seg-
ir í greininni stenst ekki saman-
burð við barnaskóla í Bandaríkjun-
um frekar en aðrir grunnskólar í
Reykjavík.
íslenska skólakerfið
Jón Steinar hefur þessa skoðun
á íslenska skólakerfinu: „Gmnn-
skólar á íslandi em ekki sambæri-
legir við skóla í nágrannalöndun-
um.“ Og „skólar á Islandi era illa
settir og vanræktir, bæði hvað
varðar almennt skólastarf og for-
eldrastarf. Við verðum að leita til
fjarlægra landa, jafnvel þróunar-
landa til að finna sambærilega
skóla.“
Em ekki allir sammála? Nú
kemur sér vel hvað íslendingar era
greindir að eðlisfari, annars gæti
kannski illa farið miðað við boðað-
an niðurskurð til menntamála, sem
þörf hefði verið á að ræða frekar.
Skarðið fyllt
Með þessa skoðun á skólakerfi
okkar og svo yfirgripsmikla þekk-
ingu á skólum og foreldrasam-
starfi þá er skiljanlegt að Jón
Steinar brenni í skinninu að taka
til hendinni þegar hann snýr heim
til síns vanþróaða fósturlands.
Og tækifærið beið. Starfsemi
Foreldra- og kennarafélags Breið-
holtsskóla hafði legið niðri í tvö
ár. Undirritaður hafði á sínum tíma
beitt sér fyrir stofnun þess til sam-
vinnu við foreldra og hagsbóta
fyrir skólastarfið almennt. Gekk
starf þess félags með ágætum
nokkur ár en lognaðist svo út af.
Foreldrafélag var aftur stofnað
við skólann fyrir um einu og hálfu
ári og nú í nýrri mynd — kennar-
arnir vora ekki hafðir með og fund-
araðstaða í skólanum var afþökk-
uð. Formaður varð Jón Steinar
Guðmundsson. Það kom fljótt í ljós
ný stefna í vinnubrögðum, ekki í
samvinnu við skólann heldur yfir
honum. Nýtt „ráðuneyti" var kom-
ið til sögunnar. Heimtuð vora afrit
af stundatöflum skólans til úttekt-
ar. Óskað var eftir skriflegum upp-
lýsingum um eitt og annað og
fundarhöld ákveðin fram í tímann
með foreldram og kennuram án
nokkurs samráðs.
Framkoma Jóns Steinars frá
fyrstu kynnum gaf ekki ástæðu til
mikils samstarfs og ég er mjög
hissa á því framkvæði hans að
tíunda þetta starf sitt í nafni for-
eldra í fjölmiðlum.
Eftirlit með skólastarfi
Eftirfarandi kafli úr grein Jóns
Steinars sýnir kannski vel það eft-
irlitshlutverk sem hann telur sitt
vera sem formaður foreldrafélags-
ins:
„Lítið sem ekkert eftirlit er haft
með starfi einstakra grannskóla í
Reykjavík og kannski víðar. Kenn-
arar fara sínu fram í sínum stofum
og skólastjórar fara sínu fram f
sínum skólum. Skólayfirvöld hér á
landi virðast gera lítið annað en
að skammta peninga. Víða erlend-
is er lögbundið eftirlit með skóla-
starfi. I Bretlandi til dæmis hafa
eftirlitsmenn „hehnar hátignar"
mikil áhrif á skólastarf. Þeir fylgj-
ast með daglegu skólastarfi og
beita sér fyrir nýjungum.“
Jóni Steinari var boðin aðstaða
í skólanum til athugana sinna á
stundarskránum sem var fyrsta
verk hans sem formaður þessa
nýja foreldrafélags. En hann
heimtaði ljósrit með sér heim. Þá
var honum bent á að hann væri
fullmikið farinn að skipta sér af
innri málefnum skólans sem ekki
væri í verkahring foreldrafélags,
en hlutlausri úttekt Skólaskrifstofu
Reykjavíkur á stundatöflunum var
hafnað og þar með sagðist ég ekki
koma nálægt frekari tiltekt hans
á þessu máli.
Og verkfræðingurinn fer all-
fijálslega með tölur. Þegar hann
ber sínar tölur um samfelldni sam-
an við viðmiðunartölur frá Skóla-
skrifstofu Reykjavíkur, þá sleppir
hann tveimur árgöngum af tíu og
rýrir þar með hlut skólans um 20%
og era þá ekki taldir með hlutir
sem ólíkt eru metnir.
Starf foreldrafélaga
í október sl. sendi almennur
kennarafundur í Breiðholtsskóla
frá sér ályktun til foreldrafélags-
ins. Lokaorðin þar voru þessi:
„Kennarar skólans telja að verk-
efni foreldrafélags hljóti fyrst og
fremst að felast í stuðningi við
skólastarf með jákvæðum sam-
skiptum.“
Af fyrri reynslu veit ég hve skól-
um er mikill styrkur að góðu for-
eldrafélagi. En ef ekki velst hæfur
formaður getur orðið kreppa í sam-
skiptum þótt aðrir stjómarmenn
vilji vel og reyni að gera sitt besta.
Bréf eins stjómarmanns foreldra-
félagsins, sem fyrir riynu ári sagði
sig úr stjórninni og gerði í 5 atrið-
um grein fyrir þeirri ákvörðun sinni
og 'sagðist auk þess ekki vilja
hætta mannorði sínu með áfram-
haldandi setu þar, vitnar best um
þetta.
Ilöfundur er skólastjóri
Breiðholtsskóla.
Bjorn Bjamason
Jón Jónsson, tré-
smiður — Minniner
Birting
atmætis-
ogminning-
argreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningurgreinar
tíl birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjóm blaðsins á 2. hæð i Aðal-
stræti 6, Reykjavik og á skrif-
stofii blaðsins f Hafharstræti
85, Akureyri.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar aftnælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
SVEFN-
HERBERGIÐ
Að menneskjan soíi einn
þriðja hluta ævinnar er
í fyrsta lagi satt,
— í öðru lagi leiðinlegt,
— og í þriðja lagi
áhugaverð staðreynd fyrir
okkur í Húsgagnahöllinni
sem höfiim stærsta og
besta úrval hjónarúma
á öllu íslandi.
Hefurðu prófað að sitja í stól
í 8 klukkustundir samflellt?
Er þér sama hvernig sá stóll er?
— En dýnan sem þú sefur á 8
klukkustundir á sólarhring?
— Er þér sama hvemig hún er?
Nei, nei, engum er sama
hvemig hann liggur í
þriðjung ævinnar.
Það er býsna dýrt að sofa vel, svona ca.
sex krónur á sólarhring ef þú kaupir dýrustu
dýnuna sem hægt er að kaupa á íslandi.
LUX ULTRAFLEX
90x200 cm kr. 32.520,-
105x200 cm kr. 30.340,-
120x200 cm kr. 43.590,-
140x200 cm kr. 49.630,-
160x200 crn kr. 55.660,-
Þessi stórkostlega dýna býður upp á
einstök þægindi og fæst í mjúkri og stífri gerð.
Tvöföld ijaðramotta, 337 fjöður á fermeter.
Stífir kantar, stunginn dúkur,
þykk þvottekta yfirdýna.
HÚSGÖGN Á 7600 FERMEIRUM
Ví
Húsgagna-höllin
REYKJAVÍK