Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
39
Af kartöflum, slæð-
um og guðlausu okri
eftirBjama
Harðarson
Talsvert hefur verið rætt um
kartöflur á þessum vetri og há-
skólamenn hafa sumir séð mikið
eftir þeim krónum sem fara í þenn-
an ágæta mat. Það er von. Það
er vissulega ljótt að okra á kartöfl-
um eins og kaupmenn hafa gert
og yfirleitt held ég að okur sé ein
tegund mannvonsku og síngimi.
En það er fleira sem er okrað
á. Við áttum tveggja ára brúð-
kaupsafmæli, ég og konan mín,
sem er ekki í frásögur færandi.
En til þess að gleðja nú konuna
ákvað ég að kaupa handa henni
fallega slæðu, svoleiðis veitir ekki
af þegar það vorar svona illa, og
hún, konan, hafði týnt slæðunni
sem hún keypti sér í Berlín í vetur.
Slæðuævintýri á
Laugaveginum
Ég fer sjaldan í konubúðir og
vissi því ekki hvert skyldi halda
en fór inn í fyrstu búðina, rétt
bakvið húsið mitt á Hverfisgöt-
unni. Hafði heldur engar sérstakar
áhyggjur af verðinu því slæður
eiga ekki að kosta mikið. Þar voru
skræpóttar slæður, þunnar og litl-
ar og þær kostuðu 800 og 900
krónur. Mér klossbrá. í Berlín
voru slæður seldar á 1 til 5 mörk
sem samsvarar 30 til 200 krónum
íslenskum. 5 marka slæðurnar
voru þykkar og efnismiklar, álíka
og arabaklútar að umfangi og
skjóli. En þessar ódýrustu voru
álíka og 800 og 1000 króna slæð-
urnar hér heima. Ég tel mig vita
þetta með nokkurri vissu með
slæðuverðið í Berlín því við keypt-
um þijár eða fjórar til að gefa
þegar heim kom og ég skoðaði
verðið áreiðanlega á einum þremur
stöðum. Ég leit því aðeins í kring-
um mig í búðinni og framaní fag-
urmálaða verslunarkonuna og
hugsaði með mér, getur verið að
þetta sé svona einstök okurbúlla.
Útskýrði svo í skyndingu að konan
mín passaði ekki við þessa liti og
flýtti mér út. Konubúðir eru á
hveiju strái á Laugavegi og því
fljótlegt að hlaupa úr einni í aðra,
sumstaðar eru verðin merkt en
annarstaðar skaut ég spurningu
að afgreiðslufólki. Verðin sem ég
fékk voru í krónum talið 1200,
900 til 1300, 850 til 900 og 1000.
Að fenginni þessari niðurstöðu úr
mjög fljóttekinni verðkönnun gafst
ég upp og valdi fallegustu slæðuna
handa konunni minni, liturinn
passaði prýðilega og hún kostaði
aðeins 850 krónur. 10 sinnum
meira en sambærileg vara í Þýska-
landi.
Bjarni Harðarson
„Ég fæ ekki með góðu
móti skilið afhverju
íslenskt verslanakerfí
þarf 50 krónur fyrir að
selja kartöflukílóið (að
slepptum söluskatti) á
meðan það útlenska
getur látið sér nægja
5.“
Dýrseld kaupmarmsvinnan
Mér er sagt að ofaná slæður
leggist þungur tollur, vörugjald
og allskyns skattar . Að síðustu
svo söluskatturinn margfrægi.
Slæðurnar eru innfluttar og því
hljóta íslendingar að geta keypt
þær af sama aðila og Berlínar-
kaupmenn versla við þannig að
verðið hlýtur að vera einhversstað-
ar talsvert undir 50 krónum. Til
þess að reikna nú alla þætti sem
dýrasta þá má gera ráð fýrir að
innflutningsskattar að viðbættum
mjög lágum flutningskostnaði (því
slæður hafa litla vigt) leggi 200%
ofan á þá upphæð í tolla og þess-
háttar. Verðið er þá komið í 150
krónur. Heildsalan nýtur góðs af
tollagleði yfirvalda og ef við segj-
um að þar leggist 20% ofan á þá
er talan komin í 180 krónur.
Þar taka kaupmennirnir á
Laugaveginum við og til þess að
ná verðinu upp í 1000 krónur sem
virðist vera meðalverð fyrir slæðu
þá þarf verslunin að leggja 620
krónur ofan á verðið, eða 340%
álagningu. Verðið án söluskatts
er þá 800 krónur og þar ofan á
koma 200 krónur vegna 25% sölu-
skatts.
Alþýðan þarf fleira
en kartöflur
Ég hef hérna tekið mið af 1000
króna slæðunum og miðað við að
þær kosti 50 krónur í innkaupi og
ef við miðum við að 800 króna
slæðurnar kosti í hæsta lagi 40
krónur í innkaupi þá gilda sömu
álagningarforsendur. Búðarkonan
fær þá 500 krónur. Ég viðurkenni
strax að ég hef ekki kynnt mér
þetta til hlýtar en reikningslega
skeikar hér varla neinu sem máli
skiptir.
Én hveiju skiptir það á hvaða
verði slæður eru seldar, kann ein-
hver að spyija. Eins og það séu
nú hagsmunir alþýðunnar í þessu
landi að kaupa slæður? Alþýðan
étur kartöflur og aðrar nauðsynj-
ar! Ef það er þetta sem liggur að
baki sinnuleysi neytendasamtaka
og háskólaprófessora gagnvart
slæðuokri þá vil ég mótmæla. ís-
land er frekar kalt land þar sem
kvef og pestir heija á landslýð
enda algengt að fólk sé illa klætt
úti við. Mjúkar slæður sem liggja
þétt að hálsi geta án efa komið í
veg fyrir kvef. Og þó svo að það
sé háskólamönnum ef til vill hulið
þá vill til að alþýða þessa lands
er löngu hætt að lepja dauðann
úr skel og flestir telja núorðið
nauðsynlegt að geta lagt rækt við
fleira heldur en að 'vinna og éta.
Við viljum geta glatt hvort annað
með lítilsháttar gjöfum og þó svo
að við horfum ekki eins mikið í
krónurnar við slæðukaup eins og
þegar við kaupum kartöflur þá
þykir mér það einkennast af alveg
sömu eigingjörnu og guðlausu
frekjunni að okra á slæðum eins
og að okra á kartöflum.
JarðbundiiíTiagfræðivísindi
Enda vill til að það eru kaup-
menn sem eiga hlut að þessu í
báðum tilfellum. Hér á landi eru
slæður seldar á 10 sinnum hærra
verði en í Berlín og næstum því
sama máli gegnir um kartöflur. í
verslun ALDI í úthverfi Berlínar
kostaði kartöflukílóið 16 krónur
en hér á landi er verðið um 110
til 130 krónur. Og hvorugt er gott.
Jón Ásbergsson kaupmaður
hefur fullyrt í Morgunblaðsgrein
að útlenskir bændur fái 9 krónur
fyrir kartöflukílóið. íslenskir fá 5
sinnum meira. Þeir sem hafa kom-
ið til bæði íslands og þeirra út-
landa sem hér um ræðir, Evrópu-
landanna, eiga væntanlega auð-
velt með að gera sér í hugarlund
að það er ögn erfiðara að rækta
kartöflur í okkar kalda landi held-
ur en í heitari löndum. En hitt fæ
ég ekki með góðu móti skilið af
hveiju íslenskt verslanakerfi þarf
50 krónur fýrir að selja kart-
öflukílóið (að slepptum söluskatti)
á meðan það útlenska getur látið
sér nægja 5 og afhveiju íslensk
slæðukaupkona þarf ríflega 500
krónur fyrir að selja eina slæðu á
meðan útlensk stallsystir hennar
getur látið sér nægja að taka í
hæsta lagi 15 eða 20 krónur.
Og af reynslu minni af slæðu-
kaupmönnum þá efast ég um að
innflutningur kartaflna myndi í
nokkru þoka verðinu á þeim nið-
ur. Það hefur nefnilega gerst á
undanförnum 7 árum að kartöflu-
bændur hafa lækkað söluverð sitt
að raungildi verulega en á sama
tíma hefur okur kaupmanna og
milliliða aukist og útsöluverðið því
hækkað töluvert að raungildi.
Nú veit ég ekki hvort þessi pist-
ill fellur inn í þau hagfræðivísindi
sem dr. Þorvaldur Gylfason stund-
ar upp í Háskóla á reikning okkar
skattborgaranna en þetta er hag-
fræði þeirra sem þurfa bæði að
kaupa kartöflur og slæður og
halda uppi heilum háskóla með
vinnu sinni og hana nú!
Höfundur er blaðamaður.
stærðir: 36-54
Félag eldri borgara munið
10%afsláttinn.
v/Laugalæk,
sími 33755.
8 mismunandi gerdir,
6 m á lengd.
&
Hringið eftir nánari upplýsingum
eða lítið inn i verslun okkar.
SENDUM í PÓSTKRÖFU
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Ármúla 29 • Reykjavik • sími 38640
ELFA
viftur í úrvali
Loftviftur - baðherbergisviftur
- eldhúsviftur - borðviftur -
röraviftur - iðnaðarviftur
Hagstætt verð.
. ’ Ut’Í
Einar Farestveit&Co.hf
Borgartúni 28. Sími 16995.
AS-TENGI
Allar gerðir
Tengið aldrei
stál - í - stál
StomtaiiuigiMr <JSxnis©Œ)irD & (B@>
VESTURGOTU 16 SiMAR 14680 81480
: ' ' ' '
optibelt
KÍLREIMAR
JiJJ
REIMSKÍFUR OG FESTIHÓLKAR
Drifbúnaður hvers konar
er sérgrein okkar.
Allt evrópsk gæðavara. Veitum
tæknilega ráðgjöf við val á
drifbúnaði.
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
(FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
TTTUT