Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
Matthildur Biömsdóttir skrifar frá Astralíu:
I Ástralíu búa ekki
álfar, svo vitad sé...
Þetta eru þrír mannálfar. En skyldu leynast öðruvísi álfar í klettun-
um þar?
Ég sit úti í garði og les Guðs-
gjafaþulu. Enda má segja að ég sé
umvafin guðsgjafaþulu í formi ailra
þeirra dásemda sem í kring um mig
eru. Fuglarnir kallast á af toppum
—-tijánna. Tré og plöntur ,af allkyns
tegundum gleðja augað og hitastig
er eins og best verður á kosið.
Að lesa til skiptis íslensk og ástr-
ölsk dagblöð gefur góðan saman-
burð. í íslenska blaðinu sé ég aug-
lýsingu um að miðill sé kominn og
ætli að halda opinbera skyggnilýs-
ingu og ég veit að margir munu
fiykkjast þangað í von um skilaboð
frá ástvinum að handan.
Þetta virðist mjög íslenskt, aldrei
sé ég neitt þessu líkt hér og maður
verður ekki var við umræðu um
yfirskilvitlega hluti. Þegar talið
berst að huldufólkinu okkar og
Ástralir brosa að mér og okkur ís-
lendingum sem sjáum þá sem hluta
" af umhverfinu og tilverunni, þá
langar mig að hætta að tala um
það, því mér eins og mörgum Is-
lendingum er það heilagt og við
viljum ekki láta lítilsvirða þessar
verur.
Þatturinn sem ég fékk á spólu
og var um búálfa, gnóma, huldu-
fólk og hvað það heitir allt saman
var unaðslegur og svo mikil stað-
festing á tilveru þeirra. Gefur
landinu meiri dýpt og dulúð. Það
er enn yndislegra að ganga um
^landið ef þú hefur á tilfinningunni
að þessar litlu verur séu þarna ein-
hversstaðar.
Ég vildi gjarnan fá fólk í heim-
sókn hingað til Ástralíu sem hefur
hæfileika til að sjá þessar verur,
því ég er alveg viss um að það
hljóti að vera einhverskonar álfar
sem búi í öllum þessum yndislega
gróðri sem allstaðar er. Þó það yrði
aðeins fyrir mig að vita, væri það
nóg því ég myndi þá að minnsta
kosti geta reynt að tala til þeirra,
þó ég sjái þá ekki. En búálfarnir
mínir, eða andar sem fylgdu okkur
hafa haldið tryggð við okkur.
Mér er sagt að fáir Ástralir
myndu viðurkenna að þeir tryðu á
álfa og huldufólk. Hins vegar trúa
sumir þeirra á hugsanaflutning og
það að allt sé fyrirfram ákveðið af
æðri máttarvöldum. Þeir trúa líka
að látnir forfeður geti vitjað þeirra,
en ekki er mikið rætt um slíkt. Ein-
hveijir fást við að spá fyrir fólki
þó ég hafi ekki séð neina auglýs-
ingu þar um. Einhveijir spá í te-
lauf, tölur og fleira.
Að geta ekki beðið eftir
framtíðinni
Að hvolfa kaffibolla og snúa hon-
um í hringi yfir höfðinu á sér og
setja á ofninn eða eldhúshelluna er
víst alveg óþekktur heimilissiður
hér. Oft má sjá slíku bregða fyrir
í eldhúsinu hjá næmum íslending-
um sem athuga þannig hvað er í
vændum og geta verið nokkuð
sannspáir fyrir sjálfa sig eða vini.
Að það megi finna íjölda manns
í níutíu þúsund manna borg sem
hafa það að atvinnu að segja fólki
hvað muni henda í framtíðinni, get-
ur sagt okkur margt um þjóðina
sem slíka. Bæði það að hún trúir á
slíka hæfileika því hún hefur
reynslu af því að þeir standist, og
að við getum ekki beðið með að
vita hvað framtíðin ber í skauti sér
heldur viljum vita það strax í dag.
Okkur þykir þetta líka mjög gaman
og fróðlegt að hlusta á hvað spá-
fóikið segir um hvað á daga okkar
hafi drifið fram að þessu. Svo erum
við kannski ekki nógu sátt og þolin-
móð að láta það vera í hendi skapar-
ans að ákveða hvað gerist og láta
hveijum degi nægja sína þjáningu.
Það eru ailir að flýta sér svo mikið
að þeir geta ekki einu sinni beðið
eftir framtíðinni. Það getur líka
verið óþoiandi þegar dagurinn í dag
er leiðinlegur og við viljum að eitt-
hvað spennandi gerist.
Hér verður maður ekki var við
„spákonutrú“ og sér heldur aldrei
auglýsingu eins og í íslensku blaði
þar sem sama manneskjan bæði
spáir og strekkir dúka. Fréttir og
spjall um yfirskilvitlega hluti eru
óþekkt nema ef frá er talin fréttin
af geimskipinu sem lenti á bíl hér
í Ástralíu, en lítið hefur verið rætt
um það síðan og er sagt að sjón-
varpsstöðin sem ætlaði sér einka-
rétt í málinu hafi klúðrað gögnun-
um. Þar með fór það ævintýri fyrir
lítið.
í íslenskum dagblöðum eru hins
vegar oft bréf um ýmis slík efni
ásamt stærri og meiri greinum í
Lesbók og víðar. Það fær okkur til
að hugsa um óræða hluti og halda
í trúna á að mjög margt sé að ger-
ast handan skilningarvita okkar og
það sé ekki nema hluti þessarar
tilveru sem við höfum eitthvað að
segja um.
Eru vegir Guðs
órannsakanlegir?
Það bæði endurspeglar líf þjóðar-
innar og heldur henni við efnið að
í lífsinynstri fólks má oft koma
auga á hin ýmsu atvik hinna órann-
sakaniegu vega Guðs. Stundum er
erfitt að sjá jákvæðan tilgang og
þírf oft að leita ansi langt til að
koma auga á hann. Stundum er
þetta ansi flókið og sést ekki fyrr
en við lok æviskeiðs.
Hér er lítið dæmi um að Ástralir
trúa á að lífið sé í höndum örlaga-
norna eða heilladísa. Einn daginn
þegar ég var í bænum þurfti ég að
fá mér hádegisverð eins og gengur.
Fór ég á milli staða og leit í kring
um mig. Á einum af minni stöðun-
um í verslanasamstæðu einni var
fullt af fólki. Við eitt borð sat kona
sem mér fannst vingjarnleg og
spurði ég hana hvort væri í lagi að
ég settist þar. Jú, hún hélt það nú.
Sem við borðuðum, spjölluðum við
saman og fór hið besta á með okk-
ur. Það kom upp úr kafinu, þegar
hún vissi að ég var frá íslandi, að
hún þekkti stúlku sem hafði unnið
þar. Hún var alsæl yfir að hafa
hitt manneskju frá Islandi og sagði
að hún tryði því að okkur hafi ver-
ið ætlað að hittast og við myndum
hittast aftur seinna.
Berdreymi heyrist vart
nefnt á nafii
Ekki veit ég hvernig það er með
trú á drauma hér í Ástralíu og hef
lítið heyrt talað úm þá. Enda eiga
þeir ekki svo langa og merka sögu
í draumum og bókmenntum af
neinu tagi að um það sé rætt. ís-
lendingasögurnar eru einn besti
vitnisburður og fordæmi íslendinga
um gildi drauma svo trúlegt er að
þeir hafi gefið þeim meiri gaum sem
forspáratriðum en t.d. Ástralir. Svo
er hægt að lesa ýmislegt annað út
úr draumum eftir því sem ég sá
nýlega í íslensku blaði. En enn at-
huga ég drauma mína og finnst
mest um vert að athuga þá út frá
forspármöguleikum. Það er heill-
andi að hugsa um dulrænuna á ís-
landi, ekki síst þegar maður verður
aldrei var við hana hér en finnst
hún eiga sér svo djúpar rætur í
Sithembiso Nyone frá Zimbabwe:
Mikilvægt að þróunaraðstoð sé
einnig veitt af þeim innfæddu
HÉR á landi var nýlega stödd kona frá Zimbabwe, Sithembiso
Nyoni að nafni. Kom hún hingað í boði Hjálparstofhunar kirkjunn-
ar og kynnti starfsmönnum kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofii-
unar íslands starfsemi hreyfingar sem hún stofnaði fyrir nokkrum
árum og starfar nú fyrir í heimalandi sínu. Sithembiso Nyoni
hefúr í vetur dvalist við kennslustörf í Birmingham í Englandi
þar sem hún hefúr áður stundað háskólanám og kennslu í þjóð-
félagsfræðum. í spjalli hér á eftir greinir hún frá þróunarstarfi
sem hún hefúr unnið að í heimalandi sínu.
Morgtinblaðið/Árni Sæberg
Sithembiso Nyoni frá Zimbabwe var nýverið á ferð hérlendis og
kynnti fyrir fúlltrúum þjóðkirkjunnar og Þróunarsamvinnustofii-
unar Islands þróunarstarfsemi sem hún veitir forstöðu í heima-
landi sinu.
— í Zimbabwe þar sem búa
um 8 milljónir manna lifa um 80%
fólksins á störfum við landbúnað.
Þróunarstarf okkar hefur mest
verið meðal fólks í þorpum og
höfum við einbeitt okkur að 16
svæðum þar sem við höfum virkj-
að kringum tvö þúsund fjölskyld-
ur. Starfið hefur mikið snúist um
það að auka framleiðslu í land-
búnaði og reynum við að fá nokkr-
ar fjölskyldur til að vinna saman
að þessum verkefnum. Við viljum
helst fá alla til að sameinast um
störfin og þannig starfar saman
fólk á öllum aldri, konur og karl-
ar, hjón, ekkjur, einstæðingar og
allir sem vettlingi geta valdið.
Auk þess að auka og efla Iand-
búnaðarframleiðslu hefur eitt að-
alverkefni okkar verið að sinna
dreifingu og sölu framleiðslunnar.
Á sama hátt og þið hafið fiskinn
eigum við möguleika okkar í land-
búnaði og laijd okkar hefur oft
verið aflögufært þegar uppskeru-
brestur hefur hijáð nágrannarík-
in.
Að gera eitthvað sjálfur
Sem fyrr segir hefur Sithemb-
iso Nyoni verið við nám í Eng-
landi og hún stundaði einnig nám
í Bandaríkjunum. Þá hefur hún
kennt við háskóla í þessum lönd-
um en hún hefur sérhæft sig í
málefnum þriðja heimsins og er
nú eftirsóttur fyrirlesari. Arið
1980 þegar Zimbabwe hlaut sjálf-
stæði stofnaði hún samtök sín sem
starfa að því að bæta lífskjör í
heimalandi hennar:
— í þróunarstarfi er mikilvæg-
ast að fá fólkið til að taka sjálft
til.starfa og skapa hjá því löngun
og vilja til að gera eitthvað í
málunum. Þá fyrst er hægt að
benda á hvað mögulegt er að
gera. Þess vegna er líka mikilvæg-
ast að hjálpin sé veitt af innfædd-
um og að þeir ráði sjálfir ferð-
inni. Það þýðir heldur ekkert
hvorki fyrir mig eða útlendinga
að koma með nýjar aðferðir og
nýja hluti án þess að fólkið fái
að laga það að aðstæðum sínum.
Við verðum að gefa mönnum
tækifæri til að kynnast því smám
saman hvemig ýmsar umbætur
geta komið að gagni.
Við höfum kringum 50 starfs-
menn sem sjá um ákveðin svæði
og þessi hópur fer sífellt stækk-
andi. Þessir fimmtíu kenna öðrum
og síðan fara þeir og kenna enn
öðrum og þannig berst þekking
og þjálfun áfram. En ég vil vekja
athygli á því að það gerist aðeins
ef fólki sjálft óskar þess. Við önn-
umst til dæmis engin samskipti
við yfirvöldin fyrir fólkið — það
verða menn að gera sjálfir. Vilji
þorpsbúar fá stjórnvöld til að gera
eitthvað, annast bomn eftir vatni
og gerð brunna viljum við að
þorpsbúar sjálfir fari til yfirvalda
og síðan getum við hjálpað þegar
ákvörðun hefur verið tekin um
hvað gera skal.
En hvað finnst henni ólíkt með
þjóð sinni og Evrópubúum?
— Það er auðvitað margt ólíkt
en mér finnst virðingarleysi fyrir
þeim fátæku og þeim sem minna
mega sín vera einkennandi fyrir
viðhorf Vesturlandabúa. Við eig-
um að vinná með þeim fátæku,
þetta er fólk sem á sitt líf og sína
möguleika ef við viljum hjálpa því
og líta á það sem jafningja sem
þurfa aðstoð. Við viljum vinna að
því að deila kjörunum hvert með
öðru og við vitum að ekkert okkar
er fullkomið og við getum líka
þegið ýmislegt af þeim sem við
erum að aðstoða. Þarna á að vera
um gagnkvæm samskipti að ræða
og samtal en ekki aðeins þannig
að þeir sem eru aflögufærir rétti
eitthvað niður til hinna.
Mannleg samskipti
Og hvers saknar Nyoni frá
heimalandinu eftir vetursetu í
Englandi?
— Fyrir utan fjölskylduna og
heimilið sakna ég þess kannski
helst að vera einhvers virði — og
þá á ég ekki við sem menntamað-
ur — heldur sem mannleg vera
en ekki bara einhver í fjöldanum.
Heima kemur fólk í heimsókn til
mín af minnsta tilefni, segir mér
hversu góðir krakkarnir eru í skól-
anum, hvað þeir eru óþægir
heima, hvað bóndinn kemur seint
heim og þannig getum við spjallað
saman um hvað sem er og það
eru þessi mannlegu samskipti sem
eru okkur svo verðmæt. Mér
finnst fara miklu minna fyrir þeim
á Vesturlöndum og það tengist
því sem ég sagði áður með að
bera virðingu fyrir þeim sem
minna mega sín. -i