Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989 I tímalausrí Bond-veröld íslenskum hugsunarhætti og menn- ingu. Líklega hafa flestir íslending- ar farið annaðhvort til spákonu eða á miðils- og eða skyggnilýsingar- fund og margir hafa upplifað allt þetta. Draumar eru stór hluti af trú og menningu frumbyggja Frumbyggjar eiga það sameigin- legt með okkur að þeim berst margt mikilvægt i gegn um drauma og líf þeirra býr yfir mikilii dulrænu. Forfeður vitja þeirra í draumum og kenna þeim dans og margt fleira. Að mörgu leyti á maigt í íslenskri dultrú meira sameiginlegt með trú frumbyggja en hinna innfluttu Astrala. Frumbyggjar eiga sér sínar þjóðsögur um það hvernig dýr og land hafa orðið til ásamt mörgu fleiru. Þeir hafa sína eigin útgáfu á sköpunarsögunni og sú saga býr yfir dulrænu afli. Þeir eru alltaf í andlegu sambandi við landið og anda þess, og móðir jörð er þeim mikilvæg fyrir svo margra hluta sakir. í þessi ellefu hundruð og þrettán ár voru sem sagt dulrænir hlutir að gerast báðum megin hnattar þó engin tengsl væri milli landanna. Enginn veit hvort örlaganornir hafi þegar verið búnar að leggja á ráðin um að í framtíðinni myndi þetta hvíta fólk og aðrir verða sendir til Ástralíu til að afplána dóma. Kannski að ástralskur ferðamaður á íslandi fái einn dag uppljómun og fái að sjá álf? Ég vona bara að Frónbúar hahdi áfram að leggja rækt við dulrænuna í sjálfum sér og umhverfinu. Hún er eitt af íslenskum sérkennum. Huldufólk, blómaálfar, gnómar og dvergar og hvað þær heita allar þessar verur munu líklega halda áfram að vera í hólum og klettum og íslendingar geta sagt ferða- mönnum frá þeim. Það er aldrei að vita nema að einn góðan veður- dag geti ástralskur ferðamaður orð- ið fyrir uppljómun og fengið að sjá slíka veru. Húsnæðisstoftiun: Uthlutun mótmælt Á FUNDI bæjarstjórnar Egils- staða 11. júlí síðastliðinn var sam- þykkt eftirfarandi bókun varðandi úthlutun Húsnæðisstofnunar á lán- um til félagslegra íbúða nú nýve- rið. „Bæjarstjórn Egilsstaða iýsir furðu sinni á úthlutun stjórnar Hús- næðisstofnunar ríkisins á lánum til félagslegra íbúðabygginga, þar sem engu láni var úthlutað til Egilsstaða, þrátt fyrir öran vöxt bæjarfélagsins pg augljósa þörf fyrir slíkar íbúðir. I ljósi þess krefst bæjarstjórn þess að stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins taki úthlutunina til endurskoðunar hið fyrsta." Náttúruverndarfélag suðvesturlands: Kvöldganga um Garðabæ Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands stendur fyrir náttúruskoð- unar- og söguferð á þriðjudags- kvöld 18. júlí kl. 21.00. Farið verður frá Fjölbrautaskól- anum i Garðabæ og gengin gamla þjóðleiðin yfir Garðahraunið. Siðan verður farið inn á Sakamannastíg í Gálgahrauni og áfram út á Eskins- eyrar. Þaðan verur gengið með strönd Arnarnesvogs að Fjölbrauta- skólanum. Þar lýkur göngunni um kl. 23.00. Öllum er heimil þátttaka í ferðum félagsins. (Fréttatilkynning) Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Leyfið afturkallað („Licence to Kill“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leik- sljóri: John Glen. Framleið- andi: Albert R. Broccoli. Hand- rit: Michael G. Wilson og Ric- hard Maibaum. Helstu hlut- verk: Timothy Dalton, Carey Lowell, Robert Davi og Talisa Soto. Lítill tími í þetta sinn fyrir agent 007, Jakob Bond, að slappa af yfir hristum en ekki hrærðum vodkamartíni, eyða peningum á spilavítum og daðra við Bond- stelpur- á kostnað deildarinnar. Besta vinkona hans hefur verið myrt og besti vinurinn liggur najr dauða en lífi á spítala, eftir kynni af eiturlyfjabaróninum Sanchez frá S-Ameríku. M vill ekkert að- hafást og tekur raunar af honum leyfið til að drepa, sem hann hef- ur borið í gegnum 15 aðrar mynd- ir og fjóra leikara, svo hann held- ur í persónulega hefndarför einn síns liðs. En engar áhyggjur. Hjá Bond finna konur öiyggi en krimmar alltaf dauðann. Áhorfandinn finnur hins vegar pottþétta skemmtun, sem ekkert Húsið hennar ömmu („Grand- mothers House“). Sýnd í Laug- arásbíói. Framleiðandi: Nikos Mastorakis. Leikstjóri: Peter Rader. Húsið hennar ömmu er ekki mynd um vinalega fjölskylduheim- sókn til ömmu gömlu í ruggustóln- um, eins og nafnið gæti bent til, heldur hrollvekja þar sem amma og afi eru að rota og geyma inni í ískáp og handjárna og skera geðsjúka dóttur sína, sem sloppið hefur af geðveikrahæli og drepið fjölda manns, og er nú á eftir bömum sínum tveimur komnum til að búa í húsinu. Sjúklegt? Ekkert sem kemur okkur á óvart hér sem séð höfum B-myndaúrval Grikkjans Nikos Mastorakis. Ódýrar hrollvekjusög- ur fluttar af ódýrum leikuram fyr- ir ódýra spennu eru hans ær og kýr en í þetta sinn hefur hann getað fundið leikstjóra sem tekst með einföldum brellum að bregða áhorfendum og jafnvel að fá hárið til að rísa á hausnum áður en maður hefur tækifæri til að hrista Blomberq eldavélar - úrvals vestur-þýskt merki. 5 gerðir - 5 litir. Hagstættverð. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hff. BORQARTÚNI28, SÍM116995. LalA 4 stoppar vlð dymar lætur á sjá eftir öll þessi ár. Vöru- merkin góðkunnu eru út um alla mynd; hárfín og hugmyndarík áhættuatriði í lofti er aðeins for- réttur að engu minni eða kómí- skari neðansjávarhasar, æsilegir bílaeltingaleikir í þetta sinn með bensínflutningatrukkum búa okk- ur undir hið óumflýjanlega, sprenginguna miklu, fagrar Bond-stúlkur — í þetta sinn tvær — búa okkur undir svolítinn Bond-rómans. Gamalkunna Pinewood-handbragðið leynir sér ekki í leikmyndunum. Aðeins and- lit persónana breytast, aldrei hlut- verk þeirra, aðeins sögurnar, aldrei umgjörðin. Broccoli hitti á réttu aðferðina fyrir næstum 30 árum og fyrir einhverskonar kraftaverk stoppaði hann tímann í hinni aldurslausu veröld 007. Þegar vinur hans segir frá því að Bond hafi einu sinni kvænst gerðist það fyrir 20 árum en samt er Bond a.m.k. 20 árum yngri nú en fyrir 20 árum. Bond er yfirleitt léttur á bá- runni en af því nú er þetta per- sónulegt er Bond illskeyttari, mis- kunnarlausari og harðari en áður og myndin sömuleiðis. Illmennin hljóta enga náð hjá okkar manni. hann yfir vitleysunni. Þegar allt hefur verið kreist út úr efninu sem unnt er, það er allt- af spurning hvað hægt er að láta tvö börn hlaupa lengi undan óvættinni, virðist eins og kvik- myndagerðarmennirnir hafi ekki nennt meiru og enda myndina mjög snögglega og algerlega í lausu lofti. Ágætis einnar viku mynd sagði góðkunningi og hitti naglann á höfuðið. Hinn aldurslausi njósnari hennar hátignar, James Bond, leikinn af Timothy Dalton. Dauðdagar í þrýstiioftsklefum og mulningsvélum auka á grimmd- ina. Bond hefur lifað af kalda stríðið og getur farið að snúa sér að öðru. I takt við tímann og heimsfréttirnar er erkióvinurinn í Leyfinu afturkölluðu s-amerískur sadisti og eiturlyfjasmyglari sem stjórnar sínu eigin smáríki syðra (gæti verið hvað sem er frá Kúbu til Panama). Robert Davi, banda- rískur aukaleikari með glæpa- mannsleg útlitið með sér, leikur hinn hefðbundna erkióvin af sérs- takri innilifun og er glæsileikinn ekki síður en sadistinn uppmálað- ur með einkennismerki sitt, dem- antskreytta eðlu á öxlunum. Hann er ekki lengur þessi geð- sjúklingur sem hefur á heilanum að ná heimsyfirráðum heldur maður sem lifir að því er virðist til þess eins að drepa. Timothy Dalton heldur sínu striki í hlutverki Bond og gott betur. Það hefur aldrei verið nóg að taka sig vel út í smóking í Bondhlutverkinu. Dalton er hin alvarlega hetja, karlmennskan, alvarleikinn, tryggðin og hin breska siðfágun uppmáluð. Hon- um hefur tekist að fylla mikið upp í persónuna eftir Roger Moore- árin og raunar blásið í hana nýju lífi. Þið vitað að hverju þið eigið að leita í Bond-mynd og þið fin- nið það allt hér. Macintosh fyrir byrjendur Skemmtilegt og fræöandi 5 daga námskeið um forritið Works hefst á mánudag. Tími 16-19. Ritvinnsla, gagnasöfnun og áætlanagerð. Tölvu- og verkfræöiþjónustan Greiöslukortaþjónusta Grensásvegi 16 • Sími 68 80 90 og sanngjarnt sumarverö SIEMENS-sæð/ TRAUSTUR OG AFKASTAMIKILL ÞURRKARIFRÁ SIEMENS íslenskar fjölskyldur í þúsundatali telja SIEMENS þvottavélar og þurrkara ómissandi þægindi. Þú getur alltaf reitt þig á SIEMENS. WT 33001 ■ Þurrkar mjög hljóðlega. Tromla snýst til skiptis ■ réttsælis og rangsælis. ■ Tímaval upp í 140 mínútur. ■ Hlífðarhnappur fyrir viðkvæman þvott. ■ Tekur mest 5 kg af þvotti. ■ Verð kr. 39.500,- Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMFTH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Hjá afa og ömmu Heildarupphæð vinn- inga 15.07. var 7.257.787. 1 hafði 5 rétta, og fær hann kr. 4.329.560. Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 108.477. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 7.484 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 441. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.