Morgunblaðið - 18.07.1989, Side 45
MOIIGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18' JÚLÍ 1989
45
Minning:
Gunnar Hermannsson
arkitekt - París
Fæddur 3. september 1930
Dáinn 24. júní 1989
Um Jónsmessuleytið andaðist í
París Gunnar Hermannsson, arki-
tekt. Útför hans var gerð þar í
borg 4. júlí sl.
Gunnar var fæddur að Bakka á
Tjömesi, hinn 3. september 1930
og ólst þar upp, yngstur af hópi 8
systkina. Foreldrar hans voru hjón-
in Hermann bóndi Stefánsson, Guð-
mundssonar, Stefánssonar í Nolli
og kona hans Friðný Óladóttir,
bónda Jónssonar í Krossávík í Þistil-
firði. Stóðu því að honum kunnar
ættir bæði úr Norður- og Suður-
Þingeyjarsýslu. Bakki liggur um 3
kílómetra frá Húsavík, en börnin
þar áttu skólasókn til Húsavíkur.
Munu flest þeirra hafa gengið þessa
leið daglega fram og aftur yfir vetr-
armánuðina er skólatími stóð, en
skólavist þeirra mun almennt ekki
hafa hafist fyrr en um 10 ára aldur.
Snemma heyrði ég föður minn,
sem var kennari, hafa orð á því að
mörg systkinin frá Bakka bæm af
öðmm nemendum í skóla að náms-
gáfum. Ekki var yngsti drengurinn
þar eftirbátur eldri systkina í þeim
efnum. Það kom í ljós er hann hóf
skólagöngu í barnaskólanum á
Húsavík. Svo vildi til að árangur
barna fæddra 1930 var sá langfjöl-
mennasti í skólanum. Þegar komið
var í 4. bekk var ógerningur að
koma öllum nemendum fyrir í einni
kennslustofu. Okkur sem þar áttum
að vera, var smalað saman á fyrsta
kennsludegi, og tekin sú ákvörðun
að færa bestu nemendurna upp um
einn bekk. Gunnar var þá 10 ára
gamall og að setjast í fyrsta sinn
í skóia. Hafði áður aðeins lært
heima, reyndist þó á fyrsta degi í
hópi bestu nemenda og færðist upp
um bekk. Fyrstu kynni okkar urðu
því skammvinn.
En tími unglinsáranna kom.
Haustið 1944 var ákveðið að hefja
undirbúning að kennslu á gagn-
fræðaskólastigi á Húsavík. I hópi
þess glaðværa og samhenta hóps
er þar hóf nám vorum við Gunnar
og urðum brátt nánir félagar. Lás-
um saman á þessum árum, unnum
saman í vegagerð á Reykjaheiði og
áttum dýrlegt sumar við vega- og
brúargerð í Þistilfirði og Brekkna-
heiði með góðum félögum.
í Gagnfræðaskólanum á
Húsavík, byijuðu að blómstra fjöl-
þættir hæfileikar Gunnars. Hann
bar af öðrum í námi — þurfti lítið
fyrir því að hafa, teiknaði og mál-
aði, spilaði á hljóðfæri og söng sinn
fræga bassa eins og best gerðist,
skemmti sér með okkur á kvöldin,
en hélt svo undir miðnætti einn á
leið gangandi heim að Bakka út í
svart vetrarmyrkrið, misjafnt veður
og færð, óttalaus og öruggur. Hann
fellur nú fyrstur frá úr hópi þeirra
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafiiarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því. vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fýrirvara. Þannig verður
grein, sem birtást á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir 'fullu
nafni höfundar.
18 nemenda sem fyrstir luku námi
gagnfræðinga við skólann.
Afram var haldið til frekara náms
í Menntaskólanum á Akureyri. Þar
urðu samleiðir okkar stuttar — ör-
lögin gripu inní, en umhyggja hans
gleymist ekki er hann flútti mig í
sjúkrakörfu í renningskófi um kalda
vetrarnótt í ársbyijun 1949 um
borð í Esjuna og annaðist mig í
klefa okkar til Húsavíkur — en þar
skildu samferðaleiðir er hann sneri
aftur til skólans. En fjöldi bréfa og
blaða barst frá honum á næstu
vetrum, enda gerðist hann ritstjóri
skólablaðsins Munins við M.A.
Gunnar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1950 með glæsibrag í hópi bestu
nemenda og hlaut í viðurkenningar-
skyni svonefndan íjögurra ára
styrk, sem var þá hæsti styrkur sem
veittur var nokkrum afburðanem-
endum árlega til náms erlendis.
Fyrst hugðist hann leggja stund á
nám í arkitektúr í Kaupmannahöfn,
en skólinn var þar yfirfullur og
varð þá París fyrir vaiinu. Hélt
hann þangað til náms haustið 1950.
Lauk þar prófi í húsagerðarlist árið
1956 með góðum vitnisburði eftir
einhvern stysta námstíma erlends
stúdents í deildinni. Lokaverkefni
hans, glæsilegt einbýlishús í
Reykjavík, var einstaklega hrífandi
og vakti athygli fyrir listrænair frá-
gang. Gunnari mun hafa fallið mjög
vel lífið í Frakklandi, notið lífsins í
hópi stúdenta og listamanna í hinni
fögru heimsborg, og settist þar að
til æviloka. Hann kom þó heim
1958 og vann um nokkurt skeið að
teikningum að ráðhúsi fyrir
Reykjavíkurborg, en þá var sem
oftar hugað að byggingu við norðu-
renda Tjarnarinnar. Hann kom þá
í heimsókn vestur til Ólafsvíkur og
athugaði kirkjustæði fyrir nýja
kirkju. Gerði að beiðni sóknarnefnd-
ar nokkrar skissur að kirkjubygg-
ingu á svipuðum slóðum og hin
nýja Ólafsvíkurkirkja stendur. Var
ákveðið að byggja þar skv. einni
tillögunni. Minnist ég þess er teikn-
ingar þessar og módel voru kynnt
fyrir Húsameistara ríkisins og
starfsmönnum hans, að haft var á
orði hve hér væri um frumlega og
snjalla byggingu að ræða. Vegna
brottflutnings Gunnars frá íslandi
varð ekki af, að byggð væri kirkja
skv. teikningu hans, en tillögur
hans urðu kunnar hér á landi eigi
að síður. Ekki verður betur séð, ef
skoðaðar eru einstakar kirkjur, sem
byggðar voru skömmu síðar, en að
þar gæti áhrifa frá þeim stíl, sem
Gunnar sýndi í frumteikningum
sínum af ðlafsvíkurkirkju.
í árslok 1953 kvænist Gunnar
franskri konu Luicanne Trezzini að
nafni. Þau bjuggu lengst af í Ver-
sölum og var ánægjulegt að koma
í heimsókn á listrænt heimili þeirra.
Þau eignuðust eina dóttur, Christ-
ine Friðnýju, sem búsett er og star-
far í París og lokið hefur þar há-
skólanámi. Áður en Gunnar hélt til
náms í Frakklandi hafði hann eign-
ast dóttur hér á landi, Þorbjörgu
Brynhildi, sem búsett er í Hafnar-
firði og hefur lokið námi í Mynd-
lista- og handíðaskólanum, gift Jóni
Gesti Viggóssyni. Börn þeirra eru
fjögur; Ásta Vigdís, Sigríður Björk,
Berglind Vala og Kjartan Freyr.
Eftir að Gunnar lauk námi hóf
hann að vinna sem arkitekt í París
og rak stofu í félagi við aðra um
alllangt árabil. Teiknuðu þeir félag-
ar einkum byggingar fyrir Póst og
síma. Hann ávann sér landsfrægð
í Frakklandi árið 1965-66 er hann
kom fram í spurningaþætti í sjón-
varpi í Frakklandi, þar sem spurt
var um fréttir, tónlist, náttúrufræði
og ótal margt annað. Þar vann
Gunnar það einstæða afrek, að
sigra í hveijum þætti í samfleytt
sex mánuði, og gekk úr leiknum
án taps. Þar naut sín frábært minni
hans og fjölhæfni, svo engir stóðu
honum á sporði. En Gunnar var
ætíð hógvær og er hann var inntur
eftir þessari keppni síðar vildi hann
ekki mikið úr þessu gera, — óþægi-
legast hefði verið hve margir virt-
ust þeklq'a hann á götum úti meðan
á keppni stóð, og báðu um rithand-
aráritun.
Gunnar Hermannsson naut
franskrar menningar og umhverfis,
en umgekkst á síðari árum ekki
mikið íslendinga, en gladdist er vin-
ir og ættingjar heimsóttu hann og
naut þess þá að virða fyrir sér svipi
og ættareinkenni yngra fólksins,
sem hann hafði ekki séð áður. Hann
var lengi áskrifandi að Morgun-
blaðinu og Víkurblaðiðnu á Húsavík
og fylgdist þannig með. Víkurblað-
inu sagðist hann veifa í Frakklandi
til merkis um vandaða blaðaútgáfu
í fámennu byggðarlagi á íslandi.
Við félagar hans sendum honum
og fjölskyldu hans íslenskan mat
fyrir jólin, sem skapaði íslenska
jólastemmningu ásamt hljómplötum
með íslenskum söngvum og fengum
við listræn bréf til baka á villu-
lausri íslensku; þó Gunnar hefði
ekki komið til Islands sl. 30 ár, en
þegar talað var við hann í síma var
hann stundum svolítið stirðmæltur
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
BJÖRGVIN JÓNSSON,
Heiðarvegi 22,
Vestmannaeyjum,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. júlí.
Dagmar Guðmundsdóttir,
Garðar Björgvinsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir.
t
Faðir okkar,
MAGNÚS KRISTJÁNSSON
frá Bíldudal,
lést 14. júlí á Heilsuverndarstöð Reykjavikur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Friðrik Magnússon,
Ingibjörg Magnúsdóttir.
í byijun en síðan hljómaði íslenskan
kórrétt með aðeins erlendum hreim
ef vel var hlustað.
Árið 1985 andaðist kona hans
og Gunnar varð einnig á sama tíma
fyrir alvarlegu hjartaáfalli. Hann
átti því við alvarleg veikindi að
stríða síðustu árin og flutti þá til
Parísar en virtist nú hafa náð veru-
legum bata og betri tímar í vændum
er hann varð bráðkvaddur á Jóns-
messukvöldi.
I síðasta bréfi, sem mér barst frá
honum fylgdi myn af Eiffelturnin-
um trjónandi yfir París — þar getur
hann þess, að hann hefði að undan-
förnu verið að hugleiða íslandsferð,
en henni yrði að fresta enn um sinn,
en minnist með hlýju fornra stunda
heima í Framnesi. Það var góð loka-
kveðja.
Minn'gamla vin kveð ég hlýjum
huga og þakklátum, um leið og ég
sendi aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ásgeir Jóhannesson
Þeim fækkar enn, stúdentunum
sem útskrifuðust úr MA vorið 1950.
Fyrir nokkrum dögum kom sú fregn
frá París, að Gunnar Hermannsson
frá Bakka við Húsavík væri allur.
„Heilsast og kveðjast, það er
taxtinn," sagði Bjarni smiður í Fjall-
kirkjunni.
Það var gott að heilsa Gunnari
Hermannssyni. Hann kom inn í
skólann geislanai af fjöri og glettni,
alltaf vakandi, alltaf að leita fyrir
sér um nýja þekkingu, nýja reynslu,
ný sannindi. Hann var mikill og
góður námsmaður sem lagði sig
allan fram. Honum var ekki nóg
að kunna, hann varð líka að skilja
hlutina.
Gunnari var margt gefið betur
en öðrum. Hann var til dæmis lista-
skrifari og ágætur teiknari. Hann
var jafnvígur á tungumál, sagn-
fræði og stærðfræði og jafnframt
ágætur stílisti. En honum var ekki
nóg að læra það sem stóð í kennslu-
bókunum. Hann eyddi löngum
stundum á Amtsbókasafninu við að
fara betur ofan í einstaka hluti sem
tóku hug hans allan þá stundina.
Sérstaklega var honum sagan þó
hugleikin og henni veitti hann rú-
man skerf af tíma sínum. Má senni-
lega segja með fullum rétti að
Gunnar hafi verið með fjölmenntuð-
ustu nemendum sem útskrifuðst frá
MA um þetta leyti.
En Gunnar var ekki svo sokkinn
niður í námið að það ætti hug hans
allan. Hann átti marga góða kunn-
ingja og gaf sér góðan tíma til að
njóta lífsins með þeim. Hann lifði
til fullnustu eftir þeirri speki Háva-
mála að maður er manns gaman.
Það er hálfur mannsaldur síðan
við kvöddum skólann okkar og héld-
um út í heiminn. Sumir fóru
skammt, aðrir langt. Gunnar lagði
land undir fót og hélt til Parísar
þar sem hann nam byggingarlist.
Þar nutu allir bestu hæfíleikar hans
sín til fullnustu. Þar gat hann skoð-
að byggingarsögu allra tíma, leikið
sér að stærðfræðilegum og mynd-
rænum formum og tjáð hug sinn í
listrænum byggingum.
Gunnar undi hag sínum vel í
Frakklandi, settist þar að og gerð-
ist að lokum franskur ríkisborgari.
Hann varð fljótt vel kunnur fyrir
störf sín þar í landi og fékk meðal
annars það embætti að hafa eftirlit
með húseignum spænsku krúnunn-
ar í Frakklandi.
Gunnar lagði slíka rækt við
tungumál sinna nýju heimkynna að
fljótt fóru að berast fregnir af því
að hann talaði frönsku með þeim
ágætum að ekki mætti heyra á
máli hans að hann væri ekki inn-
fæddur Frakki. Einnig lagði hann
fulla rækt við þekkingarleit sína
eftir að til Frakklands kom með
árangri sem frægur varð þar í landi
og víðar.
Þannig bar til þar í landi að
franska sjónvarpið efndi til spurn-
ingakeppni þar sem menn áttu að
svara ákveðnum fjölda spuminga
og fá verðlaun fyrir rétt svör. Þau
verðlaun gátu þeir síðan fengið út-
borguð að loknum þætti. Ef þeir
vildu spreyta sig áfram í næsta
þætti lögðu þeir verðlaun fyrri þátt-
ar öll undir og fengu þau tvöfold
til baka ef þeir svöruðu öllu rétt í .
það skiptið, og þannig koll af kolli.
Það var ekki heiglum hent að
komast langt í þessum leik. En öll-
um Frökkum til undrunar kom allt
í einu fram í sjónvarpi þeirra maður
riorðan af íslandi sem stóð sig með
slíkum glæsibrag að þeir höfðu
ekki kynnst slíku áður. Hann svar-
aði öllu sem um var spurt í hveijum
þættinum eftir annan og hélt alltaf
óhikað áfram í næsta þátt. Þar var
kominn Gunnar Hermannsson og
hann lauk frægðargöngu sinni í _
þáttaröð þessari með því að ná fullu
húsi í öllum þáttum.
Gunnar var sérstakur félagi. Ég
átti því láni að fagna að vera í
góðum kunningsskap við hann í
MA. Það voru kynni sem seint
gleymast. Við áttum þess kost að
rifya þau kynni upp fyrir allmörgum
árum úti í París. Þá tókum við upp
aftur stijál bréfaskipti og vonuð-
umst til að geta hist hér heima
þegar Gunnari gæfist tóm til. Það
tóm gafst ekki.
Enda þótt Gunnar ætti ekki aft-
urkvæmt til gamla landsins lifir hér
heima á Fróni minningin um góðan
dreng meðal þeirra sem kynntust
honum.
Stefán Aðalsteinsson w
SIEMENS
Góðir rafmagnsofnar
á 1. flokks verði!
Við bjóðum mikið úrval af
SIEMENS rafmagnsofnum í
ýmsum stærðum.
Aflstærðir: 400,600,800,
1000,1200,1500 W.
Kjömirt.d. í sumarbústaði.
Áratuga góö reynsla á
íslandi.
Gömlu SIEMENS gæðin!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300