Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 52

Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989 Ast er... • ***** * • ** * teppi. TM Reg. U.8. Pat Off. —all rights reserved • 1989 Los Angetes Times Syndicate Konan mín heldur að vélin sé í viðgerð___ Með morg-unkaíTinu Þetta er hún tengdamóðir þín, opnaðu fyrir henni.. HÖGNI HREKKVÍSI Betri fréttir á Bylgjunni Til Velvakanda. Ég er ein af þeim sem hlusta mikið á útvarp bæði á Bylgjuna og Ríkisútvarpið en sjaldan á aðr- ar stöðvar. Mig langar til að benda á hvað Bylgjan hefur batnað og alveg sérstaklega fréttimar. Þær eru orðnar miklu betri en fréttimar á Rás 1 þar sem þær hafa undanfar- ið bara verið leiðinlegar og gamlar lummur. Á Bylgjunni em fréttim- ar stuttar og skýrar og vel lesnar og yfirleitt alltaf mjög góðar og hafa batnað mikið t.d. frá því í vetur. Það er líka gott að vera búin að fá Bibbu aftur og kantrý-þátt- urinn hans Páls er skemmtilegur. Væri ekki annars hægt að fá einhveija skemmtiþætti eða rabb- þætti í dagskrána? En ég er bara ánægð með dag- skrána á Bylgjunni og hlusta mest á hana. Sigríður Stofnanamál: Með lækkun á launum verður lækkun á lífskjörum. Mannlegt mál: Lífskjörin versna ef launin lækka. íslenska er mannlegt mál. Þessir hringdu . . Það stendur ekki í bókinni B.M. hringdi: „Fyrir skömmu birtist grein í Velvakanda þar sem mér fannst koma fram skrítin röksemdar- færsla. Þar var verið að mótmæla því að líf væri á öðrum stjörnum og aðal röksemdin fyrir því var að ekkert stæði um það í Biblí- unni. Þetta minnir á gömlu sög- una um kennarann og dúxana sem kunnu allt utanbókar eins og páfagaukar. Ef kennarinn fór eitt- hvað lítillega út fyrir efnið í spurn- ingum sínum svöruðu þeir að bragði: „Það stendur ekki í bók- inni!“ Þessir þöngulhausar vissu nefninlega nákvæmlega hvað stóð í bókinni og hvað ekki stóð þar og við það takmarkaðist þeirra mannvit algerlega. Svo er að sjá sem þessir fyrirmyndamemendur hafi aukið kyn sitt hér á jörð.“ Vont málfar Lesandi hringdi: „Ég tel að málfari hafi farið hrakandi hjá Stöð 2 að undanf- örnu. Nýlega var talað um „sum- arfíling“ í dagskrárkynningu. Þá Til Velvakanda. Ég er einn þeirra sem hreint of- býður þau tíðu umferðarslys sem orðið hafa hér á landi undanfarna mánuði. Reyndar þekki ég þessi mál af eigin raun þar sem ég hef sjálfur slasast illa í umferðinni og ber þess aldrei bætur. Af hveiju er ekki eitthvað gert til þess að spoma gegn þessum ósköpum? Þarf virkilega að fórna fleirum í gröfina til þess að eitthvað sé gert? Það er ekki langt síðan ég sá einn áhrifaríkasta sjónvaipsþátt sem ég hef lengi séð á Stöð 2. í honum vom viðtöl við fólk sem hafði misst aðstandendur sína í umferðinni. Það var Ragnheiður Davíðsdóttir, fyrrum lögreglukona, spurði fréttamaður atvinnurek- anda á Egilsstöðum hvernig fyrir- tæki hans stæði sig gæðalega og verðiega séð. Þá finnst mér allt of mikið um endursýningar á Stöð 2.“ Læða Læða, alsvört og loðin, slapp úr húsi við Sólheima þar sem hún var í geymslu og hefur líklega viljað komast heim til sín í Furu- gerði. Þeir sem hafa orðið. varir við kisu vinsamlegast hringi í síma 688159. Bílnúmer Númaplata datt af bíl í Borgar- firði um helgina á leið frá Munað- arnesi í Flókadal. Númerið er R-52226 og er fmnandi beðinn að koma því til lögreglu eða hringja í Kristinn í síma 37365. Gleraugn Brún gleraugu af tegundinni Armani töpuðust í Hollywood 24. júní. Finn'andi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 41809. Veski Brúnt veski með buddu tapaðist 12. júní, líklega í leið 11 eða leið 12. I veskinu var m.a. erlent ök- uskírteini. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 78744. Kettlingar Þrír átta mánaða gamlir kettl- ingar fást gefins. Upplýsingar í síma 30039. sem var skrifuð fyrir þessum þætti sem var hreint og beint listilega vel unninn. Þama var töluð hrein íslenska og engin tæpitunga. Á mínu heimili sat fólk agndofa og sjálfum leið mér illa á eftir. Ég er heldur ekki frá því að ég aki öðru- vísi eftir að hafa séð þennan þátt. Mig langar til þess að biðja Stöð 2 að endursýna þennan þátt og óska eindregið eftir því að fleiri svona þættir séu reglulega sýndir í sjónvarpinu. Hinn hræðilegi sann- ieikur virðist verða það eina sem dugar á fólk. Að minnsta kosti hafa „tillitssemin, ljósin og beltin" ekki enn skilað árangri. Fyrrum ökuþór Góður sjónvarpsþáttur f B < 4 4 4 4 Víkverji skrifar að hefur varla farið framhjá neinum að Frakkar hafa verið að minnast þess að tvö hundmð ár em liðin frá stjómarbyltingunni í því landi. íslenskir fjölmiðlar hafa sinnt þessu máli af mikilli kost- gæfni. Víkverja blöskraði þegar Ríkissjónvarpið bauð á sunnudags- kvöldið upp á rösklega tveggja tíma ianga útsendingu frá hátíðagöngu með tilheyrandi hljómlist og skrauti. í fyrsta lagi var hér um „beina“ útsendingu að ræða, sem sjónvarps- menn hér hefðu nauðsynlega þurft að klippa til, fyrst hún var ekki sýnd beint á föstudagskvöldið. í öðm lagi var þessi dagskrá að minnsta kosti klukkutíma of löng og í þriðja lagi var ótrúlega lítið á henni að græða þó svo Víkveiji gerði ser ágætlega grein fyrir því að þetta hafi verið hið tilkomu- mesta sjónarspil. Upptakan var sundurlaus og tætingsleg og hélt ekki áhuga og umsjónarmaður myndarinnar í hinum mestu vand- ræðum og hefði þurft að hafa undir- búinn texta til þess að eitthvert gagn yrði að. Þetta dagskráratriði var alveg skólabókardæmi um hvernig á ekki að senda út sjón- varpsefni sem hefur áður borist beint og er tekið og sent út hrátt. xxx Menn tala æ meira um verndun lands og gróðurs og allt er það til fyrirmyndar. Erlendir ferða- menn hafa verið teknir og fluttir til byggða þegar þeir hafa farið í fullkomnu leyfisleysi inn á svæði, sem ekki hafa verið opnuð enn. Ferðamenn eru almennt hvattir til aðgæslu og betri umgengni á ferða- iögum innanlands og sjálfsagt ekki vanþörf á. Við höfum svo alltof lengi tekið þetta land sem sjálfsagð- an hlut sem við mættum ryðjast um að eigin geðþótta. í þessu sambandi hafa einnig heyrst raddir um að nauðsynlegt sé að iáta ferðamenn borga sig inn á ákveðna staði, Víkveija minnir að eingöngu hafi verið talað um þjóðgarða. Þetta er ekki aðeins þörf hugmynd, það er nauðsynlegt að hrinda henni í framkvæmd sem víðast. Það þykir ekki nema sjálf- sagt mál erlendis að gestir grei.ði fyrir að fara í þjóðgarða eðá inn á einhver sérlega dýrmæt lands- svæði. Við höfum hikað of lengi, hvort sem það stafar af skeytingar- leysi, misskildum „höfðingsskap" það er eins konar feimni við að láta fé koma fyrir að skoða ýmsa staði sem eru hreinustu gersemar. Spurningin er hversu langt eigi að ganga í þessu. Víða er bannað úti í löndum að setja upp tjaldbúðir í þjóðgörðum en fólki boðið upp á tjaldstæði utan þeirra og aðstöðu þar og síðan er fylgst vel með ferð- um fólks um svæðin. Það er kannski of viðkvæmt að gera þetta hér að sinni og hætt við að það yrði tekið í meira lagi óstinnt upp. Víkveiji hefur heyrt fólk kvarta undan því að þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, séra Heimir Steinsson, hafi mjög strangt eftirlit með gest- um og tvínóni ekki við að benda ferðamönnum á að færa sig til ef honum sýnist að þeir hafi búið um sig á svæðum, þar sem hætt er við að návist þeirra spilli gróðri. Þetta aðhald sem séra Heimir sýnir gest- um er lofsvert og Víkveiji vonar a.ð það muni aukast stórlega annars staðar. Það má ekki öllu seinna vera. 4 4 4 4 -I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.