Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 55

Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 55 Sigurlína Davíðsdóttir formaður og Snorri Welding, framkvæmda- Þijátíu krakkar frá Haftiarfirði starfa að miklu hreinsunar- og umhverfisátaki í Krýsuvík um þess- stjóri Krysuvíkursamtakanna, fyrir framan skólahúsið. Þau sögð- ar mundir og er myndin tekin af hluta af hópnum þegar hann gerði matarhlé á vinnu sinni. ust geta hafið móttöku unglinga sem ánetjast hafa vímueftium með mánaðarfyrirvara. Krýsuvíkurskóli; Þrjátíu unglingar vinna að hreinsunar- og umhverfisátaki Enn er beðið eftir starfeleyfi yfírvalda Keflavík. „Krýsuvíkurskóli og ná- grenni hans mun taka miklum stakkaskiptum að loknu þessu átaki og þetta er aðeins byijun- in,“ sagði Trausti Valsson arki- tekt og skipulagsfræðingur sem um þessar mundir stjórnar umfangsmiklu hreinsunar og umhverfis- átaki við Krýsuvík- urskóla. Ætlunin er að koma á fót ferðamannaþjónustu í gamla fjósinu og sagði Trausti, sem hefur skipulagt svæðið, að mikilvægast væri að staðurinn og starfsemin þar fengju sem jákvæðasta ímynd. Undir stjórn Trausta starfa 30 ungmenni frá Hafiiarfirði við fegrun staðar- ins, en laun þeirra eru greidd af ríkinu og munu haftifirsku unglingamir starfa í 7 vikur í Krýsuvík. Hugmynd Trausta er í stuttu máli sú, að samræma svæðið með því að mála húsa- kost í samræmdum náttúruleg- um litum og tengja það saman með hleðslum. Sigúrlína Davíðsdóttir er for- maður Krýsuvíkursamtakanna sem voru stofnuð 1986 með það markmið að veita unglingum, sem hafa ánetjast vímuefnum, hjálp og húsaskjól. Sama árið og sam- tökin voru stofnuð keyptu þau Krýsuvíkurskólann af ríkissjóði og sveitarfélögum á Reykjanesi fyrir 7 milljónir króna. „Skólinn var þá ákaflega illa farinn og ástandið nær ólýsanlegt. Neðri hæð hússins hafði verið notuð undir svín, búið var að bijóta allar rúður og stela öllu sem hægt var að stela úr húsinu. Þar á meðal öllum ofnum og sólbekkjum,“ sagði Sigurlína Davíðsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Sig- urlína sagði að þegar hefði verið hafíst handa með endurbætur'á skólahúsinu sem væri 2.000 fer- metrar að stærð og nú væri húsið metið á um 60 milljónir króna að endurstofnsverði samkvæmt fast- eignamati. Sigurlína sagði að þrír megin- þættir myndu einkenna meðferð- arsamfélagið í Krýsuvík, sem yrði byggt á meðferð — skóla og starfsþjálfun. Einnig yrði tekið mið af hinu svokallaða 12-spora- kerfi sem væri notað af þúsundum íslendinga í dag. í þessu sam- bandi hefðu samtökin stofnað fé- lag til að kaupa gamla fjósið í Krýsuvík. Hafnarijarðarbær hefði veitt afnot af starfsmannahúsinu og nú væri verið að breyta refa- húsum við bæinn í gróðurhús. Þar væri verið að gróðursetja 10.000 valdar birkiplöntur úr Skaftafelli undir stjórn Braga Þórarinssonar, sem þar var landvörður um 10 ára skeið. Gert er ráð fyrir að vinna í gróðurhúsunum og i ferða- mannamiðstöðinni verði síðan einn liðurinn í endurhæfingu ungl- inganna. „Krýsuvíkurskóli verður rekinn sem sjálfstæð eining og við vorum tilbúin að hefja þar starfsemi i hluta skólans þegar á síðastliðnu hausti, en við höfum enn ekki fengið starfsleyfi sem er ákaflega bagalegt, því við vitum að þörfin er brýn. Sviar sendu hingað full- trúa sína og hafa þeir lýst yfir vilja sínum á að senda hingað unglinga til meðferðar. Innan fárra vikna verða Krýsuvíkursam- tökin að taka ákvörðun um hvort fyrirhuguð starfsemi í Krýsuvik verði skipulögð með rekstur vist- unar erlendra unglinga að megin- markmiði, eða hvort þar verður byggt upp í samvinnu við og í þjónustu islenskra heilbrigðis- og menntamála,“ sagði Sigurlína Davíðsdóttir ennfremur. BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ungar stúlkur úr Haftiarfirði gróðursetja birki- plöntur í einu af gróðurhúsunum sem áður gegndu því hlutverki að hýsa refi. Krýsuvíkurskóli og umhverfi hans fræðingur hugsar sér staðinn. eins og Trausti Valsson arkitekt og skipulags- Fékk lax á veiði- svæði unglinga Selfossi.^ „ÉG SÁ hanr. stökkva og kastaði á hann,“ sagði Steingrímur Brynleifsson 12 ára og hampaði hróðugur vænum laxi sem hann fékk í Fagurgerðinu, en svo nefii- ist veiðistaður ungra Selfyssinga á austurbakka Ölfúsár. Þetta var maríulaxinn hjá Steingrími og þess vegna til- efni til að fagna. „Og það var ekkert mál að landa hon- um,“ sagði hinn ungi veiðimaður. Steingrímur sagðist hafa Það er nokkuð óvenjulegt misst þrælvæna bleikju rétt að lax taki á þessum veiðista,ð áður en laxinn beit á. En þegar Steingrímur lyfti laxin- um upp tók hann kipp og spriklaði. Veiðimaðurinn ungi var þá ekki seinn á sér að afgreiða málið með hand- bærum steini. Síðan hraðaði hann sér heim með þennan dýrmæta feng úr Ölfusá. en þó er það alltaf draumur ungra veiðimanna að setja í lax líkt og stangveiðimenn- irnir sem blasa við á hinum bakkanum. Annars er það helst sjóbirtingur sem unga fólkið fær, sýni það þolin- mæði við veiðiskapinn á þess- um stað. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Steingrímur Brynleifsson hampar laxin- um. Héraðsnefiid Isafjarðarsýslu: Hætta á verulegri byggða- röskun á Vestfjörðum FUNDUR Héraðsnefndar Ísaíjarðarsýslu var nýlega haldinn á ísafirði, en þetta var fyrsti fúndur nefhdarinnar frá því hún var stofhuð við sameiningu héraðsnefnda Norður- og Vestur ísafíarðarsýslu. Á fundin- um var samþykkt ályktun þar sem vakin er athygli á að ríkjandi fram- leiðslutakmörkun og kvótakerfi i sjávarútvegi og landbúnaði hafi kom- ið liarkalega niður á afkomu atvinnulífe á VestQörðum, og hætta sé á verulegri byggðaröskun og jafiivel yfirvofandi að sum byggðarlög legg- ist í auðn. í ályktuninni segir meðal annars að afleiðingar rangrar gengisskrán- ingar síðustu misseri hafi verið þær, að flestar útflutningsgreinar á Vest- fjörðum hafi safnað skuldum, sem séu nánast að sliga starfsemi þeirra, og ekki megi lengur dragast áð stjórnvöld skapi þannig rekstrarskil- yrði, að almenningur og þeir sem yfir fjártnunum ráði sjái sér hag í að leggja fé sitt í undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar. Á fundi héraðsnefndarinnar var afgreidd ijárhagsáætlun sýsluvega- sjóðs og samþykkt fjögurra ára áætl- un um framkvæmdir á sýsluvegum. Einnig var gengið var frá fjárhagsá- ætlun héraðssjóðs fyrir árið 1989, og ákveðið var að styrkja Ferðamála- samtök Vestfjarða sérstaklega á þessu ári og Héraðsskjalasafnið við uppbyggingu nýrrar aðstöðu fyrir safnið í gamla sjúkrahúsinu á ísafirði. , i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.