Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 56
é SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VIÐ MIKLAGARÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Flugfreyjuverkfalli afetýrt á elleftu stundu;
Tillaga ríkissátta-
semjara samþykkt
Flugfreyjur fá
einar sokkabuxur
VERKFALLI flugfreyja hjá Flug-
leiðum, sem hefjasí átti á mið-
nætti í nótt, var afstýrt á ellefta
tímanum í gærkvöldi. Féllust
deiluaðilar þá á sáttatillögu Guð-
laugs Þorvaldssonar ríkíssátta-
semjara. Aður hafði verið gengið
frá flestum atriðum samningsins,
þar á meðal launaliðum, en þar til
í gær strönduðu viðræðurnar á
kröfu flugfreyja um að fá tvennar
sokkabuxur á mánuði. Þá kröfu
gáfii þær eftir en jafhframt var
samþykkt að flýta einni launa-
hækkun upp á hálft prósent um
tvo mánuði.
Að sögn Sigurlínar Scheving hjá
Flugfreyjufélaginu eru flugfreyjur
ánægðar með að lausn fannst á deil-
unni og ekki þurfti að koma til verk-
falls. Þetta hefði verið löng og ströng
samningalota og niðurstaðan væri
svipuð því sem hefði samist um við
þær starfsstéttir sem þær ynnu með.
k. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, segir að gengið hafi verið
lengra til móts við flugfreyjur en
flesta aðra hópa og ekki hefði verið
hægt að verða við kröfu þeirra um
tvennar sokkabuxur því til viðbótar.
Á hinn bóginn hefðu Flugleiðir stað-
ið frammi fyrir því, að röskun yrði
á flugi 3.500 farþega á næstu tveim-
ur dögum ef af verkfalli hefði orðið,
þó að tekist hefði að fá leiguvélar
til að sinna fluginu. Félagið hefði
metið stöðuna þannig að það mætti
ekki við röskun á flugi nú til við-
bótar við þá sem þegar hefði orðið
í sumar og sáttatillaga ríkissátta-
semjara hefði verið viðunandi í stöð-
unni. Talið væri að þessi samningur
hefði í för með sér tæplega tuttugu
prósenta launahækkun; 16-17% í ár
og um 3% á því næsta.
Hvalvertíð
lýkur senn
SEXTÍU og þrjár langreyðar
eru komnar á land í hvalstöð-
inni í Hvalfirði. Hvalvertíð
gæti lokið í þessari viku ef
veður leyfir.
Leyfilegt er að veiða 68 lang-
reyðar á þessari vertíð, sem er
sú síðasta í vísindaáætlun Haf-
rannsóknastofnunar.
Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson
Rútan dregin upp úr gilinu um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Líklega er rútan ónýt.
Rúta með 28 manns hrapaði 40 metra niður í gil:
Kraftaverk hve allir sluppu vel
segir Guðmundur Sigvaldason fararstjóri
FJÖRUTÍU manna rúta frá Guð-
mundi Jónassyni, með 28 manns
innanborðs, valt út af veginum á
Möðrudalsöræfiim og hrapaði 40
metra niður í gilskorning. Þrátt
fyrir að rútan færi tvær veltur á
leiðinni og að allar rúður i henni
utan tvær brotnuðu, sluppu flest-
ir farþeganna með minniháttar
meiðsli. Um var að ræða hóp
norrænna jarðfræðinga og sagði
fararstjóri hópsins, Guðmundur
Sigvaldason, að það væri krafta-
verk hve allir sluppu vel firá
þessu óhappi. Hann vildi að öðru
leyti ekkert tjá sig um málið.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Egilsstöðum varð óhapp-
ið um kl. 8.30 í gærmorgun. Rútan
Skaftárhlaup hófst í gær;
Búist er við að
ið nái hámarki
HLAUP í Skaftá hófst í gær og
búast menn við miklu hlaupi að
þessu sinni. Bændur i Skaftár-
tungu urðu hlaupsins fyrstir varir
um miðjan dag í gær og óx áin
mjög hratt fram eftir kvöldi, eða
um 20 cm á klukkutíma, að sögn
*Gylfa Júlíussonar, vegaverkstjóra
í Vík.
Fjallabaksleið nyrðri, veginum frá
Skaftártungu inn að Eldgjá, var lok-
að í gærkvöld, en mikil hætta er á
að vegurinn skemmist í Skaftár-
hlaupi, að sögn Gylfa. Náð var í hóp
ferðafólks, sem statt var inn við
Eldgjá, í gærkvöldi til að forðast að
það lokaðist inni ef vegurinn
skemmdist vegna vatnavaxta í ánni.
Sólarhringsvakt hefur verið yfir
ánni frá því í gær, en heimamenn
búast við að hlaupið nái hámarki
sínu í kvöld. Oddsteinn Kristjánsson,
bóndi í Hvammi, fór inn að Eldgjá
í gærkvöldi til að leita að ferðafólki
og voru allir, 20-30 manns, komnir
til byggða á ellefta tímanum. Þá var
jafnframt farið að renna úr ánni
eftir veginum og óttast var að hann
kynni að grafast í sundur í nótt. Á
fimm tímum, frá kl. 17.00 til 22.00,
. óx áin um 70 cm.
Siguijón Rist, vatnamælingamað-
ur, sagði í samtali við Morgunblaðið
að Skaftárhlaup hefðu orðið um það
bil á tveggja ára fresti allt frá árinu
1955. Síðast hljóp Skaftá í ágúst í
fyrra. „Það myndast svokölluð ketil-
sig í Skaftáijökli. Eldvirkni gerir það
að verkum að hiti undir jöklinum
bræðir frá sér á tveimur til þremur
stöðum þannig að mikið vatn safn-
ast saman og brýst síðan fram í
Skaftárhlaupum. Stærð hlaupanna
hefur verið allt frá 50 og upp í 250
gígalítra," sagði Siguijón. Hann
sagði að hlaupið væri fyrst sjáanlegt
þegar það kæmi undan jöklinum við
bæinn Skaftárdal rétt sunnan við
Langasjó. Það rynni síðan í Skaftá
og sem leið liggur niður í sjó í gegn-
um Kúðafljót annars vegar og hins-
vegar austur hjá Kirkjubæjar-
klaustri og niður í sjó um svonefnd-
an Skaftárós.
Siguijón sagði að hlaupin gætu
komið á hvaða tíma árs sem væri,
algengust væru þau þó í leysingatíð.
Venjulega er farið að minnka í ánni
eftir þriggja daga hlaup, en vatna-
vextimir ná hámarki sínu eftir einn
til einn og hálfan sólarhring. Hann
sagði að Skaftárhlaupum fylgdi oft
mikil brennisteinsfýla og væri lyktin
oft fyrsta vísbendingin um hlaup í
ánni. Lyktin fyndist jafnvel í
Reykjavík, ef vindáttin stæði þannig.
hlaup-
í kvöld
Hinsvegar virtust suðvestlægar áttir
vera ríkjandi nú þannig að brenni-
steinsfnykurinn bærist þá helst inn
á hálendið.
var að fara niður bratta brekku
austan í eystri fjallgarðinum
skammt frá Lónakíl. í brekkunni
er kröpp beygja og er bílstjóri rút-
unnar ætlaði að hægja á henni við
beygjuna reyndust hemlar rútunnar
óvirkir. Skipti engum togum að
rútan fór fram af veginum og valt
40 metra niður í gilskorning. Á leið-
inni mun bílstjórinn og tveir far-
þeganna hafa kastast út um fram-
rúðuna.
Örskömmu eftir óhappið lét fólk
er leið átti um veginn vita af því
sem gerðist. Sendir voru tveir
sjúkrabílar, ásamt tveimur lækhum,
á staðinn frá Egilsstöðum. Einn
farþeganna var strax fluttur til
Grímsstaða þar sem flugvél sótti
hann og flaug með hann á sjúkra-
húsið á Akureyri en talið var að
hann hefði skaddast innvortis. Við
skoðun reyndist svo ekki vera en
hann var viðbeinsbrotinn og nokkuð
marinn. Annar farþegi var sendur
með sjúkraflugi frá Egilsstöðum til
Akureyrar til nánari skoðunar
síðdegis í gær.
Aðrir farþegar voru fluttir á
heilsugæslustöðina á Egilsstöðum
og reyndust hafa sloppið með
minniháttar skrámur og mar utan
einn sem skarst illa á andliti. Lög-
reglan á Egilsstöðum tekur undir
með Guðmundi Sigvaldasyni að það
sé kraftaverki líkast hve vel farþeg-
arnir sluppu úr þessu óhappi.
Grafa og veghefill voru sendir á
slysstað til að ná rútunni upp úr
gilskorningnum en hún mun mikið
skemmd og óvíst hvort hún kemst
á götuna aftur.
Mikil hlýindi um allt land
22,7 stiga hiti á Egilsstöðum í gær
HEITT hefiir verið í veðri um allt land undanfarna daga og verð-
ur að öllum líkindum áfram fram á föstudag samkvæmt upplýsing-
um veðurstofunnar. Fór hitinn víða yfir 20 stig á Norður- og Aust-
urlandi í gær. Hlýindunum fylgja vatnavextir í jökulám og lokað-
ist hringvegurinn um tíma um helgina er Virkisá í Oræfasveit rauf
skarð í veginn. Verði framhald á þessum hlýindum er talin hætta
á mildum jökulleysingum og verulegum vexti í ám af þeim sökum.
Mestur hiti á landinu í gær var
22,7 stig á Egilsstöðum. A Akur-
eyri mældist hitinn 21,5 stig. Mest-
ur hiti í Reykjavík í gær var 14
stig.
Heitur lofthjúpur er yfir landinu
þessa dagana og er svokölluð
frostlína I 10 til 11 þús. feta hæð
en það gerist að öllu jöfnu ekki
nema einu sinni til tvisvar á ári.
Er gert ráð fyrir að lofthjúpurinn
verði áfram yfir landinu næstu
daga og að hitinn verði 8 til 10
stig sunnanlands fram á föstudag
en að hann hækki upp I 13 stig á
föstudag. Hitanum fylgir úrkoma
sunnanlands næstu tvo daga en
með suðaustanáttinni á fimmtudag
og föstudag fer að rigna.
Samkvæmt upplýsingum vega-
eftirlitsmanna er fært um Sigöldu
í Landmannalaugar. Vegurinn um
Uxahryggi er fær og jeppar og
stærri bílar komast um Kjöl. Þá
er hægt að komast að norðan í
Kverkijöll og Öskju en Sprengi-
sandur er ófær. Er áætlað að
kanna leiðina að sunnan og norðan
um næstu helgi en mikill snjór er
þar enn og mikið vatn í öllum jökul-
ám.
Að sögn Árna Snorrasonar, for-
stöðumanns vatnamælinga Orku-
stofnunar, hefur snjóa nú leyst
víðast hvar á landinu, nema á mið-
hálendinu og hæstu heiðum aust-
anlands. Vöxtur í ám nú stafi af
jökulleysingum vegna hlýindanna
að undanförnu. Hingað til hafi
vöxtur einkum orðið í smærri ám,
en stóru vatnsföllin þurfi hins veg-
ar lengri tíma til að ná miklum
vexti. Verði framhald á hlýindun-
um megi búast við verulegum
vatnavöxtum í stærri jökulánum.