Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 211. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fellibylurinn Húgó: Stefnir á Dóminíska lýðveldið Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. San Juan. Reuter. FELLIBYLURINN Húgó fór yfir Puerto Rico á Karíbahafi í gær á yfir 160 km hraða á klukku- stund. A sunnudag fór fellibylur- inn yfir Guadeloupe-eyjar með þeim afleiðingum að fimm manns fórust og um 12.000 manns misstu heimiii sin. Alis hafa tíu manns farist í fellibylnum og tug- ir þúsunda misst heimili sín. Húgó er mesti fellibylur á þessum slóðum í yfir tíu ár. Allt varð sambandslaust við Gu- adeloupe-eyjar á sunnudag_ þegar fellibylurinn gekk þar yfir. Á aust- urhluta Puerto Rico er nú einnig rafmagns- og samgöngulaust og vitað er um mikið eignatjón en ekki manntjón enn sem komið er. Veðurfræðingar spáðu því að fellibylsins yrði næst vart í Dóm- iníska lýðveldinu. Þar hafa um 1.000 manns verið fluttir á brott frá heimilum sínum við ströndina og alþjóðlegum fiugvelli landsins hefur verið lokað. Veðurfræðingar telja að sennilegast að fellibylurinn hrelli íbúa í Flórída og við austur- strönd Bandaríkjanna á fimmtudag eða taki stefnu norður á bóginn út á Atlantshafið. Ógerlegt er þó að segja nokkuð með vissu um ferðir slíkra bylja. Annar fellibylur, íris, hefur myndast austan við Leewardeyjar og er búist við að hann feti nokkuð nákvæmlega í slóð Húgós. * Mótmæli í Ukraínu Reuter Að minnsta kosti 100.000 manns hafa mótmælt á götum borgarinn- ar Lvov í Úkraínu og krafist þess að kaþólska kirkjan í Úkraínu, uníata-kirkjan, verði lögleidd að nýju. Jósef Stalín einræðisherra neyddi kirkjuna til að sameinast rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni árið 1946 en að undanfornu hefur uníata-kirkjan verið tákn þjóð- ernisvakningarinnar í Úkraínu. Á sunnudagskvöld söfiiuðust 30.000 manns saman í miðborg Lvov og fordæmdu hernám sov- éska hersins í Vestur-Úkraínu fyrir 50 árum. Á myndinni heldur Úkraínumaður á spjaldi sem á er letrað orðið „Heimsvalda- steftia". Á spjaldinu er teikningum af andlitum einræðisherranna Adolfs Hitlers og Jósefs Stalíns skeytt saman. Sovétríkin: Boris Jeltsín harð- lega gagnrýndur í stjómarmálgagninu Moskvu. Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska komnuinistafiokksins, birti í gær grein úr ítalska dagblaðinu La Repubblica þar sem farið var hörðum orðum um framferði sovéska fulllrúaþinginannsins Boris Jeltsíns í nýafstað- inni heimsókn hans til Bandaríkjanna. Greinin birtist í Prövdu aðeins einum degi áður en ráðgert var að fúndur miðstjórnar sovéska komm- únistaflokksins hæfist. Jeltsín segir að greinin í Prövdu sé þvættingur. Á miðstjórnarfundinum í dag er búist við að fjallað verði um þjóðern- isrósturnar allt frá Eystrasaltslýð- veldunum í vestri til Azerbajdzhans í suðri. Á fundinum verður tekin af- staða til þess hvort Jeltsín hafi brot- ið gegn reglum flokksins er hann hvatti til umræðna um fjölflokka- kerfi í Sovétríkjunum. Þá er talið að miðstjórnarfuiltrúar taki afstöðu til þess hvórt þingi kommúnistaflokks- ins verði flýtt, en ráðgert er að það fari fram snemma árs 1991. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur mælst til þess að flokksþinginu verði flýtt, en hann hyggst koma umbótasinnuð- um flokksmönnum til aukinna áhrifa innan flokksins. Jeltsín var leiðtogi Moskvudeildar kommúnistaflokksins en var vikið úr embætti 1987 fyrir að gagnrýna seinagang í umbótaáætlunum Gor- batsjovs. Fyrr á þessu ári var hann kjörinn á hið nýja fulltrúaþing Sov- étríkjanna. Jeltsín varaði við því í Bandaríkjaför sinni að Sovétleiðtog- inn hefði aðeins sex mánuði til að bæta kjör almennings í Sovétríkjun- um, ella yrði gerð bylting „neðan frá“. Forsvarsmenn La Repubblica í Moskvu sögðu að greinin sem birtist Brottflutningur indverskra hersveita frá Sri Lanka: Deilt um túlkun samkomu- lagsins strax við undirritun Kólombó. Reuter. Daily Telegraph. UNDIRRITAD var í gær sainkomulag milli stjórnvalda í Indlandi og Sri Lanka um brottflutning indverskra hersveita frá eynni en blekið hafði vart þornað á skjalinu er deilur hófúst um túlkun samkomulags- ins. í því felst að Indverjar aflýsa einhliða hernaðaraðgerðum gegn tamíl-tígrum og stjórnvöld í Kóiombó heita því að stofna friðarráð, sem i munu sitja fúlltrúar allra deiluaðila í uorður- og austurhéruðum eyjar- innar. haft í för með sér afhroð fyrir Gandhi I hann verður að boða til fyrir næstu og flokk hans í þingkosningum, sem | áramót. Yfirvöld á Sri Lanka sögðu Ind- vetja hafa heitið því í samningavið- ræðum áð hersveitir þeirra yrðu á brott fyrir næstu áramót. Háttsettir embættismenn í Nýju Dehlí sögðu iúns vegar að brottflutningurinn stæði og félli með ráðstöfunum sem tryggja ættu öryggi tamíla, sem eru í minnihluta á eynni. „Hersveitirnar hverfa ekki frá norður- og austur- héruðum Sri Lanka nema friður ríki þar og öryggi íbúa verði tryggt. Þetta er heildarsamkomulag og það er ekki hægt að taka eina málsgrein út og slíta hana úr samhengi við aðrar,“ sagði embættismaðurinn, sem óskaði nafnleyndar. Alis eru 41.000 indverskir her- menn á Sri Lanka, en þangað voru þeir sendir í júlí 1987 til þess að stöðva uppreisn aðskilnaðarsinna tamíla. Stjórnárerindrekar í Kólombó sögðust í gær efins um að brott- flutningur indversku sveitanna yrði til þess að binda enda á átök á norð- urhluta Sri Lanka, þar sem tamílar eru í meirihluta. Hermt er að Ranashinge Premad- asa, forseti Sri Lanka, hafi fallist á samkomulag um brottflutning ind- versku sveitanna í áföngum en hann hafði krafist þess að þær yrðu allar á brott frá eynni 29. júlí sl., en þá voru liðin tvö ár frá komu þeirra. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, aftók það en til málamynda kvaddi hann um 600 hermenn heim 29. júlí og fyrir vikið féllst Premad- asa á samningaviðræður. Hefði Gandhi fallist á kröfur Premadasa um brottflutning fyrir júlílok er lalið að það hefði getað Reuter Níundi konungur Malasíu Azlan Muhibuddin Shah soldán af Perak, var í gær krýndur niundi konungur Malasíu. Shah, annar til vinstri á myndinni, er nú konungur 17 miljóna Malasiubúa, en samkvæmt stjórnarskrá landsins er konungur kjörinn á fimm ára fresti. Shah var valinn konungur í mars á þessu ári í leynilegri kosningu soldána í níu af þrettán ríkjum Malasiu. í Prövdu væri orðrétt þýðing á grein eftir fréttaritara blaðsins í Was- ■ hington. Sagt er að Jeltsín hafi feng- ið sem svarar 1,5 miljónum ísl. króna í þóknun fyrir hvern fyrirlestur sem hann hélt í Bandaríkjunum. í grein Prövdu er hann sakaður um að hafa eytt svo miklum peningum í Banda- ríkjunum að ekkert hafi verið af- gangs til alnæmisrannsókna og lækninga í Sovétríkjunum sem hann hafði lofað að styrkja. Annars staðar er greint frá því, að hann hafi keypt hjúkrunargögn fyrir sex milljónir króna. Pólskir kommúnistar: Rís sósíalísk- ur flokkur úr öskustónni? Varsjá. Reuter. LEIÐTOGAR pólska kommúnista- flokksins lögðu til á ráðstefnu miðsljórnar í gær að flokknum yrði breytt í „nýjan sósíalista- flokk“ sem ætti sér lífvænlega framtíð í lýðræðislegu, pólsku þjóðfélagi. Suma flokksmenn rak í rogastans við að sjá vestræna fréttamenn þyrpast inn í höfúð- stöðvar kommúnistaflokksins í miðborg Varsjár til að fylgjast með umræðunum. Þetta er í fyrsta sinn í yfir 40 ár sem fréttamönnum er hleypt inn í innsta vígi komm- únistaflokksins. „Við viljum að flokkurinn starfi fyrir opnum tjöldum. Það er engin ástæða til að meina fréttamönnum að vera við upphaf umræðnanna," svaraði Mieczyslaw Rakowski, leið- togi pólska kommúnistaflokksins, er miðstjórnarmenn settu út á veru fréttamanna í . öfuðstöðvum komm- únistaflokksins. Leszek Miller lagði fram skýrslu stjórnmálaráðs flokksins, þar sem hann á sjálfur sæti. I skýrslunni sagði að fylgi flokksins yrði að aukast ætti hann að halda velli. Miller varaði miðstjórnarfulltrúa við því að hvetja til harðrar stjórnar- andstöðu gegn hinni nýju ríkisstjórn landsins, og sagði að ríkisstjórnin hefði vakið úpp „vonir og bjartsýni meðai þjóðarinnar". Tækist henni ekki ætlunarverk sitt myndi óánægja almennings aðeins beinast gegn kommúnistaflokknum. Miller sagði að flokksmenn ættu um þrennt að velja og yrðu þeir að gera upp hug sinn áður en fundi miðstjórnarinnar lyki. Hann kvaðst telja flokknum fyrir bestu að hann „umbrejútist á eðlilegan hátt“ í nýjan vinstrisinnaðan stjórnmálaflokk. Hann hafnaði hins vegar tillögum afturhaldsmanna um að flokkurinn starfaði áfram í sinni upphaflegu mynd sem og hugmyndum umbóta- sinna um að leysa flokkinn upp og stofna nýjan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.