Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
35
„Bara-húsmóðir“
Það hefiir oft farið í taugarnar
á mér þegar fólk er að tala
um að þessi konan eða hin sé
„bara“ húsmóðir. Það hljómar
venjulega eins og eitthvað sé
bogið við það að vera heima-
vinnandi og sinna búi og börn-
um.
Ég rakst nýlega á grein í er-
lendu blaði um „bara-húsmæð-
ur“, sem mér þótti athyglisverð,
og birti því hér kafla úr grein-
inni. Þar segir meðal annars:
Starf húsmóðurinnar er orðið
svo vanmetið að konum sem ekki
hafa allt of mikið sjálfstraust
hættir við að fá minnimáttar-
kennd gagnvart útivinnandi stöll-
um sínum. Mikið hefur verið
skrifað og skrafað um að heimil-
isstörfin gefi lítið af sér. Aðallega
heyrist gagnrýni frá félagskon-
um kvenréttindasamtaka á það
sem þær kalla „andlega niður-
drepandi" vinnu „bara-hús-
mæðra“ sem séu misnotaðar sem
þjónustur fyrir alla ijölskylduna.
Kannanir sýna að þessi gagn-
rýni á oft rétt á sér. En athyglis-
vert er að í öðrum könnunum
meðai húsmæðra kemur fram að
rúmlega helmingur þeirra er sér-
lega ánægður með hlutskipti sitt.
Enginn heldur því fram að
heimilisstörfin séu endalaus dans
á rósum. Rétt er einnig að marg-
ar konur óska þess að gera hlé
á tilbreytingarleysi húsverkanna
og fá sér vinnu úti, þó ekki væri
nema hálfs dags vinnu. Og ekki
er hægt að bera á móti því að
„bara-húsmæður“ eru fjárhags-
lega háðar eiginmönnunum. En
draumurinn um að geta fundið
sjálfa í sig tvöföldu hlutverki
húsmóður og útivinnandi konu
getur auðveldlega orðið að mar-
tröð.
Meðan börnin þarfnast heima-
önnunar og ijölskyldan finnur
öryggi í samveru heimilislífsins
eru heimilisstörfin dýrmætustu
verkefni konunnar, og í það
minnsta konunni meira virði en
sá aukapeningur sem hún fengi
fyrir að gegna aukahlutverki ut-
an heimilis.
Fjölbreytni
Það má ekki alltaf líta störf
húsmæðra með augum þeirra
sem fundið hafa sjálfar sig í
kvenréttindabaráttunni. Og þeir
sem af hugsjónaástæðum telja
heimilisstörfin lítilfjörleg eru
vægast sagt fávísir. Á sömu rök-
um mætti ætla að karlar væru
niðurbældir. Flestir þeirra þurfa
í okkar tækniþjóðfélagi að vinna
lítt áhugavekjandi störf án þess
að hljóta mikla viðurkenningu að
launum. Þessvegna er það frá-
leitt að meta störf á skrifstofum,
stórverzlunum eða iðnaði meira
en það að stjórna heimili og ala
upp börn. Þar má við bæta að
ekki eru til neinar „bara-hús-
mæður“. Sérhver húsmóðir og
móðir er allt í senn, uppalandi,
kennari, hjúkrunarkona, fjár-
málastjóri, saumakona, garð-
yrkjumaður og hvað eina. Hvaða
staða býður upp á jafn fjölbreytt
verkefni?
Það er samt sem áður skiljan-
legt að margar konur skuli
kvarta yfir því að vera „einangr-
aðar“. En auðvelt er að losna úr
einangruninni, því aldrei fyrr
hafa tækifærin verið jafn mörg.
Og öll vinnusparandi heimilis-
tækin gefa einnig nægan tíma
til að leggja fyrir sig margskonar
frístundaiðju.
Eftir stendur hjá mörgum kon-
um vitundin um að geta ekki
ráðið yfir eigin fjárhag. Það
hjálpar ekki þessari tilfinningu
að vita um fjölda kvenna sem fær
dágóðan skilding fyrir heimilisað-
stoð hjá öðrum, þótt það sýni
vissulega að húsmóðirin vinnur í
raun fyrir dágóðum tekjum. Það
þarf því að koma á einhverri
regiu sem hentar tekjum fjöl-
skyldunnar. Þar sem flestir karl-
ar eru fráhverfir því að greiða
einhver„húsmæðralaun“ ættu
þeir í það minnsta í anda jafnrétt-
is að afhenda eiginkonunum
stærri hlut af laununum en sem
svarar fyrir nauðþurftum svo þær
verði þeim ekki jafn háðar.
Það er oft aðeins draumsýn
að geta fundið sjálfa sig í ein-
hveiju starfi utan heimilis. Raun-
veruleikinn er oft annar. Það
skiptir nefnilega ekki mestu máli
hvað maður gerir, heldur hitt að
það sem gert er sé gert rétt.
Þetta staðfesti nýlega kona
sem hafði náð mjög góðum ár-
angri hjá auglýsingastofu áður
en hún giftist fyrir tíu árum.
„Mér leið mjög vel meðan ég
starfaði við auglýsingar, en nú
fyrst hef ég fundið sjálfa mig í
hlutverki eiginkonu og móður.
Hversvegna? Vegna þess að hér
er meiri þörf fyrir mig og ég fæ
miklu meira út úr lífinu ...“
Svo mörg voru þau orð.
Með kveðju,
Jórunn
AFGASRULLUR
fyrir bílaverkstæöi
Olíufélagið hf
681100
XJöföar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
HAUSl NAMSKEIÐ
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLANS
Innritun 19.-26. september
milli kí. 16 og 18 á skrifstofu skólans
Laufásvegi 2, sími 17800
TÓVINNA KNIPL
12. okt. - 16. nóv. 7. okt. - 25. nóv.
Kennslud. fimmtud. kl. 20-23. laugard. kl. 14-17.
ALMENNUR PRJÓNTÆKNI
VEFNAÐUR 2. okt. - 6. nóv.
2. okt. - 16. nóv. mánud. kl. 20-23.
mánud., miðvikud. og DÚKAPRJÓN,
fimmtud. kl. 20-23. hyrnur og sjöl
MYNDVEFNAÐUR 4. okt. - 8. nóv.
3. okt. - 5. des. miðvikud. kl. 19.30-22.30.
þriðjud. kl. 20-23 TAUÞRYKK OG BATÍK
ÚTSKURÐUR 2. okt. - 20. nóv.
4. okt. - 22. nóv. mánud. kl. 20-23.
miðvikud. kl. 18-21. JURTALITUN
ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR 31. okt. - 19. des.
2. okt. - 4. des. þriðjud. kl. 20-23.
rnánud. kl. 19.30-22.30. LEIKBRÚÐUGERÐ
BARNAFATASAUMUR 3. okt. -21. nóv.
OG TAUÞRYKK þriðjud. kl. 20-23.
5. okt - 9. nóv. • fimmtud. kl. 20-23. HELGARNÁMSKEIÐ
FATASAUMUR
6. okt. - 24. nóv. PAPPÍRSGERÐ
föstud. kl. 20-23. 14. og 15. okt. kl. 12-17.
BÚTASAUMUR KÖRFUGERÐ
3. okt. - 7. nóv. 21. og 22. okt. kl. 12-17.
þriðjud. kl. 20-23. KVIKSJÁ
ÚTSAUMUR 11. og 12. nóv. kl. 1 3-16.
2. okt. - 20. nóv. KERTAGERÐ
miðvikud. kl. 19.30-22.30. 9. og 10. des. kl. 13-17.
DÆLUR
T!L ALLRA VERKA
LENSIDÆLUR - SMÚLDÆLUR - BRUNADÆLUR - OLÍUDÆLUR -
VATNSDÆLUR - IÐNAÐARDÆLUR — LANDBÚNAÐARDÆLUR OG AÐRAR
DÆLUR TIL FJÖLBREYTTRA NOTA. E-JET dælurnar hafa mikla vinnslugetu og
^ eru gangöruggar við hinar erfiðustu aðstæður.
Leitið upplýsinga
hjá okkur.
VELASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
EKKI PRÍLA!
NOTAÐU BELDRAY
Beldray fæst i byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt.
EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020
Álstigarnir og tröppurnar frá
Beldray eru viðurkennd bresk
gæðavara - öryggisprófuð og
samþykkt af þarlendum yfir-
völdum.
Beldray er rétta svarið við vinnuna,
í sumarbústaðnum og á heimilinu.
Verðið er ótrúlega hagstætt -
gerðu hiklaust samanburð.
64.5cm 87.0cm 109.5cm 132.0cm 154,5cm 177.0cm