Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSHPn/JQVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 29 Verlsun SS vinnur að strikamerkjakerfí í samvinnu við Skrifstofuvélar og Gísla J. Johnsen Liður í þjónustu við kaupmenn, segir Hjalti H. Hjaltason hjá Sláturfélaginu MORATEMP Morgunblaðið/Bjarni STRIKAMERKIINIGAR — Afgreiðslan gengur mun hrað- ar fyrir sig þegar ekki þarf innslátt á kassa. VERSLUNARREKSTUR — F.v. Sveinn Áki Lúðvíksson framkvæmdastjóri Sameindar, sem annast sölu og stýrir framkvæmd- um í tengslum við strikamerkjakerfið ásamt Júlíusi og Einari Jónsson- um, sem báðir eru verslunarstjórar í verslunum Nóatúns. VERSLANIR Nóatúns í Reykjavík og Kópavogi hafa fest kaup á IBM 4684 sölukerfi, sem er öflugt afgreiðslutæki, sem fel- ur í sér margvíslega hagræðingu í verslunarrekstri og skapar auk- ið öryggi og rýmri tíma, að sögn verslunarstjóranna. Kerfið inni- heldur t.a.m. öll reikningsvið- skipti viðkomandi verslunar og hefur að geyma yfírlit um sölu vara og birgðir, auk þess sem viðskiptavinvirinn fær nákvæman strimil með heiti og verði alls þess sem keypt er. Einar Jónsson verslunarsljóri í Nóatúni sagði að ljóst væri að með notkun kerf- isins yrði afgreiðslutími miðað við hvern viðskiptavin að jafnaði 25—30% skemmri en verið hefiir til þessa. Strikamerkin er unnt að lesa með þar til gerðum lesbúnaði. Með tölvuálestri geta bæði viðskiptavin- urinn og verslunareigandinn verið þess fullvissir, að ekki sé um rangan innslátt að ræða. Segir Einar að búnaður af þessu tagi feli í sér auk- ið öryggi og afköst. Hann segir jafn- framt að fram til þessa hafi verslun- arstjóri ekki geta vitað með vissu Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! STRIKAMERKINGAR eru mjög að ryðja sér rúms í verslunum hér á landi eins og erlendis. Slát- urfélag Suðurlands tók nýlega í notkun strikamerkjakerfi í versl- un sinni í Austurveri sem unnið er í samvinnu við Skrifstofuvélar hf. og Gísla J. Johnsen. Forráða- menn fyrirtækjanna telja mikinn sparnað af því að vera með strikamerkingar, auðveldara sé að fylgjast með vöruhreyfingu, auk þess sem fækkandi innsláttur á búðarkassa komi i veg fyrir rangfærslur. „Sláturfélagið er í dag fyrst og fremst framleiðslu- og heildsölu- fyrirtæki og við lítum á það sem lið í þjónustu fyrirtækisins að þróa kerfi eins og þetta. Það má segja, að það sé sérstakt að framleiðandi hugsi svo langt fram í tímann að reyna að stuðla að tækni sem getur gert það að verkum að stærstu við- skiptavinir hans hafi tæki í höndun- um, sem eru betur til þess fallin að þeir nái árangri," segir Hjalti Hjaltason. „Markmiðið var að koma upp nothæfri lausn fyrir smásölu- verslanir. Á þróunartímanum unn- um við þetta í samstarfi við Kaup- mannasamtökin, Hagkaup, KRON, Neytendasamtökin og Iðntækni- stofnun og komu þessar aðilar með ýmsar breytingartillögur.“ Fleiri strikamerkingar vantar Hjalti segir að vandamálið varð- andi slík kerfi sé að mjög lágt hlut- fall íslenskra vara sé með strika- merkjum, þrátt fyrir að mikil aukn- ing hafi átt sér stað undanfarið. „Sláturfélagið er sjálft stór fram- leiðandi og við erum byt-jaðir að strikamerkja okkar vörur. Búist er við að um 80—90% af öllum fram- leiðsluvörum SS verði strikamerkt- ar um næstu áramót. Þá erum við fyrstir til að strikamerkja vörur sem eru vigtaðar, eins og til dæmis pyls- ur, álegg o.þ.h. Við leituðum lengi að heppilegum hugbúnaði og veltum fyrir okkur möguleikum á smíðum hér heima eða að finna erlendan hugbúnað og þýða hann. Ákveðið var að kaupa norskan hugbúnað, sem notaður hefur verið í um fimm ár í Noregi og víðar. 25-30% skemmri afgreiðslutími hve miklar birgðir væru af einstök- um vörutegundum, en nú mætti hvenær sem er sjá birgðastöðu og hvenær varan seldist. Frá stjórntölvu sölukerfisins er einnig auðvelt að fylgjast með hve mikið af peningum, ávísunum eða kritarkortaseðlum eru í hveijum kassa. Einnig sé möguleiki á að einfalda kortaviðskipti, því fyrirferðalítið tæki lesi kortanúmerið af segulrönd kortsins og síðan prentist út kredit- kortaseðill með öllum upplýsingum og viðskiptavinurinn kvitti til stað- festingar. „Með þessu sparast mikill timi og tryggir jafnframt að allar upplýsingar séu réttar. Eins er hægt að bera númerið saman við vákorta- skrá og koma þar með í veg fyrir notkun ógildra korta. Sem stendur erþessi möguleiki ekki nýttur í versl- unum Nóatúns, en viðræður standa nú yfir við kortafyrirtækin." Sameind hf. annast sölu og stýrir framkvæmdum í tengslum við IBM sölukerfið, en Hugbúnaður hf. sér um vinnslu hugbúnaðarins. Hjá versluninni IKEA hefur IBM 4680 verslunartölva verið í notkun um nokkurt skeið. Nóatún er fyrsta verslunin sem tekur IBM 4684 í sína þjónustu. Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn Getur staðið á borði eða hangið uppá vegg. En það besta er: Ekkert uppvask. FAIMIMIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 2511 Tækin sem við notum eru Omron búðarkassar, sem lætur nærri að séu 60% af búðarkössum á mark- aðnum og Digi-vogir, sem tengdar eru kerfinu, sem er nýlunda. Við vonumst auðvitað til að kerf- ið eigi eftir að ná útbreiðslu hér og verði í verslunum. Ávinningur kaupmannsins er fólginn í því að þessi tæki borgi sig og það bendir allt til að fjárfestingin geti skilað sér á 2—3 árum. Varðandi neytand- ann á að vera hægt að lækka verð vegna þess að kaupmaðurinn hefur minni tilkostnað." Svavar Svavarsson vinnur í hug- búnaðardeild Gísla J. Johnsen og hefur séð um þýðingar, uppsetningu og þær staðfæringar sem þurft hefur að gera. Hann sagði m.a. að þegar verðbreytinga væri þörf færu þær fram í tölvu sem væri tengd búðarkössunum, en jafnframt yrði að breyta verðmerkingum á hillu. Þetta væri fljótgert og þyrfti ekki að eyða löngum tíma í að taka eldri vörur út úr hillum, verðmerkja nýj- ar og raða aftur upp í hilluna, held- ur einungis skipta um einn miða. Þá bentu þeir Svavar og Kristinn Skúlason verslunarstjóri SS í Aust- ui’veri á að ekki þyrfti sérstakan starfsmann í að vigta ávexti og grænmeti, þar sem það væri vigtað við afgreiðslukassann. Hins vegar væri vigt til staðar, ef viðskiptavin- ir vildu kynna sér verðið. Meiri sala á nautakjöti seinni hluta vikunnar Þeir Svavar og Kristinn sögðu að mjög auðvelt væri að fylgjast með hreyfingum vöru eftir hvern dag. Þeir hefðu gert könnun á mjólkurvörum og fyrri hluta vik- unnar væri mjólkursalan 14% af heildarsölu en 7% í lok vikunnar. Einnig sögðu þeir að mest seldist af kindakjöti fyrri hluta vikunnar en nautakjöti seinni hluta hennar. Þannig væri hægt að stíla inn á þarfir neytendanna. Kristinn sagðist hafa hætt að kaupa inn nokkrar vörutegundir eins og grænmeti, ís og kartöflur frá þeim aðilum, sem væru ekki með strika- merkingar, þegar hann gæti fengið samsvarandi vörur með merking- um. Sú nýjung er við kassa að hluti borðsins ér vigt, þar sem kjöt, grænmeti, ávextir o.þ.h. fara í gegn. Athygli blaðamanns vakti að vélin las mjög hratt þegar vörum var rennt í gegn og sagði Svavar að þeir hefðu haft lesarann lóðrétt- an í staðinn fyrir ofan í borðinu til að minni óhreinindi kæmust að hon- urn, auk þess sem lesarar væru mis hraðlæsir. Einnig sagði hann að hægt væri að renna greiðslukortum í gegnum lesarann og skilar hann þá út strimli sem kvittað er á, sem væri einnig tímasparnaður. ÚR PLASTI - AUÐVELDAR í f UPPSETNINGU Í EKKERT VIÐHALD ÓDÝR LAUSN LEITIÐ UPPLÝSINGA WVATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 fesfiaafefi LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416 AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. ^meiri ánægja^ Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 ARMA W PLAST ARMULA 16 OG 29, S. 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.