Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 SKÓLAFÓLK - SKÓLAFÓLK! Hefur þú hugleitt hve mikið námsárangur þinn mundi þatna, ef þér tækist að þrefalda lestrarhraðann og auka eftirtekt við námsbókalestur? Á niu ára starfstíma skólans hafa nemenduraðjafn- aði meir en þrefaldað lestrarhraða sinn í öllu lesefni, jafnt námsbókum sem fagurbókmenntum. Viljir þú auka afkösti þín í námi, skaltu skrá þig strax á næsta námskeið sem hefst þriðjudaginn 26. sept- embernk. Skráning alla daga í síma 641091 og 641099. HRAÐLESTRARSKÖUNN '1 .... LÉTTU ÞÉR RÓÐURINN HJÁ MÁLASKÓLANUM GRE Fyrsta námskeiðið hefst 27. september GMAT Fyrsta námskeiðið hefst 27. september TÖEFL Fyrsta námskeiðið hefst 4. október Hvert námskeið stendur yfir í þrjár vikur. Kennt verður þrisvar í viku , þrjá tíma í senn. Innritun stendur yfir. S^r5 Málaskólinn BORGARTÚNI 24, SÍMI 62 66 55 p EGAR EITTHVAÐ XTENDUR TIL! Hvort sem það er árshátíð, þorrablót, brúðkaup eða fermingarveisla er nauðsynlegt að hafa líflegt í kringum sig. dúkarúllur eru til í mörgum fallegum litum og ávallt í nýjustu tískulitunum. dúkarúllur eru 50 m á lengd og 1,25 á breidd. Þeim má rúlla út á hvaða borðlengd sem er og síðan skærin á. Þægilegra getur það ekki verið. Fannir hf. Bíldshöfða 14. s. 91-672511 Osta-og smjörsalan sf. Bitruhálsi 2. Reykjavík, s. 91-82511 M. Snædal, heildverslun Lagarfelli 4, Egilsstöðum. s. 97-1715 H. Sigurmundsson hf., heildverslun Vestmannaeyjum, s. 98-2344/2345 Rekstrarvörur Réttarhálsi 2, Reykjavík, s. 91-685554 Hafsteinn Vilhjálmsson Hliðarvegi 28, ísafirði, s. 94-3207 Þ. Björgúlfsson hf., heildverslun Hafnarstræti 19, Akureyri, s. 96-24491 ÁG. Guðmundsson sf. Stórigarður 7, Húsavík, s. 96-41580 Vörur & Dreifing sf. Breiðamörk 2, Hveragerði, s. 98-34314 Þjóðleikhúsið og konan í Firðinum eftirSverri Ólafsspn í skýrslu nefndar um málefni þjóðleikhússins, sem lögð var fram fyrr á þessu ári, kemur eftirfarandi fram: „Leikhúsgestum og sýningum hefur farið fækkandi, en starfs- mönnum fjölgandi. Rekstrarkostn- aður fer vaxandi, nýting starfs- manna og aðstöðu fer versnandi, og ríkið þarf að inna æ hærri greiðslur af hendi vegna reksturs- ins.“ Og þar er ekkert smávegis, sem sígur á ógæfuhliðina hjá þessari stoltu stofnun, því að sýningum á stóra sviðinu hefur fækkað um 52 á ári og áhorfendur um 22.000 eða um 16 á hveija einustu sýningu að meðaltali miðað við það, sem var á áttunda áratugnum. Boðsmiðum fjölgar hins vegar um 200, rekstrarkostnaður hækkar um helming miðað við árið 1976 og meðalkostnaður á uppfærslu tvö- faldast frá því sem var á síðasta áratug miðað við sama verðgildi peninganna. Eitthvað er kannski verið að garfa í málinu og mun vart af veita. En það er að minnsta kosti afar hljótt um þá framvindu. Fáum blandast að sögn hugur um, að nýsagað gat á útvegg þjóð- leikhússins bæti nýtingu á aðstöðu, sem lengi hefur verið kvartað yfir og kvartað er um í ofangreindri skýrslu. Ég get þó ekki neitað því, að ég gruna stjórnendur hússins um að hafa sagað gatið vegna þess, að nú eru til svo góðar sagir. Þá þykir það með nokkrum ólík- indum, að enn skuli þurfa að auka við starfsmannafjölda þjóðleikhúss- ins með því að ráða sérstakan starfsmann til að gæta fjárhagsins. Freistandi er að álykta, að nóg hafi verið af slíku fólki fyrir, sem hafi haft lítið að gera, þó að ein- hveijir hafi ekki mátt vera að því að vera í vinnunni. Hér er því miður dæmi um, hvernig farið getur í rekstri, ef stjórn mála er í molum og þeir, sem aðhalds eiga að gæta og ábyrgðina bera, vinna ekki sitt dagsverk af þeirri kostgæfni, sem þeim ber skylda til. Slíku fólki ætti að finna starf við hæfi íjarri fjármálastjórn- un og ábyrgu reksturseftirliti. En hætt er við, að víðar sé pott- ur brotinn en í þjóðleikhúsinu, og áðurnefnt dæmi megi því miður að nokkru leyti heimfæra upp á hina opinberu stjórnsýslu. Fyrir nokkr- um vikum stefndi íjárlagahallinn á árinu í 5 milljarða. Nú stefnir hann í 10 eða jafnvel 15 milljarðar, ef nokkur getur þá fundið út úr því, og það þrátt fyrir alla skattheimt- una. Oráðsían virðist vera einna mest hjá æðstu stjórnun ríkisins. Sum ráðuneyti og nokkrar ríkis- stofnanir fara langt umfram fjárlög í eyðslu. Heilbrigðiskerfið þenst stjórnlítið út; sama má segja um menntakerfið með sívaxandi fjölda starfsmanna á hvern nemanda, sem vinnur langan og strangan vinnu- dag meiri hluta ársins að eigin sögn. Hvers kyns eftirlits- og fyrir- greiðslustofnanir, meira og minna óþarfar, eru settar á laggir fyrir almannafé, göng eru gerð í fjöllin, þótt engin efni séu til þess, og lán- lausum • fyrirtækjum er haldið í reksti'i um hinar dreifðu byggðir landsins, til þess eins að þau geti haldið áfram að tapa, og stjórnend- ur þeirra geti haldið áfram fyrir- greiðslu og stöðnuðu umhverfi í krafti opinberrar fyrirgreiðslu og pólitískrai' þrákelkni. Alþingi er að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur fyrir misjafnlega nauðsynlegt skrif- stofuhald þingmanna, og áform eru uppi urn að reisa risavaxið þinghús að auki. Ráðherranir orðnit' 11, eða 17% af þingheimi, með samtals 15 aðstoðarmenn, sem væntanlega Ijölgar bt'áðlega upp í 18. Þannig mætti lengi telja, en Háskóli Islands áformar að útskrifa 40 heimspekinga á ári næstu ár, sem atvinnulífið vanhagar víst sár- lega um. Vænta má, að þeir hafi nóg að gera við að bijóta þetta allt saman til mergjar. Er nema von, að þörf sé talin á að t’áða sérstakan ríkisstarfsmann, til að réttlæta aukna skattheimtu á þjóðina, útskýra hvers vegna skatt- ar eru á lagðir og gera þjóðina vin- samlega og jákvæða gagnvart skattheimtu yfirleitt til jöfnuna að- stöðu munar og annarra augljósra nauðsynjaverka. Þjóðleikhússmenn þurfa ekki að „Væri ekki heldur nær, að ráðherrar, aðstoðar- menn þeirra, alþing-is- menn og æðstu embætt- ismenn ríkisins, færu í heimsókn til hinnar ágætu konu í Firðinum og spyrðu einfaldrar spurningar, sem án efa myndi hjálpa þeim í erfíðu og vanþakklátu starfí?“ ieita langt yfir skammt að fyrir- myndum að slæmri Ijármálastjórn. Þeir skoða aðeins gjörðir yfirmanna sinna. Einn helzti veikleiki opinberrar stjórnsýslu hér á landi er hin ríka tilhneiging umsjónarmanna hennar til að hunza áætlanir. Skilningur á gildi þeirra virðist vera rýr,- yfirsýn í lágmarki, upplýsingar um stöðu mála óvissar, spár um framvindu byggðar á sandi, markmiðasetning óskýr og þokukennd. Ef til vill mætti laga þetta ástand nokkuð með því að skilgreina markmiðin betur, bæta aðgang og úrvinnslu upplýsinga og greiða yfirmönnum aukaþóknun, ef þeir standa við gerða áætlun. Kannski eru það leið- ir til að minnka ijárlagagatið jafn- framt því að vera hvatning til æðstu embættismanna ríkisins um að vinna sín verk af kostgæfni innan þess kostnaðarramma, sem þeim er settur. Sama gildir raunar um Þjóðleik- húsið. Þar má telja eðlilegt, að menn vinni sín verk innan þeirra veggja, sem nú standa; óþarfi er að saga þá í sundur eða reisa nýja fyrir aukna óráðsíu. Fylla ætti upp í áðurnefnt gat, þótt steypan nú sé vísu ijarri því að vera eins góð og hún var. Vonandi yrði það til þess, að fólk hætti að hundleiðast á hverri einustu sýningu og færi jafn- vel að kaupa áskriftarkort á nýjan leik, ef starfseminni yrði beint í eðlilegan fai’veg og hún löguð að __________Brids_____________ Amór Ragnarsson Bridsdeild Húnvetningafélagsins Deildin hóf vetrarstarfið með eins kvölds tvímenningi og var spiiað í einum 16 para riðli. Úrslit: Þorieifur Þórarinsson — Hjalti Garðarsson 248 Guðlaugur Nielsen — Valdimar Jóhannsson 243 Þorsteinn Erlingsson — Þröstur Sveinsson 230 Magnús Sverrisson — Guðlaugur Sveinsson 225 Á miðvikudaginn hefst fimm kvölda hausttvímenningur. Skráning er hjá Valdi- mar í síma 37757. Spilað er í Skeifunni 17. Hefst keppni kl. 19.30. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilað eins kvölds tvímenningur. 14 pör mættu til leiks og varð röð efstu para þessi: Guðjón Jónsson — Magnús Sverrisson 178 Hjálmar S. Pálsson - Hólmsteinn Arason 168 88 Ármúla 29 símar 38640 - 686100 £ ÞORGRÍMSSQN & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR KDRkoPLAsr GÓLFFLÍSAR T/armaplast einangrun GLERULL STEINULL LeifurKarlsson — Bergur Ingimundarson 166 Rafn Kristjánss. — Þorvaldur Valdimarss. 164 Hermann Lárusson — Guðm. Grétarsson 164 Meðalskor 156 Næsta þriðjudag verður spiiað eins kvölds tvímenningur en þíiðjudaginn 26. septem- ber hefst væntanlega þriggja kvölda haust- tvimenningur. Spilað verður í Gerðubergi kl. 19.30. Sumarbrids 'Rólegt var í Sumarbrids sl. þriðjudag, enda starfsemi félaganna á höfuðborgar- svæðinu hafin. Spilað var þó í tveimur riðl- um, og urðu úrslit; A-riðill Halla Bergþórsdóttir — Hannes R. Jónsson 253 Lárus Hermannsson — Óskar Karlsson 253 Anton R. Gunnarsson — Matthías Þorvaldsson 242 Guðlaugur Sveinsson — Sveinn Sigurgeirsson 239 Lovísa Eyþórsdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 235 Marinó Kristinsson — Sveinn Þorvaldsson 231 B-riðill Guðmundur Páll Arnarson — Sverrir Ármannsson 148 Hallgrímur Árnason — Gunnlaugur Guðmundsson 125 Eyþór Hauksson — Sigurleifur Guðjónsson 119 Halldór Kjartansson — Rúnar Einarsson. 104 Kristín Pálsdóttir — Vilhelm Lúðvíksson 104 Bjarni Pétursson — Sævin Bjarnason 104 Sumarbrids 1989 lauk sl. fimmtudag, með léttri spilamennsku og verðlauna- afhendingu fyrir árangur sumarsins. Úrslit síðasta spilakvölds urðu: Örn Scheving — Steingrímur Steingrímsson 251 Olafur Lárusson — Steinþór Ásgeirsson 250 Albert Þorsteinsson - Óskar Þ. Þráinsson 235 Sigurður Vilhjálmsson — Vilhjálmur Sigurðsson — 229 Matthías Þorvaldsson — Steingímur G. Pétursson 220 Gróa Guðnadóttir — Guðrún Jóhannesdóttir 219 Hannes R. Jónsson — Rúnar Lárusson 215 Björg Pétursdóttir — Laufey Ingólfsdóttir 215 Lokaröð efstu spilara í Sumarbrids 1989 varð því þessi: I. Þórður Björnsson 375, 2. Murat Serd- ar 348, 3. Anton R. Gunnarsson 346, 4. Lárus Hermannsson 337, 5. Jakob Kristins- son 287, 6. Óskar Karlsson 262, 7. Sigurð- ur B. Þorsteinsson 223, 8. Gylfi Baldursson 210, 9. Hjördís Eyþórsdótlir 194, 10. Al- bert Þorsteinsson 193, 11. Guðlaugur Sveinsson 191, 12. Gunnþórunn Erlings- dóttir 183, 13. Sverrir Ármannsson 174, 14. Sigrún Pétursdóttir 172, 15. Óskar Þráinsson 171, 16. Lovísa Eyþórsdóttir 167, 17. Guðrún Jóhannesdóttir 165 og 18. Sveinn Sigurgeirsson 160. Ails hlutu 297 spilarar stig. Spilað var í 38 kvöld, frá maí til september. Meðal- þátttaka var um 40 pör á kvöldi, eða 80 pör á viku, sem er heldur rólegri þátttaka en vonast hafði verið eftir. Umsjónamenn þeir Ólafur Lárusson, ísak Örn Sigurðsson, Hermann Lárusson og Jak- ob Kristinsson þakka samfylgdina í sumar. fyrir hönd Bridssambands Islands. Um leið óska þeir Þórði Björnssyni tii hamingju með góða frammistöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.