Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 37
MORQU^IA^IÐ, ÞRÍÐJUPAG-UK: 1?., SfflTEMBER ,lþ89 Minning Friðberg Kristjáns- son skipstjóri Fæddur 1. febrúar 1905 Dáinn 10. septeniber 1989 Á morgun, mánudaginn 18. sept- ember, verður gerð útför afa mns, Friðbergs Kristjánssonar, fyrrver- andj skipstjóra og stýrimanns, en útförin fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík. Afi fæddist 1. febrúar 1905 á Hellissandi. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundur Gilsson og Sigríður Cýrusdóttir, sem bjuggu á Hellissandi allan sinn búskap. Afi var fimmti í röð 15 systkina. Systkini afa sem komust til fullorðinsára voru: Gils fæddur 8. september 1893, Guð- rún fædd 13. desember 1897, Vic- toría fædd 26. desember 1901, Lilja fædd 7. apríl 1907, Svanfríður fædd 25. janúar 1910, Jófríður fædd 13. október 1912, Petrína fædd 3. októ- ber 1914 og Guðni fæddur 27. des- ember 1917. Þijár systur lifa hann, þær Svanfríður, Jófríður og Lilja. Faðir afa lést þegar afi var á þrett- ánda ári og fékk hann þá þegar sjó- pláss hjá frænda sínum á Rifi og reri þaðan næstu fimm árin. Átján ára gamall gerðist hann háseti á skútu og var sjómennska aðalstarf hans um áratugaskeið. Skipstjóra- prófi lauk hann frá Stýrimannaskó- lanum í Reykjavík árið 1933 og varð eftir það stýrimaður og háseti á ýmsum bátum, á síldveiðum og al- mennum veiðum öðrum. Afi var mjög eftirsóttur skipstjórnarmaður og var ávallt í plássi á bestu fiskiskipum. Á stríðsárunum sigldi hann með togur- um með fisk til Englands og enn- fremur var hann stýrimaður á togara sem gerður var út frá Englandi um nokkurt skeið. Afi gekk að eiga ömmu mína Guðrúnu Guðmundsdóttur 3. nóvem- ber 1928, en hún fæddist á ísafirði 23. nóvember 1906. Þau áttu heima í Reykjavík alla sína búskapartíð utan rúms árs sem þau voru heimilis- föst á Hellissandi. Fyrstu hjúskapar- ár sín bjuggu þau í leiguhúsnæði í Reykjavík, en skömmu eftir stríð komu þau sér upp einbýlishúsi á Langholtsvegi 46 og bjuggu þar allt til ársins 1979, þegar þau af heilsu- farsástæðum gátu ekki haldið heim- ili lengur. Börn afa og ömmu eru: Kristján, forstjóri á Kumbaravogi við Stokks- eyri, sem giftur er Hönnu Halldórs- dóttur, synir þeirra eru Guðni, fram- kvæmdastjóri, sem giftur er Kirsten fæddri Larsen og eiga þau fjögur börn og Halldór skrifstofustjóri, sá sem þetta ritar, giftur Karólínu F. Söebech en dóttir okkar fæddist á dánardegi afa; Geir, hjúkrunarfræð- ingur, en hann er giftur Hólmfríði G. Jónsdóttur og eiga þau tvo drengi, Össur, tónlistarmann, sem er giftur Vilborgu Jónsdóttur, en þau eiga eina dóttur, og Berg, nema, sem býr í heimahúsum; Edda, sjúkraþjálfari, búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem gift er Ole Bakke en þau eiga tvö börn, Önju og Barry sem búa ógift í heimahúsum; Guðni, sjúkra- liði, sem býr í Noregi, hann er ógift- ur en á eina dóttur. Lífshlaup afa er um margt merki- legt. Hann átti við nokkur veikindi að stríða um allmörg ár, en fékk jafnan að njóta á milli þeirra veik- inda góðra ára í faðmi umhyggju- samrar fjölskyldu og í góðu hjóna- bandi. Friðberg afi var einn af þeim sem þurfti að beijast við berkla á árunum í kringum 1940 og lá hann m.a. í 8 ár sjúklingur á Vífilsstöðum með berkla í lungum og hrygg, en náði sér að fullu í byijun árs 1953. Eftir veikindi sín varð hann að hætta sjómennsku og starfaði eftir það í landi, aðallega hjá Eimskipafélaginu. Vann hann þar allt til ársloka 1958 en þá varð hann fyrir slysi er þung- ur farmur féll á hann í skipalest og hann hryggbrotnaði og varð fyrir nokkrum skaða á höfði. Eftir nokkra uppskurði og hvíld frá störfum náði hann ágætri heilsu að nýju og hóf störf aftur um 1960 og vann þá hjá Reykjavíkurborg við alhliða verka- mannavinnu, allt til árins 1971, þeg- ar hann veiktist að nýju. Þau veik- indi lögðust á þá miðstöð heilans er stýrir tali og gat afi ekki tjáð sig skýrt með orðum eftir þann tíma. Að öðru leyti var heilsa hans góð og undi hann sér vel. Áhugamál hans voru sem fyrr sjómennska og stjórn- mál, en sér til heilsubótar gekk hann daglega margar kílómetra. Ennfrem- ur hafði hann mikla trú á sjóböðum og til að halda blóðrásinni gangandi tók hann oft fótabað í söltum sjónum á Kumbaravogi við Stokkseyri, en þar bjó hann í góðu yfirlæti hjá for- eldrum mínum síðustu 10 árin, á dvalar- og hjúkrunarheimili sem þau reka þar. Þegar ég minnist afa míns að leið- arlokum eru mér efst í huga fjögur atriði, þrek hans og vinnusemi, ákaf- ar og traustar skoðanir á stjórn- málum, virðing fyrir lífi og tryggð við fjölskylduna. Afi fæddist afar sterkbyggður og var hann með allra sterkustu og duglegustu mönnum til vinnu framan af ævi sinni. Sérstaklega var hann annálaður sjómaður og eftirsóttur til slíkra starfa. Hann var þrekmaður og heitfengur. Til marks um það klæddist hann ávallt nærskyrtu einni fata undir sjóstakknum. Aldrei hafði hann annan búnað þó hann væri að sækja sjó um hávetur í köldu veðri. Aldrei notaði hann vettlinga þó kuldi væri og með kjarki og áræðni átti hann þátt í að bjarga skipshöfninni og skipi sínu úr mikilli ísingu þegar þeir voru við veiðar í hvassri norðan- átt á Breiðafirði. Afi var hugsjónamaður og jafn- réttismaður. Hann aðhylltist snemma kenningar jafnaðarmanna og fylgdi þeim til dauðadags. Honum var mik- ið í mun að aðstaða manna væri jöfn, en jafnframt að einstaklingurinnn fengi að njóta sín og að frumkvæði einstaklinga og dugnaður væri met- inn. Samtvinnuð hugsjón hans var ennfremur mikill áhugi á trúmálum allt frá unglingsaldri. Hann tók þá ákvörðun rúmlega fimmtugur að gánga til liðs við söfnuð aðventista á Islandi sem hann tilheyrði til dauðadags. Hafði hann mikinn áhuga á öllu er varðaði trúmál, las rit um trúarleg atriði, um fornleifa- rannsóknir tengdar söguslóðum bibl- íunnar og annað það sem gat skýrt í hans huga hina kristnu trú. Áhugi hans var eins og svo margra annarra af hans kynslóð beint komin af móð- urhné en Sigríður Cýrusdóttir, lan- gamma mín, var annáluð trú- og skapfestukona sem kenndi börnum sínum guðsótta og góðan sið. Virðing fyrir lífinu var afa eðlislæg enda mátti fólk af hans kynslóð lifa það að sjá að baki mörgum systkin- um sínum ungum og ekki var þá svo sjálfsagt að ungbörn lifðu eins og nú er. Til marks um þetta má geta þess að þó að afi hafi verið sjöundi í röðinni af 15 systkinum voru þrír bræður hans dánir ungir áður en og það látið ráða hvort maður fylgdi þessari stefnunni eða hinni. Ég hef ávallt síðan talið það ómissandi þátt í því að gera upp hug minn varðandi einstök málefni að gera sér einna helst grein fyrir því hvernig þau orka á einstaklinga og fjölskyldur. Frá þessum tíma er ég nokkuð frábitinn meðaltölum og heildartölum og vil miklu fremur kanna hvernig einstök fjölskylda kemur frá vissum ráðstöf- unum en hvernig meðaltalstölur eru reiknaðar út. Afi hafði þrátt fyrir veikindi sín lifað góða ævi. Hann var hvíldinni feginn og kveðjum við hann með virð- ingu, en jafnframt þökk fyrir allt það sem hann kenndi okkur og var okk- ur. Ég er þeirrar skoðunar að við heiðrum minningu hans best með því að taka okkur til fyrirmyndar í þeim atriðum sem hann bar fyrir bijósti og sem ég í þessum fátæklegu kveðjuorðum hef reynt að rekja. Þau verða ávallt hornsteinn í lífi hvers góðs manns, hugsjónin um jafnrétti, virðing fyrir Guði og uppruna okkar og viljinn til að rækja skyldur okkar af alúð og dugnaði. Líf sem lifað er og þar sem hvatt er með þeim hætti að þetta verður lærdómur afkomend- anna hlýtur að hafa verið gott líf. Við getum því kvatt Friðberg afa með þakklæti í huga og beðið Guð að blessa minningu hans. Halldór J. Kristjánsson KENWOOD hann fæddist, þeir hétu, Friðbjörn, Þorbergur og Elimundur og þegar afi fæddist ákvað langamma að skíra hann til minningar um bræðurna þijá, sem gengnir voru. Valdi hún honum nafnið Friðbergel til að minn- ast þeirra, en við fermingu ákvað afi að stytta nafn sitt þannig að það yrði þjálla og bar eftir það nafnið Friðberg. Saga þessi er ekki einstök en minnir mann þó óþyrmilega á tíðan ungbarnadauða og erfiða lífsbaráttu í upphafi aldarinnar þegar kynslóð afa míns var að alast upp. Afi var mikill fjölskyldumaður og aðaláhugamál hans var að byggja upp traust og gott heimili fyrir fjöl- skyldu sína. Reyndist hann góður ijölskyldufaðir og eiginmaður. Allt þetta tókst honum að samræma vel þrátt fyrir veikindin. Aldrei féll hon- um verk úr hendi og jafnvel þau 8 ár sem hann.var sjúklingur á Vífils- stöðuni vann hann þar við netagerð og sendi ömmu tekjurnar til heimilis- ins. Reyndar fór það svo að heilsu- brestur hans 1971 var þess valdandi að hann gat ekki unnið þá starfsævi til enda sem hann hafði hugsað sér. Var það honum nokkuð þungbært eins og ber að skilja. Hjónaband hans og ömmu minnar var sú kjölfesta í lífi hans sem hann mat mest og sem veitti honum gleði, öryggi og lífsfyllingu. Því var það honum harmdauði þegar Guðrún amma lést 15. ágúst 1984 og sakn- aði hann hennar til síðasta dags. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan hann spurði þráfaldlega eftir ömmu og var þá svo staddur að hann hafði gleymt um sinn að hún var frá hon- um farin. Ég á afa mínum margt að þakka. Áhugi á stjórnmálum, sagnfræði og málefnum líðandi stundar var vakinn hjá mér strax átta ára gömlum við það að hlusta á hann segja frá. Ég gat vart beðið eftir því að heyra afa lýsa því að kvöldi dags hvaða samtöl hann hafði átt um ólík efni við vinnu- félaga sína og heyra ömmu og afa skiptast á skoðunum um stjórnmál en þau höfðu þegar frá leið nokkuð ólíkar skoðanir í þeim efnum. Amma fylgdi Sjálfstæðisflokknum að máli en afi var Alþýðuflokksmaður. Þegar þau rökræddu málin var eins og oft er í ijölskylduhóp vikið að persónu- legum hliðum ákvörðunartökunnar ... það heppnast með KENWOOD CHEF Verð með hnoðara, þeytara og hrærara: Kr. 17.939 sl«r. Laugavegi 170 -174 Simi 695500 HOGGDEYFAR KUPLINGAR - DISKAR SACHS Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Utvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRALrr 8 SlMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.