Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 10
1Ó MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Feðgin sýna ________Myndlist____________ Bragi Ásgeirsson „Tveir á ferð“, nefnist sýning, sem þau Jón Benediktsson og Margrét Jónsdóttir standa að í FÍM-salnum á horni Garðastrætis og Ránargötu. Það var í eina tíð, að Jón sýndi svo til árlega rúmtaks- verk á Haustsýningum FÍM ásamt Guðmundi bróður sínum, en hætti því svo eihhverra hluta vegna og hefur lítið sést til verka hans síðan opinberlega. Guðmundur hélt hins vegar áfram og hefur að auk verið atorkusamur í félagsmálum og þá einkum hvað varðar uppsetningar sýninga. Báðir voru þeir bræður undir handleiðslu Ásmunaar Sveinssonar í Myndlistaskóla Reykjavíkur, sem mun hafa hvatt þá til að sýna opin- berlega. Skólinn var síðdegis- og kvöld- skóli, og markverðari mun skóla- ganga þeirra ekki hafa verið, en báðir voru þeir smiðir að mennt. En Margrét, dóttir Jóns, hefur hins vegar dijúgt listaskólanám að baki, og séu þeir bræður hlédrægir varð- andi sýningarhald bætir Margrét það að nokkru upp, en hún telst ein hinna atorkusömu íslenzku list- kvenna, _sem sýna oft og víða. Sýn- ingin í FÍM-salnum mun öðru frem- ur hugsuð sem tækifærissýning, enda leyfa salarkynnin naumast annað. Verk sín nefnir Jón samheitinu „Höggmyndir í eir“ og eru þær all- ar nafnlausar og unnar undir nokkr- um áhrifum frá vinnubrögðum frumstæðra þjóðflokka eins og svo margt í list 20. aldarinnar. Er hér um að ræða höfuð og fígúrur, sem bera eins og svip tákngervinga huldra afla. Verk hans eru flest frekar smá og fer ekki mikið fyrir þeim í salarkynnunum, enda bera þau svip þess traustleika í vinnu- brögðum og látleysis, sem telja verður einkenni höfundarins. Margrét notar einnig samheiti yfir málverk sín „Ónefnur“ og veit ég ekki, hvort það eigi að vera ný útgáfa á nafnleysu eða höfða til þess, að það er eitthvað ófreskt og tröilslegt við þær. Hinar stærstu eru og dijúgar um sig og satt að Feðginin Jón Benediktsson og Margrét Jónsdóttir. segja í eðli sínu of stórar og ábúðar- miklar með hliðsjón af myndum föður hennar. Hinar fyrirferðamiklu, táknrænu fígúrur Margrétar virka eins og loftkenndar risaverur af öðrum heimi, kannski í heimsókn utan úr Nálægð Ein tegund núlista, sem er ekki alveg ný frekar en margt annað, er eftirmyndagerð og stækkanir einhvers, sem áður hefur verið gert. Iðulega er um að ræða eitthvað úr hagnýtu myndlistinni, sem allir þekkja, sbr. Campbell-súpudósir Andy Warhols, en að baki var mark- viss skírskotun til neyzlusamfélags- ins. Þessar eftirgerðir og stækkanir geta og haft aðrar forsendur, og það má telja um myndverk Birgis Andréssonar í nýju Iisthúsi, sem hefur einfaldlega fengið nafnið „Gallerí" og er til húsa við Skóla- vörðustíg 4. Þar var áður Gallerí Gijót, sem virðist hafa dagað uppi, án þess að nokkur yrði- þess var, og virtist þó alltaf vera að endurnýj- ast af fréttum að dæma. —Birgir Andrésson hefur stækk- að gömul íslenzk frímerki á álplöt- ur, — frímerki, sem einungis þeir, sem eru komnir yfir miðjan aldur, þekkja, enda gefin út á tímum, er • aurar voru ennþá peningar. Myndirnar birtast skoðandanum í svart-hvítu, en voru annars einlit auk svarta letursins, ef ég man rétt í augnablikinu. Áhugamaður um frímerki hef ég aldrei verið nema, er tímar liðu, vegna sjálfs útlitsins og listræns gildis. Þessi myndverk Birgis Andrés- sonar vekja upp margar spurningar um tilganginn, og hefði maður ósk- UNISYS að þess, að hann fylgdi þeim úr hlaði með nokkrum vel völdum orð- um í sýningarskrá. En í bók, sem til sölu er á sýningunni og fjallar vissulega um myndirnar á veggjun- um, reynir Hannes Lárusson, mynd- listarhugsuður, að útskýra tilgang eftirmyndagerðar, en sennilega á full fræðilegan hátt fyrir hinn al- menna lesanda. Hin stækkuðu frímerki voru víst flest gefin út í tilefni 1000 ára af- mælis Alþingis og yfir þeim er mik- ill ljómi ættjarðarstoltsins, — þeirr- ar alveg sérstöku tegundar stolts, sem var ris íslenzku þjóðarinnar í fæð og vild frá upphafi og þyrfti kannski fyrr en varir, með sama áframhaldi, að fara að auglýsa eft- ir í smádálkum blaðanna! Ein tegund stoltsins væri t.d. að strika yfir nafn sýningarsalarins „Gallerí" og setja þess í stað List- hús eða jafnvel Myndhús, allt eftir málrænni kennd. í dag virðist heimurinn fullur af forvitnu fólki og væri kannski lag að mæta því með útrétta hönd í stað þess að einangra listina með of hugmyndafræðilegum umbúð- um. En þessi viðhorf Birgis Andrés- sonar til listarinnar eiga fullan rétt á sér, og margur mætti staldra við á sýningunni og hugleiða inntak hennar og tilgang. ÖFLUGAR TÖLVUR acohf SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SlMI 91-2 73 33 IITSALA don cano Krumpugöllum Jogginggöllum Anórökum og kuldaúlpum 30 tilSO % afsl. Sendum í póstkröfu um allt land. don cano - búóin Glæsibæ - sími 82966. íbúðirtil sölu i á Grandavegi 5 (Meistaravell- ir) 3ja og 4ra herb. Seljast tilbúnar undir tréverk. Aðeins tvær íbúðir eftir. Óskar og Bragi sf., Háaleitisbraut 58-60, sími 685022, heimas. 32328 og 30221, byggingasími 11229. geimnum. Leitandi, áttavilltar, hik- andi en þó með ríkulegar kenndir til móður náttúru og æxlunarinnar, — líkast ákalli um mikilvægi áfram- haldandi lífs í mannheimi. Hér hugnuðust mér helst form- festulegar myndir eins og nr. 3 og 5 og koma fram í þeim ýmsir bestu eiginleikar Margrétar í slíkri myndagerð, en satt að segja fannst mér full mikið af myndum hálf los- aralegra og ósannfærandi forma. Einhvern veginn leggst svo í mig, að húsakynnin henti ekki til slíkra samsýninga og samsýninga yfirhöfuð, því að yfir þeim er of mikill almennur verzlunarbragur. Þannig var t.d. sumarsýning FÍM afar óburðug framkvæmd á staðn- um. Og hugsi menn þó til fleiri sam- sýninga í framtíðinni, þarf annað og hnitmiðaðara viðhorf að koma til, þar sem myndverkin vinni betur saman. Önnur húsakynni kunna að bera uppi ósamstæðar sýningar og margvíslegar tegundir sýninga, en því virðist ekki til að dreifa um þessi. Lítið á heildina og við endur- tekna skoðun virðast mér hin traustu og látlausu vinnubrögð vega þyngst. Leitið ekki langt yfir skammt Bifreið sem greiðsla 2ja herb. ib. vel staðsett i Reykjavík. Mögul. á að taka góða jeppabifreið sem hluta af söluverði. Súluhólar 51 fm góð 2ja herb. ib. m. stórum svölum og góðu útsýni. Ákv. sala. Verð 3,9 millj. Kleppsvegur 2ja herb. snyrtil. kjib. litið niðurgr. Verð 3.4 millj. Leifsgata 40 fm lítil 2ja herb. íb. Mikið endurn. m.a. parket, eldhús. Skipti mögul. á stærri eign. Verð 3,0 millj. Gnoðarvogur Ca 60 fm 2ja herb. ib. i góðu standi. Laus strax. Verð 4,0 millj. Efstasund 3ja herb. rúmg. íb. á jarðh. í tvibhúsi m/sérinng. Sérþvottah. Verð 5,2 millj. Engjasel 4ra herb. góð endaíb. með sérþvhúsi. Stæði i bilskýli. Verð 6,4 millj. Efstaleiti - Breiðablik Til sölu íb. á einum besta stað i húsinu með fallegu útsýni. Til afh. nú þegar tilb. undir tréverk. Langholtsvegur 104 fm góð 3ja herb. ib. i tvibhúsi. Aukaherb. i kj. Mikið endurn. eign. Verð 5.4 millj. Kjarrhólmi 4ra herb. góð íb. m/sérþvottah. Fallegt útsýni. Verð 5,8 millj. Rauðhamrar 3-5 Til sölu nokkrar 4ra-5 herb. stórar íb. vel staðsettar i Grafarvogi. Sérþvhús fylgir hverri ib. Mögul. á bílsk. Eignask. mögul. Teikn. á skrifst. Sléttahraun - Hf. 160 fm tvær efri hæðir i tvíbhúsi. Ca 40 fm bílsk. Mjög góð staðsetn. Til afh. strax. Seljahverfi 205 fm einbhús, hæð og ris, með innb. bilsk. 4 svefnherb. Húsið er klætt með múrsteini. Ákv. sala. Verð 12,5 millj. Selbrekka Ca 290 fm raöh. Gott útsýni. Húsið er mikiö endurn. m.a. parket. Sér3ja herb. íb. á jarðh. Innb. bilsk. Verð 11,5 millj. Logaland 195 fm mjög gott endaraðhús. Vandað- ar innr. Fallegt útsýni. Ákv. sala. Verð 12,8-13 millj. Miðhús Til sölu 180 fm einbhús, hæð og ris m. bílsk. á glæsil. útsýnisstað mót suðri. Húsið afh. tilb. u. trév. frág. að utan. Eignask. mögul. Teikn. á skrifst. Lyngháls 222 fm jarðhæö. Getur hentað sem verslunar-, skrifstofu- eða iðnaðar- pláss. Góð kjör. Ákv. sala. Fyrirtæki Veitingastaður í úthverfi Til sölu þekktur fjölskyldustaður i stóru úthverfi Reykjavíkur. Léttvínsleyfi. Uppl. aðeins á skrifst. Matvöruverslun óskast Höfum kaupanda að góðri matvöru- verslun. Húsafell FASTEIGNASALA Umgholtsvegi 115 (Baejarleiiahijsinu) Simi:681066 Þoriákur Émarsson Borgur Guftnason FASTEIGNASALA STRANDGATA 28, SÍMI: 91-652790_ Hverfisverslun Til sölu matvöruverslun af minni gerðinni í Hafnarfirði. Verslunin er vel tækjum búin til kjötvinnslu. Lágt verð. Hentar vel t.d. samstilltum hjónum. Nánari uppl. á skrifst. j£JJ Ingvar Guðmundsson, lögg. fasteignasali, hs. 50992. FASTEIGNASALA STRANDGATA 28, SÍMI: 91-652790 _ Hafnarfjörður Vantar einbýli Hef góðan kaupanda að nýlegu og sem næst fullb. ein- býlishúsi. Verðhugmynd: 10-15 millj. Sími 652790. Ingvar Guðmundsson, lögg. fasteignasali, hs. 50992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.