Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 39
MORGÚNBtAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 39 leið með henni í lífinu. Það hefur verið gott og öfundsvert hlutskipti. Heimir Ingimarsson í dag, þriðjudaginn 18. septem- ber; verður til moldar borin amma mín, Þóranna Rósa Sigurðardóttir, sem lést 3. september síðastliðinn. Rósa, eins og hún var ávallt köll- uð, fæddist í Guðnabæ í Selvogi 23. júlí 1892. Hún var elst fjögurra barna þeirra Sigurðar Frímanns Guðmundssonar útvegsbónda og konu hans Sigurbjargar Sigurðar- dóttur. Þeim hjónum fæddust síðar Meyvant f. 1894, Frímann f. 1898, en hann lést aðeins 7 ára gamall, og Kristín f. 1900, en hún lést fyr- ir nokkrum árum. Hálfsystir þeirra sammæðra, Halldóra, lést á síðast- liðnu ári 99 ára gömul Sigurður Frímann var dótturson- ur Vatnsenda-Rósu. Móðir hans var Þóranna Rósa, sem kemur við sögu í Natans-málinu, en hún var á 111- ugastöðum þegar aðförin var gerð að Natan Ketilssyni, sem var talinn faðir hennar. Rósu vantaði aðeins tæp þrjú ár í að lifa heila öld er hún lést á Droplaugarstöðum, þar sem hún hafði búið frá því í maí á þessu ári. Þar naut hún góðrar umönnun- ar á kyrrlátu ævikvöldi, auk þess sem hún átti þess kost að búa í nábýli við bróður sinn Meyvant, sem kenndur er við Eiði, en hann er nú 95 ára gamall og vel ern. Þeirra á milli hefur ávallt ríkt mikill kærleik- ur, allt frá blautu barnsbeini er þau ásamt foreldrum sínum máttu þola þær raunir að yfirgefa sveitina eft- ir Suðurlands-skjálftana miklu 1896. Þá hafði ljölskyldan flutt að Sogni í Ölfusi, þar sem Ólafur bróð- ir Sigurðar bjó ásamt fjölskyldu sinni. Því mátti Sigurður og fjöl- skylda flytja búferlum og þá til Reykjavíkur, þar sem Rósa bjó síðan alla sína löngu ævi. Rósa stofnaði heimili árið 1915, er hún giftist Guðmundi Jónssyni sjómanni. Örlögin höguðu því þó þannig að aðeins þrem árum síðar mátti Rósa sjá á eftir eiginmanni sínum er spánska veikin tók hann yfir móðuna miklu. Tuttugu og sex ára var hún því orðin ekkja soninn unga sem hún hafði eignast í sínu mjög svo hamingjusama hjóna- bandi. Sonur hennar og Guðmundar er Siguijón fyrrum vinnuvélastjóri í Reykjavík, f. 1916, kvæntur Þór- unni Ólafsdóttur og eiga þau tvo börn, en eina dóttur á Siguijón frá fyrra hjónabandi. Afa mínum, Kristjáni Guðjóns- syni, giftist hún árið 1920. Hann var fæddur 12. október 1888 að Efri-Brú í Grísnesi, sonur Katrínar Schram og Guðjóns Jónssonar tré- smiðs. Kristján sem kenndur var við Gasstöðina var mikill hagleiks- maður, jafnframt því að vera víðþekktur hagyrðingur. Þau slitu samvistum eftir tuttugu og þriggja ára hjónaband árið 1943. Kristján lést árið 1967. Rósu og Kristjáni varð tveggja barna auðið, sem bæði eru búsett í Reykjavík. Þau eru Guðmundur J. veggfóðrunarmeistari, f. 1920 og móðir mín Sigurbjörg f. 1925. Guð- mundur er kvæntur Þórlaugu Svövu Guðnadóttur og eiga þau fimm börn. Sigurbjörg varð ekkja á síðastliðnu ári er faðir minn Jens Ragnarsson féll frá. Þau eignuðust sjö börn. Rósa giftist í þriðja sinn, er hún og Símon Guðmundsson gengu í hjónaband árið 1945. Símon var einstakur maður, mikið hörkutól, með blítt hjarta og barngóður. Hann var sjómaður fyrr á árum, en síðar verkstjóri, lengst af hjá Byggingafélaginu Stoð. Eftir að Hörður Tuliníus Akureyri — Fæddur 12. apríl 1936 Dáinn 21. ágúst 1989 Það er erfitt að sætta sig við suma hluti og oft tekur það tíma að átta sig á hvað raunverulega hefur gerst. Þannig varð mér við þegar ég frétti lát vinar míns, Harð- ar, í síðustu viku. Auðvitað hefur ekki farið leynt áralöng barátta hans við erfiðan sjúkdóm en ein- hvern veginn er það nú svo, að aldr- ei er hægt að búa neinn undir hluti eins og þessa. Kynni okkar Harðar hófust fyrir nákvæmlega 20 árum, þegar hann hafði milligöngu um það, að ég flytti norður til að þjálfa þar körfu- knattleik. Dæmigert er það fyrir heilsteypta persónu eins og Hörður ætíð var, að hann, hinn tryggi KA-félagi, skyldi beita sér fyrir því að ráðinn væri þjálfari til Þórs. KA-félagi, já en fyrst og fremst Akureyringur og körfuknattleiks- maður. Með okkur tókst vinskapur sem ætíð hefur haldist og það þótt stundum hafi gustað um okkur í hita leiksins, enda báðir skapmenn. Hörður hefur alla tíð unnið ómet- anlegt starf í þágu körfuknattleiks- ins, fyrst sem leikmaður og þjálfari og síðar sem dómari. Hann varð þannig einn af okkar fyrstu al- þjóðlegu dómurum og fór oft er- lendis til dómarastarfa. Áttum við þá oft samleið og það eru ófáar minningarnar frá þessum ferðum sem koma upp í hugann á þessari stundu. Dómarastarfið er vanþakk- látt starf og ekki á færi allra að valda því svo vel fari. Hörður var svo sannarlega einn af þeim sem skiluðu hlutverki sínu með sóma og hann hafði þann einstæða hæfi- leika, sem því miður skortir stund- um hjá öðrum, að aldrei tók hann vandamál sem upp komu í hita leiksins með sér út að leik loknum. Þannig var það oft í „þá gömlu góðu daga“ eftir spennandi leiki í Skemmunni, þar sem allt var á suðupunkti og undirritaður ekki alltaf sáttur við dómana. Fáa vini Kveðjuorð átti ég þó betri eftir leikina en ein- mitt dómarann Hörð. Þar kom ég aldrei að tómum kofunum. Til marks um þá vináttu og það traust er ríkti á milli okkar, má nefna að þegar Hörður eitt sinn sá sig til- neyddan til að víta undirritaðan eftir leik á Akureyri og þurfti nauð- synlega að koma kærunni suður á réttum tíma, þá hikaði hann ekki við að biðja undirritaðan sjálfan um það. Var það auðsótt mál. Vakti þetta furðu margra sem ekki þekktu Hörð og heiðarleika hans. Ég hef að mestu dvalið við þann hluta í lífi Harðar sem snýr að íþróttum enda aðrir betur til þess fallnir að rita um aðra þætti. Erna og börn. Að ykkur er kveð- inn sár harmur og missir ykkar er svo mikill að engin orð fá þar neinu breytt. Burtu er kallaður góður drengur og traustur heimilisfaðir. Líf okkar allra er fátækara á eftir. Eftir stendur þó minningin og hún mun lifa um ókomin ár. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur öllum innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur og styðja. Einar G. Bollason hann hætti störfum, hóf hann aftur að stunda sjóinn og gerðist „trillu- karl“, því ekki mátti hann aðgerðar- laus vera. Hann varð okkur barna- börnum Rósu sem besti afi og ávallt kallaður Símon afi. Hann lést í október 1977. Rósa og Símon ólu upp tvö af barnabörnum Rósu, þær Stefaníu Rósu, dóttur Siguijóns, og systur mína Ásdísi. Þær fengu þar gott vega nesti sem svo vel einkennir þær í dag. Þær eru báðar búsettar á Akureyri. Rósa er gift Heimi Ingi- marssyni og eiga þau þijú börn. Ásdís er gift ísleifi Ingimarssyni, bróður Heimis, og eiga þau fjögur börn. Eftir lát Símonar hefur Rósa búið ein og haldið sitt heimili að Austurbrún 6, allt þar til í maí sl. er hún flutti að Droplaugarstöðum. Hin síðari ár naut hún heimilisað- stoðar frá Reykjavíkurborg og fékk styrk frá góðum nágrönnum. Það var þó með ólíkindum hvernig hún svo háöldruð hélt sínu striki, því elliheimili voru „bara fyrir gamla fólkið“ eins og hún sagði eitt sinn þegar sú hugmynd var færð í tal. Börn hennar eiga einnig stóran þátt í því hversu lengi henni tókst að viðhalda sínu sjálfstæði, sem var henni svo mikils virði. Daglegar heimsóknir þeirra og einstök umönnun gerði henni það kleift. Þar naut hún þess sem hún hafði sjálf sáð, í uppeldi barna sinna og síðar ást og umhyggju við fjölskyld- ur þeirra. Nú þegar kveðjustundin er runn- in upp er margs að minnast. Allt frá því að ég man eftir mér, hefur þáttur ömmu minnar í lífi okkar systkinanna verið stór. Því finnst mér að partur úr ljóði sem afi minn orti til móður hennar, lýsi einnig tilfinningum mínum á þessari stund. Oft þú bættir efni vönd, ýmsum böl það létti. Vissi aldrei hægri hönd hvað sú vinstri rétti. Ýmsir áttu hjá þér skjól, sem öðrum þóttu smáir. Þú varst eins og sumar sól er sífellt geislum stráir. (K.G. „Einn ég lifi“) Hún amma mín var einstök kona. Ekki var veraldlegum auði fyrir að fara ‘ í hennar lífi, en þeim mun meiri var andlegur auður hennar. Af hjartagæsku sinni og umhyggju gat hún ávallt miðlað. Hún var mikill ættarhöfðingi og fylgdist vel með lífshlaupi afkomenda sinna bæði nær og fjær, sem áttu hug hennar allan. Hún var greind kona og var vel ern allt fram undir það síðasta. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðmálum, jafnframt því sem hún hafði oft áhyggjur af því sem var að gerast úti í hinum stóra heimi sem aldrei fékk hún augum litið. Léttleiki var henni í blóð borinn og átti hún auð- velt með að slá á létta strengi. Hún var mikil húsmóðir á heimili þar sem allt geislaði af hreinleika og mynd- arskap og fóru gestir hennar ekki varhluta af því. Ég bið góðan Guð að blessa minningu ömmu minnar. Sigurður Ág. Jensson Btómastofa Fhöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. t Ástkær sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi, STEINAR KARLSSON bifreiðastjóri, Asparfelli 6, Reykjavík, verður jarðsunginn í Fossvogskirkju mið- vikudaginn 20. september kl. 13.30. Svanfríður Guðjónsdóttir, Karl Finnbogason, Hrafnhildur Steinarsdóttir, Eyþór Steinarsson, Þorbjörg Steinarsdóttir, Birgir Hafliði Steinarsson, Ingibjörg Steinarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS HALLDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Héraðshælisins á Blönduósi. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför móður okkar, MÖRTU PÉTURSDÓTTUR, er lést í St. Marys, New South Wales, Ástralíu, 27. ágúst sl., hefur farið fram. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og hlýhug. Sævar Þ. Jóhannesson, Lillý Jóhannesdóttir. t Við þökkum samúð og hlýjan hug við andlát móður okkar , tengda- móður og ömmu, BERGÞÓRU ÞORBERGSDÓTTUR, Þinghólsbraut 20, Kópavogi, Svava Magnúsdóttir Tagliavia, Kristján Magnússon, Esther Magnúsdóttir, Sigríður I. Magnúsdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Jón Magnússon, Magnús Magnússon, Helgi Þór Magnússon Fabio Tagliavia, Guðbjört Ingólfsdóttir, Halldór Einarsson, Þorsteinn Brynjúlfsson, Gunnar Steinn Pálsson, Ingibjörg M. Viðisdóttir, Helga H. Sigurðardóttir, og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og heiðruðu minningu sonar okkar, vinar, bróður og mágs, ÞÓRÐAR JÓHANNS GUNNARSSONAR íþróttakennara. Sérstakar þakkir til félaga úr sunddeild Selfoss. Helga Þórðardottir, Gunnar Jónsson, Arne Daugbjerg, Eygló Gunnarsdóttir, Ásta Gunnarsdóttir, Oddrún Gunnarsdóttir, Erla Bára Gunnarsdóttir, Símon Ingi Gunnarsson, Gunnar Gunnarssson, Trausti Gunnarsson, Ingvar Eiríksson, Sveinn Aðalbergsson, Stefán Jónsson, Magnús Þorsteinsson, Kolfinna Sigtryggsdóttir, Gyða Steindórsdóttir, Margrét Gunnarsson. Lokað Kennsla fellur niður í dag kl. 13.00 til 16.00 vegna jarðarfarar MARGRÉTAR BJÖRGÓLFSDÓTTUR. Söngskólinn í Reykjavík. Viljir þú minnast látins vinar, samstarfsmanns eða ættingja og votta aðstand- endym samúð, bendum við þér á minningarkort SVFI. Við sendum einnig minningakort til útlanda sé þess óskað, á dönsku, ensku eða þýsku. Gjaldið er innheimt með gíró. Slysavarnarfélag íslands, sími (91) 27000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.