Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 48
Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! JIUTTAF IFAEMOHNUM SKIPADEILD SAMBANDSINS SÍMI 91-698300 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Verkfall mjólkurfræðinga hófst á miðnætti: Vinnuveitendur ræða verkbann VERKFALL mjólkurfræðinga í Mjólkurbúi Flóamanna hófst á mið- nætti. Lítið hafði þokast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara, sem stóð enn þegar blaöið leitaði síðast frétta. Forsvarsmenn Vinnuveit- endasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna íhuga að setja verkbann á Mjólkurfræðingafélag Islands vegna aðgerða félagsins. Verkbann verður rætt á sambandsstjórnarfúndi VSI í dag. Verkfallið nær til um 20 mjólkurfræðingum í Mjólkurbúi Flóamanna í dag og á morgun en til 8 mjólkurfræðinga í Mjólkurstöðinni í Reykjavík og 17 hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri á íimmtudag og fostudag. Um 100 félagar eru í Mjólkurfræðingafélagi Islands. Pétur Sigurðsson hjá Mjólkur- ræðnanna, en mjólkurfræðingar æski samsölunni í Reykjavík segir að þrátt þar fyrir utan endurröðunar í aldurs- fyrir yfirvinnubann mjólkurfræðinga undanfarna daga hafi tekist að vinna og pakka að mestu sama magni og venjulega hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, því verði til nóg af mjólk í Reykjavík í dag og á morgun. Pét- ur segir að vandinn sé ekki að mjólk vanti í Mjólkursamsöluna þrátt fyrir verkfall í Flóanum, því að þangað komi einnig mjólk úr Borgarnesi, nágrenni Reykjavíkur og jafnvel Búðardal. En ekkert megi út af bregða ef takast eigi að pakka að minnsta kosti venjulegu magni af mjólk fyrir fimmtudaginn þegar verkfall mjólkurfræðinga í Reykjavík hefst. Kristján Larsen formaður félags mjólkurfræðinga segir að ASÍ sam- komulagið sé rammi samningavið- Sigluf)örður: Fimmtán ára piltur brotnaði á báðum fótum FIMMTÁN ára piltur, sem ók skellinöðru, brotnaði á báðum fótum og hlaut fleiri áverka í umferðarslysi á Siglufirði síðdeg- is í gær. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Slysið bar þannig að að fólksbíl, Honda, var beygt í veg fyrir hjól piltsins þannig að hann gat ekki forðast árekstur. Vörubíl var ekið á undan fólksbílnum og hafði öku- maður hans því ekki góða sýn yfir umferð á 'móti. Við áreksturinn þeyttist pilturinn yfir bílinn og hafn- aði nokkra metra frá honum. flokka sem jafngildi 3-4% hækkun að meðaltali. Þá vilji mjólkurfræðing- ar ákvæði um svokallað vinnuréttar- gjald út úr samningnum en semja í staðinn um sérstakan flokk þeirra sem hafa umsjónarstörf með hönd- um. Mjólkurfræðingar hafa boðið samning til 1. mars næstkomandi og Iýst því yfir að þeir væru reiðu- búnir til viðræðna um samning til lengri tíma en að sögn Kristjáns vilja viðsemjendur þeirra aðeins semja til áramóta. Kristján segir það mat VSI að upphaflegar kröfur mjólkurfræð- inga hefðu jafngilt 30% kauphækkun gersamlega út í hött. Kristján sagði að aðgerðir mjólkurfræðinga væru fullkomlega innan ramma laga. Þá sagði hann fráleitt að til þess þurfi að koma að mjólk verði hellt niður vegna aðgerðanna. Vinnsla lægi iðu- lega niðri um jafnlangan tíma yfir hátíðisdaga og með þeirri tækni sem nú væri til staðar þyldi mjólk geymslu í hléum sem þessum án þess að skemmast. Ólafur Hjálmarsson hagfræðingur hjá Vinnuveitendasambandinu segir að afar lítið svigrúm gefist frá ASÍ samkomulaginu. Þegar rætt sé um að ná niður mjólkurverði gangi ekki að semja um mfeiri hækkanir við mjólkurfræðinga en aðra. „Það er ekkert leyndarmál að við hugleiðum að setja verkbann ef það verður framhald á þessum aðgerðum," sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ. Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri VMS. sagði að ekki væri hægt að horfa á framhald þessara aðgerða öðru vísi en bregðast við með verk- banni. Heimild hefði þegar fengist til að setja verkbann svo fremi sem það væri samþykkt heima í héruðum. Bannið þyrfti að boða með viku fyrir- vara. A * Dagbækur úr Islandsför 1952 gefnar til Islands: Vil að dagbækur vinar míns verði varðveittar á Islandi - segir Sven Havsteen-Mikkelsen DANSKI myndlistarmaðurinn Sven Havsteen-Mikkelsen hefur ákveðið að gefa dagbækur vinar síns, rithöfundarins Martins A. Hansen, til Islands. Þeir ferðuðust saman um ísland árið 1952 og afrakstur ferðarinnar var bókin „Á ferð um ísland“ eða „Rejse paa Island“ með ferðalýsingu Hansens, myndskreytt af Havsteen-Mik- kelsen. Bókin var gefin út bæði á dönsku og á íslensku, í þýðingu Hjartar Pálssonar. Árið 1955 lést rithöfúndurinn, aðeins 45 ára að aldri, og arfleiddi ferðafélaga sinn að dagbókunum. „Þegar bókin kom út, sagði Halldór Laxness að sjaldan hefði Danmörk gefið íslandi jafn fallega gjöf,“ sagði Sven Havsteen-Mikk- elsen, þegar Morgunblaðið náði tali af honum á heimiji hans á Ærö í Danmörku í gær. „Eg vil gjarnan að dagbækur vinar míns úr þessari för verði varðveittar á íslandi. Það væri kannski eðlilegast að bækurn- ar yrðu varðveittar á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, en það vil ég ekki. Mér finnst það ekki rétt, nú þegar Danmörk hefur snúið baki við norrænum uppruna sínum með því að ganga til liðs við Evrópubandalagið. Önnur ástæða er sú, að ég á ættingja á íslandi. Martin A. Hansen Sven Havsteen-Mik- kelsen Bækurnar, fjórar þéttskrifaðar litl- ar dagbækur, geymi ég nú i eld- traustum skáp og ég vonast til að geta afhent forseta íslands þær. Ef ég kemst ekki sjálfur til þess, fer elsti sonur minn, en ég veit ekki enn hvenær það verður." Sven Havsteen-Mikkelsen og Martin A. Hansen ferðuðust hingað til lands árið 1952 og dvöldu hér í tvo mánuði. Þeir fóru um landið á jeppa og gistu í tjaldi. Rithöfund- urinn Hansen skráði hjá sér minnis- atriði í dagbækur og myndlistar- maðurinn Havsteen-Mikkelsen rissaði upp það sem fyrir augu bar. „Ég kom fyrst til íslands þeg- ar ég var 18 ára og hafði verið þar oft fyrir ferð okkar og komið þang- að oft síðan,“ sagði Sven Hav- steen-Mikkelsen, sem nú er _77 ára. „Ég á marga ættingja á íslandi. Til dæmis var Júlíus Havsteen, sýslumaður í Þingeyjarsýslum og bæjarfógeti á Akureyri og Húsavík, frændi minn. Ég kynntist líka vel syni hans, Jakobi Hafstein. Mér finnst alltaf gott að koma til ís- lands, það er mitt annað heimili." VopnaQörður: Hlutafélög stoíh- uð um rekstur sláturhúss og mj ólkurvinnslu SAUÐFJÁRBÆNDUR í Vopna- firði hafa tekið á leigu sláturhús Kaupfélags Vopnfirðinga og stofú- að hlutafélag um reksturinn. Þá hafa tíu bændur stofnað hlutafélag um rekstur mjólkurvinnslu á Vopnafirði. Að sögn Þórðar Pálssonar kaup- félagsstjóra standa tíu mjólkur- framleiðendur að hinu nýstofnaða fyrirtæki um mjólkurvinnsluna, sem heitir Mjólkurféiag Vopnfirðinga hf. Að hlutafélaginu um rekstur slátur- hússins standa 42 bændur, og heit- ir fyrirtækið Sláturfélag Vopnfirð- inga hf. Þórður sagði að kaupfélag- ið ætti um þriðjung hlutafjár í báð- um fyrirtækjunum. Sláturhúsið á Vopnafirði er ekki með löggildingu og er rekið á und- anþágu til eins árs. Gert er ráð fyrir að um 12 þúsund ijár verði slátrað á Vopnafirði i haust, en slátrun hófst þar í gær, mánudag. Grindavík: Kaupfé- lagsverslun lögð niður Grindavík: Grindavíkurdeild Kaupfélags Suðurnesja hefur ákveðið að leggja niður verslun sína við Víkurbraut 17 og leigja nýbygg- ingu við Víkurbraut 60. Gert hefur verið samkomulag við eigendur Staðarkjörs, þá Ragnar Ragnarsson og Guðfinn Friðjónsson, að þeir kaupi gömlu verslunina og taki á leigu nýtt húsnæði sem verið hefur í byggingu undanfarin tvö ár. Einnig var gert samkomulag við þá um að þeir byðu starfsfólki kaup- félagsins vinnu á nýja staðnum. Viðræður hafa staðið yfir á annað ár milli eigenda Staðarkjörs og stjórnar KS um einhvers konar hag- ræðingu eða sameiningu, þar sem ljóst er að markaðurinn í Grindavík ber ekki tvær matvöruverslanir. Tal- ið er að velta þeirra beggja sé tæpar 20 milljónir á mánuði og hafa þeir Staðarkjörsmenn rúmlega 70% af þeirri veltu. Ragnar Ragnarsson sagði í viðtali við Morgunblaðið að þetta væri hag- ræðing sem báðir aðilar högnuðust á. „Meginsamkeppnin hefur ekki verið milli Staðarkjörs og KS,“ sagði Ragnar „heldur við markaðina í ná- grannabyggðunum. Það verður meginmarkmið okkar að fá fólk til að versla heima en ekki fara út fyrir bæinn. Með þessu samkomulagi teljum við að hægt verði að bjóða vöruverð sem er fylli- lega sambærilegt við það sem gerist hér í kringum okkur,“ sagði Ragnar að lokum. Jón Gröndal, deildarstjóri Grindavíkurdeildar KS, sagði við Morgunblaðið að þessi ákvörðun væri sú erfiðasta sem hann hefði tekið í starfi sínu. „Það er þó gott til þess að vita að kaupfélagið á húsnæðið við Víkurbraut og getur komið aftur ef þurfa þykir,“ bætti Jón við. Kaupféiagið leggur niður verslun sína í lok október og Staðarkjör verð- ur opnað um svipað leyti við Víkur- braut 60 og hefur til umráða um 700 fermetra húsnæði. pó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.