Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 23 Hrundi í sprengjuárás Átta menn biðu bana er sjö hæð íbúðablokk í hverfum shíta í suðurhluta Beirút hrundi í skotbardaga í fyrrinótt. Þar á meðal voru fjögur syskyni og faðir þeirra. Fjölskyldumóðirin slapp lifandi. Norðursj ór/Skagerak: Danir fínna að veiðistöðvun Kaupinaiinahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritai;a Morgunblaðsins. STÖÐVUN Norðmanna á kolmunna- og spærlingsveiði Evrópubanda- lagsríkja innan norsku fiskveiðilögsögunnar í Norðursjó og Skagerak kemur sér afar illa fyrir dönsk útgerðarfyrirtæki. Norðmenn stöðvuðu veiðarnar á þriðjudag, enda þótt EB ætti enn eftir að veiða 20.000 tonn af tegundunUm tveimur samkvæmt kvótasamningum. Norsk stjórnvöld rökstyðja þessa arri fisktegund, sandsíli. „Þessi ráð- skyndilegu veiðistöðvun með þvi að stöfun Norðmanna er vægast sagt veiðiskip EB hafi fyrr á þessu ári óvinsamleg gagnvart Dönum,“ segir farið fram úr kvóta sínum af ann- Niels Bonde, formaður samtaka danskra útgerðarmanna. Bonde telur rök Norðmanna fyrir veiðibanninu út í hött. „Norðmenn hafa sjálfir með höndum allt eftirlit í fiskveiði- lögsögu sinni og þess vegna er ósann- gjarnt að draga danska sjómenn til ábyrgðar, ef veiðarnar fara fram úr leyfilegum mörkum.“ — Smurstöóin okkar er í alfaraleiö viö Laugaveginn Viö þjónustum allar tegundir fólksbíla, jeppa og flestar geróir sendibíla. Mjög stuttur biötími. — Þrautþjálfaöir fagmenn. Snyrtileg veitingastofa. — Smávöruverslun meó ýmsan aukabúnaö og hreinlætisvörur fyrir bílinn ALLIR EIGA LEIÐ UM LAUGAVEGINN HEKLAHF Laugavegi 170-174 Slmi 695500-695670 Palme-réttarhöldin: Lisbet bendir á Pettersson sem morðingjann Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnbladsins. LISBET Palme, eiginkona Olofs heitins Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, kom í gær fyrir áfrýjun- arrétt í Stokkhólmi og endurtók fyrri yfirlýsingar um, að Christer Pettersson væri banamaður mannsins síns. Pettersson fékk að taka til máls og spurði Lisbet hvaða ástæðu hann hefði getað haft til að myrða manninn hennar. Christer Pettersson, sem er 42 ára gamall eiturlyfjaneytandi með lang- an afbrotaferil að baki, var fundinn sekur í undirrétti 27. júlí sl. og dæmdur í ævilangt fangelsi. Tveir af átta dómurum, þeir einu löglærðu, vildu þó sýkna hann en leikmennirn- ir sex sakfelldu hann vegna fram- burðar Lisbetar. Pettersson var færð- ur í réttarsalinn í gær þótt Lisbet hefði beðið um, að hann yrði ekki nærri, og dómarinn spurði hana hvort Pettersson væri morðinginn. „Já,“ svaraði Lisbet. „Ertu alveg viss í þinni sök ... nú eru þijú ár lið- in,“ spurði Arne Liljeros, veijandi sakborningsins. „Ég er í engum vafa, því miður,“ svaraði Lisbet. Pettersson var að þessu sinni leyft að taka til máls og hann spurði Lis- bet hvaða ástæðu hann hefði getað haft til að myrða Olof Palme, mál- svara þeirra, sem kúgaðir væru og ofsóttir. Lisbet svaraði ekki spurn- ingunni. Lisbet sagði, að þegar maður sinn hefði verið fallinn í götuna hefði hún séð Pettersson á vellýstum stað í um fimm metra fjarlægð. Olnbogabam- ið reyndist páfagaukur Miinchen. DPA. ÞEGAR hjónum í bænum Straubing í Suður-Þýskalandi ofbauð að heyra veinin í barni nágranna síns hringdu þau í lögregluna af því að þau héldu að verið væri að misþyrma barninu. En þegar lögreglan kom á vettvang fann hún ekk- ert olnbogabarnið heldur gul- an og grænan páfagauk sem öskraði hástöfum framan í embættismennina. Foreidrarnir sögðu lögreglunni að þau hlypu ávallt til og hugg- uðu bamið sitt þegar það færi að gráta. Þetta hefði gauksi skil- ið og hermt eftir barninu með því að hrína ógurlega þegar hon- um leiddist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.