Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 m Minning: Ásgeir S. Björns- son cand. mag. Fæddur 12. desember 1943 Dáinn 20. ágúst 1989 í dagsins önn skiptir það höfuð- máli fyrir starfsgengi og sálarheill hvers og eins, hvetjir nánustu sam- starfsmennirnir eru og hvernig dag- leg samskipti þróast. Síðan eg hóf kennslu við Kennaraháskóla íslands árið 1976 höfum við Ásgeir S. Björnsson skipt með okkur mest- allri bókmenntakennslunni í mjög ánægjulegri samvinnu. Allan þenn- an tíma höfum við deilt saman vinnuherbergi og í þessu nábýli og þessum samskiptum hefur aldrei borið skugga á. Betri starfsfélaga gat ég ekki kosið mér; dugnaðar hans, hjálpsemi og vináttu hef ég notið í daglegu starfi og pergónuleg- um kynnum við hann. Þess hlýt ég að minnast nú þegar hann er fallinn frá í blóma lífs síns. Kynni okkar Ásgeirs eru þó mun lengri en þetta samstarf í Kennara- háskólanum. Við hófum nám í íslensku við Háskóla íslands á sama tíma ásamt mörgu öðru góðu fólki og strax þá tókst með okkur vin- átta sem entist meðan báðir lifðu og skilur eftir margar minningar frá námsárunum, frá kennslustarf- inu, frá rökræðum um sameiginleg áhugamál og frá glöðum stundum í hópi vina og kunningja. Ásgeir var frábær námsmaður; áhugasvið hans var vítt: bókmenntirnar, landið, þjóðin, sagan, og hann hag- aði háskólanámi sínu í samræmi við það. Hann lauk BA-prófi í íslensku og sögu og í cand.mag.-námi sínu lagði hann megináherslu á bók- menntir fyrri alda. Þekkingu sinni og áhuga tókst honum einstaklega vel að miðla í kennslunni. Framsetning hans var skýr og hann hreif nemendur sína með sér á fornar söguslóðir, á refil- stigu hetjusagna eða í dularheim þjóðsagna. Allra manna var hann fróðastur um þjóðsögur og ævin- týri. Hann hafði slíkt vald á form- gerð þjóðsagna að hann gat, að því er virtist fyrirhafnarlaust, spunnið upp og mælt af munni fram sögu með öllum eigindum þeirrar sagna- skemmtunar sém í þjóðsögum búa. Sagnalist og frásagnarhefðir hafði hann lengi kannað. Niðurstöðunum miðlaði hann í kennslu sinni og einnig í bókinni Eitt verð ég að segja þér ... — Listin að segja sögu sem hann samdi í félagi við Baldur Hafstað, hið þarfasta rit sem kom út á síðasta ári. Meginhluti rannsóknarstarfs Ás- geirs var annars á mjög sérstæðu sviði. Hann átti mikinn og merkan þátt í útgáfum ýmissa stórverka sem bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf út. Má þar t.d. nefna íslenskt þjóðlíf í þúsund ár eftir Daníel Bruun. Myndatextana samdi Ásgeir og þeir urðu til eftir mikla og ná- kvæma rannsókn á staðháttum, þjóðlífi og sögu þjóðarinnar og lífsháttum hennar. Án þessara ítar- legu texta væri bókin ekki svipur hjá sjón. Hið sama má segja um íslandsmyndir Mayers og bók Coll- ingwoods Fegurð íslands og fornir sögustaðir. Collingwood kom til ís- lands í þeim tilgangi að mála mynd- ir af sögustöðum tengdum íslend- ingasögum. Með textum Ásgeirs fá myndirnar í raun fulla stærð því að þeir eru í samræmi við þennan tilgang. Við þetta starf, sem gefur öllum þessum verkum aukna vídd og stóraukið gildi, Iagði Ásgeir mikla alúð og traust fræðimennska hans og örugg vinnubrögð birtast í þessum mikilvægu hlutum bók- anna. Ásgeir var maður einarður í skoðunum, prúður í framgöngu og viðtalsgóður. í vinahópi naut sín vel sérstæð gamansemi hans, orð- heppni og skírskotanir til sögu og bókmennta. Hann var mikill atorku- maður og glöggur skipuleggjari. Ásamt kennslu og rannsóknarstörf- um annaðist hann útgáfustjórn hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi um skeið og fórst það vel úr hendi í hvívetna. Eg var á ferðalagi þegar dauðinn kvaddi þennan forna vin minn 'á sinn fund. Mér tókst þó að komast norður á Skagaströnd í tæka tíð til að fylgja honum síðasta spölinn í átt að Gjallarbrúnni. Ásgeir var bundinn æskustöðvum sínum sterk- um böndum og á Ytra-Hóli dvaldist hann síðustu ævimánuðina uns hann hlaut að stíga hið dimma fet. í heilt ár hafði hann horfst æðru- laus í augu við dauðann. Aldrei brá hann daglegri viðmótshlýju sinni Minning: Björn Kjartansson Afi okkar, Björn Kjartansson lést laugardagin 9. september og verður jarðsundinn frá Áskirkju í dag. Hann fæddist að Seli í Grímsnesi 26. júlí 1905, sonur hjónanna Þó- runnar Björnsdóttur og Kjartans Vigfússonar sem þar bjuggu. Hann var annar í röð fjögurra bræðra, en þeir eru í aldursröð: Ólafur, Björn, Árni Kristinn sem lést 27. desember 1985 og Sveinn. Eina dóttur átti móðir hans fyrir, en að er Guðrún Guðjónsdóttir, amma. Afi vann á búi foreldra sinna, en stundaði jafnframt sjóróðra frá Grindavík og Þorlákshöfn, samtals 17 vertíðir. Árið 1939 hóf hann sambúð með Unni Sigurðardóttur frá Urðarteigi í Berufirði. Þau eignuðust tvö börn, Sigríði sem er gift Sigurþóri Þor- leifssyni húsasmíðameistara og búa þau í Keflavík ásamt börnum sínum, og Sigurð Björn, föður okkar sem kvæntur er Sigríði Elsu Óskars- dóttur, búsett í Reykjavík. Þau afi og Unnur amma slitu samvistum árið 1942 og flutist afi þá til Reykjavíkur og héldu þau sytkinin, hann og Guðrún amma heimili saman og ólst faðir okkar upp hjá þeim og Sigríður að nokkru leyti einnig. Afi vann sem verkamaður, lengst af hjá Reykjavíkurborg, eða til árs- ins 1978, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Afi bjó á heimili foreldra okkar frá því þau hófu búskap og ólumst við því upp með honum. Hann var okkur góður afi, lét sér annt um okkur, þótti vænt um okkur og vildi okkur allt hið besta. Okkur þótti einnig vænt um hann og þökkum honum samfylgdina, fari hann sæll. Blessuð sé minning hans. Guðrún, Berglind, Björn Smári og Hjördís Rut, eða gamansemi þrátt fyrir þessi grimmu örlög. Á útfarardegi hans að lokinni athöfn á Höskuldsstöðum stóðum við hin í túni í sumarblíðu og sólarbirtu og horfðum yfir Huna- flóann og yfir til Strandafjalla. Þetta sjónarsvið blasti við honum í bernsku frá heimabyggð hans sem átti svo sterk ítök í huga hans og hjarta. Eysteinn Þorvaldsson ísalands óhamingju verður allt að vopni. Þannig komst Bjarni Thoraren- sen að orði í minningarljóði um Baldvin Einarsson, er lézt í blóma lífsins, eins helzta oddvita íslenzkr- ar sjálfstæðisbaráttu á fyrri helm- ingi 19. aldar. Þetta eru stór orð, en mér hafa stundum komið þau í hug, þegar ég hef hugleitt helstríð og nú síðast lát Ásgeirs vinar míns Björnssonar frá Ytra-Hóli á Skagaströnd. Á miðjum starfsdegi er hæfi- leikamaður kallaður burtu af okkar heimi, eftir standa lifendur og syrgja góðan dreng. En vegir lifs og dauða eru órannsakanlegir og enginn veit, hver næstur verður kall'aður. Sem betur fer vitum við ekki slíkt fyrirfram. Á vordögum 1988 þurfti ég að gangast undir heilaskurðaðgerð. Örfáum dögum síðar kom Ásgeir í heimsókn til mín á gjörgæzludeild, ásamt öðrum vini okkar, hlýr í bragði og uppörvandi. Á þeirri stundu hefur víst hvorugum okkar dottið í hug, að röðin væri senn komin að honum, en raunin varð sú, og fáum mánuðum síðar mátti hann þola líka aðgerð. Munurinn var sá, að mitt mein reyndist lækn- anlegt, en hans ekki. Jarðarfarardagurinn 26. ágúst var einhver sá blíðasti, sem ég minnist í langan tíma. Vart sást ský á himni og lognið algert. Kirkjan á Höskuldsstöðum var þéttskipuð fólki, þó sát fjöldi á stólum sunnan undir vegg og hlýddi athöfninni, en inni fyrir flutti séra Miako Þórðar- son jafnframt orð prestsins á tákn- máli fyrir einkasoninn, Jón Bjarka, og þijár ungar stúlkur túlkuðu söngtextana á sama hátt. Þetta jók áhrifamátt þessarar kveðjustundar, og mér fannst hið einsýna veður gefa fyrirheit um fagra heimkomu vinar okkar til annars tilverustigs. í hug minn kom annað augnablik, þegar ég heimsótti Ásgeir að Ytra- Hóli í vetrarbyijun sl. árs, nokkru eftir að hann gekkst undir upp- skurðinn. Á þeirri stundu var ekki vitað, hvern árangur eftirmeðferð mundi bera. Ásgeiri var ekki gjarnt að ræða sjúkleika sinn, en samt hafði hann tjáð mér, að mein hans væri illkynjað og líkur á bata fremur minni en meiri. Hann vissi þó fleira en hann lét uppi, en það var ijarri honum að gefast upp, og við rædd- um m.a. framtíðarverkefni, sem hugur hans var bundinn. Við kvöddumst á hlaðinu á Ytra- Hóli, og ég- stóð um stund og virti fyrir mér hið víða og fagra sjónar- svið, sem þar bar fyrir augu. Það hafði kastað éljum og var tvíveðr- ungur í lofti, bjart að horfa vestur yfir Húnaflóann til Strandafjalla, en kólgubakkar inn til héraðsins yfir Vatnsdals- og Víðidalsfjöllum. Mér bjó uggur í bijósti og fannst veðurútlitið endurspegla óvissuna um framtíð vinar míns. Hvort mundi birta upp, eða syrta frekar að? Kynni okkar Ásgeirs hófust að marki fyrir fáum árum, eftir að hann var orðinn útgáfustjóri hjá Örlygi Hálfdánarsyni bókaútgef- anda. Sumarið 1987 vann hann m.a. að lokaundirbúningi á verki Daniels Bruun, íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Þá var ég allmarga daga á heimili hans á Seltjarnarnesi hon- um til aðstoðar við gerð mynda- texta. Sumarið eftir, 1988, vann hann að útgáfu bókar Colling- woods, Fegurð íslands og fornir (sögustaðir, og aftur dvaldist ég hjá honum talsverðan tíma. Þá var hann farinn að kenna sjúkdóms síns, en lét það lítt aftra sér og vinnuþrekið var einstakt. Mér eru þessir dagar ógleyman- legir, hafði sérstaka ánægju af að vinna með honum og blanda geði. Gamansemi hans, orðhittni og frá- sagnarhæfileiki var kitlandi. Hann beitti auðveldlega fyrir sig gullald- armálfari, tilvitnanir og snilliyrði úr bókmenntum léku honum á tungu og þótt ég væri miklu fremur þiggjandinn, lét hann mann aldrei finna yfirburði sína. Margt bar á góma þessa daga og mér varð fljótt ljóst, hvílíkur yfirburðamaður hann var að þekkingu á þjóðsögum, þjóð- legum fróðleik og bókmenntum. Hann var fljótur a finna, hvað nýti- legt hékk á spýtunni, og mati hans skeikaði lítt. Þótt Ásgeir væri sannur heims- maður af upplagi sínu og menntun, gerði hann sér þess ljósa grein, hvað hégómlegt var og fánýtt í ald- arfarinu. Því betur kunni hann að njóta ýmissa þeirra hluta, sem efla þroska manneskjunnar, snertingar- innar við mátt lífs og moldar, tengslanna við mannlíf fyrri tíðar, sem veitir sálinni einhveija þá fyll- ingu, er ekki verður með orðum lýst. Þótt fluttur væri suður, vakti Jón Sædal Sigurðs son — Minning Fæddur 12. mars 1915 Dáinn 10. sept. 1989 Mig langar til að minnast elsku- legs tengdaföður míns sem lést í Landsspítalanum 10. sept. sl. Ég kynntist Jóni Sædal Sigurðs- syni fyrst árið 1975 og gleymi ég ekki hversu vel mér var tekið er ég kom fyrst á Rauðarárstíginn. Mér fannst það einkenna Jón hversu mikla umhyggju hann bar fyrir okkur öllum. Hann var mjög barngóður og hafði gaman af að hafa börn í kringum sig. Ég hef átt margar gleðistundir með Jóni og það var gaman að ræða við hann málin því hann fylgdist vel með fréttum. Og ef gleymdist að taka veðrið þá var ekkert annað að gera en hringja í Jón því hann missti ekki af spánni. Jón var ekki heill heilsu síðustu árin. En hann lét sem minnst-bera á veikindum sínum. Þegar gestir komu, þá hressti hann sig allan við, spurði frétta og sagði fréttir. Og mikið var gaman að heyra Jón segja frá, og það var oft sem börnin sátu í fangi hans alveg heill- uð af öllu því sem afi hafði að segja. Hann sagði þeim sögur úr stríðinu og þegar hann var á sjónum en vinsælasta sagan hans afa var þegar hann sagði frá því þegar kóngurinn kom til íslands og gaf honum, strákhnokkanum sem var að spila fótbolta, eina gullkrónu. Og það var nú ekki hlaupið út í búð að kaupa nammi fyrir peninginn í jafnan í honum bóndinn og sveita- maðurinn. Að fara norður í göngur, hirða bagga af túni, finna ilman jarðar. Þetta var honum lífsfylling, sem ekki fékkst á malbikinu. Hann lét í ljósi, bæði í gamni og alvöru, að hann væri raunar bóndi á Ytra- Hóli, dvölin syðra honum í blóð runnin og bar þar ríkulegan ávöxt. Rætur hans allar lágu djúpt í hún- vetnskri moldu, sem fóstrað hafði hann frá fyrstu tíð. — Tif þeirrar moldar er hann nú aftur horfinn. Ég var lítt kunnugur starfi Ás- geirs í Kennaraháskólanum, en ég vissi, að hann var þar í hávegum hafður, bæði af nemendum og kennurum. Hins vegar var mér miklu ljósara, hvernig hann naut sín í starfi útgáfustjóra hjá forlagi Örlygs Hálfdánarsonar. Þar fengu „ hæfileikar hans, smekkvísi og fræðimennska að blómstra, því saman fór áhugi þeirra Örlygs beggja á íslenzkri þjóðmenningu, og var ekkert til sparað, að útgáfur yrðu sem bezt úr garði gerðar. Lykilhefti bókaflokksins Landið þitt, íslandsmyndir Mayers, ís- • lenskt þjóðlíf í þúsund ár og Fegurð íslands og fomir sögustaðir, svo nokkur glæsilegustu verkin séu nefnd, munu ætíð bera vitni þjóð- legum metnaði útgefandans og snilli útgáfustjórans. Svo aftur sé vitnað til upphafs- orða þessara skrifa, þá þarf íslenzk þjóð enn að stunda sína sjálfstæðis- baráttu, baráttu fyrir tungu sinni v.7 og menningu. Án hennar mun íslenzkt þjóðerni smám saman líða undir lok. Yfirgripsmikil þekking á þjóðfræði og íslenzku máli og möguleikar á að miðla þeirri þekk- ingu, gerðu Ásgeir Björnsson mátt- arstólpa þessarar nýju sjálfstæðis- baráttu. Ritverk þau, sem honum auðnaðist að koma á framfæri, áhrif hans í Kennaraháskólanum á nemendur sína, uppvaxandi kenn- arastétt í landinu, munu marka heilladijúg spor í þessari baráttu, en þegar hugsað er til alls þess, sem hann átti ógert í þágu þjóðmenning- ar okkar, rennur manni til rifja Is- lands óhamingja. Ásgeir var kvæntur Sigurveigu Alexandersdóttur, en leiðir þeirrS skildu fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust einn son, Jón Bjarka. Þeim mæðginum, Rannveigu, for- eldrum, systkinum og öðrum ástvin- um votta ég mína innilegustu sam- úð. Víst er fráfall Ásgeirs þeim óbætanlegt. Svo er einnig um okkur öll, sem höfðum af honum kynni og nutum þeirra, en minningin lifir í hugum okkar, hún lifir í verkum þeim, sem honum auðnaðist að ljúka, og hún lifir í áhrifum þeim, 1 - sem hann hafði á okkur. Skamma hríð fékk ég og fjöl- skylda mín að kynnast Ásgeiri, en sú kynning auðgaði líf okkar. Kona mín og dóttir bundu strax við hann tryggðir og hús hans stóð okkur jafnan opið. Margar nætur áttum við undir þaki að Bollagörðum 45. Hinzta kveðja túlkar þakkir okk- ar fyrir trausta vináttu og ógleym- anlegar stundir. Hjalti Pálsson þá daga heldur var krónan geymd uppá hillu og notuð seinna þegar á þurfti að haida. Þegar við fórum í frí var alltaf farið daginn áður til afa óg ömmu að kveðja þau. Þá gaf afi bö.rnunum ýmis heilræði í veganesti og aldrei brást það að afi gæfi ekki stelpun- um sínum smá vasapening til að kaupa sér eitthvað skemmtilegt fyr- ir í útlandinu. Þegar heim kom var farið aftur til þeirra og þá var nú afi aldeilis spenntur að fá að heyra allt sem hafði gerst í ferðalaginu. Þær nutu þess svo vel að segja honum frá, því hann tók svo mikinn þátt í frásögninni og hvatti þær til að segja sér meira og svo hafði hann allan tíma í heimi til að hlusta. Það verður tómlegt að hafa Jón afa ekki lengur á Rauðarárstígnum en minningarnar um hann éru margar og yndislegar og geymast að eilífu. Ég votta Ásu tengdamóður minni og ættingjum öllum'mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja þau. Gunnhildur Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.