Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTÉMBÉR 19891 Rafiðnaðarsambandið: Verkfall boðað hjá ríkisstofiiunum RAFIÐNAÐARSAMBANDIÐ hefur boðað verkfall rafeindavirlga hjá ríkisstoftiunum frá og með fimmtudeginum 28. september næstkomandi, hafí ekki samist fyrir þann tíma. Helstu stofiianirn- ar sem verkfaflið nær til eru Póstur og sími, Ríkisútvarpið, Ríkisspítalar og Þjóðleikhúsið. Um 260 félagsmenn vinna hjá ríkis- stoftiunum. Ákveðið var á félagsfundi í gær að veita stjóm og trúnaðarmanna- ráði heimild til verkfallsboðunar- innar. Verði af verkfalli mun það strax hafa einhver áhrif, en ekki er fullljóst hve mikil. Tæknimenn við útsendingar < g viðhald hjá Ríkisútvarpinu munu leggja niður störf og hjá Pósti og síma verður ekki hægt að sinna viðgerðum og tengingu nýrra síma. Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðar- sambandsins segir að ekki hafi nema einu sinni áður komið til slíks verkfalls og þá hafi verið veitt undanþága fyrir störf á Ríkisspítölum. Hvort undanþága verði veitt nú verði metið þegar þar að kemur. Rafiðnaðarsambandið hefur þegar samið við íslenska mynd- verið, sem stendur að Stöð 2. Magnús segir að efni þeirra samn- inga verði kynnt félagsmönnum hjá Stöð 2 eftir nokkra daga og því sé ekki hægt að greina frá efni samkomulagsins nú. I dag verða fundir um samnínga við Reykjavíkurborg og almenna samninga við verktaka í raf- og rafeindaiðnaði. Stjaman gjaldþrota en sendir út áfram HLJÓÐVARP h/f, sem rekið hefiir útvarpsstöðina Stjörnuna, var úrskurðað gjaldþrota í gær, að ósk stjórnar félagsins. Stjarnan heldur áfram útsend- ingum, á ábyrgð aðaleiganda Hljóðvarps, Olafs Laufdal, sem sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði áhuga á að kaupa eigur stöðvarinnar og halda rekstrinum áfram. Hann sagði ekki ljóst hver éigna- og skuldastaða Sljömunnar væri en stærsta skuldin er við Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva. Þang- að hefur útvarpsstöðin aldrei greitt gjöld. Auk Olafs Laufdal áttu Þorgeir Ástvaldsson, Gunnlaugur Helga- son, Jón Axel Ólafsson og auglýs- ingastofan Ljósir punktar Hljóð- varp h/f. Hlutafé var 20 milljónir króna. Stöðin var sameinuð Bylgj- unni í marsmánuði en fyrir skömmu var þeim samningi rift af hálfu eigenda Bylgjunnar. Bústjóri þrotabúsins hefur verið Kindakjöt hækkar um 6,2% skipaður Brynjólfur Kjartansson lögmaður. Ólafur ráð- inn ritstjóri Þjóðviljans ÓLAFUR H. Torfason, blaðafulltrúi Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins, var í gær ráðinn annar rit- sljóri Þjóðviljans. Ami Bergmann hefur einn verið ritstjóri Þjóðviljans frá síðasta vori, en áður vom þau Mörður Ámason og Silja Aðalsteinsdóttir rit- stjórar með honum. Nefnd á vegum útgáfu- stjómar Þjóðviljans hefur í sumar unnið að því að finna annan ristjóra. Stjórnin fund- aði um helgina og ákvað að ráða Ólaf til starfans. Lúðvík Geirsson, frétta- stjóri Þjóðviljáns, hefur látið af störfum. Hann mun í vetur vera í hálfu starfi sem formað- ur Blaðamannafélags íslands. Að sögn Árna Bergmann, rit- stjóra, hefur ekki verið ákveð- ið hver tekur við fréttastjóra- starfinu af Lúðvík. VERÐ á kindakjöti af nýslátr- uðu hækkar í dag um 6,2%. TÍlbufSfi Verð á kjöti frá því í fyrra helst óbreytt, en um siðustu mánaða- mót vom birgðir af kindakjöti um 2.150 tonn. MorgunDiaoip/PorKen Mariapia Fanfani, forseti friðarsamtakanna Togeatlier For Piece Foundation, afhenti Vigdísi Finn- bogadóttur friðarverðlaun samtakanna fyrir árið 1988. Að auki færði hún forsetanum glerlistaverk sem eiginmaður hennar, Amintore Fanfani, hannaði sérsaklega fyrir forsetann. * Forseta Islands afhent friðarverðlaun VIGDÍSI Finnbogadóttur, for- seta íslands, voru í gær aflient friðarverðlaun kvenna fyrir árið 1988, er friðarsamtökin Together for Peace Foundation veita. Mariapia Fanfani, forseti samtakanna, afhenti verðlaun- in, en hún er þekkt fyrir störf sín að mannúðarmálum víða um heim. Mariapia Fanfani sagði, að for- seti íslands ætti heiður skilinn fyrir friðarboðskapinn, sem hún boðaði á ferðum sínum erlendis, auk þess sem hún hefði verið gest- gjafi þegar leiðtogar stórveldanna hittust á íslandi. Fundur þeirra hefði markað upphaf þess friðar- skeiðs, sem við nú lifum. Vigdís þakkaði gjöfina og sagð- ist lengi hafa dáðst að verkum Mariapia Fanfani. Aldrei yrði nóg að gert til að stuðla að friði í heiminum. Frumskilyrðið væri að menn hittust, töluðu saman og næðu vináttu hvors annars. A ferðum sínum erlendis legði hún áherslu á að stórþjóðimar hlust- uðu á raddir smáþjóðanna og tækju tillit til skoðana þeirra, ís- lendingar hefðu aldrei farið með hernað á hendur annarri þjóð. Stríð hæfust í hugum manna, en því yrði að breyta og beina hugan- um að friði. Friðarsamtökin voru stofnuð árið 1988 og er þetta í fyrsta sinn sem þau veita friðarverðlaun, en auk forseta íslands hljóta Raísa Gorbatsjov og Nancy Reagan þau að þessu sinni. I nóvember verða verðlaunin veitt fyrir árið 1989 Og fer sú athöfn fram í New York. Hefur forseta íslands verið boðið að vera heiðursgestur við af- hendinguna. Bankaeftirlitið áminnir Landsbankamenn: Vísað rakleiðis til saksókn- ara ef svona gerist afitur * segir Tómas Arnason Seðlabankastjóri „VIÐ SENDUM þetta bréf af geftiu tilefiii og vildum brýna fyrir mönnum lagaskyldur og jafhframt það, að ef svona komi fyrir aftur, þá verði farið með það þannig að þá verði því bara Jóhann vann Ljubojevic Samkvæmt þessu hækkar verð á dilkakjöti í 2. verðflokki sem er algengastur úr 409.30 kr. kg. í 434.60 kr. Er þá miðað við kjöt í heilum skrokkum sem skipt er að ósk kaupenda. Verðlagsráð ákvað á fundi í gær að gefa verð á slátri og innmat íijálst. Verðlagsráð mun í dag taka ákvörðun um hvort frestað verður hækkun sem heimiluð hef- ur verið á smásöluálagningu mjólkur. Líklegt er að verðlækkun á nýmjólk verði 3,5-4%, en verð á smjöri lækkar að öllum líkindum meira vegna þess hve niðurgreiðsl- ur vega þungt í verði þess. JÓHANN Hjartarson stórmeistari vann Júgóslavann Ljubomir Ljubojevie í fiórðu umferð stórmótsins í Tilburg í Hollandi í g'ær. Jó- hann er í fjórða sæti með 214 vinning, Kasparov, Kortsnoj og ívantsjúk eru efstir og jafnir með 3 vinninga. Karl Þorsteins leiðir á Skákþingi íslands eftir sjöttu umferð, sem tefld var í gærkvöldi. Karl hefúr 54 vinning. Margeir Pétursson teflir nú á opna mótinu' i San Bernardino í Sviss. Hann vann sína skák í fyrstu umferðinni í gær. Jóhann hafði hvítt á Ljubojevic í gær og lagði Júgóslavann í 24 leikjum. Átta skákmeistarar taka þátt í mótinu og er tefld tvöföld umferð. Jóhann hefur vinnings for- skot á þá Simen Agdestein og Gy- ula Sax, sem eru í 5-6 sæti. Karl Þorsteins hefur sömuleiðis vinnings forskot á næsta mann á Skákþingi íslands. í öðru sæti er Þröstur Þórhallsson með 414, þá Björgvin Jónsson með 4. í gærkvöldi vann Hannes Hlífar Stefánsson Þröst Árnason, Karl Þorsteins vann Ágúst Karlsson, Þröstur Þórhallsson vann Tómas Björgvinsson. Guðmundur Gíslason vann Sigurð Daða Sigfússon, Rúnar Sigurpálsson og Björgvin Jónsson skildu jafnir, einnig Jón L. og Jón Garðar Viðarsson. vísað rakleiðis tíl saksóknara,“ sagði Tómas Árnason Seðla- bankastjóri í samtali við Morg- unblaðið um bréf það sem bankaeftirlit Seðlabankans hef- ur sent bankaráðsmönnum og bankastjórum Landsbanka ís- lands með ábendingum um að ræða ekki opinberlega málefni einstakra viðskiptavina bank- ans. Tilefni bréfsins eru umræður og yfirlýsingar vegna ákvörðunar um að Landsbankinn kaupi hlut Sambandsins í Samvinnubankan- um. Tómas kvaðst ekki vera reiðu- búinn til að tjá sig frekar um efni bréfsins, né heldur hvort aðvaran- ir hafi verið sendar Landsbanka- mönnum áður af svipuðu tilefni. „Mér fannst það eðlileg ráðstöf- un hjá bankaeftirlitinu að skrifa bankaráðinu og bankastjórninni með þessum ábendingum og raun- verulega aðvörun að það væri ekki rétt að ræða opinberlega málefni einstakra viðskiptavina bankans á þann hátt að það gæti skaðað þeirra hag eða bankans,“ segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, en hann fer með bankamál og fékk afrit af bréfi bankaeftirlitsins. „í raun og veru hef ég ekki miklu við það að bæta, mér finnst þetta vera alveg í samræmi við skyldur bankaeftirlitsins,“ sagði ráðherra. * Arangurslaus fiindarhöld í áldeilunni FUNDI samninganefiida starfsmanna íslenska álvers- ins í Straumsvík og viðsemj- enda þeirra lauk hjá Ríkis- sáttasemjara klukkan 19 í gærkvöldi. Annar fundur hefiir verið boðaður klukkan 14 í dag. Boðað hefur verið verkfall í álverinu frá miðnætti á mið- vikudagskvöld. Flugvirkjar Landhelgisgæsl- unnar voru einnig á fundi með viðsemjendum sínum hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. Sá fundur stóð enn þegar blaðið leitaði frétta í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.