Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Læknablaðið 75 ára Minning• Guðmundar Hannessonar heiðruð SAMEIGINLEGUR fundur ritstjórna allra læknablaða á Norðurlöndum var að þessu sinni haldinn á Skíðastöðum. Ritstjórn Nordisk Medicin, sameiginlegs læknablaðs allra Norðurlandanna, hélt einnig fund á sama stað og þá var einnig hátíðarfundur í Læknafélagi Akureyrar. Að jafh- aði hittast þeir aðilar sem með þessi mál hafa að gera annað hvert ár og tilefni þess að fundurinn var haldinn á Islandi nú var 75 ára af- mæli Læknablaðsins. Fyrsta læknablaðið var gefið út á Akureyri af Guðmundi Hannessyni lækni. Á hátíðarfundi Læknafélags Ak- ureyrar var minning Guðmundar Hannessonar heiðruð, en Guðmundur starfaði í fyrstu á Akureyri og gaf út fyrsta íslenska læknablaðið árið 1902. Guðmundur handskrifaði blað sitt og beitti svokallaðri hektogra- fíeringu við fjölföldun þess. Blaðinu dreifði hann á eigin kostnað til allra starfandi lækna á Norður- og Aust- urlandi. Blað Guðmundar kom út einu sinni í mánuði í þrjú ár, en eft- ir það varð hlé á útgáfunni þar til þráðurinn var tekinn upp að nýju árið 1915. Læknablaðið hefur komið út óslitið síðan og á blaðamanna- fundi á Skíðastöðum kom fram að blaðið er elsta íslenska fagtímaritið sem enn er gefið út. Næsta blað kemur út á föstudag og er helgað minningu Guðmundar Hannessonar. í tilefni af 75 ára afmæli blaðsins var efnt til samkeppni undir heitinu Mannvist í þéttbýli. Örn Bjarnason Skemmtiklúbb- urinn Líf og §ör stofiiaður LÍF og §ör er heiti á nýjum félags- skap á Akureyri hvurs markmið er að halda uppi lífí og fjöri á síðkvöldum vetrarins. Um 70 manns hafa látið skrá sig í félag- ið, en það er opið öllum sem í það vilja ganga. Líf og íjör-hópurinn hefur gert samning við þá aðila sem sjá um veitingarekstur í Alþýðuhúsinu og verður fyrsti dansleikur vetrarins næstkomandi laugardagskvöld, 23. september. Tveir dansleikir til við- bótar verða haldnir fram að áramót- um og mun Hljómsveit Bigga Mar sjá um tónlistina. Eftir áramót er ætlunin að halda dansleiki einu sinni í mánuði, en auk þess kemur ýmislegt annað til greina ef klúbbfélögum sýnist svo. Þeim sem ganga í hinn nýstofnaði klúbb er gert að greiða ákveðið félags- gjald, sem kemur mönnum til góða í lægri inngangseyri á samkomur klúbbsins. ritstjóri Læknablaðsins sagði að Guð- mundur hefði verið mikill eldhugi sem ekkert mannlegt hefði verið óviðkomandi. Hann hefði m.a. verið mikill áhugamaður um hreinlætismál og þá hefðu skipulagsmál einnig ver- ið honum hugleikinn. Þess vegna var ákveðið að efna til samkeppni þar sem flailað yrði um mannvist í þétt- býli. Tvær ritgerðir hlutu verðlaun dómnefndar og birtast þær í blaðinu. Fyrstu verðlaun hlaut ritgerð Trausta Valssonar skipulagsarki- tekts; Stefna menningargilda og mannlegrar velferðar. Arkitektarnir Bergljót Sigríður Einarsdóttir og Margrét Þormar og Sigrún Helga- dóttir kennari og líffræðingur hlutu önnur verðlaun fyrir ritgerð sína; Mannvist í þéttbýli. Efnt var til sýningar á munum Guðmundar Hannessonar á Skíða- stöðum. Morgnnblaðið/Rúnar Þór Læknablaðið á 75 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því var efnt til samkeppni undir heitinu mannvist í þéttbýli. A myndinni eru Sigurður Guðmundsson og Vijhjálmur Rafnsson úr ritstjórn Læknablaðsins, Magnús Olafsson formaður Læknafélags Akureyrar og Örn Bjarnason ábyrgðarmaður blaðsins. Endurskoðuð flárhagsáætlun bæjarsjóðs: Endurbætur við dvalar- heimilin fóru firam áætlun BÆJARRÁÐ hefur unnið að end- urskoðun á flárhagsáætlun fyrir Bæjarsjóð Akureyrar og verður hún lögð fyrir fund bæjarstjórnar til umfjöllunar í dag. í megindrátt- um er hin endurskoðaða fjár- hagsáætlun í takt við Qárhagsá- Morgunblaðið/RúnarÞór Líflegur líffræðitími Krakkarnir í sjötta bekk Barnaskóla Akureyrar brugðu sér út úr kennslustofúnni þegar að líffræðitíma gærdagsins kom. Kennsl- an fór fram við Andapollinn þar sem krakkarnir mældu meðal annars hitastigi nákvæmlega. Endurnar kipptu sér ekki mikið upp við athuganirnar og hefúr eflaust þótt framtakið hið besta mál. ætlun fyrir árið 1989, en nokkrir liðir hafa farið fram úr áætlun. Miklar endurbætur hafa farið fram á dvalarheimilunum Hlíð og Skjald- arvík og hafa þær orðið bæjarfélag- inu kostnaðarsamari en ráð var fyrir gert. í þennan lið verður varið um 12 milljónum króna til viðbótar því sem áður hafið verið áætlað. Þá verð- ur sundlaug við Glerárskóla tekin í notkun í næsta mánuði og er í endur- skoðaðri flárhagsáætlun gert ráð fyrir 1,5 milljónum króna í rekstur hennar. Auk þess hefur bygginga- kostnaður vegna sundlaugarinnar farið fram úr áætlun þannig að fram- lag til hennar hefur verið aukið um fjórar milijónir króna. I sumar var ákveðið að veita öllum þeim unglingum atvinnu í unglinga- vinnunni, sem þess óskuðu og sóttu talsvert fleiri um nú en menn áæt- luðu. Viðbótarfjárveiting til ungl- ingavinnunnar vegna þessa nemur fjórum milljónum króna. Snjómokstur fór verulega fram úr áætlun á shjóþungum vetri og er sá liður hækkaður um átta milljónir króna og verður því samtals rúmar sautján milljónir. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar sagði að vaxtagjöld bæjarins hefðu verið lækkuð vegna betri greiðslustöðu en gert var ráð fyrir. Vaxtalækkunin nemur sjö milljónum króna. Vegna skólaaksturs hefur orðið að hækka útgjöld til strætisvagnartna og til ferliþjónustunnar. Þá sagði Sigurður að ákveðið hefði verið að leita leiða til að festa kaup á nýrri skíðalyftu í Hlíðarfjalli, sérstaklega ætlaðri fyrir börn. I endurskoðaðri íjárhagsáætlun er gert ráð fyrir tveimur og hálfri milljón króna til þessa verkefnis. Sú lyfta sem fyrir er er ekki nægilega góð út frá örygg- issjónarmiðum og því sagði Sigurður að vilji bæjarráðs væri að kaupa nýja lyftu til að auka öryggi barn- anna, auk þess sem Vetrar- íþróttahátíð verður haldin í Hlíðar- fjalli næsta vetur. Framlag til dagvista verður lækk- að, en Sigurður sagði að á næstunni yrði bygging nýrrar dagvistar í Gler- árhverfi boðin út, sem tilbúin ætti að vera næsta vor. „Við teljum að sú fjárveiting sem eftir stendur und- ir liðnum dagvistir dugi til að hrinda því verkefni í framkvæmd á yfir- standandi ári, en að meginhluta til verði hún tekin upp við gerð næstu fjárhagsáætlunar," sagði Sigurður. Akureyrarbæ hefur verið boðin forkaupsréttur að jörðinni Glerá og hefur bæjarráð lagt til að bærinn nýti sér forkaupsréttinn. Vegna þessa kemur inn nýr liður í endur- skoðaða fjárhagsáætlun upp á 36 miiljónir, sem er kaupverð jarðarinn- ar. „Með þessu er búið að koma flest- um þeim þáttum í fjárhagsáætluninni í þann farveg sem menn töldu að þyrfti, en hins vegar eru ennþá óaf- greidd nokkur atriði sem m.a. snúa að rekstri og byggingu Verkmennta- skóians og rekstri hjúkrunardeildar- innar á Hlíð. Hvað hið síðarnefnda varðar vantar mjög mikið upp á að daggjöld dugi til að mæta rekstrar- gjöldum," sagði Sigurður. Hefiir séð um þáttinn íslenskt mál í Morgunblaðinu í rösk tíu ár: __ An sambands við lesendur hefði þátturinn veslast upp - segir Gísli Jónsson umsjónarmaður GISLI Jónsson hefur séð um þáttinn Islenskt mál í Morgunblaðinu í rúm tíu ár. Fyrsti þátturinn birtist 10. maí árið 1979 og þegar Morgunblaðsmenn litu til Gísla á Amtsbókasafúinu á Akureyri í gær var hann að ljúka við 505 þátt sinn. Upphaf þess að Gísli tók að sér umsjón þáttanna segir hann að rekja megi til þáttanna, Daglegt mál, sem hann flutti í útvarpi nokkuð lengi. Skömmu eftir að hann hætti umsjá þáttanna fór Matthías Johannessen ritstjóri Morgun- blaðsins þess á leit við Gísla að hann tæki að sér að sjá um þátt um íslenskt mál í blaðinu. „Þættinum er ætlað að vera umræðuvettvangur um íslenskt mál, mönnum til upplýsingar, gagns og gamans. Honum hefur aldrei verið ætlað að vera dómstóll um íslenskt mál,“ sagði Gísli. Bréf fær hann frá fólki úr öllum lands- hlutum og jafnvel frá útlöndum einnig. „Eg hef fengið mikið af góðum bréfum — afskaplega fá vond,“ sagði Gísli, en helst sagðist hann sakna bréfa frá ungu fólki, en þó hafi hann fengið ágæt bréf einkum frá framhaldsskólanemum. Bréf geta menn sent beint til Gísla, eða á afgreiðslu Morgunblaðsins í Reykjavík eða á Akureyri. Hvað efni þáttarins varðar sagði hann það fara eftir hugarástandi hveiju sinni hvað hann veldi í þætt- ina. „Ég hef að ofurlitlu ieyti reynt að sameina efnisöflun þáttanna rannsóknum sem ég vinn að um íslensk mannanöfn, en það er eftir- lætisefnið mitt um þessar mundir. Fyrst og fremst er ég að kanna nafngiftir íslendinga frá því um 1700 og fram til ársins 1850, en það teygir sig í báðar áttir. Það sem ég hef verið að skoða er upp- runi, útbreiðsla og merking nafn- anna. En einnig hef ég birt tals- vert af iimrum í áranna rás — þær hafa reyndar ekki alltaf mælst vel fyrir hjá sumum lesendum, en aðr- ir hafa haft af þeim gaman. Sjálf- um þykir mér ágættað hafa í bland alvöru og glettni." Gísli sagðist gjarnan vilja koma á framfæri þakklæti til Morgun- blaðsins, „fyrir að hafá leyft mér að hafa þennan þátt um efni sem mér þykir skemmtilegjt- Þá langar mig að þakka lesendum, sem marg- ir hveijir hafa háft samband, munnlega eða bréflega, en án sam- bands við þá hefði þátturinn vesl- ast upp fyrir löngu. Einnig vildi ég þakka Amtsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu fyrir aðstoð við efnisöflun og fyrir vinnuaðstöðu sem ég hef hér,“ sagði Gísli. ....... - Morgunblaðið/Rúnar Þór Gísli Jónsson við vinnu sína á Amtsbókasafúinu á Akureyri. Gísli hefúr séð um þáttinn íslenskt mál hér í blaðinu í rösk tíu ár, en þættinum er ætlað að vera umræðuvettvangur um íslenskt mál en ekki dómstóll þar um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.