Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÖJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Ánægjuleg kirkjuferð Ljósmynd/Árný Herbertsdóttir Séra Jakob Ágóst Hjálmarsson dómkirkjuprestur flytur bæn við messugjörðina. Ingimar Guðmundsson frá Þverdal stjórnaði söng og lék undir á hljómborð sem hann hafði með sér til messunnar. Kirkjugestir vaða hávaxinn gróðurinn á leið til messu í Staðarkirkju í Aðalvík. cftiv Guðjón Finndal Finnbogason Átthagafélög Sléttuhreppinga í Reykjavík og við utanvert Isafjarð- ardjúp efndu til kirkjuferðar í Að- alvík 14. júlí í ár. Reykjavíkurfé- lagið sá um framkvæmdina að þessu sinni og tókst þar mjög vel til að mínu áliti. Flestir komu að Sæbóli á föstudeginum. Var þar mikill mannijöldi og gistu margir í tjöldum. Föstudaginn 14. júlí var brúð- kaup í Staðarkirkju, þegar gefin voru saman Þóra Þórarinsdóttir og Oddur Hermannson. Þá voru 45 ár frá síðasta brúðkaupi, en 1944 gengu þar í heilagt hjóna- band Hjálmar Gíslason frá He- steyri og Margrét Guðmundsdóttir í Þverdal. Þetta tilkynnti Guð- mundur Snorri Ingimarsson á tröppum félgagsheimilisins og voru þau Hjálmar og Magga hyllt með löngu lófataki. Síðan flutti Hjálmar ahrifamikið kvæði, um lífsbarátt- una í heimabyggðinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Mér fannst kvæðið vera eftir flytjandann sjálf- an, en Hjálmar er landskunnur gamanleikari, góður félagi og drengur hinn besti. Síðan brutust sólargeislar gegnum skýin og voru þá sungin tvö erindi úr Aðalvíkur- íjóðinu Sól að hafí hnígur, eftir Jón Pétursson. Mikil stemmning ríkti og án- ægja með góða samverustund. Hið fegursta veður var sjálfan messu-" daginn 16. júlí, 8. sunnudag eftir Trínitatis og hófst hátíðarguðs- þjónustan að Stað kl. 14.00. Um flutning hennar sáu séra Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprestur og Hjörtur Hjartarson stud. theol. ásamt kór átthagafélagsins í Reykjavík, en honum stjórnaði Ingimar Guðmundsson frá Þverd- al, en hann lék einning undir á hljómborð með orgelhljómum. Meðhjálpari var Hjálmar Gíslason. Séra Jakob þjónaði fyrir altari og skírði þijú ungmenni. Hjörtur aðstoðaði og prédikaði, en hann var þama á heimavelli hjá skyld- fólki og vinum. Hann minntist fólksins, sem setti svip á Vestur- Aðalvíkina meðan byggð var þar í blóma. Var gerður góður rómur að máli hans. Hjörtur er raddmað- ur góður eins og kórfólkið sem söng svo vel að lengi verður í minn- um haft. Þetta eru afkomendur Finnbjarnar Gestssonar á Sæbóli, en um hann má lesa í Sléttuhrepps- bók. Ég er mjög hreykinn af þessu skyldfólki mínu, sem setti svo fal- legan svip á hátíðarguðsþjón- ustuna. Hljómburður í Staðarkirkju er mjög góður og segja þeir sem til þekkja að hvolfþakið gefi þennan góða hljóm. Nú er önnur klukkan úr kirkjunni komin aftur, en hún bíður systur sinnar, sem væntan- lega verður komin úr útlegðinni fyrir næstu messu. Ég treysti formönnum átthaga- félaganna til að vinna sigur í því máii eins og mörgum öðrum. Þá er búið að setja upp nýja eftirmynd af gömlu altaristöflunni úr kirkj- Guðjón Finndal Finnbogason er fæddur að Atlastöðum í Fljótavík en flutti ungur í Hnífsdal þar sem hann hefiir búið síðan. unni, en taflan er varðveitt í byggðasafninu á ísafirði. Staðar- kirkja var máluð að utan og innan fyrir þrem árum og jafnframt end- urbætt, sómir því aítaristaflan sér vel í kirkjunni. Átthagafélagið á ísafirði gaf myndina, sem unnin var af Snorra Hemannssyni frá Láti-um og Hrafni syni hans. Gáfu þeir vinnuna og er ástæða til að þakka þeim vel unnið verk. í messulok buðu átthagafélögin kirkjugestum til kaffidrykkju í fé- lagsheimilinu og var það vel útilá- tið og vel þegið. Ég hvet allt ungt fólk sem á ættir að rekja norður í Sléttuhrepp til að ganga í átthagafélgögin og taka þátt í störfum þeirra, því þetta er sérstaklega þroskandi og mann- bætandi félagsskapur. Kærar þakkir til formanna átt- hagafélaganna þeirra Hans Hilar- íussonar í Reykjavík og Hreins Jónssonár á ísafirði og þeirra sem með þeim hafa unnið mikið við- halds- og endurbótastarf við Stað- arkirkju eg á skólanum á Sæbóli, sem nú er orðinn félagsheimili í eigu átthagafélaganna. í þessari ferð var góður gestur Þórný Þórarinsdóttir kennari, en hún var að koma til Aðalvíkur eft- ir 50 ár. Foreldrar hennar eru Þórarinn Elís Jónsson og Þuríður Svanhildur Jóhannesdóttir sem voru kennarar í Aðalvík 1932- 1939, fyrstu tvö árin á Látrum en síðan á Sæbóli. Þökk fyrir komuna Þórný og ræktarsemina við æsku- slóðir. Að lokum vil ég senda kveðjur til þeirra sem ég heimsótti í Görð- um, á Bólinu og í Móhúsi. Þið eruð öll ógleymanleg. Svona ferðir eru nauðsynlegar til að viðhalda göml- um kynnum og til að efna til nýrra, líkt og þarna gerðist. Þökk fyrir samveruna. Jlöfundur er frá Atlastöðum í Fljótavík. Bj örgunar skýli á Homströndum eftir Tómas Einarsson Slysavarnir, bæði á sjó og landi, er forvamarstarf, sem þarf að vera í sífelldri umræðu. Menn leita sér þekkingar og bæta útbúnaðinn eins og frekast er unnt. Á síðari árum hefur starf slysa- vamamanna aukist mjög. Gjörbylt- ing varð þegar SVFI eignaðist skólaskipið. Námskeið í slysavöm- um em haldin um borð í skipinu í höfnum víðs vegar á landinu. Um borð er skólastofa búin bestu tækj- um. Þar kemur skólinn til nemend- anna öfugt við það venjulega. En þótt mikið hafi verið gert eru samt mörg verk óunnin. Er nóg að kunna réttu handtökin við að sjósetja björgunarbát og komast um borð? Er ekki síður nauðsyn- legt að hafa „þéttriðið net“ björg- unarskýla með ströndum fram til að hinir sjóhröktu menn geti átt lífsvon ef þeim auðnast að ná iandi. Sú staðreynd ætti öllum að vera ljós. Á síðustu áratugum hefur byggð eyðast mjög í landinu, miklu meira en menn gera sér yfirleitt ljóst. í flestum fjarðarbotnum og á annes- um um land allt voru býli áður fyrr. Víðast eru þessir staðir komn- ir í eyði. Þar standa tóttir einar. Fyrrum áttu sjóhraktir menn þar víst skjól og aðhlynningu, ef þá bar að garði. Nú heyrir það til lið- inni tíð. Tómas Einarsson „Það væri ákjósanleg’- ast að menn þyrftu aldr- ei á björgunarskýlum að halda. En slysin gera ekki boð á undan sér. Því er þeirra þörf.“ Hornstrandir eru dæmi um slíka eyðibyggð. í upphafi aldarinnar munu nokkur hundruð manns hafa búið í Sléttu- og Grunnavíkur- hreppum í Norður-ísaijarðarsýslu og nyrsta hluta Árneshrepps í Strandasýslu. Nu er þessi lands- hluti í eyði frá Tyrðilmýri á Snæ- fjallaströnd að Ingólfsfírði, ef und- an er skilinn bústaður vitavarða í Látravík við Hornbjarg. Allir sem þekkja Hornstrandir vita hve ströndin þar er hættuleg. Þver- hnýpt björgin ganga í sjó fram, en milli þeirra eru grunnar víkur fyrir opnu hafi. Þar er oft ólend- andi dögum saman, ekki síst í rysj- óttri vetrartíð. En meðfram þess- ari strönd er fjölfarin skipaleið milli landshluta og utar eru gjöful fiskimið, sem sótt er á frá Vest- fjörðum og víðar að. Nú mætti ætla að sérstök áhersla hefði verið lögð á byggingu björgunarskýla á Hornströndum þegar þær lögðust í eyði. En svo virðist ekki vera. Um það vitnar eftirfarandi skrá: BRÁÐLEGA fara af stað hjá „Sam-- skiptum: fræðslu og ráðgjöf sf.“ haustnámskeið fyrir foreldra sem áhuga hafa á bættum samskiptum við börnin sín. Slík námskeið hafa verið haldin undanfarin 4 ár og hafa rúmlega 300 foreldrar sótt þau. Á námskeiðunum, sem eru haldin frá kl. 20.00-23.00 eitt kvöld í viku í 8 vikur, er markmiðið að kynna Hér eru nefndir 24 staðir. Að mínu áliti þyrftu björgunarskýli að vera á þeim öllum en ekkert hús er á 10 þeirra. Vert er að benda á að björgunarskýlum fækkar eftir að komið er austur fyrir Horn- bjarg. Það væri ákjósanlegast að" menn þyrftu aldrei á björgunar- skýlum að halda. En slysin gera ekki boð á undan sér. Því er þeirra þörf. fyrir foreldrum ákveðnar aðferðir sem geta hjálpað til að eiga góð sam- skipti við aðra, sérstaklega innan heimilisins. Unnið er í stuttum fyrir- lestrum, umræðum, verkefnum, en sérstaklega æfingum sem hjálpa for- eldrum til að geta notað þessar að- ferðir. Leiðbeinandinn, Wilhelm Norð- fjörð, sem er starfandi sálfræðingur, hefur sótt námskeið dr. Thomasar Á undanförnum árum hef ég átt þess kost að ferðast um Horn- strandir og hef því kynnst þessu ástandi af eigin raun. Þetta grein- arkorn er því sett saman í þeim tilgangi að vekja menn til um- hugsunar um þörfina og hvað gera skal til úrbóta. Höfiindur er kennari. Gordons, forseta Effectiveness Tra- ining Inc. í San Diego, Bandaríkjun- um. Byggjast námskeiðin á hug- myndum hans, en ein bóka hans, „Samskipti foreldra og barna: að ala upp ábyrga æsku“ hefur komið út á íslensku hjá Almenna bókafélaginu. Næsta námskeið hefst 26. septem- ber og er skráning þegar hafin. (Fréttatilkynning) Foreldranámskeið: Samskipti foreldra og barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.