Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 36
3&
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19.. SEPTEMBER 1989
Margrét Björgólfs-
dóttir - Minning
Fædd 28. október 1955
Dáin 12. september 1989
Sjá móðir jðrð ber gylltan geislahjúp.
Um gesti hennar flæðir ljós og ylur,
og um þá lykst hið mikla megindjúp,
sem mannleg augu sjá en enginn skilur.
Og fleiri stjömur firðin bláa hylur,
en Qöll og dalir eiga blóm og strá.
Og andi guðs mun yfirskyggja þá,
sem ætla sér að heyra það og sjá,
sem vizka hans og veldi öllum dylur.
Það gnæfir ofar gáfum dauðlegs manns,
að geta skynjað leyndardóma hans.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Það var sem þruma úr heiðskíru
lofti að frétta lát Möggu, reiðarslag
sem fékk mig til að furða mig á
fyrirætlunum almættisins. Magga
hafði sigurorð af dauðanum síðast-
liðið ár, þegar hún lenti í óhugnan-
legu slysi í London. Slysi sem eng-
ir veraldlegir kraftar gátu heimt
hana heila úr. Þar sýndi kraftur
bænarinnar sig, því Magga fékk
ótrúlegan og skjótan bata.
Þegar besti vinur minn, Jónas
kynnti mig fyrir henni, átti ég erf-
itt með að ímynda mér að þessi
kona hefði háð þá baráttu sem raun
var. Slíkur var krafturinn og hlýjan
sem geislaði af henni.
Við komum oft saman nokkrir
vinir á Óðinsgötunni og ræddum
trúmál og hinn flókna vef lífs og
dauða. Magga hafði mjög fallega
og einlæga trú, og hennar sýn á líf
eftir dauðann var falleg og raunsæ
að mínu mati. Eins og raunar lífssýn
hennar öll.
Það er svo óskaplega sárt að rita
þessar línur nú, aðeins tveimur
mánuðum eftir brúðkaup þeirra
Jónasar. Og fæ ég með engu móti
skilið hvað Guð er að gera. Þó er
ég viss um að einhver ástæða sé
fyrir þessum ægilegu örlögum,
hennar hljóta að hafa beðið mjög
mikilvæg störf á öðru tilverustigi.
Það virðist engum takmörkum
háð hvað hægt er að leggja á að-
standendur Möggu. En sterkari ein-
staklinga hef ég sjaldan eða aldrei
hitt. Ég samhryggist þeim með öllu
mínu hjarta og bið Guð að gefa
þeim kraft til að standast þessa
miklu raun.
Mér dettur í huga saga sem ég
heyrði einu sinni um trú múhameðs-
trúarmanna. Þeir trúa að raunir
sem þessar stafi af sérstakri at-
hygli Ailah, sem aðeins fáum út-
völdum hlotnast. Að Allah sé með
þessu að prófa viðkomandi og glati
þau ekki trúnni verði þeim ríkulega
launað á næsta tilverustigi.
Það eina sem sefar sorg mína á
þessari stundu, er að vita af þeirri
hamingju sem einkenndi Möggu í
allt sumar, og óbifanleg vissa mín
um að hitta hana aftur og sá fítons-
kraftur sem býr í aðstandendum
hennar til að sigrast á þessari miklu
sorg.
Eg bið algóðan Guð að styrkja
Jónas, foreldra Möggu og tengda-
foreldra, og alla hennar vini.
Freyr Njarðarson
í dag er kvödd hinstu kveðju,
Margrét Björgólfsdóttir, aðeins 33ja
ára gömul.
Mín fyrstu kynni af Möggu, eins
og hún var oftast kölluð af okkur
vinkonunum, voru fyrir mörgum
árum þegar við dvöldum saman sem
krakkar í sumarbúðum, en síðar
bjuggum við í sama húsi í nokkur
ár og urðum bæði vinkonur og skóla-
systur. Síðan skyldu leiðir okkar um
tíma þar sem við báðar fluttumst
erlendis og höfðum sjaldnar sam-
band.
Magga var indæl stúlka, ávallt
glöð og ánægð, hún kom líka ætíð
hreint fram með sínar skoðanir.
Alltaf hafði Magga nóg fyrir .
stafni. Fyrir nokkrum árum stofnaði
hún fyrirtæki sem framleiddi Morg-
Kveðjuorð:
Jón Ingimarsson
skrifstofiisljóri
Fæddur27. október 1923
Dáinn 2. september 1989
Vinamissir er ætíð blandinn trega.
En við fráfall Jóns Ingimarssonar
hræra hugann fleiri tilfinningar en
treginn einn. Meðal þeirra ergremjan
yfir vanmætti læknavísindanna,
meðal þeirra eru vonbrigðin að góður
vinur sem átti svo margt ógert skuli
hrifinn á brott um aldur fram, en
meðal þeirra eru einnig gleðin og
þakklætið fyrir að hafa átt þess kost
að kynnast og hafa eignast vináttu
þessa góða drengs.
Ég kynntist Jóni Ingimarssyni er
ég réðst til starfa í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu fyrir
rúmum áratug, en Jón var skrifstofu-
stjóri þar. Starfsfólkið þar var
skemmtilegt og duglegt, en það var
ekki sízt að þakka farsælli stjórn
þeirra Jóns og Páls Sigurðssonar. Jón
var enginn venjulegur yfírmaður,
heldur lagði hann fyrst og fremst
áherzlu á samstarf sem byggt var á
víðtækri þekkingu á viðfangsefninu,
nákvæmni í vinnubrögðum og síðast
en ekki sízt háttvísi og Ijúfmennsku,
sem hann hafði til að bera umfram
aðra menn. Samstarf okkar Jóns var
fyrst og fremst á sviði fjárlagagerð-
ar, tryggingamála og samstarfs við
önnur ríki á því sviði. Við vorum ein-
mitt nýkomnir heim úr strangri
samningaferð til Quebeck í Kanada
um gagnkvæm almannatrygginga-
réttindi, þegar kallið kom.
Jón var menntaður maður í þess
orðs víðtækustu merkingu. Hann var
af ágætu heimili, sonur Ingimars
Jónssonar skólastjóra og Elínborgar
Lárusdóttur rithöfundar. Jón hafði
því fengið í arf allt sem viðkom bók-
menntum, listum, orðsnilld og mál-
vöndun. Við sem áttum þess kost að
vera honum samferða um skeið nut-
um ríkúlega af. En minning Jóns lif-
ir í svo mörgu. Áhugamálin og störf-
in af þeim voru svó margvísleg að
með ólíkindum er. Gróðurræktin og
fræsöfnun, málaralist og ljóðlist,
frímerkjasöfnun og bridds, ættfræði
og tölvur, skíðamennska, útivist og
sund eru einungis nokkur af þeim
atriðum sem koma upp í hugann,
þegar Jóns er minnst.
Og Jón fylgdi öllum þessum
áhugamálum eftir með viðamiklu
starfi. Garðamir á Vesturbrún og
við bústaðinn á Þingvöllum bera þess
vitni, hann var um áratugaskeið í
foryztusveitum sundfélagsins Ægis
og Félags íslenzkra frímerkjasafnara
og hann átti ófullgerða víðtæka rann-
sókn á ættum þeim sem að honum
runnu. Auðvitað kom þar fram að
við vorum frændur. Við áttum ættir
að rekja til sr. Jóns Eiríkssonar að
Undirfeili í Vatnsdal. Við vorum báð-
ir af Djúpadalsætt.
Jón Ingimarsson var jafnaðarmað-
ur af beztu gerð. Það var ekki að-
eins að hann hafi gegnt trúnaðar-
störfum á því sviði. Hann var einn
af stofnendum Stúdentafélags jafn-
aðarmanna, var formaður þess um
skeið og sat sem fulltrúi þess í Stúd-
entaráði. Einnig sat hann í stjórnum
FUJ, SUJ, miðstjórn Alþýðuflokksins
og var formaður stjórnar Alþýðu-
hússins. Jón var jafnaðarmaður
þeirrar gerðar þar sem víðsýni og
fijálslyndi fara saman með ríkri rétt-
lætiskennd. Hann sýndi okkur hinum
með störfum sínum og áhugamálum
svo áþreifanlega að fegurð Iífsins er
ekki sízt fólgin í margbreytileika
þess. Til þess þarf tillit og umburðar-
ungull, heilsufæði sem varð vinsælt,
en hún hafði ætíð mikinn áhuga fyr-
ir heilsufæði. Síðustu árin var hún
við söngnám bæði hérna heima og í
London.
Það sýnir glöggt kraft og dugnað
hennar, hversu fljótt og vel hún náði
sér eftir alvarlegt slys, sem hún varð
fyrir í London fyrir tæpum tveimur
árum.
Það er sárt að sjá á eftir æskuvin-
konu svo fljótt, en ég mun geyma
vel allar fallegu og skemmtilegu
minningarnar um Margréti Björg-
ólfsdóttur.
Eiginmanni, foreldrum og systkin-
um og öðrum aðstandendum, votta
ég mína dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
V. Briem
Guðrún Ingibjörg
Gunnarsdóttir
Það gleymir enginn Möggu, hver
getur gleymt henni Möggu? Ég sé
hana þar sem hún kemur hlaupandi
upp stigann inn á Mensu í hádeginu,
geislandi eins og morgungull, hún
brosir heim að hverju borði, man
eftir öllum, lætur aftur augun og
segir blítt „hæ“ en byijar svo að elda
eitthvað hollt og gott fæði handa
okkur öllum. Hún stjórnar staðnum
um stund en er svo rokin,' því hún
rekur fleiri fyrirtæki, þarf að skreppa
í banka, í vinnu útá Flugleiðir, eða
í tíma niður í Söngskóla, námskeið
í nálarstunguaðferð, það var svo
margt að gera, það var svo margt
sem þurfti að rækta.
Þannig var hún Magga, þannig
man ég Möggu, þannig man hver
Möggu, lítinn kvikan sólargeisla á
sífelldum þönum um bæinn og staf-
aði frá sér birtu og hlýju hvar sem
hún kom, endalausri orku. En mitt
í sínu þéttofna lífsmunstri mundi hún
þó alltaf eftir okkur öllum, hún
gleymdi aldrei að líta inn, hún gaf
sér alltaf tíma, þáði te og settist nið-
ur til að tala. Hún talaði vð mann
þar til manni fór að líða vel og ég
gat sæll haldið áfram við málverkið
lyndi, ekki sízt gagnvart því minnsta
og veikasta í samfélaginu. Það átti
Jón í ríkum mæli. Félagsstörf Jóns
á öðrum sviðum voru það margví-
sleg, einnig í sambandi við starf
hans að heilbrigðis- og trygginga-
málum, að ég fæ eigi upp talið svo
tæmandi sé.
Jón var gæfumaður. Ég varð þess
oft vitni hversu inniiega honum þótti
vænt um konu sína og fjölskyldu.
Hann kvæntist 17. ágúst 1951 Elínu
Guðmannsdóttur tannlækni. Þau
áttu þijú mannvænleg börn: Þóru
Björk kennara, nú búsett í Hjaltadal
ásamt manni sínu Sveini Allan Mort-
hens félagsmálastjóra og barni
þeirra; Reyni tannlækni í Reykjavík,
en hann er kvæntur Ingibjörgu Ge-
orgsdóttur barnalækni og eiga þau
tvö börn; og Ingimar Örn viðskipta-
fræðinema, en hann býr enn í heima-
húsum. Við Bigga og Agga færum
þeim öllum ínnilegar samúðarkveðj-
ur.
í garði okkar hjóna stendur lítið
tré, gróðursett af Jóni og Ulu. Það
var táknrænt fyrir þann sprota
mannelsku og ljúfmennsku sem var
Jóni svo eiginleg. Við munum leggja
okkur fram um að hlúa að því og
vemda sem tákn alls þess góða sem
blessar minningu Jóns Ingimarsson-
ar.
Jón Sæmundur Siguijónsson
á meðan hún sat og sagði manni
allt það sem satt er, allt það sem
gott er og allt það sem er okkur
fyrir bestu, allt það sem við getum
ræktað betur. Því þannig var Magga,
allt um nýtt og betra líf, betri heilsu,
betri líðan, allt það kunni hún svo
vel, allt varðandi lífið sjálft, það var
hennar sérgrein. Allt þetta sem við
gleymum alltaf að hugsa um, það
mundi hún. Þannig fór hún um okk-
ur sínum mjúku höndum, sinni blíðu
nærveru, nuddaði úr okkur áhyggjur
og togaði burt vanlíðan, tæmdi úr
manni þunga dagsins og fyllti sinni
geislandi birtu, gaf manni litla og
læknandi stund úr lífi sínu, lífi sem
var svo fullt og svo þétt, svo hratt,
svo stutt...
Dagar hennar voru of stuttir og
allt í einu var hún staðin upp og
rokin, kvaddi hress og stökk útí bíl
á gulum skóm, var þotin eitthvað
útí bæ, það var svo margt að gera,
við vorum svo mörg sem hún þurfti
að rækta. Hún mundi alltaf eftir
okkur, okkur sem nú munum aldrei
gleyma henni. Við stöndum saman á
tröppunum og horfum á eftir henni
orðlaus, náðum ekki að þakka henni
allt sem hún gaf, af hveiju fór hún
svona snöggt... ?
Með móður hennar og föður, fjöl-
skyldu og Jónasi kveðjum við Möggu,
kveðjum hana sem hverfur okkur þó
aldrei.
Fyrir hönd okkar Áshildar og
Nínu.
Hallgrímur Helgason
Hver skilur almættið? Ungur
maður hittir unga konu og þau
kynnast vel. Unga konan lendir í
hræðilegu slysi á erlendri grund og
er vart hugað líf.
Ungi maðurinn kemur mátulega
aftur inn í líf hennar og styður
hana í erfiðri baráttu til bata. Að
launum þáði ungi bandamaður
hennar alla elsku hennar og saman
ætluðu þau að vinna fullnaðarsigur
yfir dauðanum, sem svo harkalega
reyndi að læsa klónum í ungu kon-
una. Saman ætluðu þau að virkja
ástina sem aflgjafa til alls hins
besta, þau ætluðu að setja kærleik-
ann í öndvegi.
Þau giftu sig fyrir tveimur mán-
uðum og voru nýbúin að festa sér
íbúð. Maður ætlaði að nú væri kom-
inn ljúfur byr fyrir siglingu þeirra
Margrétar og Jónasar. Hver skilur
almættið?
Það hafði ekki lokið við að spinna
örlagavef sinn þessu unga fallega
fólki.
Ungur systursonur minn, Jónas
Sen, hringdi til mín snemma morg-
uns að segja mér að Magga sín
hefði beðið bana í bílslysi kvöldið
áður. Hann var stilltur vel.
Hvað er hægt að segja á slíkum
stundum? Kannski það helst að nú
skipti máli að muna það eitt að þau
Margrét fengu að njóta ríkrar ham-
ingju í heilt ár. Lítill dropi í eilífðar-
hafið en glitrar sem fegursta perla.
Lífið sigraði um stund en dauðinn
beið átekta og lék síðasta leikinn í
þessu lífstafli.
Ástin og trú á lífið vermdi þau
tvö um stund. Það verður að muna
og þakka. En hver skilur almættið?
Jónas Jónasson
Ilvað er hægt að segja? Að lífið
sé ekki sanngjarnt. Spyija hvers
vegna svo mikið meira er lagt á sumt
fólk en annað, hvers þeir eigi að
gjalda sem eru öllum góðir og allt
elska.
Daglega nutum við umhyggju
hennar og hlýju. Hún var matselja
fyrir hópinn og hugsaði um velferð
hvers og eins. Fyrir utan að elda
ofan í okkur yndislegan og hollan
mat, sá hún til þess að hver fengi
þau vítamín sem hann þurfti og
hjálpaði fólki að fá bót meina sinna,
hvort sem það var bakverkur, kvef
eða eitthvað annað.
Við sem höfðum unnið áður með
Möggu vissum að svona var hún,
þessi umhyggja og elska var henni
eðlislæg, og hinir sáu strax hvern
mann hún hafði að geyma.
Eiginmanni hennar, foreldrum,
öðrum vinum og vandamönnum vott-
um við samúð okkar.
Við söknum hennar djúpt og inni-
lega.
Vinir og starfslið
við tökur „Verkstæðisins".
Það var geislandi falleg stúlka sem
kom í inntökupróf í Söngskólann í
Reykjavík haustið 1983. Margrét
Björgólfsdóttir hét hún, og svo vildi
til að ég varð söngkennari hennar í
þijá og hálfan vetur.
Milli söngkennara og söngnema
myndast oft sterk tengsl ef vel tekst
til, enda nauðsynlegt fyrir kennarann
að kynnast vel persónueinkennum
nemandans. Það fyrsta sem ég
kynntist í fari Margrétar var sér-
kennileg hlýja og mannkærleikur
sem var hennar leiðarljós. Hún trúði
á allt gott og heilbrigt í náttúrunni
og skynjaði þær víddir í daglegu lífi
sem venjulegu fólki sést yfir. Hún
var skemmtilegt sambland af hug-
sjónakonu um andleg málefni og
hugmyndaríkri framkvæmdakonu.
Já, hún Margrét fór ekki troðnar
slóðir, og sífellt kom hún manni á
óvart. Enda varð hún fljótlega áber-
andi persónuleiki innan veggja Söng-
skólans. Hún hafði fallega söngrödd
og hafði unun af söng og tónlist.
Það er margs að minnast frá
fyrstu þremur vetrum hennar í Söng-
skólanum. Á sama tíma og hún bjó
sig undir stigapróf í skólanum, vann
hún við að búa til mat á matsölu
Náttúrulækningafélagsins og síðar á
veitingastaðnum Mensu í Lækjar-
götu. Þá bjó hún einnig til uppskrift-
ina að Morgungullinu og prófaði það
á kennurum og vinum áður en hún
setti það á markað. Krafturinn og
hugmyndirnar báru hana áfram, og
hún hafði ótrúlegt vinnuþrek.
En hún átti fleiri hugðarefni og
þar kom fram sterk þörf hennar til
að hjálpa öðrum ásamt einlægri trú
á æðri máttarvöld. Alltaf þegar eitt-
hvað bjátaði á hjá vinum og kunn-
ingjum var Margrét komin og tekin
til við svæðanuddið, að elda hollan
mat og hiúa að þeim. Þannig var
hún ekki aðeins nemandi heldur einn-
ig kær heimilisvinur. Margrét hélt
til London haustið 1987 til þess að
nema það sem hugur hennar stóð
helst til, en það var að læra nálarst-
ungu- og heilunarlækniíjgar. Hún
hafði þá þegar lokið 6. stigi í söng
við Söngskólann og ætlaði að vera í
einkasöngtímum meðfram skólanum.
En um veturinn barst sú fregn að
Margrét hefði orðið fyrir alvarlegu
slysi í London. Foreldrar hennar, þau
Þóra Hallgrímsson og Björgólfur
Guðmundsson, reyndust henni frá-
bærlega vel og vöktu yfir velferð
hennar og bata og heitt var beðið
fyrir henni. Og það var kraftaverk
hvernig hún náði sér eftir slysið eins
og hún sagði sjálf. Hún ákvað að
gera hlé á námi sínu í London og
settist áftur í Söngskólann síðastliðið
haust. Margrét var komin aftur í
skólann með bjarta brosið sitt og
hamingjublik í augum. Hún átti sér
vin og iífíð brosti aftur við henni.
Hún lauk 7. stigs prófi í vor undir
handleiðslu Dóru Reyndal og í sumar
giftist hún vininum sínum, Jónasi
Sen píanóleikara.
Á sorgarstundu er gott til þess
að hugsa að síðastliðið ár var fagurt
hamingjutímabil í lífi Margrétar. Við
kennarar og nemendur Söngskólans
í Reykjavík sendum innilegar samúð-
arkveðjur eiginmanni hennar, for-
eldrum, systkinum og öðrum vanda-
mönnum. Margrét er nú horfin á vit
þeirrar fögru veraldar sem hún var
sannfærð um að biði eftir lífið hér á
jörðu.
Guð blessi minningu yndislegrar
konu.
Þuríður Pálsdóttir