Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SUPTEMBER 1989 íhlutun á vinnustöðum: S AA með vinnu staðaþjónustu ÍHLUTUN á vinnustöðum nefnist nýr þáttur í starfssemi SAA. Er Aðalfimdur Okkar manna AÐALFUNDUR félagsins Okk- ar menn, sem er félag inn- lendra fréttaritara Morgun- blaðsins, verður haldinn í Hótel Holiday Inn fimmtudaginn 5. október næstkomandi og hefst klukkan 19.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða meðal annars af- hentar viðurkenningar fyrir frétt- ir mánaðarins og heiðursfélögum afhent skjöl kjöri þeirra til stað- festingar. Sérstök umfjöllun verður um fréttir af landsbyggð- inni á fundinum. Fengnir hafa verið framsögumenn innan blaðs og utan til að opna umræðurnar. Félagið Okkar menn var stofn- að í aprílmánuði 1985 af nokkr- um fréttariturum Morgunblaðs- ins. Félagsmenn eru nú 100. Þetta er annar aðalfundur félags- ins. Formaður er Sigurður Jóns- son á Selfossi, ritari Jón Gunn- laugsson á Akranesi og gjaldkeri Jón Sigurðsson á Blönduósi. Stjórn félagsins hvetur félag- ana að íjölmenna. (Fréttatilkynning) hér um að ræða þjónustu sem einkum er beint til sljórnenda og starfsmanna fyrirtækja í formi fræðslufunda, upplýsinga- miðlunar og viðtala við einstakl- inga. Þegar hafa verið haldnir vinnustaðafundir af þessu tagi og í framhaldi af almennri fræðslu gefst starfsmönnum k'ost- ur á einkaviðtölum, námskeiðum og fjölskyldufræðslu. Að sögn Jóhanns A. Héðinssonar hjá S.Á.Á er þjónusta þessi ekki beinlínis tilkomin vegna aukinnar bjórdrykkju en ljóst væri að drykkja á daginn væri algengari eftir að bjórinn var leyfður hérlendis. „Við höfum engar tölur um drykkju á vinnustöðum en æ fleiri fara á matsölustaði í hádegi þar sem seldur er bjór og mæta síðan í vinnu,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. „Drykkja inni á vinnustöðum hefur líklega ekki auk- ist mikið enn, og það verða hæg- fara breytingar. Ýmsir í atvinnulíf- inu hafa áhyggjur af bjórdrykkju starfsmanna. I auknum mæli senda atvinnurekendur starfsfólk sem á við áfengisvandamál að stríða í meðferð á kostnað fyrirtækisins. En þá er vandamál drykkjumanns- ins orðið stórt. Með þessari vinnu- staðaþjónustu erum við að vissu leyti að vinna forvarnarstarf, við bendum á einkenni drykkjusjúkl- ings, veitum upplýsingar og erum ráðgefendur áður en í óefni er kom- ið.“ Námskeið í talnaspeki LJÓSGEISLINN, félag áhuga- manna um andleg málefni, gengst fyrir námskeiði í talna- speki helgina 23. og 24. septem- ber í húsi Múrarafélags Reykjavíkur í Síðumúla 25. Lynne Hertsgaard talnaspeking- ur mun á námskeiðinu kenna fólki að lesa úr nafni og fæðingardegi þess. Túlkur verður Katrín Árna- dóttir. Lynne mun einnig vera með einkafundi. Lynne útskrifaðist frá Towson State-háskólanum árið 1978 með BA-gráðu í sálarfræði og hefur stundað framhaldsnám við Wes- ley-guðfræðiháskólann í Washing- ton D.C. og við Towson State- háskólann. Hún hefur fengist við dulsálarfræði, heilun og ráðgjöf um margra ára skeið og hefur tekið þátt í að skipuleggja námskeið, vinnuhópa, hugleiðsluhringi og ár- legar ráðstefnur fyrir bandarískt sálarrannsóknarfélag. Fyrirlestrar um jarðhita í Ungverjalandi JARÐHITASKÓLI Háskóla Sameinuðu þjóðanna býður á ári hveiju erlendum fræðimanni til Islands til að flytja fyrirlestra um jarðhita. Gestafyrirlesari Jarðhitaskólans á þessu ári er Peter Ottlik frá Ungverjalandi. Hann mun flytja fimm fyrirlestra (á ensku) í fundasal Órkustofhunar, Grensásvegi 9, dagana 18.-22. september. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 10.00. Efni fyrirlestranna er eftirfarandi: 18. sept. Eðli jarðhitasvæða í Ungverjalandi. 19. sept. Vatnafræði ungverskra jarðhitakerfa. 20. sept. Jarðhitaleit í Ungveijalandi. 21. sept. Jarðhitanýting í Ungveijalandi. 22. sept. Vandamál við jarðhitanýtingu í Ungveijalandi. Jarðhita er víða að finna í Ungveijalandi og þar er heitt vatn notað mikið til upphitunar húsa. Ungverjaland er heimsins fremsta land í notkun jarðhita til upphitunar gróðurhúsa. Samstarf jarðhitamanna á íslandi og Ungveijalandi hefur aukist hin síðari ár. íslenskir verkfræðingar hafa m.a. unnið við hitaveituverkefni þar í samstarfi við heimamenn. Jarðhitaþekking Ungveija hefur hins vegar lítið verið kynnt hér á landi fram að þessu. Fyrirlestramir em öllum opnir. (Fréttatilkynning) Nýliðastarf að heljast NÝLIÐASTARF Slysavarnarsveitarinnar í Reykjavík er að hefjast. Þeir sem áhuga hafa á starfi sveitarinnar em boðnir velkomnir á kynningg.rfund sem haldinn verður í húsnæði sveitarinnar, Gróubúð Grandagarði 1, í dag, þriðjudaginn 19. september, klukkan 20. Á síðasta starfsári vora 33 útköll hjá sveitinni bæði á sjó og landi. Eru nýir félagar ávallt velkomnir til starfa. (Fréttatilkynning) Spilakvöld í Hafiiarfirði UM 40 ára skeið hafa stúlkurnar í Hafharfirði haldið spilakvöld í Góðtemplarahúsinu þar í bæ. Á þessu hausti heíjast þau með félagsvist fimmtudaginn 21. september klukkan 20.30 og verður síðan spilað annan hvern fimmtudag. (Frcttatilkynning) Jass í Óperukjallaranum HLJÓMSVEIT Eddu Borg leikur jass í Óperukjallaranum í kvöld þriðjudagskvöld. Hljómsveitina skipa Kjartan Valdemarsson píanó, Bjarni Sveinbjömsson bassi, Matthías Hemstock trommur, Björn Thoroddsen gítar og söngkonan Edda Borg Olafsdóttir. 0 Morgunblaðið/Björn Blöndal Tveir a nmmtugsaldri Slökkviliðið í Keflavík hefur til skamms tíma verið með þessa tvo Ford bíla í notkun þrátt fyrir að þeir séu komnir til ára sinna. Þeir eru þrátt fyrir háan aldur í ágætu lagi. Sá til hægri er af árgerðinni 1942 og var fenginn frá Slökkvi- liðinu á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að hann kom til landsins nýr, en hinn er af árgerð- inni 1947 og var keyptur nýr til Keflavíkur. Nú er eldri bílinn til sölu og hefúr félag slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli áhuga á að endur- heimta bílinn sem einu sinni var þeirra, en hinn mun enn um sinn gegna sínu upprunalegu hlut- verki í Keflavík. Á myndinni eru einnig slökkviliðsmennirnir Örn Bergsteinsson lengst til vinstri, þá Guð- mundur Olafsson, Lárus Kristinsson og Valdi- mar Valsson sem er lengst til hægri. Hrossaræktarfélagið Samstaða: Skipuleg ræktun Svaðastaðahrossa MILLI 50 og 60 hrossaræktendur hafa nú gengið í Hrossaræktarfé- lagið Sámstöðu, en framhaldsstofhfúndur félagsins var haldinn á Hólum í Hjaltadal hinn 2. september sl. Tilgangur félagsins er að rækta hross af Svaðastaðastofni, sem lengi hafa verið ræktuð á Svaða- stöðum og fleiri bæjum austan Héraðsvatna í Skagafirði og á síðari árum einnig víða annars staðar á landinu. Samstaða hefur fest kaup á stóð- hestinum Sokka 1060 frá Kolkuósi og var hesturinn notaður á vegum félagsins í sumar. Sokki er með 1. verðlaun, hreinræktaður Svaða- staðahestur, af Kolkóssgrein stofnsins. Þá hefur einnig verið ákveðið að taka á leigu annan stóð- hest af sama stofni, Röðul 1053 frá Akureyri, sem einnig ér með 1. verðlaun. Hefur notkun á bæði Sokka 1060 og Röðli 1053 þegar verið skipulögð fyri bæði árin 1990 og 1991. Verða hestarnir á tímabilinu notaðir í öll- um landshlutum, enda eru félags- menn í Samstöðu búsettir um allt land. Á fundinum á Hólum var kjörin fyrsta stjórn félagsins og skipa hana eftirtaldir: Jón Garðarsson, Neðra-Ási, Jón Friðriksson, Vatns- leysu, Jóhann Friðgeirsson, Hofi, Lars Hansen, Árbakka, og Einar Gísjason, Akureyri. Á næstu mánuðum er gert ráð fyrir margvíslegri starfsemi á veg- um félagsins, segir í fréttatilkynn- ingu. Má þar til dæmis nefna að komið verður upp hólfum fyrir unga stóðhesta í eigu félagsmanna, fyrir- huguð er skráning á öllum stóð- hestum af Svaðastaðastofni og ætl- unin er að koma út fréttabréfi er miðli fréttum og upplýsingum milli félagsmanna. Auk stóðhestsins Sokka 1060 frá Kolkuósi á Hrossaræktarfélagið Samstaða nú eitt hestfolald. Það er rautt undan Blíðu frá Neðra-Ási í Skagafirði og stóðhestinum Eðal frá Hólum í Hjaltadal. Folaldið er gjöf frá Jóni Garðarssyni í Neðra- Asi til félagsins. um Hrossaræktarfélagsins Samstöðu á næstu árum. Röðull var sýnd- ur á landsmóti hestamanna á Rangárbökkum 1986 og hlaut þá 1. verðlaun. Knapi er Jóhann G. Jóhannesson. Kyimingarrit um íslenskar bókmenntir Menntamalaraðuneytið hefur gefið út kynningarrit á ensku um íslen- skar bókmenntir. Ritið er hið fyrsta í ritröð um helstu þætti íslensks menningarstarfs, sem ráðuneytið hyggst gefa út. Það er ætlað til kynningar erlendis og handa erlendum aðilum sem hingað koma. í því á að koma fram hið helsta, sem er að gerast í listsköpun hér á landi, ásamt stuttu yfirliti um fortíðina. I þetta fyrsta rit ritraðarinnar skrifa: Örnólfur Thorsson um forn- bókmenntir, Árni Siguijónsson um Halldór Laxness og bókmenntir efLir 1970, Halldór Guðmundsson um bókmenntir frá millistríðsárunum og fram til 1970 og Silja Aðalsteins- dóttir um barnabækur. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, skrifar formála. Aftast í ritinu er yfirlit yfir helstu stefnu í íslenskum bókmenntum og þar er einnig að finna skrá yfir útgefendur á íslandi, samtök rithöfunda og bókaútgef- enda, bækur um íslenskar bók- menntir og ýmsar tölulegar upplýs- ingar um bókaútgáfu, dagblaðaút- gáfu og notkun bókasafna. Enn fremur er sagt frá Bókmenntakynn- ingarsjóði menntamálaráðuneytis- ins. Ritstjórn skipa Árni Siguijónsson, Bera Nordal og Guðrún Ágústs- dóttir og hönnun annaðist Erlingur Páll Ingvarsson. Um þýðingar á ensku sáu Bernard Scudder og Sig- urður A. Magnússon. Á kápu er lit- mynd af málverkinu „Flugþrá" eftir Jóhannes S. Kjarvalj en myndin er í eigu Listasafns Islands. Prent- smiðjan Oddi prentaði ritið. í frétt frá menntamálaráðuneyt- inu segir, að verið sé að vinna að útgáfu næstu rita, sem ljalli um myndlist, tónlist, leiklist, dans, kvik- myndagerðarlist og húsagerðarlist. Ætlunin er enn fremur að þýða ritin yfir á önnur tungumál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.