Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 38
88 MQRGUNRLAÐIÐ i'RlDJUDAGliR lö. SJ'iRTEMBKR, 1089; Konan mín, er látin. t MARGRÉT SÍMONARDÓTTIR, Baldur Steingrímsson. t Mágur okkar, HARRY RUSSELL DERIDDER, lést í New York 16. september. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðfinna Ingimarsdóttir. t Móðir mín, SIGURLAUG BJÖRNSDÓTTIR frá Veðramóti, lést í Reykjavík 15. september. Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir. t Móðir okkar, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Hólmgarði 14, lést í Landspítalanum 14. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Dætur hinnar látnu. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA BJARNADÓTTIR, Hábæ40, Reykjavik, lést laugardaginn 16. september sl. Ágúst Filipusson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn HALLGRÍMUR FR. HALLGRÍMSSON fyrrverandi forstjóri, Vesturbrún 22, Reykjavík, andaðist þann 16. september. Margrét Hallgrímsson. t Eiginrnaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON bóndi, Bæ, Súgandafirði, sem andaðist 12. september sl., verður jarðsunginn frá Suður- eyrarkirkju þriðjudaginn 19. september kl. 14.00. Unnur Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þóranna R. Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 23. júlí 1892 Dáin 3. september 1989 Amma var einstök kona og kraft- mikil. Það lýsir sér best í því að 96 ára að aldri bjó hún ein og sá að mestu um sig sjálf. Hún var lífsglöð og sagði okkur margar skemmtilegar sögur og kunni marg- ar vísur. Hún var blíð og umhyggju- söm og vildi allt fyrir alla gera og allt sem hún átti var hún tilbúin til að gefa. Við amma áttum margar góðar stundir saman og síðustu árin hringdi hún til mín minnst einu sinni á dag til að heyra í mér og vita hvort ekki væru allir við góða heilsu. Hún hafði alltaf mikinn áhuga á hvernig gengi hjá Ragn- ari, hvort það væri góð veiði og hvenær hann kæmi í land. Henni þótti mikið til hans koma og einnig tii sonar okkar Kjartans Smára. Fylgdist hún vel með þroska hans frá fæðingu og spurði síðast um hann 2 tímum áður en hún dó. Svo mikill var áhugi hennar á fólkinu sínu. Ég á margar góðar minningar um ömmu og þær mun ég alltaf hafa og eiga. Ég sakna ömmu mik- ið en ég veit að henni líður vel þar sem hún er, og hver veit nema við amma sjáumst aftur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Guðbjörg Jensdóttir Við kveðjum í dag sæmdarkon- una Þórönnu Rósu Sigurðardóttur, sem andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn 3. september sl. Rósa, eins og hún var einlægt kölluð, fæddist í Guðnabæ í Selvogi 23. júlí 1892 og var því fullra 97 ára þegar hún lést. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Sigurðardóttir ættuð úr Holtum og Sigurður Frímann Guðmundsson, bóndi og sjómaður, ættaður norðan úr landi, Rósu nafnið á dóttur þeirra hjóna var ekki út í loftið, því amma Sig- urðar Frímanns var engin önnur en Rósa Guðmundsdóttir frá Fom- haga í Hörgárdal, sem landsþekkt varð undir nafninu Vatnsenda-Rósa og Skáld-Rósa. Móðir Sigurðar var Þóranna Rósa dóttir Vatnsenda- Rósu og Natans Ketilssonar, en hún var einmitt í fóstri hjá föður sínum á Illugastöðum á Vatnsnesi, þegar harmleikur sá átti sér stað sem leiddi til dauða Natans og síðar síðustu aftöku sakamanna á Is- landi, þegar tilræðismennirnir, Agnes og Friðrik, voru tekin af lífi. Rósu nafnið er einnig mjög algengt í hópi afkomenda Rósu. Rósa ólst upp í mikilli fátækt í húsum foreldra sinna, fyrst í Guðnabæ. Þaðan flutti fjölskyldan að Sogni í Ölfusi, þarm sem bróðir Sigurðar, Ólafur, bjó þá. Það mun hafa verið vorið 1896. Seinna það sama sumar, eða í ágústmánuði, dundu Suðurlandsjarðskjálftarnir yfir, með þeim afleiðingum að talið er að um 1.300 hús hafi hrunið á Suðurlandi, nánast í einu vetfangi. Húsin í Sogni voru engin undan- tekning, þau hrundu og bjargaðist fólk naumlega úr rústunum. I kjöl- far þessara hörmunga flutti margt manna til Reykjavíkur, sem þá var að taka á sig svip þéttbýliskjarna með nýjum atvinnutækifærum. Þeirra á meðal var fjölskylda Sig- urðar Frímanns. Rósa settist því að í Reykjavík haustið 1896 og bjó þar alla tíð síðan, eða í 93 ár. Hún lifði það skeið íslandssögunnar sem ein- kennst hefur af stórstígustu fram- förum allra tíma, sem e.t.v. best sést á því að hún bjargaðist naum- lega úr hrynjandi torfbæ fjögurra ára gömul en bjó síðustu 25 ár ævinnar í tólf hæða fjölbýlishúsi. Rósa var þrígift. Um áramótin 1915-16 giftist hún Guðmundi Jónssyni, sjómanni, og reistu þau heimili sitt í Reykjavík. Ekki varð þó hjónaband þeirra langvinnt því Guðmundur lést úr spönsku veikinni í nóvember 1918. Rósa giftist öðru sinni 1920 Kristjáni Guðjónssyni, sem lengst af var kenndur við Gas- stöðina. Þau slitu samvistum 1943. Arið 1945 tók hún saman við Símon Guðmundsson, verkstjóra, og stóð heimili þeirra á Bergþórugötu 45 til ársins 1964 en eftir það á Aust- urbrún 6. Símon lést í október 1977 og eftir það bjó Rósa ein á Austur- brúninni þar til í maí sl. vor að hún fluttist á vistheimilið Droplaugar- staði þar sem hennar löngu vegferð lauk við góða umönnun þess ágæta fólks sem þar starfar. Éru því hér færðar þakkir sem hún sjálf bað um að fram yrðu bornar þegar yfir lyki. t Eiginmaður minn og faðir okkar, STEFÁN BRYNJÓLFSSON, Seljabraut 42, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20. septem- ber kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sólskríkjusjóðinn. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Hildur Sigurðardóttir, Brynjólfur Stefánsson, Kristín Stefánsdóttir, Tómas Örn Stefánsson, María Stefánsdóttir. t Sonur minn, bróðir og mágur, BALDUR NIKULÁSSON, Mávabraut 7, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 20. september kl. 14.00. Jarðsett verður i Kirkjuvogskirkjugarði í Höfnum. Þurfður Guðmundsdóttir, Lúlla Kristín Nikulásdóttir, Jósef Borgarsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELÍAS JÓN GUÐJÓNSSON skókaupmaður, Staðarfelli, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 21. septemb- er kl. 11. f.h. Þeir sem vilja minnast hans, vinsamlega láti líknar- stofnanir njóta þess. Sigriður Á. Ármannsdóttir, Guðjón Eliasson, Vigdís Eyjólfsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, og barnabörn. Rósa eignaðist 3 börn sem öll eru á lífi. Elstur er Siguijón, sonur Guð- mundar af fyrsta hjónabandi. Sig- uijón er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Lára Antonsdóttir, sem nýlega er látin. Þau eignuðust eina dóttur, Stefaníu Rósu, sem frá þriggja ára aldri var alin upp hjá ömmu sinni og Símoni á Berg- þórugötunni. Síðari kona Siguijóns er Þórunn Ólafsdóttir. Þau eignuð- ust tvö böm sem bæði em gift og búsett í Reykjavík. Rósa átti síðan tvö börn með Kristjáni; Guðmund sem kvæntur er Svövu Guðnadóttur, þau eiga 5 börn búsett í Reykjavík og víðar og Sigurbjörgu sem átti Jens Ragn- arsson, en hann andaðist á sl. ári. Þau Sigurbjörg og Jens eignuðust 7 böm sem öll em gift og búsett bæði hér á landi og erlendis. Auk þess ól Rósa upp sonardótt- ur sína og nöfnu sem fyrr segir og síðan að veralegu leyti Asdísi dóttur Sigurbjargar og Jens. Þau Siguijón og Sigurbjörg biðja fyrir alúðar- þakkir fyrir uppeldi dætra sinna. Ekki skal hér reynt að geta sér til um fjölda afkomenda Rósu, það eitt er víst að þeir skipta tugum. Ævi Rósu hefur efalítið verið svipuð ævi fjölmargra alþýðu- kvenna af sömu kynslóð. Fátækt á veraldlegan mælikvarða var hlut- skipti þeirra flestra en manngildis- auðlegðin þeim mun meiri. Skuldir þjóðarbúsins verða ekki til hennar raktar né heldur varð „ekknaskatt- urinn“ hennar hlutskipti. Aldrei eignaðist hún hús eða íbúð og bjó líklega aldrei í stærri íbúð en tveggja herbergja. Þrátt fyrir það skorti aldrei rými á því heimili, því hjartarýmið var ótakmarkað. Og hvílík kynstur rúmuðust í ekki stærri húsakynnum af mat og hvers kyns góðgerðum ef gest bar að garði. Aldrei fannst henni gestir gera veitingum hennar nægjanlega góð skil og alltaf leyndist einhvers staðar sælgætismoli fyrir þá yngstu. Ekkert sem hún átti var of gott fyrir afkomendur hennar og aðra gesti. Ég kynntist Rósu um jólaleytið árið 1955 þegar leiðir okkar Rósu, fósturdóttur hennar, höfðu nýlega legið saman. Síðan hefur þessi glað- væra sómakona verið samnefnari svo margs í lífi mínu og fjölskyldu minnar, þrátt fyrir að langt hafi oft verið á milli okkar. Alltaf undir niðri hefur þakkarskuld fyrstu bú- skaparára okkar við hana og Símon, verið óuppgerð og verður naumast jöfnuð héðan af. Já, Rósa var glaðvær, vel gefin og fróð. Hún var mikil og góð hús- móðir, þrifin, nýtin og bjó til góðan mat. Þessir kostir og margir fleiri urðu þess valdandi að hún átti, allt til hinstu stundar, því láni að fagna að einangrast ekki. Afkomendur hennar á öllum aldri héldu sam- bandi við hana og það var ekki af neinni skyldurækni, heldur af eigin frumkvæði og með glöðu geði. Það gerðu einnig afkomendur Símonar heitins, þótt hann sjálfur væri far- inn. Þetta hlutskipti, sem því mið- ur, hlotnast ekki öllum lýsir mann- kostum Rósu betur en margt annað. Ég lýk þessum orðum með þökk- um mínum til Þórönnu Rósu Sigurð- ardóttur fyrir að hafa fengið að njóta mannkosta hennar í aldar- þriðjung. Ég færi henni þakkir konu minnar, sem hún uppfóstraði svo vel, barna okkar, tengdabarna og barnabarna, fyrir að hafa átt sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.