Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 12
' MÓRGU;N‘BLAÐIÐ ÞRIÐJU1)AGUR 19. skl’TEMBER 1Í>BÍ»
Léttfrystar
gellumar
Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ása Hlín Svavarsdóttir á leiðinni yfir heiðina til þorpsins.
________Leiklist___________
Jóhanna Kristjónsdóttir
Alþýðuleikhúsið frumsýndi í
Iðnó Isaðar gellur eftir Fred-
erick Harrison
Lýsing: Sveinn Benediktsson
Leikmynd og búningar: Gerla
Þýðing: Guðrun Backmann
Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson
Þrjár breskar stelpur frá Hull
sem koma til íslands í sex mán-
uði að vinna í fiski: hvernig sjá
þær okkur og landið? Nógu for-
vitnilegt í sjálfu sér. Þetta leikrit
samdi Harrison að beiðni leikhóps
í Hull, þar sem atvinnuástand
hefur snúist á hvolf eftir að togar-
ar frá Hull og Grimsby hættu að
sækja á Islandsmið.
Trúlegt er að það fari fyrir ofan
og neðan garð hjá okkur að velta
þeim þætti fyrir okkur í sýning-
unni, hversu atvinnuástand í þess-
um bæjum er slæmt og hefur orð-
ið til að fólk leitar í burtu og
meira að segja í vinnu til íslands.
En því meiri gæti forvitni verið
að sjá hvernig útlendir skrifa um
okkur. Af stúlkunum bresku eru
tvær vanar fiskvinnu, þær eru
hrjúfar og hressar og báðar á ein-
hvers konar flótta frá málum sem
þær leysa vitaskuld ekki þótt þær
stökkvi í burtu. Sú þriðja er að
leita, það er ævintýralöngunin
sem rekur hana áfram og þegar
hún fer héðan getur verið að
næst liggi leiðin til Ástralíu og
það er henni allt tilhlökkunarefni.
Þessi stúlka er gerð geðfelld og
góð og langtum jákvæðust og það
er sömuleiðis hún sem fær mest
út úr Jslandsverunni og með þetta
í huga má auðvitað setja sama-
semmerki þarna á milli, og gilti
þá sjálfsagt einu hvert farið væri.
Stúlkurnar furða sig á lands-
lagi, háttum fólks, falla í stafi
yfir norðurljósum, komast að því
að íslenskir karlmenn eru ekki
hótinu betri né nærgætnari elsk-
hugar en aðrir. Innbyrðis rifrildi,
vangaveltur um fjölskylduna
heima, hringingar í fyrrverandi
kærasta, sú feimna sem er svo
músarleg og hlédræg í fyrstu
reynist þrælfyndin og skemmtileg
og þótt sambúðin sé brösótt eru
þær allar góðar stelpur hver á
sinn hátt. Ein dundar við að reykja
hass í frístundum og er vísað brott
vegna þess. Hinar fara bráðum.
Þær eru ekki á því að koma aftur
en veran hefur sjálfsagt skilið
eftir stöku ljósa púnkta.
Leikritið er í sjálfu sér ekki
ýkja beysið og lopinn teygður ein-
um of og meira lagt upp úr einka-
málaveseni þeirra stelpnanna en
beinlínis að draga fram hvernig
vinnu þær eru að fást við og
hvernig umhverfið er þótt að
þessu sé vikið. Framan af er leikri-
tið nokkuð hnyttið víða, koma
þeirra til landsins og fyrstu kynni
af því er þokkalega skrifað og oft
bara fyndið en seinni hlutinn er
langdregnari og gætir nokkurrar
þreytu í texta. Að ósekju hefði
mátt skera niður nokkur atriðin.
Sýningin á hinn bógirin var fjör-
ug og gott verk hjá leikurum og
leikstjóra svo að engum þarf að
leiðast. 'Leikstjórinn leggur
áherslu á lítt beislaðan talsmáta
og framkomu stúlknanna og dreg-
ur ekki úr afkáraiegum aðstoðar-
verkstjóra sem er eini íslendingur-
inn sem beinlínis er leiddur í leik-
inn. Leikmyndin er við hæfi, að
undanskildu fiskvinnsluborðinu
sem var mjög augljós skekkja.
Hraði og góðar staðsetningar
gerði sitt til að hjálpa verkinu.
Leikkonurnar Asa Hlín Sva-
varsdóttir, Ingrid Jónsdóttir og
Ólafía Hrönn Jónsdóttir gerðu
fiskvinnustelpurnar eins geðfelld-
ar og skemmtilegar og bijóstum-
kennanlegar og efni stóðu til og
raunar vel umfram það. Skínandi
vel unninn leikur hjá þeim öllum.
Halldór Björnsson sem aðstoðar-
verkstjóri og síðan starfsmaður
úr sendiráðinu stóð þeim stöllum
ekki fullkomlega á sporði en átti
góða spretti.
Að þessu sinni hefur Alþýðu-
leikhúsið fengið inni í Iðnó og ég
tek undir það sem Viðar Eggerts-
son segir í leikskrá að með því
að veita ýmsum listahópum skjói
í Iðnó á næstunni væru tvær —
ef ekki fleiri — flugur slegnar í
einu höggi.
Svo má óska áhorfendum góðr-
ar skemmíunar á þessari sýningu.
Hana er að fá vegna ágætrar
frammistöðu leikstjóra og leikara.
<<ð?.
<c\
2F
TOSHIBA
örbylgjuofnarnir
10GERÐIR
Verðviðallrahæfi
‘‘M
Einar Farestveit&Co.hf.
MMMAMTWM M. •ÍMAfb I*1| 1MN OO UINO - NMO |MtA«TW
Leið 4 stoppar við dyrnar
Karl stendur langbezt
að vígi á Skákþinginu
Skák
SKAKÞING ISLANDS 1983
Margeir Pétursson
ÞAÐ er allt útlit íyrir að keppni
á Skákþingi Islands verði geysi-
lega spennandi. Karl Þorsteins
fékk óskabyrjun er hann vann
Þröst Þórhallsson í annarri um-
ferð og síðan eina stórmeistar-
ann á mótinu, Jón L. Árnason, í
þeirri þriðju. Þar sem Hannes
Hlífar hefúr tapað tveimur skák-
um er Karl sá eini af titilhöfúnum
sem ekki hefúr orðið fyrir þung-
um áföIlum.Sigurganga hans var
þó óvænt stöðvuð í fjórðu um-
ferðinni á föstudaginn er hann
mætti ungum nýliða í landsiiðs-
flokki.Rúnari Sigurpálssyni fi-á
Akureyri, sem hafði tapað þrem-
ur fyrstu skákunum. Lauk skák
þeirra með jafntefli.
Keppnin á íslandsmótinu hefur
verið mjög skemmtileg, en fúll-
mikið hefúr verið um fingur-
brjóta í tímahraki. Þröstur Þór-
hallsson lék t.d. mjög klaufalega
af sér drottningunni í jafíiteflis-
legri stöðu gegn Karli, en lánið
var með honum daginn eftir þeg-
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vlnn S.B. Röð
1. Rúnor Slgurpðlsson O O 'h 0 O
2. Þrðstur Arnason o o 0 4
3. Agú3t Karlsson i i 0 0 1
4. Karl- Þorstalns •Á / 1 4 4
5. Hannes H. Stefínsson m O ’/í O V2
8. B)6rgvin Jðns3Dn 1 'A 1 7i 6
7. Jðn 6. Vlðarsson » O Sj 'A 7i O 4
0. Tðinas B)örnsson 4 7i i O 'A
9. Slgurður D. Slgfússon O íi O 7i
10. Þröstur Þörhallsson 4 0 4 7t 4 I
ii. Jðn L. Arnaeon 4 4 ho 7z 1z
12. Guðmundur Gfslason 4 Q O n
ar Hannes gleymdi að leika í
örlítið lakara hróksendatafli og
féll á tíma.
Að loknum fimm umferðum er
staðan þessi: 1. Karl Þorsteins
4/z v.
2-3. Björgvin Jónsson og Þröstur
Þórhallsson 3/zv.
4-5. Ágúst Karlsson og Jón L.
Árnason 3 v.
6. Tómas Björnsson 2‘A v.
7-10. Hannes Hlífar Stefánsson,
Jón Garðar Viðarsson ogSigurð-
ur Daði Sigfússon 2 v.
Skrifstofutækninám
Betra verð - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands '■fw
S: 67 14 66 nwiliiitl&ÍÍft ' V
11. Guðmundur Gíslason 1/4 v.
12. Rúnar Sigurpálsson 14v.
Teflt er í Útsýnarhúsinu í
Mjódd kl. 18 á virkum dögum.en
frí er næsta laugardag, en síðasta
umferðin verður tefld á sunnu-
daginn kl. 15.
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: Jón L. Árnason
Nimzoindversk vörn
I. d4 - RfS 2. c4— e6 3. Rc3 -
Bb4 4. Rf3 - b6 5. Bg5 - Bb76.
e3 — h6 7. Bh4 — Bxc3+ 8. bxc3
- d6 9. Rd2 - g5 10. Bg3 -Rbd7
II. h4 - Ke7 12. a4I?
í skákinni Greenfeld-Jón L. Árna-
son, Beersheva 19871ék hvítur
strax 12. Hh2, en fékk verri stöðu
eftir 12. - Dg813. Be2? - Dg6!
og Jón vann skákina nokkuð örugg-
lega. Karl hefur hins vegar sínar
eigin skoðanir á afbrigðinu og finn-
ur leið til að byggja upp þægilega
stöðu.12. — a5 13. Hh2 — Dg8
14. Bd3 - Dg7 15. Hbl - Bc616.
e4 - Dg6 17. h5 - Dh7 18. f3 -
Re8 19. Rfl - Rg7??
Hvíta staðan var að vísu mun
rýmri, en eftir þennan ólánsleik
gefst Karli færi á að leggja svörtu
stöðuna í rúst í einu vetfangi.
20. d5! - Bb7 21. e5 - Rf5 22.
exd6+ - Kf8
22. — cxd6 hefði hvítur svarað
með 23. dxe6 —fxe6 24. Bxd6+!
og þar sem biskupinn er friðhelgur
getur hvítur leikið næst 25. g4 og
vinnur.
23. dxe6 — fxe6 24. dxc7 — De7
25. Bf2 - Rd6 26. Be2- Rc8 27.
c5!
Eftir þennan sterka Ieik hefðu
úrslitin átt að vera endanlega ráðin,
sérstaklega þar sem umhugsun-
artími Jónsvar orðinn mjög knapp-
ur. Hvítur fær tvö samstæð frípeð
á 6.og 7. reitaröðunum.
27. - Hh7 28. cxb6 - Hf7 29. c4
- Hf5 30. Rg3 - He531. Bd4 -
Dd6 32. Hh3 - Ke7 33. Re4 -
Hxe4 34. fxe4 - e5 35.Be3 - Dc6
36. Bg4?
Eftir hinn örugga leik 36. Dd5!
hefði frekara viðnám verið tilgangs-
laust. Fram að tímamörkunum slak-
ar Karl allt of mikið á klónni, en
staðan er svo gjörunnin að hún
þolir það.
36. - Rf6 37. Dd8+ - Kf7 38.
Hf3 - Re7 39. Dd3 - Kg740. Bf5
— Hf8 41. Dc3 — Rxf5 42. exf5 —
De4 43. Hdl
Nú eftir að tímamörkunum er
náð teflir Karl óaðfinnanlega og er
fljótur að innbyrða vinninginn.
43. - Dh4+ 44. Bf2 - Dhl+ 45.
Ke2 — Dxh5 46. Dxe5 —He8 47.
Hd7+ - Kf8 48. Hd8
og svartur gafst upp.