Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
9
ÍTALSKA, SÞÆNSKA,
I ENSKA, DANSKA
fyrir BYRJENDUR
Upplýsingar og innritun í síma 20236.
RIGMOR
Músíkleikfimin
hefst 25. september.
Styrkjandi og liðkandi æfingarfyrir
konur á öllum aldri. Byrjenda- og fram-
haldstímar. Kennsla ferfram í íþrótta-
húsi Melaskóla.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022
um helgar og virka daga í sama síma
eftir kl. 14.
Ráðstefnur og fundir af öllum
stærðum er sérgrein okkar á
Hótel Sögu. Við önnumst
allan undirbúning. skipulag
og veitingar, útvegum þann
tækjakost sem á þarf að
halda og sjáum til þess að
ekkert fari úrskeiðis.
Hafðu samband í
síma 29900.
lofar góðu!
140 milljónir
+ hlutafé
Alþýöublaðid, mál-
gagn flokksins, sem
kenndi sig við siðferði í
pólitík fyrir fáum árum,
rekur opinberar lánveit-
ingar tíl sjóða fiirstans
Stefáns þannig: „Byggða-
stofnun hefur nú þegar
lánað fiskeldisfyrirtæk-
inu Silfurstjömunni hf. i
Axarfirði 140 milljónir
króna. Þetta er næst
stærsta fiskeldisfyrirtæk-
ið sem Byggðastofnun er
hluthafi í en hlutafé fyrir-
tækisins hefúr lengst af
verið 33 miHjónir.
Byggðastofijun er hlut-
hafi að einum fimmta
hluta, hún á 20% í fyrir-
tækinu eða 6,6 milljónir
króna. A stjórnarfundi
Byggðastofiiunar á
fimmtudaginn var tekin
ákvörðun um það sem
Guðmundur Malmquist
kallar „Iokalán“ tíf Silfúr-
stjömunnar, upp á 30
rnilljónir og það skilyrði
sett af hálfú stofnunar-
innar að hlutaféð yrði
aukið um 10 miiyónir.
Byggðastofnun mun taka
á sig fimmtung þeirrar
aukningar, 2 milljónir.
Hlutafé hennar verður
þá rúmar 8 milljónir.
Aðrir hluthafar í Silf-
ursljöraunni em fyrir-
tækin Seljalax lif. og
Fiskeldisþjónustan hf. og
svo hjónin Björg Guð-
mundsdóttír og Ingi-
mundur Jónsson á Núpi
í Oxarfirði. Fyrirtækið
Fiskeldisþjónustan er í
eigu fjölskyldu og aðstoð-
armanns Stefáns Val-
geirssonar, sonar hans
Guðmundar Vals Stef-
ánssonar, eiginkonu Stef-
áns, Fjólu Guðmunds-
dóttur, aðstoðarmanns
hans Trausta Þorláks-
sonar og tveggja félaga,
Valax, sem er í eigu fyrr-
nefúdra mæðgina og
norsks verkfræðifyrir-
tækis. Stefán Valgeirsson
er svo sjálfúr stjómar-
maður i Byggðastofnun.
Hann hefur hinsvegar
ekki greitt atkvæði á
stjómarfundum þegar
málefiii Silfúrstjömunn-
ar og Fiskeldisþjón-
ustunnar hafa verið rædd
og ákvarðanir teknar
varðandi lánafyrir-
Sjóðakerfi og
félagshyggja
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrirfrá því sl. laugardag,
hvernig Stefáni Valgeirssyni hefur nýzt
stuðningur við ríkisstjórn vinnandi fólks og
félagshyggju. Sjóðir þeir og stofnanir, sem
hann fékk áhrif í sem umbun fyrir að koma
„félagshyggjuflokkunum" til valda, hafa veitt
milljónatugum til fjölskyldufyrirtækis hans í
fiskeldi. Jafnframt er aðstoðarmaður hans
á launum sem deildarstjóri í forsætisráðu-
neyti Steingríms Hermannssonar, þótt hann
starfi þar ekki, og sinni m.a. stjórn fiskeld-
isfyrirtækis Stefáns.
greiðslu. Guðmundur
Malmquist staðfesti hins-
vegar í viðtali við Al-
þýðublaðið í gær að Stef-
án hefði rætt þessi mál
við hann.“
Aðstoðarmað-
urinn í forsæt-
isráðuneytinu
Alþýðublaðið rekur
síðan, hvemig fiskeld-
isfyrirtæki Stefáns hefur
hreiðrað um sig í forsæt-
isráöuneytinu hjá
Steingrími Hermanns-
syni. Þar segir: „Traustí
Þorláksson er aðstoðar-
maður Stefáns Valgeirs-
sonar á Alþingi. Hann
fær greidd laun irá
ríkinu og er titlaður
deildarstjóri í forsætis-
ráðuneytínu. Eftir því
sem Alþýðublaðið kemst
næst er hann á svipuðum
launum þar og aðstoðar-
menn ráðherra sem em
á bilinu 170-200.000
krónur á mánuði. Staða
Trausta er tilkomin
vegna samkomulags við
ríkisstjómina þegar fyrri
ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar á
kjörtímabilinu var sett
saman. Stefán fékk ekki
ráðherrastól en sem
formlegur aðili ríkis-
stjómarinnar fékk flokk-
ur hans, Samtök um jafii-
rétti og félagshyggju,
þennan aðstoðarmann,
auk þess sem Stefán fékk
með ýmsum hætti að-
stöðu tíl að hafa álirif á
mál og stofnanir."
Forsætisráð-
herraliðurinn
Alþýðublaðið hnykkir
á uinljölhin shmi og snýr
sér bcint til mannsins,
sem réð aðstoðarmaim-
hm sem deildarstjóra og
spyr forsætisráðherrann
um málið:
„Já, það er rétt. Ég
held hann sé það ennþá,
við höfiim verið í vand-
ræðum með það,“ sagði
Steingrímur Hermanns-
son. Forsætisráðherrann
bætir því við, að ráðning-
in hafi verið ýmsum erf-
iölcikum háð, enda sam-
ræmdist það ekki reglum
Alþingis, að einn maður,
sem ekki telst þingflokk-
ur, getí fengið aðstoðar-
maim og þess vegna liafi
verið fallist á að Stefán
fengi mann sem héti
deildarsljóri. „Forsætis-
ráðherra ber hins vegar
vissa ábyrgð á þessum
tengslum," bætir
Steingrímur við.
Alþýðublaðið spyr for-
sætisráðherrann því
næst, hvort aðstoðar-
menn ráðherra séu
skráðir á forsætisráðu-
neytíð og þetta er svarið:
„Nei. Þeir em að vísu
allir á ríkisstjómarliðn-
um. Hami ætti kamiski
að vera þar, en hann
hefúr því miður, verð ég
að segja, lent á forsætis-
ráðherraliðnum. Því mið-
ur segi ég, vegna þess
að við höfum engin efiii
á því.“
Þetta segir maðurinn,
sem tók ákvörðun um að
ráða aðstoðarmann Stef-
áns sem deildarstjóra í
forsætisráðuneytinu. Því
miður segir liann, þótt
ábyrgðin sé hans „á þess-
um tengslum". Stein-
grímur kveður ráðuneyti
sitt ekki hafa efiii á
starfsmanninum og
hyggst væntanlega afla
sér samúðar með því. Til
að bæta gráu ofan á svart
segist hann „halda" að
maðurinn sé deildarstjóri
ennþá.
Lýðræðis-
sinninn
Loks spyr Alþýðublað-
ið manninn, sem sam-
þykkti að leggja fram fé
skattgreiðenda til að
tryggja stuðning Sam-
taka um jaiúrétti og fé-
lagshyggju við ríkis-
stjóraina, sjálfan Ijár-
málaráðherrami Olaf
Ragnar Grímsson.
Formaður Alþýðu-
bandalagsins telur ráðn-
inguna fullkomlega eðli-
lega, enda hafi aðrir
flokkar i ríkisstjóm hjörð
embættismanna tíl að
aðstoða sig.
Fjármálaráðherrami
kveðst satt að segja vera
undrandi á því hversu
lítillátur Stefán Valgeirs-
son er og gera sér að
góðu að hafa aðeins að;
gang að einum manni. I
raun eigi hann að hafa
mun fleiri. Þá segir fjár-
málaráðherrann: „Ég tel
einnig æskilegt að breyta
lögum og reglum um
embættiskerfið tíl að auð-
velda þeim fúlltrúum
fólksins í landinu sem
kjömir em til að stjóma
ráðuneytunum og emb-
ættiskerfinu, þannig að
þeir hafi möguleika á að
koma með sína pólitísku
trúnaðarmenn með sér
inn. Það kalla ég ekki
spillingu eða óeðlilegt,
það kalla ég lýðræði
vegna þess að það er fár-
ánlegt að ætla einum
manni að annast öll þau
verk sem em lýðræðisleg
skylda hans sem fúlltrúa
fólksins."
Þama höfúm við það.
Það var cinungis af lýð-
ræðisást, að formaður
Alþýöubandalagsins út-
vegaði skattpeninga til
aðstoðarmaims Stefáns
Valgeirssonar. Það er
bara verst að hann gat
ekki útvegað meiri pen-
inga til fleiri aðstoðar-
maima. Það hefði stór-
styrkt lýðræðið í landinu.
Bera spari-
skírteinin
þín bara
-4% vexti?
Átján flokkar spariskírteina, gefnir út á árunum
1979-1983, bera aðeins 3-4% vexti yfir verðbólgu.
Sjö þessara flokka koma til innlausnar nú í sept-
ember, október og nóvember. Þaö borgar sig að
innleysa þá og kaupa ný bréf meö betri vöxtum.
Við veitum alla þjónustu við innlausn spariskír-
teina og ráðgjöf um hvaða flokka borgar sig að
innleysa. Þúgeturhringteðakomiðviðhjáokkur
í Ármúla 7. Verið velkomin í VIB.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30