Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Veikleikar Bog-
mannsins
1 dag er röðin komin að Bog-
manninum (22. nóv.-21.des.) í
umfjöllun um helstu veikleika
merkjanna. Eins og áður er
athyglin vakin á því að hér
er einungis rætt um mögulega
veikleika, því við getum
yfirstígið þær hættur sem
leynast í hverri stöðu.
Úreinu í annaö
Einn af mögulegum veikleik-
um Bogmannsins er fólginn í
þörf hans fyrir fjölbreytni sem
fylgir að hann á stundum erf-
itt með að fest sig við eitt
ákveðið og fer úr einu í ann-
að. Hann á stundum erfitt
með að ná dýpt í viðfangsefni
sín en fleytir ijómann ofan
af. Bogmanni getur því hætt
til að vera yfirborðslegur eða
hætt til að gefa sér ekki tíma
til að þroska hæfileika sína.
í sjálfu sér er framangreint í
lagi, svo framarlega sem
margbreytniþörfin fer ekki úr
hófi, því Bogmaðurinn vill
hafa yfirsýn yfir margt frekar
en að vera sérfræðingur á
einu þröngu og afmörkuðu
sviði.
Veit allt
Bogmaðurinn hefur yndi af
margs konar pælingum en
þarf í því sambandi að varast
tilhneigingu til að setja frám
kenningar um menn og mál-
efni sem byggja á ónógum
heimildum. Bogmaðurinn er
eins og hin eldsmerkin, Hrút-
ur og Ljón, og telur sig oft
hafa rétt fyrir sér án þess að
hafa kynnt sér viðkomandi
mál til hlýtar.
Fljótfær
Þetta tengist þeim veikleika
Bogmannsins að eiga til að
' vera fljótfær og seinheppinn.
Hann missir t.d. stundum út
úr sér óheppiiegar athuga-
semdir eða framkvæmir áætl-
anir sínar í of miklum flýti
og getur því skort vandvirkni.
Hroðvirknisleg vinnubrögð
einkenna því oft Bogmanninn,
sérstaklega ef hann hefur
lítinn áhuga á því sem hann
er að fást við.
Ábyrgðarlaus
Það er aikunna að Bogmaður
hefur sterka frelsisþörf og
vill ekki láta tjóðra sig niður.
í sumum tilvikum verður
þetta að ábyrgðarleysi. Bog-
maðurinn stendur því ekki
alltaf við skuldbindingar sínar
og lætur sig hverfa þegar síst
skyldi. Þetta á sérstaklega við
ef um langvarandi ábyrgð er
að ræða. Algengt dæmi um
þetta er hegðun karlmanns í
Bogmanni gagnvart börnum
og ástkonum.
OfjákvæÖur
Annar veikleiki Bogmannsins
er sá að hann á til að vera
of jákvæður, þ.e. á erfitt með
að horfa á og takast a’við
eigin neikvæðar hliðar. Hann
á því til að flýja sjálfan sig
og það að takast á við vanda-
mál og neikvæðari þætti
Iífsins.
ÓsjálfstæÖur
Þó undarlegt kunni að virðast
eru Bogmenn oft ósjálfstæðir
þrátt fyrir alla frelsisþörfina.
Sennileg ástæða er fólgin í
því að þeir vilja viðurkenningu
frá umhverfmu, vilja að aðrir
séu jákvæðir í sinn garð, og
látaþað hafa of mikil áhrif á
hegðun sína.
Mörg merki
Að endingu er rétt að geta
þess að þrátt fyrir þessa upp-
talningu hefur Bogmaðurinn
marga ágæta hæfileika. Þeg-
ar við erum t.d. að hugsa um
einn ákveðinn mann í merkinu
verðum við einnig að hafa í
huga að hver maður á sér
mörg stjörnumerki sem geta
dregið úr sumum tiihneiging-
um sólarmerkisins en ýtt und-
ir aðrar.
GARPUR
égveit é6 6ET V S/ieMOy.'
MjAtP/tÐT/t- ETT E-enJ
ÉQ GET TEVGT/U16- ) ÉÐ &E&A ?
NOKtOSA ÞU/ULUN6A } HALTU
ENN 4 ÞÉR. NlÐEl!!
GRETTIR
06 NÓ XEMUK. LANG-1-ANö
^HOASJA BÍo'sýitJNGIN y
P>PUL AGN/NGADEAU6Ug\
/NN PEPjA kTPE/K r
BRENDA STARR
AAUNOU oeo SHAKETSPEA&S.,
„S'A SEM STELUP i/ESK/ AA'NU
5TELU/Z
/eUSL/. ‘
EA SE/PI STELUR Atfh/U vesK/t I
STéLUP GPEIBSL.UKOPTUM, 'AU/S 4
UNUM, BKÉFÞVPRKUM, DAR.UM
MPAL/T 06 HM/EBU/esTH OG
--- .MJÖGPEÆ-
^SONULEGU
BRÉF/
Fr/SA
-^[MIKHAILj
UA ! þETTA BRÉF Ef? AlPE/UG
sapafzíktJ
(HM, LEFT/^eepAa
\EKKI pETTA SEMþÓ
LJÓSKA
1 ' V" > ■ ■ ■ ■ ■ ■ ; •;—
GIFTOtZ, GVENDOie^LSVO-
k.____í-___
\P - .ÁRLeSA
w,.
UNNI A'WNNl -- OG ÖMNUP '
OS EIN ENW
iVIARGAR. /VWNDll? í VESK-
■ LnL/i nirUM u
SMAFOLK
6UE55 WHAT, CMUCK! UUE
UJEKE L05TINTHE WOOP5..
iT WA5 50 PAKK UUE *
COULPN'T 5EE ATHINé!
U)E FOUNP OUR LUAY HOME 0Y
CH0MPIN6 WINTER6REEN CANPY
ANP MAKIN6 5PAR.K5! PRETTY
CLEUEK,HUH?ALSO,WE BR0U6MT
YOUK 5TUPIP P06 HOME..
Veiztu hvað, Kalli! Við villtumst í
skógánum og það var svo dimmt
að við sáum ekki neitt.
Við rötuðum heim með því að
tyggja gúmmí og gera blossa.
Sniðugt, ekki satt? Við komum líka
heim með heimska hundsspottið
þitt.
Sé þig í myrkrinu, Kalli.
Tyggigúmmí.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
í flestum íþróttum er keppt
bæði í karla- og kvennaflokki.
Þetta þykir nokkuð sjálfsagt í
þeim greinum sem byggjast á
líkamskrafti, en margir hafa
sett spurningamerki við slíka
aðgreiningu kynjanna þegar
hugaríþróttir eiga í hlut. í brids
hefur frá upphafl verið keppt
fjórum flokkum: opnum flokki,
kvennaflokki, karlaflokki og
blönduðum flokki. í Banda-
ríkjunum, þar sem bridslíf er
hvað blómlegast, er nú rekið
mál fyrir dómstólum, þar sem
dregjð er í efa að þessi aðgrein-
ing standist jafnréttislög. Það
eru hjónin Bob og Jill Blanchard
sem höfðuðu málið, en þau eru
spilafélagar og kæra sig ekki
um annan makker. Þykir þeim
sem þetta „flokkakerfi" útiloki
þau óeðlilega frá þátttöku í hin-
um ýmsum mótum. Bandaríska
bridssambandið, sem er helsti
mótshaldarinn, bendir á að þetta
sé einfaldlega vilji spilara, og
hann beri að virða. Síðustu frétt-
ir af málarekstrinum eru þær
að frávísunartillögu var hafnað
og verður málið flutt í janúar
nk. Eiginmaðurinn sýnir hér
hæfni sína við spilaborðið:
Norður
♦ G72
VÁDG7
♦ K3
+ ÁKG9
Vestur Austur
♦ ÁDIO ♦ K9843
¥42 II ¥K9
♦ 10865 ♦ DG942
+ D1053 ♦ 6
Suður
♦ 65
¥ 108653
♦ Á7
♦ 8742
Vestur Norður Austur Suður
Pass Pass
Pass 1 lauf 1 spaði Pass
2 spaðar Dobl 3 spaðar 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil: hjartatvistur.
Blanchard lét hjartadrottn-
inguna í fyrsta slaginn, austur
drap á kóng og síðan spilaði
vörnin þrisvar spaða. Blanchard
trompaði, tók einu sinni tromp
og laufás. Nú valt allt á lauf-í
ferðinni.
Og þar komu sagnir austurs
til hjálpar. Hann passaði í upp-
hafi, en barðist síðan upp í þtjá
spaða. Hefði hann gert það með
5-2-4-2 og aðeins eitt háspil í
spaða? Varla, svo líklega var það
skiptingin sem rak hann áfram.
Blanchard fór því heim á tígulás
og svínaði laufníu.
Ef Blanchard rekur mál sitt
jafn vel og hann spilar úr spilun-
um verður aðeins einn flokkur —
opinn flokki — í Bandaríkjunum
áður en langt um líður.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti stórmeistarasam-
bandsins í Moskvu í vor kom þessi
staða upp I skák sovézku alþjóða-
meistaranna Glek (2.475) og
Jurtaev (2.510), sem hafði svart
og átti leik. Hvítur lék síðast 36.
HE2—b2.
36. - Hxí3! og hvítur gafst upp,
því eftir 37. gxf3 - Hc2+ vekur
svartur upp nýja drottningu.