Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
*
Ast er...
. . . að njóta lífsins sam-
an.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rigfits reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Við neyðumst til að giftast
þó pabbi hafi ekki sam-
þykkt það ...
Með
moigimkaffinu
Hættu þessu drengur. Þú
sérð að ’ann er ekki svang-
ur...
mdeilanlegur aomur
þeirri niAunlMu. tó Ul v^ni reglur f fáum orðum gwt er
um rétt foraeta Hæstaréttar vm ” ... . 77^. , .
handhafa forevtavalds Ul áíenpa- PCSSl domur ekkl studd-
kaupa S sérverdi. Orí réttarins um ur neinu lagaákvæði,
heldurbyggðuráper-
reglur um áfengiskaup á sérevidi SÓnulegU matl dómar-
sem um er deilt I málinu voru aett- anna á siðferði. Slík VÍð-
“■^ZXSZStSSS?. “ið“" V'*"r ekU «ru
em þaer nádu tU hafi ver grundvöllur dóms. Síð-
kaup áfengis til einka- ferðilegt mat er 8VO CÍn-
í m. handhófum forseta- . ,
w,.-*— _ ____________ ... | reglunum var ekki Staklingsbundlð Og um
«eg- berri rannsókn eins og á stóð og gð finna ákveðin takmörk á þvl það er enginil algildur
sz acssíasssrí bís’uæs“s-s “{jrs
með riði yrði horfið. Á meðan hefði gn Ifta svo á að þeir... hafí ekki kV&TOI. teya
megi dAmamm mkið úr réttinum l>á getað nýtt þrr Ukmarkalaust * að
emb i ’ .Uð.
ur honum til sviptingar starfinu,
ef hann UHst ckki lengur hæfur.-
Frávísun ef ekki sýkna
Hér er berlega talað um að vlkja
manni úr starfi og að jafnaði miðað
við. að með mtl skuli fara að hœtti
opinberra mála. sem hlýtur að þýða
að þannig skuli rannsókn máls hag-
a6, hver sem ivtrðing hans kynni ,
að vera, ef það telst vafaaamt að an i
hann gegni starfinu ifram. ið
tílir dr. Guanlaug
Pórðarson
Svona er
réttlæti
kratanna
Til Velvakanda.
Nýjustu krataúrræðin láta ekki
að sér hæða. Nú borga launþegar
2% launa sinna í iðgjöld til almanna-
tryggingakerfisins og fá 11 þúsund
á mánuði í ellilífeyri fyrir sparnað-
inn. Þetta finnst Jóni Baldvin of
rausnarlegt. Til samanburðar má
geta þess að leggi hjón sem hafa
150 þúsund á mánuði í laun þetta
fyrir í banka eiga þau a.m.k. 10
milljónir í sjóði þegar þau fara á
ellilaun. Þeir sem mest hafa lagt
fyrir til elliáranna eiga héðan í frá
ekkert að fá út á sín iðgjöld.
Svona er nú réttlæti kratanna í
SÖNN TÓNLIST
dag.
Þetta er ekki nóg; síðan á að
höggva barnafólkið. Ef hvort hjón-
anna hefur 23 þúsund á viku í kaup
vill Jón Baldvin að hætt verði
greiðslu barnabóta. Ekki bara
skertar eins og nú er. Þá er líklega
best fyrir hjónin að slíta hjónaband-
inu til að geta slitið eitthvað út úr
tryggingakerfinu.
Það er vonandi að stjórninni tak-
ist þessi ætlun. Mér sýnist að þetta
fari langt í að duga fyrir útflutn-
ingsbótum á kindakjötinu. Síðan
geta þeir Jón Baldvin og Olafur
Ragnar farið að renna hýru auga
til örorkubótanna; það vantar aur
fyrir listháskóla hér og jarðgöngum
Til Velvakanda.
Ég tek undir grein dr. Gunnlaugs
Þórðarsonar (8. september) viðvíkj-
andi mati hans á dómi Magnúsar
Thoroddsen. Því fyrir það fyrsta
þá vekur það furðu mína að einhver
geti dæmt annan mann út frá sið-
ferði. Það getur enginn maður nema
sá sem er fullkominn sjálfur. Því
það er sama hvað maður starfar,
Til Velvakanda.
Á gangi um Austurstræti ný-
lega, kom ég m.a. við í bókabúð-
inni Eymundsson og hljómplötu-
versluninni Karnabæ. Fyrir Reyk-
víking er það svo sem ekki í frá-
sögur færandi. En þegar vinsældir
rokktónlistar eru annars vegar,
þá gegnir kannski öðru máli. Ég
sé nefnilega enga list við þá at-
höfn.
í Eymundsson festi ég kaup á
þessari líka ágætu tónsnældu með
maður dæmir alltaf út frá sjálfum
sér.
Vissulega þarf hver og einn að
greiða fyrir sinn dóma ef hann ger-
ist sekur. Þegar hann hefur gert
það þá telst hann ekki sekur leng-
ur. Þetta eru bara almenn mann-
réttindi.
Anna Bjarkan
tónlistarmönnum eins og Dvorak,
Chopin, Schumann, Mendelssohn
og Bach, Brahms, Liszt, Hándel,
Beethoven og Boccherini. Bar tón-
snældan nafnið: The World’s most
beloved melodies og er alveg meiri
háttar tónlistarsmíð, með heimsins
þekktustu og ljúflegustu tónum.
í Karnabæ keypti ég mér tón-
snælduna: Gullnar glæður með
Hauki Morthens, sem er einnig
einstök að gæðum.
Unglingar í dag ættu að hlusta
á þessi meistaraverk í staðinn fyr-
ir að sitja undir óhljóðunum og
hávaðanum í þungarokkinu, sem
virðist svo vinsælt meðal þeirra.
Því er þetta meðal annars ritað,
að ég fæ ekki séð né heyrt neina
list í þungarokkinu.
Unglingar ættu að hlusta á
framangreind meistaraverk eftir
hina þekktu listamenn, í staðinn
fyrir óhljóðin og hávaðann í
þungarokkinu, sem er svo vinsælt
meðal unglinga í dag.
Sönn list höfðar til æðri tilfinn-
inga mannsins, vekur upp ást,
blíðu, gleði og fögnuð, eða sorg
og söknuð. Sönn tónlist er skap-
andi og hrífandi; svo hrífandi að
hún getur borið áheyrandann til
glæstra hugans og hjartans landa.
Hávaða, afbökun, garg og
skrumskælingu er ekki hægt að
flokka undir list, því list er feg-
urð. Þungarokkið er ekki list, held-
ur tískustefna sem kom, og fer
vonandi jafn fljótt.
Einar Ingvi Magnússon
Iðgjaldagreiðandi
Umdeildur dómur
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
Gatnagerðin um Öskjuhlíð í fram-
haldi Bústaðavegar er sennilega
nokkuð vel heppnuð. Að vísu er ekki
búið að opna brúna yfir á Hring-
braut, þannig að ekki er komið í ljós,
hvernig þau gatnamót koma út, en
alla vega er þetta mikil breyting frá
þvi, sem verið hefur.
Víkveija er ekki kunnugt um,
hvort ætlunin ei' að loka götunni, sem
nú er hægt að aka um fram hjá
Umferðarmiðstöð með því að beygja
út af nýja veginum áður en komið
er að brúnni. En ef hugmyndir skyldu
vera uppi um það vill Víkveiji ein-
dregið hvetja borgaryfitvöld til þess
að halda þeirri leið opinni. Ekki veit-
ir af að hafa sem flestir leiðir um
að velja inn í miðborgina eða út úr
henni.
Umferðin í Reykjavík er orðin
óþolandi og hefur stórversnað á örf-
áum misserum. Það er því nauðsyn-
legt að hafa alla þá götuspotta opna,
sem hægt er til þess að létta á þess-
^ari miklu umferð.
Dagskrá beggja sjónvarpsstöðv-
anna er búin að vera með ein-
dæmum léleg mánuðum saman. Fólk
getur ekki sagt upp ríkissjónvarpinu
en Víkveiji hefur heyrt um ótrúlega
margt fólk, sem er hætt að borga
áskriftargjöld Stöðvar 2, finnst það
einfaldlega ekki borga sig vegna lé-
legrar dagskrár.
Þetta á ekki sízt við um þær kvik-
myndir, sem á boðstólum eru í Stöð
2. Það heyrir til algerra undantekn-
inga, að þar séu sýndar myndir, sem
eru þess virði að horfa á. Það er t.d.
furðulegt, hvað lélegt efni er í báðum
sjónvarpsstöðvunum á laugardags-
kvöldum, þegar ætla má, að óvenju
stór hópur fólks hafi áhuga á að
horfa á sjónvarp.
Hins vegat' skal tekið fram, að
fréttir Stöðvar 2 standa ekki að baki
fréttum ríkissjónvarpsins og líklega
er fréttastofa stöðvarinnar kjölfestan
í starfsemi hennar. En báðar sjón-
varpsstöðvarnar þurfa að gæta að
sér. Gervihnattasjónvarp breiðist út.
íslendingat' eru nýjungagjarnit' og
búast má við, að þeim fjölgi ört, setn
fylgjast með útsendingum gervi-
hnattastöðvanna. Sjónvarpsstöðvam-
ar tvær þurfa því að leggja áherzlu
á betri dagskrá til þess að halda
sínum hlut - og áhorfendum.
xxx
Alþýðublaðið upplýsti sl. laugar-
dag, að Stefán Valgeirsson, al-
þingismaður, hefði fengið að ráða i
sérstakan aðstoðarmann, sem væri á
launum sem deildarstjóri í forsætis-
ráðuneytinu! Er þetta nú ekki einum
of langt gengið að nota fé skattgreið-
enda með þessum hætti til þess að
afla stuðnings við ríkisstjórnina?
Hvers eiga aðrir þingmenn að gjalda
að fá ekki aðstoðarmenn?!