Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 41
i
ot
41
•íaM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
Placido með eiginkonu sinni Mörtu.
SÖNGUR
Fj ölskyldumaðurinn
Placido Doming’o
Placido Domingo, einn frægasti tenórsöngvari heims, er eins og marg-
ir stórsöngvarar rómantískur og viðkvæmur maður. Sonur hans gifti
sig í sumar og Placido ætlaði svo sannariega að syngja við brúðkaupið.
En hann varð svo klökkur að hann gat ekki komið upp einum einasta
tón. Hjónavígslan fór fram í bænum Alicante á Spáni, heimalandi Placi-
dos. Söngvarinn og kona hans Marta dvöldu eftir það nokkra daga við
Miðjarðarhafið og þar ræddi Placido við breskan blaðamann. „Eg kynnt-
ist konunni minni í Mexíkó en hún var þá ung söngkona," sagði Placido.
„En eftir að við giftum okkur og von var á fyrsta barninu þá ákvað hún
sjálf að gefa sönginn upp á bátinn og snúa sér að alfarið að hlutverki
eiginkonu og móður. Hún hefur veitt mér hvatningu og stuðning í öll
þessi ár og ég hef alltaf getað leitað ráða hjá henni.“
En þessi eftirsótti stórsöngvari kýs ekki að lifa hinu ljúfa lífi. „Ég vinn
mikið en ég ver öllum mínum frítíma með ijölskyldunni. Ég fer í fáar
veislur og lifi kyrrlátu lífi. Annars e_ru börnin mín á þeim aldri að þau
hafa lítinn tíma fyrir foreldra sína. Ég á einn son frá fyrra hjónabandi,
Pepe, og hann vinnur við sjónvarp. Alvaro, sonur okkar er að læra kvik-
myndastjórn í New York og Placido, sá sem var að gifta sig, er tónskáld.
Ég hef þegar hljóðritað nokkur laga hans,“ sagði Placido. Hann var
næst spurður að því hvort hann teldi sig vera auðugan mann.
„Ég gæti haft helmingi meiri tekjur ef ég tæki öllum þeim atvinnu-
tilboðum sem mér berast. En ég vil einbeita mér að óperusöng og það
er margt betur launað. Ég syng oft í Metropolitan ópenmni og þeir borga
minna en allir aðrir. En ég þarf ekki að kvarta því ég lifi góðu lífi og hef
allt til alls,“ sagði Placido Domingo að lokum.
Böðvar Sveinsson og Gylíí Guðnason
voru búnir að kaupa flestar skólabæk-
urnar.
Hjördís Auð-
unsdóttir og
Pjóla Guð-
mundsdóttir
eru í 9. bekk.
bækur," sagði Gylfi. „Sumar notuðu
bækurnar voru þó mjög dýrar. Svo
þurfti ég að kaupa mörg lítil hefti
sem ég keypti ný. Ég hef verið óvenju
heppinn og gat fengið bækur lánaðar
hér og þar. En það er mikið um að
bókalistar gjörbreytist á milli ára og
yngri systkini mín hafa lítið' getað
notað bækurnar mínar og þá hefur
auðvitað ekki heldur þýtt að selja
þær.“
Aðspurðir sögðust strákarnir
alveg hafa verið tilbúnir til að byija
í skólanum fjórða september. Gylfi
var í íhlaupavinnu í vor en fékk svo
fasta vinnu um miðjan júní. Hann
var að vinna alveg þangað til skólinn
byijaði og hefði getað fengið vinnu
áfram. Böðvar byijaði hins vegar að
vinna strax í verkfallinu í vor og tók
sér svo vikufrí áður en skólinn byij-
aði.
Það er greinilega lítið um að eldri
skólanemar taki sér sumarfrí. Þetta
eru dugnaðarkrakkar sem vinna allt
sumarið en eru þó flestir fegnir þeg-
ar skólastarfið hefst á ný.
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
. þær duga sem besta bók.
^Múlalundur
5
5
rs
Q
i
£
Framandi og ógleymanlegur
hrísgrjónaréttur. Löng
hrísgrjón blönduð með ses-
am, möndlum og núðlum og
kryddað á afar sérstæðan
hátt. Svo sannarlega öðruvísi
kjúklingaréttur.
Fyrir 4 — suóutími 8 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL k. KARLSSONxCO.
Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32
FLOTT FORM
Æfingakerfið Flott Form býður uppá þægilega
leið til að styrkja og liðka líkamann, án þess
að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. Vegna
einstaks samblands af líkamshreyfingum og
síendurteknum æfingum, þar sem vöðvarnir
eru spenntir án þess að lengd þeirra breytist,
geta bekkirnir okkar sjö styrkt og liðkað mis-
munandi hluta líkamans. Auknar birgðir súrefn-
is og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta
niður erfiða appelsínuhúð og losa um vöðva-
bólgu, bakverk svo og aðra álagssjúkdóma.
Getur eldra fólk notið góðs
af þessum tækjum?
Já, þessi þægilega leið við að
hreyfa líkamann er kjörin fyrir eldra
fólk, vegna þess að allir geta æft
á sínum hraða. Aukinn sveigjanleiki
og aukið vöðvaþol, sem kemur með
þessum tækjum, er kjörið fyrir þá
sem hafa stífa vöðva eða eru með
liðagigt.
NYTT
NYTT
1, 2 og 3 mánaða kort. Þú ræður hversu oft þú mætir.
Sigríður Jónsdóttir
Þegar ég sá auglýsingu um bekkjaleikfimi hjá Flott Form fannst
mér spennandi að prófa. Strax eftir fyrstu timana fann ég breyt-
ingu til batnaðar, aukið þrek og þol, laus við bjúg í fótum, blóð-
þrýstingur í betra lagi og svo er ég mikið betri af vöðvabólgunni +
færri kíló og sentimetrar. Öll líðan miklu betri.
Ég mæli með Flott form.
Halldóra Anna Gunnarsdóttir
Á þeim stutta tíma sem ég hef stundað Flott Form hefur kílóunum og sm fækk-
að. Ennfremur hef ég losnað við vonda verki í mjaðma- og hnjáliðum sem hafa
hrjáð mig i áraraðir. Mér var ráðlagt að fara í létta leikfimi en allt kom fyrir ekki,
mér leið ekkert betur. Þá sagði læknirinn minn mér að hann hefði heyrt um
Flott Form bekkina og gæti maður náð góðum árangri þar. Ég fylgdi hans ráð-
um og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Ég hef alveg losnað við allar
þrautir sem höfðu hrjáð mið í mjöðmum og hnjám. Sem sagt alveg verkjalaus
aðeins vellíðan. Ég get hiklaust mælt með Flott Form fyrir alla aldurshópa hjá
körlum og konum.
Hans Indriðason
Það sem mér finnst aðalatriðið
við Flott Form bekkina er að það
er gaman að gera æfingarnar. Þú
þarft ekki að pína þig til þess að
gera leiðinlegar æfingar í marga
mánuði til þess að sjá einhvern
árangur, og mér liður vel bæði á
sál og likama eftir timana. Það
spillir siðan ekki fyrir að það er
gaman að koma í Dansstúdióið,
margt fólk, líf og fjör og öll að-
staða til fyrirmyndar.
Gunnar Indriðason
Þetta eru leikfimisæfinar
sem eiga vel við velmeg-
unarsvæði likamans.
Sentimetrum og kílóum
hefur fækkað og er ég
allur mun hressari og
ætla því að halda áfram.
Átak frá manni sjálfum
er sjálfstillandi og allt
undir viljanum komið
hver árangurinn verður.
Ég mæli með Flott
Form.
Við bjoOum alltaf einn frían kynningartíma.
FLOTT FORM FLOTT FORM
Engjateigi 1, Rvík
Sími: 680677
Kleifarseli 18, Breiðholti
Sími: 670370