Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 24
f if f f
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 ■ 25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Erró - Korpúlfs-
staðir
Gildir einu hvort litið er til
umhverfis okkar, þjóðar-
búskapar eða stjórnmála: Það
er ekki beinlínis vor 1 lofti.
Vetur fer að með öllu sem
honum heyrir til. Samt sem
áður er sitt hvað sem gleður
hugann og kallar fram sól í
sinni, nú eins og alltaf. Það
sem gleður hugi Reykvíkinga
— og raunar landsmanna allra
— hvað mest þessa dagana
er stórgjöf listamannsins Err-
ós til höfuðborgarinnar. Hann
hefur fært Reykjavíkurborg
um tvö þúsund verka sinna,
er spanna allan feril hans sem
listamanns.
Þetta er einstæð gjöf sem
aldrei verður að fullu metin
til fjár. Söluverð á myndum
Errós erlendis bendir til þess
að verðgildi hennar í krónum
mælt nemi mörg hundruðum
milljóna. Það er þó listgildi
gjafarinnar sem þyngst vegur,
en hér er trúlega gefið full-
komnasta safn verka eftir
einn og sama listamanninn
sem til er hér á landi.
Þá vekur stórhugur borgar-
yfirvalda einnig gleði fólks,
en til stendur að Korpúlfsstað-
ir, sem Thor Jensen gerði að
reisulegasta býli landsins í lok
þriðja áratugarins, verði lista-
miðstöð. Þar mun safn lista-
verka Errós, sem borgin hefur
nú veitt móttöku, vera í önd-
vegi. Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, sagði af þessu tilefni,
þegar sýning sú á listaverkum
Errós, sem nú stendur yfir á
Kjarvalsstöðum, var opnuð:
„Nú þegar Borgarleikhús
er senn fullbúið, þegar Viðeyj-
arstofa stendur loks reisuleg
í góðu gildi og tvö önnur stór-
hýsi eru langt komin í borg-
inni, vill borgin snúa sér að
því að gera upp með myndar-
brag hið stórkostlega hús
Thors Jensens, Korpúlfsstaði.
Korpúlfsstaðir standa fal-
lega í miðju nýbyggingar-
svæða Reykjavíkurborgar.
Það hús er sérstök standmynd
um stórhug; stórhug, sem
gnæfði upp úr öllu öðru á
sínum tíma. Sá stórhugur
minnir helzt á gjöfina, sem
við erum að veita viðtöku í
dag.“
Borgarstjóri sagði að á
Korpúlfsstöðum yrði rými fyr-
ir margvíslegt menningar-
starf, auk Erró-safns, jafnt
leiklist, höggmyndalist, ritlist
og tónlist. Frá og með næstu
fjárhagsáætlun borgarinnar
yrði verkið hafið. Það yrði
kostnaðarsamt og myndi taka
nokkurn tíma, því hægt yrði
af stað farið meðan verið
væri að ljúka þeim stórverk-
efnum, sem nú væri að unnið.
Ljóst er engu að síður að
Korpúlfsstaðir munu áður en
langir tímar líða gegna hlut-
verki í menningarlífi höfuð-
borgarinnar og landsins alls
sem hæfir þeim stórhug er
að baki bjó þegar þessi stór-
bygging var reist í byijun
kreppunnar miklu.
Kreppan mikla, sem hófst
á síðustu árum þriðja áratug-
arins og stóð fram undir síðari
heimsstyrjöld, fór eins og flóð-
alda hörmunga um flest lönd
vestan og austan Atlantshafs
og færði fyrirtæki í gjaldþrot
og alþýðu í örbirgð. A þessum
árum, sem engin gleymir sem
lifði, lýsti bygging og rekstur
Korpúlfsstaðabúsins [300
mjólkurkýr í fjósi] bjartsýni
og stórhug stofnandans,
Thors Jensens, og framtaki,
sem vísaði veg til betri tíðar.
Það er því hægt að taka und-
ir með borgarstjóranum í
Reykjavík þegar hann segir
að stórhugurinn einn sæmi
þeirri endurbyggingu Korp-
úlfsstaða, sem fyrirhuguð er,
þar sem „menningin verður
mjólkurkýrin en listin
lífsmjólkin“.
„Kreppa“ síðustu missera
er að vísu séríslenzkt fyrir-
bæri. Hagvöxtur einkennir
önnur lönd, beggja megin
Atlantsála. Hún segir engu
að síður til sín í miður góðu
efnahagslegu- og pólitísku
árferði hér á landi, sem bitnar
bæði á atvinnuvegum og al-
menningi. Þá fer vel á því,
eins og í upphafi kreppunnar
miklu, að stórhugur segi til
sín með þjóðinni: í stefnu-
mörkun og störfum, í menn-
ingarmálum sem þjóðhags-
efnum.
Stórgjöf listmannsins Erró
til höfuðborgarinnar og
stefnumörkun borgaryfir-
valda um framtíðarhlutverk
Korpúlfsstaða í menningarlífi
Reykjavíkurborgar lýsa stór-
hug og vekja vonir, sem minna
á vorið að baki komandi vetr-
ar.
Fundur sjálfstæðismanna um sjávarútvegsmál:
Skiptar skoðanir
um slj órn fiskveiða
SJÁVARÚTVEGSNEFND Sjálfstæðisflokksins hélt fund í Reykjavík
síðastliðinn laugardag til undirbúnings fyrir landsfund flokksins, sem
haldinn verður í október. Fjölmenni var á fundinum og tóku alls um
þijátíu manns til máls. Fram komu ólíkar skoðanir á núverandi kvóta-
kerfi og eins varðandi framtíðarstefnu varðandi sljórn fískveiða.
Töldu sumir að halda ætti í kvótakerfið en auka svigrúm innan þess
til að selja veiðiheimildir. Aðrir voru þeirrar skoðunar að afiiema
ætti núverandi kerfi og taka upp skrapdagakerfí þess í stað. Fram
kom sú skoðun, að leggja ætti auðlindaskatt á sjávarútveginn en
aðrir, þar á meðal formaður flokksins, töluðu gegn því.
Auðlindaskattur eykur
ríkisafskipti
Björn Dagbjartsson, formaður
sjávarútvegsnefndarinnar, setti
fundinn og fól Guðjóni A. Kristjáns-
syni, formanni Farmanna- og fiski-
mannasambandsins, fundarstjórn.
Þá tók til máls Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Hann sagði að fundurinn væri hald-
inn til að undirbúa stefnumótun
flokksins í sjávarútvegsmálum fyrir
landsfundinn í október, einkum
hvað varðaði fiskveiðistefnuna.
Sagði hann að á Islendingum brynni
að koma á skipan í þeim efnum,
sem sæmileg sátt gæti náðst um
og væri viðunandi fyrir atvinnu-
greinina.
Þorsteinn sagði að nýta yrði
fiskimiðin sem best frá degi til dags
en jafnframt að gæta þess að rýra
ekki möguleika komandi kynslóða.
Fiskistofnanir gætu ekki borið
ótakmarkaða sókn og því þyrfti að
setja ákveðnar reglur um veiðarn-
ar. Hann vék að núgildandi kvóta-
kerfi og sagði að því hefði verið
komið á til bráðabirgða. Sjáifstæð-
ismenn hefðu átt þátt í að koma
því á, en nú hefði afstaða margra
tii þess breyst. Sumir teldu kerfið
reyndar hið eðlilegasta en aðrir að
við það yrði ekki unað.
Þorsteinn sagði, að þar sem fiski-
miðin væru takmörkuð auðlind, yrði
að setja ákveðnar leikreglur varð-
andi nýtingu þeirra. Spurði hann í
því sambandi, hvort ekki væri unnt
að skipa málum þannig, að ríkið
hefði sem minnst afskipti af því,
hveijir sæktu sjóinn. Hann vék að
hugmyndum um svokallaðan auð-
lindaskatt, uppboð á veiðileyfum og
skatt sem yrði almennt hlutfall af
aflaverðmæti og taldi þær allar
leiða til aukinna ríkisafskipta. Þær
fælust í því að ríkið tæki til sín og
deildi síðan út aftur. Sagði hann
alveg augljóst, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hlyti að betjast gegn auknum
ríkisafskiptum og leita yrði annarra
leiða í þessum efnum en að auka
skattheimtuna.
Hverjir eiga miðin?
Þorsteinn sagði að í þessu sam-
bandi hlytu að vakna spurningar
um það, hveijir ættu fiskimiðin og
hveijir ættu að hafa rétt til að
sækja á þau. Sagðist hann ekki
telja óeðlilegt, að þeir sem stundað
hefðu sjóinn til þessa hefðu meiri
rétt til þess að gera það áfram en
aðrir, jafnvel þótt miðin væru skil-
greind sem sameign þjóðarinnar.
Vísaði hann á bug allri umræðu um
forréttindahópa og lénsherra í því
sambandi.
í lok ræðu sinnar sagði Þor-
steinn, að engar takmarkanir á fisk-
veiðunum væru með öllu sanngjarn-
ar en finna þyrfti eðlilegar viðmið-
anir, sem tryggðu að sem mestur
afrakstur yrði af atvinnugreininni
og jafnframt að afskipti ríkisins
yrðu sem minnst.
Verðjöfhunarsjóður verði
lagður niður
Að lokinni ræðu formanns Sjálf-
stæðisflokksins tók til máls Björn
Dagbjartsson, formaður sjávarút-
vegsnefndar, sem gerði grein fyrir
drögum nefndarinnar að ályktun
landsfundar. Þar er vikið að slæmri
rekstrarstöðu flestra greina sjávar-
útvegsins og nefndar ýmsar for-
sendur fyrir úrbótum. Er þar til
dæmis nefnt jafnvægi í efnahags-
og gjaldeyrismálum, jákvætt við-
horf til fjárfestinga í fyrirtækjum,
atvinnufrelsi og möguleikar til að
laga sig með skjótum hætti að
breytingum og þróun á alþjóðavett-
vangi. Þá er lagt til að Verðjöfnun-
arsjóður fiskiðnaðarins verði lagður
niður í núverandi mynd, en þess í
stað teknir upp sveiflujöfnunar-
reikningar fyrirtækjanna sjálfra,
undir heildarstjórn, sem ákvæði
hvenær skilyrði væru til að leggja
inn á reikningana og hvenær greiða
ætti út af þeim.
í drögunum er komið víðar við
og segir meðal annars, að við-
skipta- og verslunarhagsmunir
megi ekki stefna í hættu yfirráðum
Islendinga yfir miðunum umhverfis
landið og enn fremur, að landsmenn
hafi forystu um varnir gegn losun
úrgangs í hafið og mengun í Norð-
urhöfum. Vikið er að nauðsyn þess
að víðtæk sátt sé um stjórnun fisk-
veiða og sagt að nauðsynlegt geti
orðið að breyta þeirri viðmiðun sem
skipting leyfilegs hámarksafla milli
skipa hafi upphaflega byggst á.
Sömuleiðis þurfi að athuga með
hvaða hætti fyrirtæki og einstakl-
ingar geti tryggt atvinnuréttindi sín
til frambúðar, þó þannig að allir
sitji við sama borð í þeim efnum.
Undir lok þessara draga að álykt-
uninni er sagt að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé hlynntur því að sjávarút-
vegurinn þróist sem fijálsast í átt
til aukinnar framleiðni og hag-
kvæmni, en þó er bent á hættu á
byggðaröskun vegna útflutnings á
ferskum fiski og vinnslu afla um
borð í skipum. Þá er lögð áhersla
á að Sjálfstæðisflokkurinn telji að
bestur árangur náist í atvinnugrein-
inni með því að takmarka afskipti
hins opinbera við það að skapa al-
menn skilyrði fyrir vexti hennar og
viðgangi og lýst andstöðu við milli-
færslu fjármuna samkvæmt sér-
tækum úthlutunarreglum.
Kvóta úthlutað á skip til
lengri tíma
Þegar Björn hafði lokið máli sínu
hófust almennar umræður. Sigurð-
ur Einarsson lagði áherslu á að
forðast þyrfti ofveiði, gæta hag-
kvæmni í rekstri og stöðva offjár-
festingu undanfarinna ára. Hann
vék að þeim möguleikum sem væru
fyrir hendi í fiskveiðistjórn og
nefndi kvóta á hvert skip, skrap-
dagakerfi og sóknarmark, sölu
veiðileyfa, byggðakvóta og úthlutun
kvóta á einstaklinga eða fisk-
vinnslustöðvar. Hann lýsti efasemd-
um með byggðakvótann og spurði
meðal annars hvernig ætti að haga
úthlutun hans og lagði jafnframt
áherslu á að óheppilegt væri að
dreifa kvótanum mikið.
Sigurður sagði að nú væri við
lýði tvöfalt kerfi, sem annars vegar
byggði á aflamarki en hins vegar
sóknarmarki. Taldi hann slíkt ekki
ganga. Hins vegar væri ekki rétt
að kasta kvótakerfinu fyrir róða,
heldur ætti að betrumbæta það.
Kynnti hann breytingartillögu við
drögin að ályktuninni þar sem lagt
er til að sóknarmarkið verði aflagt,
en þess í stað fengi sérhvert fiski-
skip ákveðna hlutdeild í heildarafla
landsmanna, sem úthlutað yrði til
lengri tíma, en ætti að endurnýja
árlega. Aflahlutdeildin ætti að vera
ein tala, ákveðin í prósentum af
leyfilegum afla, en samsett úr há-
marksafla af einstökum tegundum
eftir því sem við ætti. Hún ætti að
vera framseljanleg. í breytingartil-
lögunni er sérstakri gjaldtöku fyrir
það eitt að sækja sjó hafnað.
Kvótakerfíð heftir
atvinnufrelsi
Guðjón A. Kristjánsson tók næst-
ur til máls. Hann lagði fram breyt-
ingartillögu þar sem sagði meðal
annars, að núverandi útfærsla fisk-
veiðistjórnar legði fjötra á atvinnu-
frelsi einstaklinga. Ákveða ætti
aflaheimildir fiskiskipa sem hlutfall
af heildarafla með hliðsjón af teg-
undasamsetningu fiskaflans í hveij-
um landshluta. Ef einstakar útgerð-
ir vildu fá meira í sinn hlut væri
hægt að kaupa þann aukna fisk-
veiðirétt af öðrum útgerðum og
þegar fiskiskipum væri fargað fengi
byggðarlagið 40% af færanlegum
aflaheimildum þeirra til ráðstöfunar
í eitt ár.
Halldór Hermannsson taldi að
núverandi kvótakerfi hefði brugðist;
það hefði hvorki valdið hagræðingu
né takmarkað heildarafla. Hann
kynnti tillögur að nýju kerfi, sem
byggja ætti á því að einungis hluta
heildaraflans yrði skipt niður á
veiðiskip. Ríkið ætti síðan að selja
hinn hlutann til þeirra, sem treystu
sér til að kaupa og veiða meira en
þeir hefðu fengið úthlutað. Jafn-
framt ætti ríkið að afturkalla óg
selja með sama hætti þann afla, sem
einstök veiðiskip næðu ekki veiða
af kvóta sínum innan ákveðinna
tímamarka. Enn fremur er gert ráð
fyrir í tillögunni, að öll sala á kvót-
um milli veiðiskipa og útgerða verði
bönnuð og verði alfarið í höndum
stjórnvalda.
Sníða á agnúana af
núverandi kerfí
Krislján Ragnarsson taldi ekki
nógu fast að orði kveðið í sjávarút-
vegsályktuninni og sagði að óger-
legt væri að reyna að gera öllum
til geðs. Hann fjallaði um þeir leið-
ir, sem væru fyrir hendi til að fá
sem mest fyrir sjávaraflann; ótak-
mörkuð sókn væri ekki lengur
raunsæ og skrapdagakerfið hentaði
ekki lengur. Betra væri að sníða
agnúana af núverandi kerfi; úthluta
aflaheimildum á einstök skip eins
ög nú, leysa upp sóknarmarkið en
láta aflamark ráða. Taldi Kristján
að kvótakerfið hefði skilað nokkrum
árangri, menn hefðu lagað sig að
aðstæðum, færu betur með aflann
og væru farnir að færa saman afla-
heimildirnar.
Hluti fundarmanna á fiindi sjálfstæðismanna um sjávarútvegsmál á laugardaginn.
Morgunblaðið/BAR
Rangt að úthluta
veiðileyfum til eignar
Einar Júlíusson gagnrýndi
kvótakerfið og sagði jafnframt að
rangt væri siðferðislega að úthluta
fiskveiðileyfum til einstakiinga til
eignar. Hann sagði að árlega ætti
að úthluta 80% heimildanna til ein-
staklinga eftir því hve stóran kvóta
þeir hefðu haft árið áður, en um
20% til bæjar- og sveitarfélaga eft-
ir stærð þeirra. Fremur ætti að
binda leyfin við sókn en afla. Hann
vildi að verslun með kvóta og skip
yrði fijáls og ónýttur kvóti ætti að
bætast við úthlutun næsta árs.
Sjálfstæðismenn bera
ábyrgð á kvótakerfinu
Matthías Bjarnason sagði að
þrátt fýrir að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði beitt sér fyrir auknu frelsi
einstaklingsins í flestum efnum
hefði hann staðið að auknum höft-
um í sjávarútvegsmálum, því meiri-
hluti þingflokksins bæri ábyrgð á
núverandi kvótakerfi. Hann sagði
að höfuðmarkmið þess kerfis hefðu
verið að hafa betri stjórn á afla-
magni og að hindra að skipastóllinn
stækkaði. Hins vegar hefði aflinn
farið langt fram úr tillögum fiski-
fræðinga frá því kerfinu var komið
á og skipastóllinn hefði stækkað
um 10 lestir. Hann taldi því þörf á
breytingum sem tryggðu svigrúm
fyrir dugnaðarmenn og aflaklær,
en hafnaði bæði hugmyndum um
að ákveðnir menn eignuðust fiskinn
í sjónum og um auðlindaskatt.
Kvóta úthlutað til 10 ára
Friðrik Sophusson, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, minnti
á tillögur þingflokksins varðandi
ýmsa þætti, sem snúa að sjávarút-
veginum, til dæmis að taka ætti
meira tillit til framboðs og eftir-
spurnar í gengismálum, að gjald-
eyrisviðskipti yrðu frjáls, fiskverðið
yrði fijálst og millifærslusjóðir af-
lagðir. Hann varpaði fram spurn-
ingum eins og þeirri, hvort hægt
væri að afhenda þeim sem nú stund-
uðu fiskveiðar veiðiheimildirnar án
þess"að þeir sem ættu aflann fengju
greiðslu fyrir. Hann sagði að það
væri rangt að tala um auðlinda-
skatt í því sambandi, því þjóðin
væri þar að selja einstaklingum
verðmæti. Hins vegar væru einnig
uppi sjónarmið um að útgerðar-
menn hefðu í raun þegar greitt fyr-
ir kvótann vegna skuldsetningar
skipanna og auk þess hefðu þeir
sem keypt hefðu skip með kvóta
að undanförnu í raun greitt fyrir
hann.
Friðrik sagðist telja eðlilegt, að
kvóti yrði afhentur til langs tíma,
til dæmis 10 ára, og jafnframt yrði
fyllilega heimilt að framselja úthlut-
aðan kvóta. Sagðist hann vísa á bug
andstöðu við veiðiieyfasölu, sem
byggðist á byggðasjónarmiðum. Að
lokum sagði hann að ef veiðileyfin
yrðu ekki seld væri sanngjarnt að
þeir sem fengju kvóta greiddu
kostnað af hafrannsóknum og veiði-
eftirliti.
Auðlindin verði ekki seld
útlendingum
Markús Möller sagði tvær leiðir
koma til greina, annars vegar að
úthluta veiðiheimildum á einstakl-
inga, sem prósentum af heildarafla
og hins vegar að selja þeim kvótann
og leggja á auðlindaskatt. Hann
taldi að nokkur skilyrði þyrfti að
uppfylla til að kerfi af þessu tagi
væri ásættanlegt. Það þyrfti að
vera hagkvæmt, tryggja jafnrétti
að lögum, vera sem minnst mið-
stýrt og fela í sér sem minnst höft
á framtak einstaklinga og að lokum
yrði að tryggja, að fiskistofnarnir
væru ekki seldir útlendingum. Taldi
Markús eignarkvótakerfi ekki
standast þessi skilyrði; ekki vegna
þess að það bryti gegn jafnrétti
manna heldur vegna þess að það
byði heim hættunni á landauðn,
vegna hættu á að afrakstur af nýt-
ingu auðlindarinnar flyttist úr landi.
Svigrúm til að selja kvóta
verði aukið
Baldur Pétursson sagði að
vandamálin í sjávarútveginum væru
kannski ekki meiri en vandamálin
í öðrum atvinnugreinum lands-
manna. Vandinn fælist í því að
stjórnvöld miðuðu stefnu sína við
að allt væri rekið á núllpunkti.
Baldur sagðist fylgjandi kvótakerf-
inu en auka þyrfti svigrúmið innan
þess til að selja veiðiheimildir.
Kristján Loftsson sagði að þar
sem kvótinn væri settur til að
vernda fiskistofnana hlyti að skipta
mestu að menn héldu sig við þær
veiðiheimildir sem þeir fengju.
Sagði hann að sveigjanleikinn í
núverandi kerfi væri of mikiil. Lagði
Kristján til að veiðiheimildum yrði
úthlutað jafnt á skipin og tekið
yrði fyrir heimildir til að flytja kvóta
á milli skipa. Þá myndu menn kepp-
ast við að skapa sem mest verð-
mæti úr þeim afla, sem þeir fengju.
Enn fremur lagði hann til að inn í
ályktunina yrði bætt setningu um
að íslendingar skyldu nýta sjávar-
spendýr og sú nýting ætti að eiga
sér stað í samráði við vísindamenn.
Almennar reglur gildi
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son sagði að það væri grundvallar-
atriði hvort stjóm fiskveiða ætti að
vera fólgin í almennum reglum eða
í fyrirgreiðlsu og fyrirmælum til
einstakra manna. Taldi hann að í
kvótakerfinu fælust ekki almennar
reglur. Hann sagði að markmiðin
með fiskveiðistjórn væru að tryggja
viðhald fiskistofnanna en reyna
jafnframt að tryggja hámarks af-
rakstur veiðanna. Sagði hann að
af þeim sökum væm aðeins tvær
leiðir færar; annars vegar að tak-
marka hagnýtingu þeirrar íjárfest-
ingar sem væri fyrir hendi í útgerð-
inni eða að takmarka skipastólinn.
Kvótakerfið hefði hins vegar hvorki
dugað til að vernda fiskistofnana
né að minnka skipastólinn.
Ekki auðvelt að losna úr
kvótakerfinu
Vilhjálmur Egilsson sagði að
ekki væri auðvelt að komast út úr
kvótakerfinu. Útgerðarmenn væru
í mörgum tilvikum búnir að greiða
fyrir kvótann, þar sem hann hefði
leitt til þess að skipin hefðu hækk-
að í verði, jafnframt hefði veðhæfi
þeirra aukist og þar me'ð skuldsetn-
ing þeirra. Hann varpaði fram þeirri
spurningu, hvort hægt væri að
koma á einkaeignarrétti á fiski-
stofnunum, en sagðist hafa efa-
semdir um að hægt yrði að fylgja
slíku eftir. Vilhjálmur lagði að lok-
um áherslu á að fjárfesting í útgerð-
inni yrði að vera markviss og sagði
að ef menn ætluðu að fjárfesta í
fiskiskipum út frá einhveiju öðru
en krónum og aurum, þá lentu þeir
í ógöngum.
Alls um 30 ræðumenn
Meðal þeirra 30 sem töluðu á
fundinum voru Halldór Jónsson,
sem taldi að afnema bæri kvóta-
kerfið og miða frekar við sóknar-
mark, Onundur Ásgeirsson, sem
'lagði áherslu á að gengisfellingar
breyttu í raun engu fyrir fiskvinnsl-
una í landinu. Launakostnaður
minnkaði við þær en skuldahali fyr-
irtækjanna lengdist að sama skapi.
Björn Steinarsson, fiskifræðingur,
gerði grein fyrir ástandi fiskistofna,
Oskar Arnbjarnarson mælti með
auðlindaskatti og gagnrýndi Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir að láta undan
hagsmunaaðilum, Jón Krisljáns-
son kom með efasemdir um hætta
væri á ofnýtingu allra fiskistofn-
anna og sagði að of lítil nýting
gæti verið jafn hættuleg og of mik-
il. Hæfileg grisjun væri nauðsynleg.
Björn Loftsson sagði að fiskiskipa-
stóllinn væri allt of stór og það
væri fráleitt að koma upp frysti-
húsi og skuttogara í hverri einustu
byggð í landinu.
Að loknum almennum umræðum
var sjávarútvegsnefnd falið að
vinna úr þeim tillögum sem fram
komu á fundinum fyrir landsfund
Sjálfstæðisflokksins í október, þar
sem móta á stefnu hans í þessum
málaflokki.
Qitibank býður
Alafosspeysur
á vildarkjörum
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
ANNAÐ árið í röð eru peysur frá Álafossi í hinuni vinsæla bækl-
ingi, sem bandaríski stórbankinn Citibank sendir öllum þeim tug-
milljónum manna, sem liafa Visa kort á hans veguni. Bankinn er
stærsti einstaki útgefandi Visa korta í heiminum. Álafosspeysurnar
eru boðnar á 69 dollara stykkið en fullt smásöluverð er 120 dollar-
ar. Bankinn heitir verðlaunum öllum þeiin, sem geta ftindið viðkom-
andi vöru auglýsta á lægra verði en hún er boðin kortliöftim á vildar-
kjörum bankans.
líkur eru á fið til þess komi nú.
Pantanir sem bankanum berast eru
sendar Álafossi og sér fyrirtækið
um pökkun og sendingu til kaup-
enda gegn ákveðnu gjaldi sem
kaupandi greiðir sérstakiega. Er
lögð mikil áhersla á að afgreiðsla
vörunnar sé fljótt og örugglega af
hendi leyst.
Álafoss tók fyrst þátt í sölu gegn-
um greiðslukortabækling um miðj-
an 8. áratuginn, þegar kápa úr ísl.
ull var valin í bækling Ámerican
Express. Þá ætlaði allt úr böndun-
um því alls seldust 48 þúsund káp-
ur. „En þá var vöruúrval hér minna
og miklu meiri vörusala gegnum
myndalista en nú er,“ sagði Olafur
Ólafsson.
Álafoss í Bandaríkjunum hefur
gengið í gegnum mikið umrótatíma-
bil að undanförnu bæði vegna'
breytinga á rekstri og samvinnu við
Hildu. Þetta er því nýtt fyrirtæki
með tilheyrandi endurráðningu
starfsfólks ásamt nýráðningum.
Sem fyrr er keppikeflið síaukin sala
á íslenskum yarningi. Mestar
áhyggjur hafði Ólafur Ólafsson af
þeirri viðskiptalegu einangrun ís-
lands á Bandarikjamarkaði sem
stefnt væri að með tilfærslu við-
skiptafulltrúa frá Bandaríkjunum
til Evrópu. Taldi hann mikla
skammsýni felast í slíkri ákvörðun.
I þessum haustbæklingi bankans
er korthöfum hans boðnar um 150
vörutegundir á sérstöku afsláttar-
verði. Til að geta notfært sér tilboð-
ið þurfa korthafar að hafa notað
kort sin til vörukaupa, en við öll
vörukaup fá þeir einn dollar af
hveijum fimm færðan á sérstakan
reikning og kallast sú upphæð „Citi-
dollars“. Þessa upphæð, sem er ein-
ungis bókfærð hjá bankanum, geta
þeir notað til að kaupa úr vörubækl-
ingi bankans. Tii að kaupa Álafoss-
peysu með fullum afslætti þurfa
korthafar bankans að veija 51
„Citi$$“ til kaupanna.
í bæklingnum er stór litmynd af
pilti og stúlku í nýju Álafosspeysun-
um og í texta er tekið fram, að þær
séu innfluttar frá íslandi, þar sem
peysur þurfi að skýla bæði gegn
raka og kulda.
Að sögn Ólafs Ólafssonar hjá
Álafossi í New York valdi bankinn
aðra Álafosspeysu í bækling sinn
fyrir ári. Seldust tæplega 2.000
peysur og nam salan því 5-6 milljón-
um ísl. króna. Þykir þetta góður
árangur og kvaðst Ólafur verða
ánægður ef jafn vel gengi í ár.
Bankinn tryggir sölu á ákveðnu
magni (u.þ.b. 600-700 peysum) með
valinu í bæklinginn. Gangi þær
ekki út notar bankinn þær til gjafa
til viðskiptavina sinna, en engar
„ Morgunblaðið/Björn Sveinsson
Gerður Oskarsdóttir írá meiintamálaráðuneyti afliendir Vilhjálmi
Einarssyni, skólameistara, nýtt kennsluhús til afiiota.
Menntaskólinn á Egilsstöðum:
Kennsluhús tekið í
notkun á 10 ára afinæli
Egilsstöðum.
Menntaskólinn á Egilsstöðum liefiir fengið nýtt kennsluhúsnæði
til afnota. I húsinu eru níu kennslustofur og er það fyrsta sérútbúna
kennsluhúsnæðið sem skólinn fær til afiiota. Húsið var formlega af-
hent skólanum á 10 ára setningaraftnæli hans nú fyrir skömmu. Þau
tíu ár sem skólinn hefur starfað hefur verið kennt við þröngar að-
stæður í bráðabirgðaaðstöðu í heimavistarhúsnæði.
Nýja kennsluhúsnæðið markar
tímamót í starfsemi skólans því
fram að þessu hefur verið kennt í
húsnæði sem upphaflega var ætlað
undir félags- og mötuneytisaðstöðu
nemenda í heimavistarhúsnæði
skólans.
Vilhjálmur Einarsson, skóla-
meistari, sagði við skólasetningu
að nú væru bjartari tímar framund-
an en fram að þessu hefðu nemend-
ur og kennarar orðið að sýna ótrú-
lega tillitssemi við störf sín í þeim
miklu þrengslum sem þarna hafa
ríkt. En við þessar aðstæður hefur
skólinn útskrifað yfir 300 stúdenta
ásamt fjölda nemenda sem stundað
hafa bóklegt nám fyrir verknáms-
brautir og fullorðinsfræðslu. Nú í
vetur munu um 250 nemendur
stunda nám í skólanum og er allt
heimavistariými fullsetið.
Nýja húsið er teiknað af Ormari
Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall
líkt og heimavistarhúsnæðið. Bygg-
ingaverktakar voru Baldur og
Óskar hf. í Fellabæ. í nýja húsinu
eru 9 kennslustofur. Þar af eru
tvær útbúnar fyrir verklega kennslu
í raungreinum.
Við vígslu hússins voru flutt
mörg ávörp og skólanum færðar
árnaðaróskir. Jafnframt því sem
menn greindu frá væntingum sínum
til hans og gildi þess fyrir fjórðung-
inn að hafa öfluga menntastofnun
staðsetta hér. Nokkrir fyri'verandi
þingmenn Austurlands röktu bar-
áttuna fyrir stofnun menntaskóla á
Austurlandi.
- Björn