Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
27
Gunnar R. Bjarnason með eitt verka sinna.
Gunnar R.
Bjarnason
sýnir í
Hafnarborg
GUNNAR R. Bjarnason hefur
opnað sýningu í Hafiiarborg
menningar- og listastofiiun
Hafnarfjarðar. A sýningunni eru
um 50 pastelmyndir.
Þetta er þriðja einkasýning
Gunnars á myndverkum, en áður
hefur hann sýnt í Ásmundarsal og
Norræna húsinu og verið þátttak-
andi í samsýningum myndlistar-
manna og leikmyndateiknara í
Reykjavík og Kaupmannahöfn.
Gunnar hefur unnið sem leik-
myndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu
og starfað sjálfstætt á eigin vinnu-
stofu, en 1988 tók hann við starfi
yfirleikmyndateiknara Þjóðleik-
hússins.
Sýningin í Hafnarborg stendur
til 1. október og er opin frá klukk-
an 14-19 alla daga nema þriðju-
daga.
Sinfóníuhljóm-
sveitin á Þing-
eyri
Þingeyri.
Sinfóníuhljómsveit Islands
hélt tónleika á Þingeyri föstu-
daginn 15. september við mikinn
fögnuð áheyrenda.
Að venju tóku Þingeyringar
þeim með kostum og kynjum, en
móttakan hófst með málsverði í
grunnskólanum fyrir tónleika og
eftir tórileika fékk allur hópurinn
einnig kaffi og meðlæti, sem var
vel þegið áður en hljómsveitin hvarf
á braut til gistingar á ísafirði.
Góðir gestir eru ævinlega auð-
fúsugestir og Sinfóníuhljómsveitin
bauð til veislu í félaghsheimili að
kvöldi föstudaginsins 15. septem-
ber. Fyrsti réttur var Mozart Conc-
ertante fyrir fiðlu, víólu og hljóm-
sveit.
Einleikarar voru Helga Þórarins-
dóttir og Szymon Kuran. Síðan var
flutt vínartónlist eftir Johann
Strauss Lehar. Einsöngvarar með
hljómsveitinni voru þau Signý Sæ-
mundsdóttir og Sigurður Björnsson
framkvæmdastjóri Sinfóníunnar.
Stjórnandi hljómsveitarinnar var
Peter Gluth frá Austurríki. Hann
lék einnig einleik á fiðlu við frábær-
ar undirtektir og sama gilti um
aðra einleikara og söngvara.
- Hulda
Kennaralaust í
Finnboga-
staðaskóla
Árnesi, Trékyllisvík.
ILLA horfír með skólahald í
Finnbogastaðaskóla í vetur þar
sem skólastjóri og kennari hafa
ekki fengist að skólanum. Skóla-
hald ætti að vera að hefjast um
þessar mundir en ekki er vitað
hvenær úr því getur orðið.
Skolastjóri Finnbogastaðaskóla
er að flytja úr sveitinni og kennar-
inn sem var í fyrra er fluttur. Búið
er að margauglýsa stöðurnar án
árangurs. Einar
Nýr tónlistar-
skóli
TÓNLISTARSKÓLI Eddu Borg,
tekur til starfa í október nk.
Skólinn er ætlaður börnum frá
fimm ára aldri og fer kennslan
fram fyrir hádegi í safhaðarsöl-
um Seljakirkju, Kleifarseli 8.
í frett frá skólanum segir að
kennsla verði eingöngu bundin við
svokallaða forskóladeild fyrst um
sinn, þ.e. undirbúningur fyrir hljóð-
færanám. Kennt verður á blokk-
fiautu og Orff hljóðfæri auk þess
sem farið verður í nótur og annað
sem flokkast undir tónmennt al-
mennt.
Listaverk af-
hent Lækjar-
skóla
HAMAR, listaverk eftir Gest
Þorgrímsson, var afhent Lækj-
arskóla í Hafharfirði á föstudag.
Listaverkið var afmælisgjöf
Hafnarfjarðar til Lækjarskóla á
sextíu ára afmæli skólans.
Elsti hluti Lækjarskóla var tek-
inn í notkun árið 1927 og á sex-
tugsafmæli hans gaf bæjarstjórn
skólanum loforð um verkið og fékk
Gest Þorgrímsson til að vinna það.
Verkið var svo afhent síðastlið-
inn föstudag. Guðmundur Árni
Stefánsson, bæjarstjóri, afhenti
verkið og tók Reynir Guðnason,
yfirkennari, við því fyrir hönd
skólans. Það var Þorgeir Ibsen,
fyrrverandi skólastjóri, sem klippti
á borðann á verkinu.
Biblíuskólinn
byrjar kennslu
KENNSLA Evangelísk-lúth-
erska biblíuskólans hefst laugar-
daginn 23. september. Að þessu
sinni verður boðið upp á fjögur
námskeið.
Eitt námskeið er um postulasög-
una. 666 eða 7 nefnist námskeið
um efni Opinberunarbókarinnar.
Þriðja námskeiðið er um dauðann
og sorgina og að lokum verður
boðið upp á eins dags námskeið
um samskipti.
Kennt er í húsi KFUM og KFUM
að Amtmannsstíg 2b og innritun
fer fram á sama stað.
6830 tillögur
um slagorð
fyrir kók
UM 15 þúsund manns séndu inn
6.830 tillögur að íslenzkri útgáfu
auglýsingasalagorðs fyrir Coca-
Cola.
Vegna þessa fjölda reyndist ekki
unnt að tilkynna úrslitin í dag, eins
og til stóð, en í fréttatilkynningu
segir, að úrslitin verði tilkynnt á
sunnudaginn kemur, 24. septem-
ber.
Leiðrétting
í grein um íslenskar plötur í
síðasta Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins var missagt að Grammið
gæfi út væntanlega hljómplötu
Bubba. Morthens. Hið rétta er að
Útgáfufélagið Geisli gefur plötuna
út.
Morgunbladið/Þorkell
Þorgeir Ibsen, fyrrverandi
skólastjóri Lækjarskóla, klippir
á borðann á listaverki Gests
Þorgrímssonar.
Kvennadeild
Barðstrend-
inga heldur
vinnu-
fund í kvöld
Kvennadeild Barðstrendinga
heldur vinnufund á Hallveigar-
stöðum klukkan hálfníu í kvöld,
þriðjudaginn 19. september.
4 - 5.000 manns
í opnu Þjóð-
leikhúsi
Svokallað opið hús var í Þjóð-
ieikhúsinu siðastliðinn laugar-
dag milli klukkan tvö og fimm.
Að sögn Snævars Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra leikhúss-
ins, er áætlað að 4-5.000 manns
hafi komið og skoðað starfsemi
hússins undir leiðsögn þekktra
leikara.
Fólk var við vinnu í öllum deildum
og sýndi gestum
hvernig unnið er að tjaldabaki í
leikhúsinu. „Þetta tókst frábær-
lega,“ sagði Snævar.
Unnið að smíði 22 tanka, starfsmannahúsið í baksýn.
Fiskeldisstöð í Öxarfirði
Húsavík.
MIKLAR ft-amkvæmdir standa nú
yfir í Öxarfirði, þar sem Silf-
urstjarnan hf. stendur fyrir bygg-
ingu stórrar klak- og eldisstöðvar
á laxi og bleikju í Núpsmýri, sem
er í nágrenni Jökulsáróss eða um
14 km frá Kópaskeri.
Björn Benediktsson, oddviti, Sand-
fellshaga, er upphafsmaður að rann-
sóknum sem leiddu til þessara fram-
kvæmda og stjórnarformaður, en
Guðmundur Valur Stefánsson, fisk-
eldisfræðingur, er eldisstjóri Silf-
urstjörnunnar hf.
Björn veitti fréttamanni eftirfar-
andi upplýsingar:
Á vegum Orkustofnunar hafa far-
ið fram á þessum stað boranir eftir
heitu og köldu vatni og fleiri athug-
anir með þeim árangri að fengist
hefur 37 stiga heitt vatn og gott
kalt vatri til fiskeldis. Einnig ér með
sérstökum útbúnaði dælt upp sjó,
sem ákjósanlegur er talinn við slíkt
fiskeldi. Til þess að fá hreinan og
ómengaðan sjó, þarf að dæla honum
upp, neðan fjöruborðs, en slíkt er
erfitt og þarna er í gangi ný og sér-
stæð tilraun við dælingu, sem lofar
góðu, það sem af er, en mikilsvert
er að sú tilraun takist.
Framkvæmdir hófust þarna fyrir
um ári síðan og er verið að byggja
22 eldisker af misjöfnum stærðum.
Þarna á Núpsmýrinni er risið gott
hús, með góðri aðstöðu fyrir starfs-
fólk, sláturaðstöðu og annarri að-
stöðu, sem slíkum rekstri fylgir.
Þegar allt er komið í það horf, sem
áformað er, er áætlað að framleiða
um 200 tonn af eldislaxi og um 400
tonn af bleikju á ári, og vonir standa
til að slátrun geti hafist upp úr miðju
næsta ári, ef allar áætlanir standast.
Silfurstjarnan rekur nú kiakstöð í
Sigtúni sem er framar í Oxarfirði.
Þar er gott lindarvatn, sjálfrenn-
andi, sem skapar visst öryggi við
eldi. Þar á að ala upp seiði fyrir stöð-
ina í Núpsmýri.
- Fréttaritari
Vatnsdæla stöðvaðist
hjá Silfurstjörnunni
Skinnastað.
FYRIR helgina var það óhapp í fiskeldisstöð Silfursljörnunnar á
Núpsmýrum í Öxarfirði að ein vatnsdæla af þremur stöðvaðist að
næturlagi og viðvörunarbúnaður brást með þeim afleiðingum að
nokkur þúsund smálaxar drápust af súrefnisskorti. Tjónið er laus-
lega metið á aðra milljón.
Það var á laugardagsmorgun
sem starfsmenn við stöðina upp-
gvötuðu sem gerst hafði. Viðvör-
unarbúnaður fer í gang er slíkt
gerist og er tengdur þremur síma-
númerum sem hringja hvert á fæt-
ur öðru, en ekkert þeirra hringdi.
Er það rakið til þrálátra truflana
í stafrænu kerfi símstöðvarinnnar
á Kópaskeri. Þegar vatnsrennslið
í kerin minnkaði köfnuðu laxarnir
af súrefnisskorti, en þeir voru í
uppvexti um 300 grömm að þyngd.
Er tjónið lauslega metið á aðra
milljón króna að sögn Björns Bene-
diktssonar oddvita í Sandfellshaga.
- Sigurvin
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 18. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 70,00 52,00 67,33 29,031 1.954.634
Ýsa 124,00 60,00 108,59 5,459 592.796
Ufsi 26,00 26,00 26,00 0,276 7.176
Karfi 42,00 20,00 37,97 0,453 17,200
Samtals 73,81 41,189 3.040.051
I dag verður selt óákveðið magn úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 67,00 22,00 61,35 151,521 9.295.852
Ýsa 105,00 20,00 94,26 13,221 1.246.235
Ufsi 39,00 25,00 38,48 5,399 207.743
Karfi 44,00 38,00 40,14 15,080 605.258
Samtals 61,38 189,345 11.622.104
Selt var úr Engey RE, Skagaröst KE og bátum. í dag verður
m.a. selt úr Jóni Vídalín ÁR, Þorláki ÁR og Ásgeiri RE.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 87,00 33,00 63,09 11,978 755.705
Ýsa 99,00 30,00 84,81 11,056 937.616
Ufsi 35,50 15,00 34,52 18,439 636.563
Karfi 35,50 34,00 35,46 7,100 251.745
Samtals 51,30 53,203 2.729.378
I dag verða m.a. seld 20 kör af karfa frá Ágústi Guðmundssyni
og óákveðið magn af þorski og ýsu úr Hópsnesi GK.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 11.-15. september.
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Karfi
Koli
Samtals
104,29 285,940 29.822.061
113,66 71,425 8.117.937
43,47 19,860 863.228
57,31 3,670 210.312
80,66 2,005 161.729
102,22 391,304 40.000.994
Selt var úr Erlingi SF og Garðey SF í Hull 11., Gjafari VE í Hull
12., Húnaröst ÁR í Hull 14. og Stapavík Sl í Grimsby 15.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 11.-15. september.
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Karfi
Koli
Blandað
Samtals
107,12 423,328 45.346.859
107,17 203,870 21.848.876
47,18 17,385 820.261
61,56 14,445 889.257
94,26 87,620 8.258.653
122,55 60,275 7.386.602
104,78 806,922 84.550.508
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 11.-15. september.
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Karfi
Blandað
Samtals
Selt var úr Barðanum GK o<
Stálvík Sl 15. sept. Selt var úr c
97,65 15,609 1.524.249
91,73 10,214 936.923
50,00 161,882 8.093.421
75,89 203,010 15.406.126
48,54 31,086 1.509.055
65,12 421,801 27.469.775
Gullveri NS 11. september og
um skipunum i Bremerhaven.