Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
HVERVANN?
Vinningsröðin 16. september:
122-112-112-212
Heildarvinningsupphæð: 486.547 kr.
12 réttir = 340.592 kr.
4 voru með 12 rétta - og fær hver 85.148 kr. í sinn hlut.
11 réttir = 145.955 kr.
42 voru með 11 rétta - og fær hver 3.475 kr. í sinn hlut.
iRmsm
mmmmm
Eftirtaldar blikksmiðjur eru aðilar að Félagi blikksmið ju-
eigenda og þótttakendur i sérstöku ótaki sem miðar að því
að bæta og uppfylla hæstu faglegu kröfu. Þessar smiðjur
hafa leyfi til að bera fagmerki félagsins og munu því óvallt
leggia sig fram um að skila traustu og faglegu verki.
Oskir þú eftir vandaðri vinnu, hafðu pó samband við ein-
hverja eftirtalinna blikksmiðja, sem allar bera fagmerki
FBE:
mm . Hjalteyrargötu 6, s. 96-27770/96-26524
BLIKKVIRKI HF. Kaldbaksgötu 2, s. 96-24017
lorgarbraut, s 93-71296
SMlítMi^í, 7, s. 97-51108
Iðnbúð 3, s. 46711
HíföMÖ&jfflPtfaplahrauni 2-4, s. 54244
RÁSVERK HF. Kaplahrauni 17, s. 52760
KMIBa
ÁGUSTAR GUÐJÖNSSONAR Ve.Urrbraut 14, s. 92-12430
AUÐÁS HF. Kúrsnesbraul 102 a, s. 641280
BLIKKÁS HF. Skeljabrekku 4, s. 44040
BLIKKSMIÐJA EINARS SF. Smiðjuvegi 4 b, s. 71100
BLIKKSMIÐJAN FUNI SF. Smiðjuvegi 28, s. 78733
BLIKKSMIÐJAN VÍK HF. Smiðjuvegi 18, s. 71580
K.K. BLIKK HF. Auðbrekku 23, s. 45575
HF. Bíldshöfðo 12, s. 686666
BLIKKSMIÐJA AUSTURBÆJAR HF. Borgartúni 25, s. 14933
BLIKKSMIÐJA GYLFA HF. Vagnhöfða 7, s. 674222
BLIKKSMIÐJA REYKJAVÍKUR Súðarvogi 7, s. 686940
BLIKKSMIÐJAN tæknideild Ó.J. & K. Smiðshöfða 9, s. 685699
BLIKKSMIÐJAN GLÓFAXI Ármúla 42, s. 34236
BLIKKSMIÐJAN GRETTIR HF. Ármúla 19, s. 681996
BLIKKSMIÐURINN HF. Vagnhöfða 10, s. 672170
BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF. Sigtúni 7, s. 29022
HAGBLIKK HF. Eirhöfða 17, s. 673222
MkK HrGagnheiði 23, s. 98-22040
FÉIAG BUKKSMIÐIUEIGENDA
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
s: 91-621755
fclk í
fréttum
Rushdie og kona hans Marianne. Myndin var tekin á einum felustað þeirra í febrúar.
FLÓTTAFÓLK
Salman Rushdie skilinn við konu sína
Salman Rushdie sem skrifaði bókina „Söngva Satans" sem kom út fyrir ári, hefur neyðst til þess að vera í
felum síðan Khomeini erkiklerkur dæmdi hann til dauða vegna bókarinnar. Rushdie og eiginkona hans
Marianne Wiggins hafa flutt sig stað úr stað á fárra daga fresti síðasta árið. Þetta hefur reynt mikið á hjóna-
bandið og nú er svo komið að Marianne er farin frá Rushdie. Hún veit ekki einu sinni hvar maður sinn er
niðurkominn núna og hún vonast til að geta farið að lifa eðlilegu lífi.
SKOLAFOLK
Skiptibókamarkaðir vinsælir
Nú þegar haustar hefjast skólarnir og bókabúð-
irnar fyllast af ungu fólki sem er að kaupa
sér allt sem þarf til skólans. Allir þurfa blýanta og
penna og bækur til að skrifa í og fiestum finnast
þau innkaup bara skemmtileg og alls ekki svo dýr.
En öðru máli gegnir um kennslubækumar sjálfar.
Þær eru margar þykkar og innfluttar og verðið í
samræmi við það.
í Pennanum í Austurstræti voru tvær stúlkur, þær
Hjördís Auðunsdóttir og Fjóla Guðmundsdóttir, að
kaupa skólavörur. Þær eru í 9. bekk í Réttarholts-
skóla. „Við þurfum að kaupa nokkuð margar bæk-
ur, en þó aðallega dýrar bækur,“ sagði Hjördís.
„Það er lítið sem hægt er að fá lánað hjá eldri nem-
endum vegna þess að það er alltaf verið að skipta
um kennslubækur," bætti Fjóla við. „Svo eru marg-
ar af þeim bókum sem við þurfum að nota núna
líka notaðar í framhaldsskólunum og
þess vegna er ekki hægt að fá þær
lánaðar. Það eru t.d. kennslubækur
í bókfærslu og vélritun."
Fyrsti kennsludagur skv. stunda-
skrá var áttunda september og stelp-
urnar segjast alveg hafa verið tilbún-
ar til þess að byija í skólanum þá.
Fjóla hætti að vinna um miðjan ágúst
en Hjördís ekki fyrr en 1. september
svo þær hafa ekki fengið langt sum-
arfrí.
Margar verslanir mæta hinu háa
verði á námsbókum með því að vera
með skiptibókamarkaði. Margir nem-
endur fara á þessa markaði, bæði til
að selja og kaupa bækur. Berglind
Magnúsdóttir er nemi á fjórða ári í
Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hún
var að leggja inn bækur sem hún
notaði á síðustu önn og fékk inn-
leggsnótu í staðinn. „Það var ekki
mikið sem ég gat selt því margar
af þeim bókum sem ég keypti í fyrra
eru ekki kenndar í vetur. Annars
finnst mér svona markaður mjög
sniðugur því nýjar bækur eru svo
Berglind Magnús-
dóttir og Ásdís Ósk
Smáradóttir.
dýrar.“ Ásdís Ósk Smáradóttir sem
er í F’jölbrautaskólanum í Breiðholti
tók í sama streng. Hún ætlaði að
kaupa notaðar bækur en fékk ekki
þær sem hana vantaði. „Bækurnar
seljast svo hratt upp því það getur
munað allt að helmingi í verði,“ sagði
hún. „Maður fær heldur ekki mikið
fyrir sínar bækur,“ bætti Berglind
við. „En samt selja flestir bækurnar
sínar. Það eru ekki nema einstaka
bækur sem fólk vill halda upp á.“
Sigrún Bragadóttir er í Kvenna-
skólanum. Hún kom á skiptibóka-
markaðinn til þess að selja bækur.
„Það eru þó ekki margar bækur sem
ég get selt,“ sagði hún. „Á svona
skiptibókamarkaði er hægt að fá
bækur á sanngjömu verði en nýjar
kennslubækur eru mjög dýrar. Ann-
ars er ég heppin því ég hef getað
fengið lánaðar margar bækur hjá
vinkonu minni.“
Sigrúu Bragadóttir er
Kvennaskolanum.
„Við erum búnir að kaupa flestar
skólabækurnar,“ sögðu þeir Böðvar
Sveinsson og Gylfi Guðnason, sem
báðir eru í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. „Ætli ég hafi ekki keypt
fyrir á annan tug þúsunda,“ sagði
Böðvar. Ég fékk ekki mikið lánað
en reyndi að kaupa notaðar bækur
ef þær voru til. Ég fór á skiptibóka-
markað hjá bókabúðinni Grímu í
Garðabæ en þar fæst mikið af þeim
bókum sem eru kenndar í FG og í
Garðaskóla."
„Ég keypti líka aðallega notaðar