Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKXPTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Fyrirtæki Raunvextir afbílalánum Féfangs lækkuðu um 4 % RAUNVEXTIR af bílalánum Fé- fangs sem nokkur af helstu bíla- umboðunum hafa boðið við- skiptavinum sínum eru nú u.þ.b. 4% lægri en áður. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Féfang hefur komist að samningum um aðgang að ódýrara Qármagni og getur því boðið lán á bankakjör- um. Eins og greint var frá hér í viðskiptablaðinu bjóða bílaum- boðin nú viðskiptavinum sínum lán til allt að 3 ára með hæstu vöxtum Verslunarbankans. Þar er um að ræða kjörvexti að við- bættu 3% álagi eða 9,5% fasta vexti verðtryggðum lánum til 2-2k árs, en breytilega kjörvexti með hæsta álagi af óverðtryggð- um lánum til skemmri tíma. Kjartan Gunnarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Féfangs, segir Hugbúnaður Kynning á Lotus FIMMTUDAGINN 21. septem- ber nk. verður kynning á Hótel Loftleiðum á hugbúnaði frá danska fyrirtækinu Lotus og VIÐSKIPTA- TÆKNIER ÁRANGURS- RÍKTNÁM SEM SKILAR SÉRSTRAX NÁMSGREINAR: Stofnun fyiirtækja og rekstrarform Grunnatriði í rekstrarhagfræði Stjórnun Grunnatriði í markaðsfræði Verðlagning Auglýsingar, sölu- mennska og kynningar- starfsemi Framlegðar- og arðsemisútreikningar Grunnatriði í fjármálum Stefnumótun Áætlanagerð Lestur og túlkun ársreikninga Tölvur og algengur viðskiptahugbúnaður Viðskipta skólinn BORGARTÚNI 24 SÍMI 62 66 55 koma tveir starfsmenn hingað til lands í þeim tilgangi. Aðaláhersla verður lögð á útg- áfu 3 af Lotus 123, sem er svar Lotus við Microsoft Excel. Einnig verður markaðsstefna Lotus í hug- búnaðarmálum kynnt. Að sögn umboðsaðila Lotus Gísla J. Jo- hnsen er Lotus Development einn stærsti framleiðandi á hugbúnaði fyrir PC og PS/2 tölvum í heimin- um. Kynningin fer fram kl. 13.30— 16.30 og er öllum opin, en gestir eru beðnir að skrá sig hjá Hafdísi í Skrifstofuvélum í síma 62 37 37. að með minnkandi bílasölu hafi dregið úr eftirspurn eftir lánum til bílakaupa. Mögulegt sé að bjóða bankavexti þar sem fyrirtækið hafi nú aðgang að ódýrara fjármagni en áður og vaxtamunur hjá Féfangi sé mun lægri en í bankakerfinu. Hann segir að þessi þjónusta bygg- ist upp á að ná nægilega mikilli veltu og hafi viðtökur verið góðar. Kjartan benti á að lán Féfangs væru jafngreiðslulán þannig að greiðslubyrðinni væri jafnað yfir lánstimann. Algengustu lán væru hins vegar þannig að greiðslubyrðin væri þyngst í upphafi lánstíma en léttist smám saman þegar liði á. SOLUUMBOÐ — Nýlega tók Asiaco hf. að sér söluumboð á öllum framleiðsluvörum Hafspils hf. á Akureyri, en Hafspil hefur um nokkurra ára skeið framleitt margs konar vökvadrifin tæki fyrir fiskiskip. Hreinn Elliðason framkvæmdastjóri Hafspils sagði að mark- miðið með samstarfinu við Asiaco væri að auka markaðshlutdeild og þjónustu við viðskiptamenn, en fram til þessa hefur aðalmarkaðs- svæði fyrirtækisins værið á Norður- og Austurlandi. Myndin var tekin þegar gengið var frá samningi Asiaco og Hafspils, f.v. Friðrik Halldórs- son og Páll Gestsson frá Asiaco, Hreinn Elliðason framkvæmdastjóri Hafspils hf. og Kjartan Örn Kjartansson framkvæmdastjóri Asiaco hf. Verðbréfaþing Nýtt tölvuvætt viðskiptakerfi TEKIÐ hefúr verið í notkun nýtt tölvuvætt viðskiptakerfi á Verð- bréfaþingi Islands. I tengslum við kerfið hefúr stjórn þingsins sett nýjar reglur um viðskipti með verðbréf á þinginu. Þar er kveð- ið á um Iágmarksfjárhæðir, af- hendingartíma og skyldur við- skiptavaka svo eitthvað sé neftit. Ýmsar veigamiklar endurbætur felast í nýja kerfinu umfram það kerfi sem áður var í notkun og er þess vænst að það auðveldi miðlun verðbréfa á þinginu. Samhliða við- skiptakerfinu voru tekin upp ný auðkenni á verðbréfaflokkum skráðum á Verðbrfaþingi. Auð- kennið er 12 bókstafir sem skiptist í eftirfarandi svæði: Tegund verðbréfaflokks, 2 stafir. Dæmi: SP spariskírteini, BB banka- bréf, SK skuldabréf. Flokkur útgefenda, 3 stafir. Dæmi: RÍK ríkissjóður, LBI Lands- banki íslands, GLI Glitnir hf. Undirflokkur, 7 stafir, gefur nán- ari einkenni í verðbréfaflokknum. Dæmi: 89/1D8 lfl. D 1989 með 8 ára lánstíma. Kerfið er sett upp hjá Verk- og kerfisfræðistofunni hf. og unnið á IBM/PS tölvu í eigu þingsins. Þing- aðilar tengjast tölvunni gegnum gagnanet Póst og síma (x25). Hvað kostar eitt stykki fyrirtæki? eftir Bjarna Sigtryggsson Nýlega var fjallað um það í út- varpsþætti með hveijum hætti bæri að verðleggja fyrirtæki þegar þau erú seld, eða þegar lagt er mat á raunverð hlutabréfa í þeim félögum, sem jafnan eru til kaups á almenn- um hlutabréfamarkaði. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaup- þings, benti þar á mikilvægi þess að menn sem væru í þeim hugleið- ingum að festa kaup á fyrirtækjum öfluðu sér sem ítarlegasta upplýs- inga um raunverð eigna þeirra, markaðsstöðu og viðskiptavildar. Úr ársreikningum fyrirtækja má með einföldum hætti afla mikil- vægra lykiltalna um stöðu þeirra Bndsskófirm Síðasta innritunarvika Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna hefjast 25. og 26. september nk. Upplýsingar og innritun í síma 27316 daglega milli Ikl. 15.00 og 18.00. KVENNA ATHVARF Bak vii byigða glugga Ilvaé er heimilisofbeldi? Samtök um kvennaathvarf fjalla um efnið í Gerðubergi þriðjudaginn 19. september kl. 20.15. milr velkomnir. Samtök um kvennaathvarf. og gengi. Það eru þær grunnupplýs- ingar sem menn verða að hafa við höndina áður en ráðist er í kaup. En þær upplýsingar nægja þó sjaldnast. í mörgum greinum skipt- ir markaðsstaða viðkomandi fyrir- tækis verulegu máli, og í sumum greinum, eins og til dæmis hjá þeim fyrirtækjum, sem semja hugbúnað fyrir tölvur, getur hæfni og tryggð starfsmanna skipt mestu máli. í rauninni er engin algild aðferð til sem nota má til að komast að hinu sanna um stöðu fyrirtækja, en nokkur heilræði má hafa að leið- arljósi, og oftast er það svo, að til- gangur með kaupum fyrirtækja er sá að kaupandi ætlar sér að ávaxta sitt pund, að minnsta kosti ekki ver en hann gæti með kaupum ríkis- skuldabréfa, helst þarf ávöxtun alls bundins fjár að vera meiri. Þrjár þumalfingursreglur Fyrsta reglan er sú að skoða ársreikninga viðkomandi fyrirtæk- is. Þeir greina frá Ijárhagslegu heil- brigði þess, en rétt er þó að leggja líka nýtt mat á skráð verðmæti, svo sem fasteignir og tæki. I öðru lagi þarf að kanna traust fyrirtækisins hjá lánardrottnum og helstu viðskiptavinum. Það þykir víðast erlendis sjálfsagt mál að menn kanni slíkt sjálfir og gerir fyrirspurnir upp á eigin spýtur. Það flokkast ekki undir iðnnjósnir að gera slíkar penar njósnir — og ekk- ert er eðlilegra en að gera sér ferð til helstu viðskiptavina eða bjóða þeim í hádegisverð til að fræðast um viðskiptin. Það er sjaldnast ver- ið að ijúfa trúnað við slíkt athæfi og oft geta þessir óformlegu fundir orðið upphaf nýrra viðskiptasam- banda ef af kaupum verður. í þriðja lagi þarf að skoða mark- aðsstöðu fyrirtækisins, en þar er um öllu afstæðara hugtak að ræða en lánstraust eða mat á eignum. Þetta tengist líka mati á því sem kallast viðskiptavild og er góð þýð- ing enska orðsins „good-will“. Eflaust munu ýmsir halda áfram aö kaupa fyrirtæki í óbif- anlegri trú á eigin getu og bjartsýni um framtíðina. Þarna geta keppinautarnir reynst skæðir og varhugaverðar heimildir. Markaðsfræðingar sem starfa sjálf- stætt, eins og Sigurður Ágúst Jens- son, ráða hins vegar yfir aðferðum til að meta stöðu fyrirtækisins og afurða þess á markaðnum — og það er jafn sjálfsagt að leita til slíkra manna vegna þess og það að leita aðstoðar lögfræðings við samninga- gerð. Upplýsingar eru fyrir öllu Segja má að þetta þríþætta mat sé grundvallar þekkingaröflun fyrir væntanlega kaupendur. Mat á eign- um og fjárhagsstöðu er fortíðin, sá grunnur sem byggt er á. Mat á lánstrausti og viðskiptavild er nútíð- in; það umhverfi sem fyrirtækið starfar í. Og markaðsmatið er framtíðin; þeir möguleikar sem fyr- irtækið á. Eflaust munu ýmsir halda áfram að kaupa fyrirtæki í óbifanlegri trú á eigin getu og bjartsýni um fram- tíðina. Aðrir láta plata sig til að trúa því að verðmæti sjoppu megi reikna sem fall af ársveltu. En sé mönum annt um fjármuni sína, þá mega þeir hvorki spara fé né fyrir- höfn til þess að afla ítarlegustu og nákvæmustu fáanlegra upplýsinga um verðmæti þess sem kaupa skal. Allra þeirra upplýsinga sem hægt er að fá á löglegan og siðlegan hátt. Því má ekki gleyma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.