Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Sameining sjúkrahúsa í Reykjavík: Spara má 400 milljónir með aukinni verkaskiptingu segir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra FINNUR Ingólfsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, sagði á fnndi á Borgarspítalan- um á föstudag, að spara mætti 400 milljónir króna í rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík, með því að bráðamóttaka yrði aðeins í Borgarspítala og Landspítala, en Landakotsspítala breytt í sérhæft öldrunarsjúkrahús. Sjúkrarúmum yrði fækkað um 150 og dregið úr starfsemi úti- deilda. A iúndinum kom fram, að meiningar eru deildar í nefhd, sem fjallar um samein- ingarmál spítalanna og óánægja með tafir á störfúm hennar. Snemma á þessu ári skipaði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra, nefnd til að fjalla um sameiningu sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður ráðherra er formað- ur nefndarinnar og gerði hann grein fyrir störfum hennar á fundi með starfsfólki Borgarspítalans á föstudaginn. Finnur sagði meðal annars, að þar sem þjóðartekjur væru nú að dragast saman þyrfti að skera nið- ur hjá hinu opinbera, meðal annars í heilbrigðiskerfinu. Það yrði að gerast eins sársaukalaust og hægt væri og benti hann á að ná mætti fram sparnaði í rekstir sjúkrahús- anna í Reykjavík með aukinni verkaskiptingu milli þeirra, sam- starfi og hugsanlega sameiningu. Hann sagði að í sameiningar- nefndinni hefðu einkum verið ræddir fjórir möguleikar. í fyrsta lagi að sameina Landakotsspítala og Borgarspítala, í annan stað Landspítala og Borgarspítala, í þriðja lagi að sameina alla þijá spítalana og í fjórða lagi að auka samvinnu þeirra með skýrari verka- skiptingu, án þess að til sameining- ar kæmi. Ekki væri fengin niður- staða og um þetta væru deildar mginingar í nefndinni. Sjónarmið manna væru nú hins vegar farin að nálgast. Finnur reifaði hugmyndir um hvernig ná mætti fram sparnaði; bráðamóttökusjúkrahúsin yrðu að- eins tvö, Borgarspítali og Landspít- ali, en Landakotsspítala yrði breytt í sérhæft öldrunarsjúkrahús. Dreg- ið yrði úr starfsemi útideilda sjúkrahúsanna og sjúkrarúmum yrði fækkað um 150. Benti hann á, að nú stæðu um 160 rúm auð. Taldi Finnur, að með þessu móti mætti spara um 400 milljónir króna og væri þá ekki tekið tillit til sparn- aðar, sem hugsanlega gæti náðst fram með breytingum á stjórn stofnananna. A fundinum komu fram skiptar skoðanir um þessar hugmyndir og var tillagan um að gera Landa- kotsspítala að öldrunarsjúkrahúsi gagnrýnd harðlega. Meðal annars sagði Ársæll Jónsson, öldrunar- læknir á Borgarspítalanum, að hugmyndin um annars flokks sjúkrahús fyrír aldraða væri and- stæð nútímahugsunarhætti. Taldi hann að Landakotsspítali myndi þjóna illa sem hjúkrunarheimili fyr- ir aldraða og mjög dýrt yrði að breyta honum í þeim tilgangi. Olafur Örn Arnarson, yfirlæknir á Landakotsspítala, sem sæti á í sameiningarnefndinni, lýsti sig andvígan hugmyndum stjórnmála- manna um niðurskurð í heilbrigði- skerfinu og taldi þær undarlegar þegar milljörðum króna væri eytt í útflutning lambakjöts og björgun- araðgerðir vegna loðdýraræktar- innar. Sr. Einar Jónsson að Kálfafellsstað SÉRA Einar Jónsson í Árnesi í Trékyllisvík á Strönduin hefúr verið valinn prestur í Kálfafells- staðarprestakalli í Austur- Skaftafellssýslu. Séra Fjalarr Sigurjónsson prófastur lætur nú af störfum en hann hefúr þjónað Ljóðabókin Steiktir svanir eftir Ólaf Pál ÚT ER komin ljóðabókin Steiktir svanir eftir Ólaf Pál. Hún hefur að geyma ljóð og texta, tekin saman úr röð handrita sem urðu til á árunum 1975-1981 og er m.a. nokkurs konar úttekt á því tímabili. Eða eins og segir í kynn- ingu á bókarkápu: „Ljóð þessi og texta má skoða sem gegnumlýsingu ákveðins tíma- bils, einskonar þroskasögu. Hér er sungið um veginn þar sem logandi gullinn leiðinn lýsir leið allt frá bernsku ívars, sem er eins og bið eftir viðgerð, ofurseld kerlingum með Góðyerka-Garúnu í fylkingar- bijósti. Áfram á leigubílum gelgj- unnar frá innbrotum í Arnarnesinu í sjúklegri leit að píunum sem þekkja bóa bronkó og mumma sem vann í hástökki, kidda sem spilar í stardust, gubba, snúlla og villu sem dó í klúbbnum, í veikri von um að kalli killer hleypi þeim inn — von sem brestur með allt of auðveldri inngöngu í fangaklefann. Við kynn- umst nábylgjudömunni í litræpta dúllusjalinu og forfeðrum hennar í gensíunni — mannlegasta fólkinu í bænum — nýbylgjuprinsinum sem langar inn í hlýjuna og sjóaranum sem þyrstir í hafið, nemum óhugnað Örfiriseyjar og brotlendum loks í beinahrúgu Steiktra svana“. Ólafur Páll er fæddur í Reykjavík 1960. Efniviður Steiktra svana í núverandi mynd er tekinn saman árið 1982 og hefur ekki birst áður á prenti. Fyrri hluta þessa áratugar einbeitti höfundur sér að margvís- legum tilraunum með orð og hljóð á pappír og segulböndum. Undan- farin ár hefur hann snúið sér á ný að hefðbundnari vinnubrögðum með ljóð og prósa. Auk þess hefur hann unnið við kvikmyndagerð, út- varpsþætti og þýðingar. Bókin var prentuð í Félags- prenstmiðjunni og kemur út í 500 eintökum. Hún er rúmar 90 bls., söfiiuðunuin í 26 ár. Kálfafellsstaðarprestakall nær yfir Öræfi, Suðursveit og Mýrar. Sr. Einar var eini umsækjandinn og á kjörmannafundi sóknarnefnd- anna var hann einróma valinn. Sr. Einar er fæddur á Kálfafells- stað. Faðir hans, sr. Jón Pétursson, var þar sóknarprestur og þar áður afi Einars, sr. Pétur Jónsson. Einar flytur að Kálfafellsstað fyrir næstu mánaðarmót. Kona hans er Sigrún G. Björnsdóttir kénnari. Ólafúr Páll. límd og saumuð og fæst í helstu bókaverslunum. Kápumynd gerði Örn Karlsson og Hjördís Brynja sá um útlit og hönnun kápu. Höfundur gefur bókina út, en hann hefur áður gefið út Múlbandamálið (gögn), árði 1983. ELO-stig Mar- geirs og Helga verða hækkuð STÓRMEISTARARNIR Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson hafa fengið leiðréttingn á siðasta út- reikningi ELO-skákstiga. Margeir hækkar um 10 stig, og er stigahæstur íslendinga með 2590 stig í 23.-26. sæti heimslistans. Helgi Ólafsson hækkar um 20 stig, hefur nú 2565 stig og er um miðjan hóp 100 sterkustu skákmanna heims og næststigahæstur íslenskra skákmanna. Leiðrétting þessi var gerð vegna" mistaka mótshaldara á opna mótinu sem haldið var í New York um 'páskaleytið, að sögn Margeirs Pét- urssonar. Sphinx ALLT SETTIÐ! Hvít Europa hreinlœtistœkja'/se1t" frá Sphinx á hreint frábœru verði kr: nmommn ^iBSa5aia3a!.-'Lta:«!.íit1!v J.þorléksson & Norðmann hf. 1©R RU3 ft-BKOVO Suðurlandsbraut 20 • Sími 83833 19 Heildarupphæð vinninga 16.09. var 4.939.856. 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 2.279.694. Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 98.565. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 5.113 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 361. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 Þ.ÞDRGBÍMSSON&CO WARMA PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.