Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
47,'
Egilsstaðir:
11 kvenfélög búa fæð-
ingarstofima tækjum
Eg-ilsstöðum.
ELLEFU kvenfélög á Fljótsdalshéraði og Borgarfírði eystra færðu
sjúkrahúsinu á Egilsstöðum nýlega ágætan tækjabúnað á fæðingar-
stofú sjúkrahússins að gjöf. Fæðingarstofan er nú með best búnu
fæðingarstofum landsins. Kvenfélögin ellefú sem færðu sjúkrahúsinu
þessa rausnarlegu gjöf, en verðmæti hennar er vel á aðra milljón
króna, starfa í þeim hreppum sem starfssvæði sjúkrahússins og heil-
sugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum nær yfír.
I fyrra var 2.000 m'- viðbygging Egilsstöðum. Við það tækifæri var
tekin í notkun við sjúkrahúsið á aðstaða fæðingarstofunnar stór-
Morgunblaðið/Björn Sveinsson.
Ljósmæðurnar Gunnþóra Snæþórsdóttir og Guðríður Ingvarsdóttir
við nýja fæðingarrúmið.
m
bætt og er hún nú í rúmgóðum
húsakynnum. Með gjöf kvenfélag-
anna er fæðingarstofan nú með
betur búnu fæðingarstofum lands-
ins.
Tækin sem konurnar gáfu voru
vel búið fæðingaiTÚm, hita-, ijósa-
og lofthreinsilampi, bijóstgjafar-
púðar, tvær tölvuvogir, auk fleiri
smátækja á fæðingarstofu. 'Þessu
til viðbótar gaf Kvenfélagið Blá-
klukka á Egilsstöðum glaðloftstæki
sem er tækjabúnaður til deyfingar
sængurkvenna. Verðmæti þessa
tækjabúnaðar alls er vel á aðra
milljón króna án tolla og sölu-
skatts. Fjáröflun kvenfélaganna er
búin að standa lengi yfir og hefur
fé verið aflað með margvíslegum
hætti. Munu flest heimili á Fljóts-
dalshéraði hafa látið eitthvað af
hendi rakna með einum eða öðrum
hætti.
Gunnþóra Snæþórsdóttir afhenti
gjafirnar fyrir hönd kvenfélaganna
en Magnús Einarsson stjórnarfor-
maður sjúkrahússins og Einar Rafn
Haraldsson framkvæmdarstjóri
veittu þeim viðtöku. Kváðust þeir
vona að þetta framtak kvenfélags-
kvenna virkaði hvetjandi á konur
að ala börn og nýting tækjanna
yrði sem best í framtíðinni.
- Björn
Myndlistarskóli Kópavogs
Annað starfeár skólans hafíð
ANNAÐ starfsár Myndlistar-
skóla Kópavogs hófst þann 16.
september n.k. með sýningu á
verkum íngibergs Magnússonar
myndlistarmanns sem var bæ-
jarlistamaður Kópavogs á s.l.
ári. Skólinn flytur sig um set,
áður var hann að Auðbrekku 2
en hefur nú aðsetur að Auð-
brekku 32 í 210 fermetra hús-
næði. Auk námskeiða fyrir börn
og unglinga verður boðið upp á
kvöldnámskeið fyrir fúllorðna í
málun, teikningu og módelteikn-
ingu. Forsvarsmenn skólans eru
Sigríður Einarsdóttir og Sólveig
Helga Jónasdóttir, myndlistar-
kennarar.
I samtali við forsvarsmenn skólans
létu þær í ljós ánægju yfír því hve
Kópavogsbúar hefðu tekið skólanum
vel og hefur bæjarfélagið styrkt
starfssemina fjárhagslega. Aðsókn
að skólanum var mjög góð á síðasta
ári, en um áttatíu nemendur voru á
hvorri önn. í fyrra voru haldnar sýn-
ingar á verkum nemenda og er stefn-
an að halda þeirri hefð. Undanfarið
hefur verið unnið hörðum höndum
við að koma upp aðstöðu fyrir nem-
endur, sem eru allt frá sex ára aldri.
Námskeiðin hefjast í byijun október
og standa til loka janúar. Vomá-
mskeið skólans heflast í febrúar og
er skóla lokið í maímánuði.
Ingiberg Magnússon, bæjarlista-
maður, kennir módelteikningu við
skólann. Hann sýnir þar um sautján
myndir, teikningar og akrýlmálverk,
en það er afrakstur frá því tímabili
er hann var á starfslaunum. Sýning-
in er opin daglega frá 14-18 frá 16.
september til 1. október.
Morgunblaöið/Börkur
Sólveig Helga Jónasdóttir, Ingiberg Magnússon og Sigríður Einars-
dóttir, kennarar í Myndlistarskóla Kópavogs.
Lýtalækningar
Hef opnað lækningastofu í Domus Medica,
Egilsgötu 3.
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka virka daga í
síma 16160.
Sérgrein: Lýtalækningar. „ , _
Rafn Ragnarsson
GEGNFROSIN GJEDI
GRAM frystikistur og frystiskápar
GRAM frystikistur hafa hraðfrystihólf, hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er
að stafla, Ijós í loki, frórennsli fyrir affrystingu, barnaöryggi ó hitastilli-
hnappi, öryggisljós sem blikkar ef hitastig verður of hótt.
6RAM frystiskápamir hafa jafna kuldadreifingu í öllum skápnum, hrað-
frystistillingu, útdraganlegar körfur með vörumerkimiðum, hægri eða
vinstri opnun, öryggisljós sem blikkar ef hitastig verður of hátt.
Og auðvitað fylgir hilamælir og íamolaform öllum GRAM frystiUekjunum.
KtSTUR: Rýmii ktrum Oritu- notkun kWst/sóiarti. FrystF afköst kg/sólarti. Verð afborg. staðgr.
HF-234 234 1,15 17,6 41.480 39.406
HF-348 348 1,30 24,0 48.630 46.199
HF-462 462 1,45 26,8 55.700 52.915
HF-576 576 1,75 35,0 69.470 65.997
SKAPAR:
FS-100 100 1,06 16,3 33.750 32.063
FS-146 146 1.21 18,4 41.980 39.881
FS-175 175 1,23 24,5 44.280 42.066
FS-240 240 1,40 25,3 55.260 52.497
FS-330 330 1.74 32,2 72.990 69.341
Góðir skilmálar, traust þjónusta
3ja ára ábyrgð.
/FQnix
HATÚNI 6A SÍMI (91)24420
fltocyiiiittbifetfe
Blaóió sem þú vaknar við!
v/SA
-ekkl
hepf*11
^ FORSAIA
ISLAND - TYRKLAND
Heimsmeistorakeppnin 20. september kl. 17.30
LANDSBYGGÐARFQLKATHUGIÐ!
Fyrir þennan leik verður hægt að panta miða á landsleikinn í síma 91-84444 sunnudaginn 17. sept. frá kl. 14.00-18.00
Sækja verður pantanir fyrir lokun forsölu kl. 18.00 þriðjudaginn 19. sept.
F0RSALA AÐGÖNGUMIDA VERDUR SEM HÉR SEGIR:
í dag 19. sept. kl. 12.00-18.00 í Austurstræti og á Laugardalsvelli
Keppnisdag 20. sept. kl. 10.00-17.30 á Laugardalsvelli
Miðaverð:
Stúka kr. 1.000.-, stæði kr. 600.-, börn kr. 200.-
adidas
FLUGLEIDIR
íþróttir byggja upp
- ófengi brýtur niður
KNATTSPYRNUSAMBAND
ÍSLANDS