Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989
-1
Austur-Berlín. Reuter.
KROFUR um umbætur í Austur-Þýskalandi hafa aukist að undanfórnu
og hafa umbótasinnar notað sér flótta rúmlega 15 þúsund landa sinna
til þess að vekja athygli á kröfur sínar. Stjórn kommúnista sýnir hins
vegar engin merki um að hún muni slaka á harðlínustefnu sinni.
Leiðtogar austur-þýskra kirkju-
deilda sögðu í gær að stöðnun væri
helsta ástæðan fyrir fólksflóttanum.
Mörg samtök umbótasinna hafa
skotið upp kollinum síðustu daga.
„Umbætur yrðu til þess að auka stöð-
ugleika en áframhaldandi stöðnun
til óróleika," sagði Werner Leich,
biskup, á kirkjuþingi lútersku kirkj-
unnar, sem haldið var í borginni Eis-
enach í gær. Leiðtogar kaþólsku
kirkjunnar í Austur-Þýskalandi hafa
sömuleiðis mælt með umbótum.
Fjölmiðlar í Ai stur-Þýskalandi
birtu í gær greinar úr sovéskum og
tékkneskum blöðum þar sem vestur-
þýsk yfirvöld voru sögð hafa tælt
austur-þýska flóttamenn vestur yfir
jámtjald með áróðri og gylliboðum.
Einnig voru birt bréf frá austur-
þýskum verkamönnum sem sögðust
ánægðir með sinn hlut og mæltu
gegn breytingum.
Tékkneskir landamæraverðir
hindruðu marga austur-þýska ferða-
menn í að fara til Ungveijaiands um
helgina þó svo þeir hefðu fullgiid
leyfi til ferðar þangað. Með því eru
tékknesk yfirvöld talin vilja stöðva
straum flóttamanna frá Austur-
Þýskalandi þó svo það stangist á við
alþjóðalög.
Nú er svo komið að í Austur-
Þýskalandi þekkja flestir einhvern
sem flúið hefur til vesturs að undanf-
örnu. Fjarvistir starfsmanna eru
áberandi í mörgum fyrirtækjum og
stofnunum. Þannig munu a.m.k. 30
starfsmenn austur-þýska ríkisút-
varpsins hafa flúið til Vestur-Þýska-
lands í síðustu viku.
Straumur austur-þýskra flótta-
manna hefur verið í sendiráð Vest-
ur-Þýskalands í Prag og Varsjá. í
gær voru mörg hundruð manns í
sendiráðunum eða á lóðum þeirra og
var hermt að þeim yrði lokað af þeim
sökum.
ruíutur
Vopnaður vörður, sem slapp naumlega er sprengja sprakk i byggingunni að baki honum í Bogota,
höfuðborg Kólumbíu, á sunnudag. Hann var inni í húsinu er framhlið þess splundraðist skyndilega.
Bandaríkin-Kólumbía:
Ótti við hefiidarárás á
Bush Bandaríkjaforseta
c* í pi : r_:u w ■ ■ • ..
St. Cloud í Florida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Keuter.
GÆSLA um George Bush forseta
og ýmsa ættingja hans hefur verið
Reuter
Hættuleg fegurð
Þessi föngulega stúlka, Tanya Graovac að nafhi, hefur að undanf-
örnu starfað sem byggingarverkamaður í borginni Caims í Ástr-
alíu en nú hefur henni verið sagt að taka pokann sinn. Hefur hún
það eftir verksljóranum, að hún sé stórhættuleg á vinnustað vegna
þess, að karlmennirnir glápi á hana í tíma og ótíma og geti
hæglega farið sér að voða á meðan.
aukin og talið að það hafi verið
gert vegna gruns um að eiturlyfja-
smyglarar muni reiða til höggs
gegn fjölskyldu forsetans. Margir
Bandaríkjamenn óttast nú hefhd-
araðgerðir Medellin-eiturlyfja-
hringsins vegna fjárhags- og sér-
fræðilegrar aðstoðar yfirvalda við
stjórn Kólumbíu sem undanfarnar
fjórar vikur hefur átt í styijöld
við eiturlyfjabaróna í landinu.
Dick Cheney, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, skýrði í gær
frá auknum aðgerðum hersins til
að stemma stigu við eiturlyfja-
smygli. „Við getum lagt barátt-
unni gegn eiturlyfjasmygli lið með
ýmsum hætti,“ sagði ráðherrann.
Cheney sagði að landamæra-
gæsla yrði efld, einnig stuðningur
við lögregluyfirvöld, samvinna auk-
in við lögregluyfirvöld í upplýsinga-
öflun og ef til vill yrði erlendum
lögreglumönnum veitt þjálfun. „Ég
hef í dag sent skilaboð til æðstu
yfirmanna hinna ýmsu deilda varn-
armála þar sem segir að það sé
mikilvægur þáttur í öryggi landsins
að draga úr eiturlyfjaflóðinu," sagði
Cheney. Hann sagðist vænta þess
að fá skýrslur um mögulegar að-
gerðir innan þriggja vikna. Ýmsir
bandarískir hershöfðingjar og
aðmírálar hafa andmælt áformum
af þessu tagi og segja þeir að rangt
sé að beita heraflanum í þessu
skyni.
Hert barátta gegn eiturlyfjum í
Bandaríkjunum að undanförnu hef-
ur valdið ýmsum breytingum á eit-
urlyfjamörkuðum í Miami og Los
Angeles, ,,höfuðborgum“ eiturlyfja-
viðskipta í landinu. Dregið hefur
úr viðskiptunum í Miami og verð á
kókaíni þar hefur stórhækkað á
tveim mánuðum; kílóið rokið úr
11.000 dollurum (680.000 ísl.kr.) í
18.000 dollara. í Los Angeles hefur
verðið hækkað úr 10.000 dollurum
í allt að 23.000 dollara. Sagt er að
þeir sem stundi eiturlyfjasölu í Los
Angeles og Miami geti ekki bætt
auknu innkaupsverði að öllu leyti á
söluverðið og muni því draga úr
„gæðum“ varningsins. Verðhækk-
unin er talin hafa í för með sér
fleiri rán og önnur afbrot því að
fjöldi fólks sér enga aðra leið til
að fjármagna eiturlyfjaneyslu sína
en að stela - og stundum fremur
það morð.
Mjög hefur dregið úr smygli frá
Kólumbíu en miklar birgðir eru
sagðar vera á eyjum í Karíbahafinu
og í Mexíkó. Embættismenn frá sjö
helstu iðnríkjum heims samþykktu
í gær á fundi í París að vinna sam-
eiginlega að því að hindra eitur-
lyfjasala í að koma ágóðanum af
starfsemi sinni fyrir í bönkum án
þess að yfirvöld fái upplýsingar um
hvað sé að gerast.
Á föstudag gáfu stjórnvöld í
Kólumbíu flughernum skipun um
að skjóta niður flugvélar sem grun-
ur léki á að flyttu eiturlyf. Sama
dag voru tveir lögreglumenn skotn-
ir til bana í höfuðborginni, Bogota,
og einn í Medellin, miðstöð eitur-
lyfjaviðskiptanna. Sprengjur
sprungu í bönkum í borginni Cali
og á laugardag og sunnudag slasað-
ist fólk af völdum öflugra spreng-
inga í Bogota. Á sunnudagskvöld
var eldflaug skotið á bandaríska
sendiráðið í borginni en hún sprakk
ekki og olli litlum skemmdum. Ta-
lið er að eiturlyfjasalar standi að
baki tilræðunum.
Bretland:
Kröfiir um umbætur
aukast í A-Þýskalandi
= BÍLAÞJÖNUSTUSTÖÐ =
ÞVOTTASTOD
ITUPOR
,..é£L
LU
&
BÍLAÞVOTTUR
Ódýrt — fljótlegt
Auka öryggi þitt
RAFGEYMASALA
TUDOR
rafgeymar meö 9 líf
REYNIÐ VIDSKIPTIN STRAX í DAG
Bílaþjónustustöð
■ LAUGAVEGI 180 ■ SÍMI 623016 ■
Thatcher á móti
kynlífskönnun
Frá Guðmundi Heiðari Fríinannssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins í St. Andrews.
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, krafðist þess í vor að
opinberum stuðningi yrði hætt við kynlífskönnun á vegum Gallup-
stofiinarinnar. Ástæðan var sú að hún ryfi friðhelgi einkalifs.
Fyrir rúmri viku upplýsti The Sunday Times, að forsætisráðherrann
hefði krafist þess að opinberum stuðningi við könnunina yrði hætt. I
síðustu viku viðurkenndi heilbrigðisráðuneytið að svo hefði verið.
Ætlunin var að leita upplýsinga um kynlífsvenjur 20 þúsund einstakl-
inga. Þessar upplýsingar ættu síðan að nýtast til að meta smithættu
vegna eyðnisjúkdómsins til dæmis. Svona könnun hefiir ekki verið gerð
í 20 ár.
Gallup gerði forkönnun á síðasta
ári og prófaði sig áfram með hvernig
best væri að gera könnun af þessu
tæi, þannig að hún særði ekki fólk.
Spyrlar stofnunarinnar sögðust hafa
verið hissa hve vel fólk hefði tekið
þeim og viðbrögð hefur verið vinsam-
legri en spurningum um tekjur og
eignir.
Á sunnudaginn birtir The Sunday
Times nokkrar niðurstöður úr for-
könnunni, sem náði til um þúsunda
manna úrtaks. í henni kemur til
dæmis fram af 4 hveijum 10 karl-
mönnum hefði ekki haft samfarir
vikuna áður og þriðjungur allra eig-
------------------------------------------------:—d
inmanna sögðu þetta sama. En einn
af hveijum sex hafði haft samfarir
oftar en þrisvar sinnum í síðustu viku
fyrir könnunina. Einn af hveijum
fimmtíu hafði haft samfarir tíu sinn-
um eða oftar. Meðaltal á viku er
1,51 sinni.
Á meðalævi karlmanns getur hann
búist við að samrekkja 6,81 konu
að jafnaði. 41% aðspurðra sögðust
hafa lagst með einni eða tveimur
konum.
Fjórar af hveijum tíu konum segj-
ast ekki hafa átt samfarir síðustu
sjö daga áður en könnunin var gerð.
30% eiginkvenna sögðust ekki hafa