Morgunblaðið - 19.09.1989, Side 22

Morgunblaðið - 19.09.1989, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 VATNSDÆLUR MIKIÐ ÚRVAL-GOTT VERÐ ASETA HF. Ármúla 17a • Símar: 83940 - 686521 Ný verslun Ný sniö Nýjir litir Úrval haust- og vetrarfatnaöar fyrir dömur frá ue og (cacharel) kaines Laugavegi 5 620042 HYBREX FVUKOMIÐ SIMAKERFI Á MJÖCGÓÐU VERÐI Bíður fyrir þig og gerir viðvart, man og minnir á, sendir skilaboð og svarar þeim. Eitt handtak leysir mörg af hólmi HYBREX - ÓDÝRT, FJÖLHÆFT OG FULLKOMIÐ SÍMAKERFI LEITIÐ UPPLYSINGA ÁTÆKNIDEILD HEIMILISTÆKJA. Heimilistæki hf !úni8 . ó sanoangjuitt Tæknideild • Sætúni8 SÍMI.69 15 00 Bladu) sem þú vaknar við! Jimmy Carter miðlar málum í AMku: Vonir glæðast umfrið í Eþíópíu-styrjöldinni Atlanta í Georgíuríki. Reuter. JIMMY Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseta, hefur tekist að fá fulltrúa marxistastjórnar Eþíópíu og skæruliðalireyfingar Erítrea, EPLF, í norðurhluta landsins til að iiefja friðarviðræð- ur. Að auki virðist hann hafa fúndið leið til að deiluaðilar ræði með óformlegum hætti sjálfstæð- iskröfúr Erítrea. Stjórnvöld í Addis Ababa hafa ávallt þverneit- að að ræða sjálfstæðiskröfurnar þau 28 ár sem skæruliðar hafa háð styijöld gegn yfirvöldum. Milljónir manna hafa fallið í styij- öldinni eða af völdum hennar. ELFP krefst þess að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram í Erítreu um þijár mögulegar framtíðar- lausnir; sjálfstæði, ríkjasamband með Eþíópíu eða aukið sjálfræði innan Eþíópíu. Marxistastjórn Eþíópíu hefur notið stuðnings Sov- étmanna í styrjöldinni við ELFP síðan hún hratt Haile Selassie keis- ara af stóli um miðjan síðasta ára- tug. Mengistu Haile Mariam, leið- togi landsins, hefur áður sagt að hann muni aldrei sætta sig við sjálf- stæði Erítreu en það myndi hafa í för með sér að Eþíópía glataði að- gangi að sjó. Lausn Carters virðist hafa verið sú að sjálfstæðiskröfurn- ar verði ræddar undir lið sem nefnd- ur er afar óljósu heiti og sagði hann það hafa verið með ráðum gert. Samþykkt var að fresta síðasta þætti viðræðnanna fram á þriðju- dag þar sem Carter fer um helgina til Nicaragua þar sem hann mun Færeyjar: semja um starfsskilyrði alþjóðlegra eftirlitsmanna með þingkosningum í landinu sem haldnar verða í febrú- ar á næsta ári. Forsetinn fyrrver- andi verður í hópi eftirlitsmann- anna. Blaðhús Dagblaðs- ins eyðilagðist í eldi Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRAMTÍÐ Dagblaðsins er óljós eftir eldsvoða í blaðhúsinu aðfaranótt sunnudags. Gjöreyðilagðist húsbygginging og allt innanstokks, s.s. prentsmiðja, setjarasalur og myndasafii. Tjónið er talið nema a.m.k. 55 millj. ísl. króna. Grunur leikur á að um íkveikju hafí verið að ræða og velta menn því fyrir sér hvort brennuvargur leiki lausum hala í Færeyjum. Eldsiris í blaðhúsi Dagblaðsins varð vart klukkan fimm á sunnu- dagsmorgni. Slökkvilið kom fljótt á vettvang en þá stóð húsið í ljósum logum og sýnt þótti að ekki fengist neitt ráðið við eldinn. Einbeittu slökkviliðsmenn sér að því að vetja næstu hús og tókst það vel því eldur- inn breiddist ekki út. I gær voru eldsupptök enn óljós en grunur leikur á að um íkveikju hafi veirð að ræða. Fyrr í sumar var færeyskur brennuvargur handtekinn í Kaupmannahöfn og situr hann í fangelsi þar. Aðeins viku fyrir brun- ann í Dagblaðshúsinu varð annar grunsamlegur eldsvoði í Þórshöfn. Kviknaði þá í nýbyggingu bygging- arvöruverslunar. Eyðilagðist lager verslunarinnar en byggingunni tókst að bjarga. Kviknaði eidurinn daginn sem opna átti nýju verslunina al- menningi. Sameinuðu þjóðirnar: Betra og blíðara Alls- herjarþing að heflast —segir nýr fastafulltrúi Bandaríkjanna Washington. Frá ívari Gudniundssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÁRLEGT Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna hið fertugasta fjórða í röðinni hefst í dag og stendur að vanda til jóla. „Þetta verður betra og blíðara þing, en menn hafa átt að venjast á undanförnum árum,“ segir Thomas Pickering sendiherra, sem George Bush Bandaríkja- forseti hefir skipað fastafúll- trúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Sendiherrann ræddi um þetta nýja starf sitt og hvers vænta mætti af Allshetjarþinginu að þessu sinni í hádegisverði sem honum .var haldinn í Blaðamanna- klúbbnum í Washington nýlega. Pickering hefir verið í aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna undan- farna sex mánuði til þess að búa sig undir fastafulltrúastarfið. Hann er reyndur og virtur í ut- anríkisþjónustu Bandaríkjanna, var m.a. sendiherra í Egyptalandi og er talinn sérfræðingur í mál- efnum landanna við austanvert Miðjarðarhaf. Breytt viðhorf meðal aðildarþjóðanna Pickering sendiherra telur sig hafa orðið varan við breytt við- horf, sem hann telur til hins betra, hjá mörgum aðildarþjóðum þjóð- um S.Þ., sem til þessa hafa oft þótt stirðar til samvinnu. Meðal þeirra eru hinar svokölluðu hlut- lausu þjóðir, sem vildu halda sig utan við alþjóðadeiiumál og voru tregar til að samþykkja ýmsar ráðstafanir sem stórveldin lögðu til. Meðal aðildarþjóðanna er nú vaxandi áhugi fyrir samvinnu í ýmsum málum, t.d. hverfismálun- um, að dómi Pickerings sendi- herra. Stuðningur við friðargæslumál- in fer vaxandi og sendiherrann taldi ekki ólíklegt, að samkomulag náist á þinginu um mörg alþjóða- mál, sem varla mátti minnast á í sölum Sameinuðu þjóðanna fyrir tiltölulega stuttum tíma. Munnlegt samkomulag hefir náðst milli þjóða í ýmsum málum sem rekið hafði í strand. Meðal þeirra eru t.d. umhverfismál og friðargæslumálin. Bandaríkin, sem voru farin að halda að sér hendinni í íjárveiting- um til SÞ munu nú greiða gjöld sin að fullu. Fyrir skömmu greiddu Bandaríkin t.d. 40 miljón- ir Bandaríkjadollara til Samein- uðu þjóðannna, sem frestað hafði verið að greiða um hríð. Sendiherrann taldi, að loforð stórveldanna og áhugi fyrir að draga út vígbúnaði hefðu breytt afstöðu margra ríkja innan Sam- einuðu þjóðanna og aukið vilja þeirra til samstarfs. Starfsmannahald SÞ til athugunar Pickering sendiherra drap á ýmis mál, sem hann taldi nauð- synlegt að huga að í starfi Sam- einuðu þjóðanna, m.a. í manna- haldi. Hann sagði að svo virtist sem samkomulag hefði náðst um nauðsyn þess, að aðildarþjóðir hættu að skoða þá þegna sína, sem eru embættismenn alþjóða- samtakanna, sem einkafuklltrúa sína, eins og sumar þjóðir hafa því miður gert. í því sambandi var sendiherr- ann spurður hvort Bandaríkin hefðu gert sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfs- menn Sameinuðu þjóðanna rækju njósnir í Bandaríkjunum eins og oft er haldið fram að þeir geri. Sendiherrann svaraði því til að Bandaríkin myndu að sjálf- sögðu ekki þola slíkt ef uppvíst yrði og myndu tryggja rétt sinn til að koma í veg fyrir slíkt. Tek- ið yrði hart á því ef starfsfólk Sameinuðu þjóðanna yrði uppvíst að njósnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.