Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Minka- og refaskinn lækka enn 1 verði Á loðskinnauppboði sem lauk í Kaupmannahöfn í gær varð enn nokk- ur verðlækkun á minka- og refaskinnum. Skinn af silfurrefum hækk- uðu þó í verði um 17% miðað við uppboð í mai, en mest verðlækkun varð á hvítrefsskinnum, eða 13%. Verð á minkaskinnum lækkaði að meðaltali um 4% miðað við upp- boðið í maí. Meðalverð var 883 kr. Selfoss: Þrír teknir á ofsahraða Selfossi. ÞRÍR ungir öku.nenn misstu ökuskírteini sín er þeir voru teknir fyrir of hraðan akstur á laugardagskvöld, skammt austan við Selfoss. Að sögn lögreglunnar voru ökumennimir að reyna með sér á bílunum sem mældust vera á 140-150 kílómetra hraða. — Sig. Jóns. og seldust 86% af skinnum á upp- boðinu. Verð á blárefaskinnum lækkaði um 3% og seldust 84% af skinnunum, en meðalverð var 1.337 kr. Skinn af skuggaref seldust á 1.215 kr. og er það 7% lægra verð en fékkst í maí, en 93% skinnanna seldust. Aðeins 39% hvítrefsskinna seldust og var meðalverðið 1.256 kr. Fyrir silfurrefaskinn fengust 3.054 kr., sem er 17% hækkun frá því í maí, og seldust öll skinn sem boðin voru upp. Meðalverð á blá- frostskinnum var 1.685 kr. og lækkaði það um 4%, en 88% skinn- anna seldust. Um 67 þúsund íslensk minka- skinn og 23 þúsund refaskinn voru á uppboðinu í Kaupmannahöfn, en. að sögn Jóns Ragnars Bjömssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda liggja ekki fyrir upplýsingar söluverð þeirra. Morgunblaðið/Sverrir Metaðsókn á sýningu Errós RUMLEGA fimmþúsund manns skoðuðu sýningu Errós á Kjarvalsstöðum um helgina. Að sögn Gunnars Kvar- an forstöðumanns listasafna Reykjavíkurborgar, em það þrisvar sinnum fleiri gestir en venja er þegar um opnun sýningar er að ræða. Sýningin er sölusýning og hafa allar myndimar verið seldar. „Venjulega koma um fimm hundrað manns þegar sýningar opna en nú komu yfir tvö þúsund manns,“ sagði Gunnar. Á sunnudaginn komur rúmlega þijú þúsund gestir og myndaðist þvaga við dyrnar þegar opnað var. Og strax á mánudagsmorgun höfðu um sextíu manns komið að skoða sýninguna. Við höfum aldrei upplifað annað eins.“ Aðstoðarmaður Stefans á launa- skrá hjá forsætisráðuneytinu „VIÐ samþykktum þetta, eftir að Stefán lýsti yfir stuðningi við ríkis- stjórnina enda verður hann að hafa einhvem mann til að fara í gegnum öll frumvörpin með sér,“ sagði Steingrímur Hermannsson, VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFURIDAG, 16.SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á norðurdjúpi, norð-austur- djúpi, austurdjúpi og suð-austurdjúpi. Um 500 km vestur af Skot- landi er 962ja mb hæð. Hiti breytist lítið. SPÁ: Norðaustan átt, víða allhvöss. Rigning um norðan- og austan- vert landið. en bjart veður suð-vestanlands. Hiti 4-12 stig, hlýjast á Suð-Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Norðan- og norðaustanátt um allt land. Skúrir eða slydduél um norðanvert landið en þurrt og víða léttskýj- að syðra. Fremur kalt norðanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG:Hæg breytileg átt og léttskýjað víða um landið. Fremur svalt í veðri. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO" Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CX3 Mistur —Skafrenningur Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima hitl veður Akureyri 5 alskýjað Reykjavík 9 úrkoma i grennd Bergen 14 aiskýjafi Helsinki 15 léttskýjað Kaupmannah. 17 skýjafi Narssarssuaq 2 skýjað Nuuk +1 léttskýjað Oslö 15 skýjað Stokkhólmur 16 hálfskýjað Þórshöfn 9 rigning Algarve 24 þokumóða Amsterdam 24 mistur Barcelona vantar Berlín 25 léttskýjað Chicago 12 heiðskírt Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 26 heiðskírt Glasgow 17 rigning Hamborg 24 mistur Las Palmas 27 léttskýjað London 23 hálfskýjað Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Madríd 23 mistur Malaga 29 léttskýjað Mallorca 25 skýjað Montreal 11 þoka New York 18 skýjað Orlando 24 þoka Parfs 27 heiðskírt Róm 25 þokumóða Vín 24 léttskýjað Washington 17 þokumóða Winnipeg vantar forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær um Trausta Þorláksson, bifvélavirkja, sem hef- ur gegnt starfi aðstoðarmanns Stefáns Valgeirssonar, alþingis- manns frá því að Stefán lýsti yfir stuðningi sínum við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. I Alþýðublaðinu sl. laugardag er greint frá þessu, jafnframt því sem blaðið upplýsir að Trausti sé á launa- skrá hjá forsætisráðuneytinu og titl- aður deildarstjóri. Morgunblaðið spurði Steingrím, hvort talist gæti eðlilegt að aðstoðarmaður Stefáns væri á launaskrá hjá forsætisráðu- neytinu, sem deildarstjóri: „Eg vil mjög gjarnan losna við hann af launaskrá. Það má segja að forsætis- ráðuneytið haft með það að gera að halda ríkisstjórninni saman og þess vegna varð það niðurstaðan að setja hann þar,“ sagði Steingrímur. Trausti Þorláksson, aðstoðarmað- ur Stefáns Valgeirsson deilir með honum skrifstofu í Þórshamri. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekkert frekar um málið að segja. Vísaði blaðamanni á ráðherra ríkisstjórnarinnar og Stef- án, sem ekki náðist í í gær. Aðspurð- ur hvort það gæti verið eðlilegt að hann væri á launaskrá forsætisráðu- neytisins, titlaður sem deildarstjóri, án þess að staðan hefði nokkum tíma verið auglýst, sagði Trausti: „Nú skaltu spytja þá en ekki mig. Ég þekki þetta bara ekki, sko. Eðlilega þekki ég það ekki, ég er bara lánað- ur í þetta starf hér.“ Trausti var deildarstjóri Bruna- málastofnunar þar til í fyrrahaust og segist hann bara vera í launa- lausu leyfi þaðan. Sjö slasast í árekstri SJÖ manns slösuðust nokkuð, einn talsvert mikið, í hörðum árekstri á mótum Njarðargötu og Hringbrautar um klukkan hálffimm á sunnu- dagsmorgun. Leigubíll á leið norður Nj arðargötu og lenti þar í veg fyrir Ford Sierra bíl á leið austur Hringbraut. Um- ferðarljós á gatnamótunum blikkuðu á gulu. Við áreksturinn kviknaði í leigubílnum og farþegi, norskur ferðamaður sem sast í aftursæti, kastaðist út um afturgluggann, hlaut áverka í andliti og höfði og meiðsli á fótum. hann var lagður inn á sjúkrahús. Okumaðurinn slasaðist einnig nokkuð en farþegi í framsæti slapp við meiðsli. í Ford bílnum vora fjórir piltar. Okumaðurinn meiddist á fæti og í andliti en aðrir sluppu með minniháttar skrámur. Bílarnir era báðir nánast ónýtir. Að sögn lögreglu bentu verksum- merki til þess að Ford- bílnum hefði verið ekið með miklum hraða. HaHgrímur Fr. Hallgríms- son fyrrv. forsljóri látínn HALLGRÍMUR Fr. Hallgrímsson, fyrrverandi forstjóri, lézt i sjúkra- húsi í Reykjavík síðastliðinn laug- ardag, á 84. aldursári. Hallgrímur varfæddur 17. október 1905 á Grund í Manitoba, Kanada. Foreldrar hans voru sr. Friðrik Hallgrímsson, prestur á Grund og síðar dómprófastur í Reykjavík, og kona hans Bentína H. Björnsdóttir Hallgrímsson. Hallgrímur lauk burtfararprófi frá High School í Baldur, Manitoba, árið 1924, en fluttist svo heim til íslands og bjó í Reykjavík frá 1925. Hann var forstjóri Shell hf. á Islandi til 1956,' og forstjóri Olíufélagsins Skeljungs frá sama ári til 1971. Hallgrlmur gaf sig mikið að fé- lagsmálum og var meðal annars for- maður Ólympíunefndar íslands 1945-1949 og átti sæti í orðunefnd um árabil. Hann var félagi í Golf- klúbbi Reykjavíkur frá 1934, for- maður hans 1943-1949 og síðar heið- ursfélagi, Félagi í Rotaryklúbbi ís- lands var hann frá 1936, formaður 1940-1943. Hallgrímur var um tíma formaður ensk-íslenzka félagsins Anglia. Hann sat í Verzlunarráði og var i stjórn Vinnuveitendasambands- ins um skeið. Þá sat hann í íjármála- ráði og flokksráði Sjálfstæðisflokks- ins. Aðalræðismaður Kanada hér á landi var Hallgrímur frá 1957. Bret- Hallgrímur Fr. Hallgrímsson. ar veittu honum æðsta heiðurs- merki, sem útlendingur getur fengið, Commander of the Order of the Brit- ish Empire. Einnig var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu og stórriddarakrossi St. Olafs-orðunnar norsku. Hallgrímur kvæntist árið 1928 Margréti Þorbjörgu Hallgrímsson, sem lifir mann sinn. Margrét er dótt- ir Thors Jensen, kaupmanns og út- gerðarmanns í Reykjavík, og er ein eftirlifandi af börnum hans. Dætur þeirra Hallgríms eru Þóra og Elína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.