Morgunblaðið - 21.11.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.11.1989, Qupperneq 20
12 20 e8ej aaaMavów .rs 3U0Aauwna4 cnaAjavrjOHOM -4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 Eigiun við að segja okkur úr EFTA? eftir Kristján Jóhannsson Þann 23. nóvember næstkomandi mun utanríkisráðherra leggja fram á Alþingi skýrslu um stöðu mála í nýafstöðnum könnunarviðræðum Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA). í framhaldi af því verða umræður, þar sem fjallað verður um þátttöku íslendinga í hinum raunverulegu samningaviðræðum ríkjasambandanna, sem hefjast eiga í byijun næsta árs. Markmiðið með viðræðunum er að ná samkomulagi um 'utvíkkun innri markaðar EB, þannig, að hann takmarkist ekki af ytri landamær- um Evrópubandalagsins heldur samanstandi af öllum 18 ríkjum EB og EFTA og myndi hið svokall- aða sameiginlega evrópska efna- hagssvæði, en samanlagður íbúa- fjöldi þessa svæðis er ríflega 350 milljónir. í tilefni af þessu er vert að spyija sig tveggja mikilvægra spuminga. í fyrsta lagi hvað er í húfP. og í öðru lagi hvað geríst, ef samning- arnir fara út um.þúfur? Hvað er í húfí? Svar við fyrri spruninginnu er einfaldlega, að sjaldan höfum við tekið afstöðu til máls, sem skiptir íslensku þjóðina jafn miklu máli. Ef við verðum utan þessa markaðar munum við fara á mis við þá kosti, sem hlutdeild í EB-markaðinum hefur í för með sér, en innan hans verður komið á hinu svokallaða fjór- frelsi, þ.a.a.s. frelsi í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn auk þess, sem búsetu- og atvinnu- réttur fólks verður óhindraður. Sem dæmi um áhrif þessa má nefna að öll þjónusta eins og t.d. banka og tryggingafélaga verður ódýrari á innri markaði EB en nú. Kemur þetta til bæði vegna þess hagræðis sem fylgir einum stórum markaði, og eins vegna aukinnar samkeppni. Ef við verðum utan þessa markaðar munu erlend fyrir- tæki á innri markaðinum búa við hagstæðari starfsskilyrði en íslensk fyrirtæki. Þessu til glöggvunar má nefna fjölmörg dæmi, sem öll ber að sama brunni þannig, að sam- keppnisstaða fýrirtækja innan sam- eiginlega markaðarins verður hag- stæðari en þeirra, sem utan standa. Innri markaðurinn mun hafa í för með sér harðnandi samkeppni með- al fyrirtækja jafnt innan bandalags- ins sem utan þess. Önnur afleiðing innri markaðarins, sem oft vill gleymast, er sú staðreynd, að sam- keppni þjóðanna mun ekki síður harðna. Einstök ríki munu í auknum mæli leitast við að laða til sín fyrir- tæki með því að reyna að skapa hagstætt rekstrarumhverfi í eigin landi í þeim tilgangi að tryggja hagvöxt og atvinnu. Þetta er og verður eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda, ekki bara í Evrópu heldur um heim allan. Eins og álfúr út úr hól Ef svo ólíklega vildi til að við tækjum þá óskynsamlegu ákvörðun að taka ekki þátt í áframhaldandi samningum, verður afleiðingin sú, að við einangrumst innan EFTA. Öll starfsemi samtakanna snýst um þessi mál og mun gera það næstu árin. Við, sem „útangarðsmenn“, værum þar með nánast eina landið í Vestúr-Evrópu, sem ekki ætti full- trúa við samningaborðið. Við gæt- um því allt eins sagt okkur úr EFTA. Stöðu íslands sem aðili að EFTA eftir að samtökin hefðu gert samning við Evrópubandalagið mætti líkja við álfinn, sem fór út úr hólnum og komst ekki aftur inn. Eigum engra annarra kosta völ Sá kostur, sem ýmsir hafa rennt hýru auga til í þeirri stöðu, sem við erum i nú, er að láta EFTA lönd og leið og reyna upp á eigin spýtur að ná tyíhliða samkomulagi við Evrópubandalagið til að leysa okkar helsta hagsmunamál, fríverslun með sjávarafurðir. Þessi leið er því miður ekki fyrir hendi. EB hefur marglýst því yfir, að bandalagið sé ekki tilbúið til tvíhliða viðræðna við einstök ríki. Tími gefst einfaldlega ekki til tvíhliða samninga fyrr en í fyrsta lagi eftir að áætlunin um innri markaðinn er orðin að veru- leika 1993. Auk þess má benda á, að EB beinir kröftum sínum í æ ríkari mæli að auknúm samskiptum við Austur-Evrópu og sú vinna á eftir að móta starfsemi bandalags- ins næsta áratug. Hvað gerist ef samningarnir fara út um þúfúr? Ef ekki takast samningar milli EB og EFTA, en slíkir samningar geta af ýmsum ástæðum, meðal annars lagalegum, orðið erfiðir, þá blasir við, að bæði Noregur og Svíþjóð munu sækja um aðild að EB. Fyrir því má færa margvísleg rök. NORDIA1991 Frímerki - — Jón Aðalsteinn Jónsson Eins og lesendum mun vera vel kunnugt, verður haldin hér á landi norræn frímerkjasýning dagana 27.-30. júní 1991, NORDIA 91. Er það önnur slík sýning, sem íslenzkir frímerkjasafnarar halda í samvinnu við íslenzku póststjórn- ina. Hin fyrri var haldin í Reykjavík árið 1984, svo sem enn er í fersku minni. Fyrir nokkru boðaði sýning- arnefnd NORDIU 91 til blaða- mannafundar, þar sem sýningin var kynnt, og átti ég þess kost að sitja þann fund. Sérstakri fréttatil- kynningu var dreift á fundínum, og verður hið helzta úr henni rakið i þessum og næsta þætti. Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara efnir til þessarar sýningar, en með beinum stuðningi Póst- og símamálastofnunarinnar. Ákveðið hefur verið að veita 11 milljón króna til undirbúnings sýn- ingarinnar úr Frímerkja- og póst- sögusjóði. Er gert ráð fyrir, að þetta fé fáist að mestu leyti fyrir yfirverð það, sem sett er á smáark- ir þær, sem út koma á Degi frímerkisins 1989 og 1990 og svo aftur á opnunardegi sýningarinnar 27. júní 1991. Sennilega mun ein- hveijum þykja sú fjárhæð allrífleg, sem ætluð er til þessa sýningar- halds. En þeir, sem gerst þekkja til þessara mála, vita mjög vel, að sýning sem þessi kostar mikið fé, enda þótt gætt verði ýtrustu var- færni í meðferð fjármuna. Sýningamefnd NORDIU 91 er þannig skipuð: Formaður hennar er Þór Þorsteins, formaður LÍF; aðrir nefndarmenn eru svo Guð- mundur Bjömsson, sem er fulltrúi póststjómarinnar, Benedikt Ant- onsson, Guðni F. Gunnarsson, Hálfdan Helgason og Sigurður R. m, ] NORDIA?91 l Pétursson. Formaður nefndarinnar hafði orð fyrir henni á téðum blaða- mannafundi og kom víða við. Sýn- ingin verður haldin í Laugardals- höllinni í Reykjavík. Eins og í til- kynningunni segir, „verður þar kynnt úrval frímerkja í eigu nor- rænna safnara og opinberra safna, þ. á m. Þjóðskjalasafns, Þjóðminja- safns og Póst- og símasafns í helð- ursdeild". Þá verður þar einnig efni frá póstminjasöfnum Norðurlanda. Nýmæli verður á þessari sýn- ingu, sem allir íslenzkir safnarar hljóta að fagna. Nú er gert ráð fyrir sérstakri sögudeild, þar sem „þætti íslenzkra póstmála verða gerð góð skil“, eins og nefndin orðar þar. Hér hefur orðið ánægju- leg stefnubreyting frá NORDIU 84, því að þá sást ekkert heillegt safn íslenzkra frímerkja. Olli það vonbrigðum margra og var gagn- rýnt. Þau mistök lætur núverandi sýningarnefnd sér að kenningu verða — og er það vel. Nefndin hefur gert tillögu um þessa sögu- deild, og tel ég rétt, að meginefni hennar komi hér fram fyrir lesend- ur. Orðrétt segir svo: „Markmið er að sýna einfalt heildarsafn íslenzkra frímerkja, helztu tilbrigði í notkun, stimplategundir, póst- taxta, burðargjaldsvélar, bréf- spjöld, frímerkjahefti o.s.frv., þannig að áhorfandi geti séð sín frímerki og fræðzt jafnframt um hvað sé hægt að nota í söfnun.“ Síðan er þetta skilgreint nokkru nánar. Islandssafnið á að vera heildarsafn frá 1873 til 1991, en þó án allra afbrigða í tökkun og prentun. Þá eiga að vera hér sýnis- horn af alls konar notkun frímerkja til burðargjalds: ábyrgðarbréf, flugbréf, hraðbréf, peningabréf, fylgibréf, póstkröfur og póstáví- sanir og loks vangreidd bréf. Þá verða þama sýnishorn af frímerkj- um til annarra nota, t.d. sem toll- merki, stimpilmerki, greiðslumérki og orlofsmerki. Svo verða sýnis- hom af ógildingum frímerkja með öllum stimplagerðum frá upphafi og trúlega einnig blekmerkingum, þó að það sé ekki tekið fram. Nefndin gerir svo ráð fyrir sýnis- homum af ýmsum sérsöfnum, svo sem að þar verði átthagasafn, mótífsáfn, nútímasafn og eins af- brigðasafn. Enn fremur er talað um sérstakar útgáfur, svo sem frímerkjahefti, póstkort póststjórn- arinnar og ársett. Eins verður sýnt í þessari sögudeild, hvemig útgáfu frímerkja er hagað: tillögur, sýnis- hom (prufur), leiðréttingar og svo lokagerð merkjanna. — Þá vænti ég þess, að sérstaka athygli veki tillaga nefndarinnar um Islands- kort með álímdum frímerkjum, sem sýnir sögu lands og þjóðar. Samkv. tillögu NORDIU-nefnd- ar er gert ráð fyrir, að frímerkjafé- lög og klúbbar skipti þessu verk- efni með sér og „vinni að að öllu leyti eftir ákveðinni forskrift um albúmsíður og textasetningu“. Mun nefndin ganga frá nánari leiðbein- ingum um þessi efni. Hins vegar verður að takmarka rými fyrir hvem flokk. Slíkt skyldi engan undra, því að þetta er ekki svo lítið viðfangsefni fyrir íslenzka safnara og af nógu að taka. En ætla verð- ur, að þeim verði kærkomið að stuðla hér að sem vandaðastri sýn- ingu, enda er ég sannfærður um, að slík sögudeild á eftir að draga margan gestinn að sýningunni. Enn er ýmislegt ósagt um NORDIU 91, en það verður að bíða næsta þáttar. Kristján Jóhannsson „Ef svo ólíklega vildi til að við tækjum þá óskyn- samlegu ákvörðun að taka ekki þátt í áfram- haldandi samningum, verður afleiðingin sú, að við einangrumst inn- an EFTA.“ Fjármagn streymir nú í stóraukn- um mæli til EB-landanna. Beinar fjárfestingar sænskra fyrirtækja innan EB hafa t.d. sexfaldast á milli áranna 1985 og 1988. Þannig samsvöruðu beinar fjárfestingar sænskra fyrirtækja árið 1985 tæp- um 40 milljörðum íslenskra króna, en voru í fyrra komnar upp í rúma 250 milljarða! Beinar fjárfestingar Svíþjóðar og Noregs í EB 1983-85, í milljörð- um: 1983 1985 1988 Svíþjóð 3.865 sek. 4.118 sek. 25.818 sek. Noregur 1.555 nkr. 2.468 nkr. 6.735 nkr. Þess má einnig geta, að 1985 var hlutdeild fjárfestinganna innan EB um 29 af hundraði erlendra beinna ijárfestinga sænskra fyrir- tækja, en 58 af hundraði í fyrra og í ár stefnir þetta hlutfall í þijá fjórðu af hundraði. Noregur og Svíþjóð munu sækja um aðild að EB Fyrirtækki í þessum löndum sætta sig einfaldlega ekki við að búa við verri starfsskilyrði en keppi- nautar þeirra í EB. Þetta veldur því áhyggjum bæði atvinnurekenda og ekki síður launþega, en þeir sjá atvinnutækifærin flytjast úr landi, þar sem reistar eru verksmiðjur í Belgíu eða öðrum EB-löndum í stað þess að finna hagstæða lausn á þessu máli, þannig að komið verði á jafnvægi í samskiptum landanná við EB, en um 60 af hundraði út- flutnings þeirra fara til EB. Ef sú staða kemur upp, að Nor- egur gerist aðili að EB, þá eru hags- munir íslendinga í verulegri hættu, sérstaklega vegna þeirrar aðstöðu, sem norskur sjávarútvegur kæmist í með tollfrjálsum aðgangi að innri markaði EB. Við verðum að horfast í augu við þessar staðreyndir. Gangi skand- inavísku löndin tvö í EB verða að- eins ísland, Finnland og Sviss eftir í EFTA, þar sem Austurríki hefur þegar sótt um aðild að EB. Dagar Fríverslunarsamtaka Evrópu væru þá taldir og við íslendingar stæðum frammi fýrir því nauðugir viljugir að þurfa að taka afstöðu til inn- göngu. Það er því deginum ljósara, að samflot með öðrum löndum EFTA er hagstæðasti valkostur íslands. Við verðum því að leggja okkur í líma til þess, að samningar takist farsællega um uppbyggingu sam- eiginlega evrópska efnahagssvæð- isins. Það væri ábyrgðarlaust að útiloka sig frá samningaborðinu og slíkt myndi í raun jafngilda úrsögn úr EFTA. Höfundur er rekstrarhagfræöingur og starfsmaður Vinnuveitendasambandsins í málefnum EB og EFTA. Landgræðsla og Skógrækt ríkisms: Víðtæk verkefiiaskrá fyrir árin 1990-1995 í NÝÚTKOMNU riti Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og landbúnaðarráðuneytisins, Gróðurvernd, markmið og leiðir, er verk- efnaskrá þessara stofnana fyrir árin 1990-1995 birt. I listanum eru tilgreind svæði þar sem sérstaklega verður unnið að gróðurvemd á næstu ámm og er stefnt að því að listinn verði endurskoðaður árlega. Landgræðsla ríkisins hyggst beita sér fyrir gróðurverndarað- gerðum í öllum afréttum í Rangár- vallasýslu og á sameiginlegum beitilöndum í Austur- og Vestur- Eyjafjallahreppum og Rangárvalla- hreppi. í Árnessýslu er stefnt að aðgerðum í öllum afréttum og sam- eiginlegum beitilöndum í Þing- valla-, Grafnings-, Ölfus- og Sel- vogshreppum. Einnig í afrétti og nokkrum sameiginlegum beitilönd- um í Gullbringusýslu og Oddstaða- afrétti í Borgarfjarðarsýslu. Þá eru á verkefnalistanum nokkrar jarðir í Laxárdal í Dalasýslu og Grímstunguheiði, suðurhluta Auð- kúluheiðar og Eyvindarstaðaheiði í Austur-Húnavatnssýslu. Þá er stefnt að aðgerðum í Skagafjarðarsýslu; Hofs- og Silfra- staðaafréttur og allmörg heimalönd einstakra jarða. í Eyjafjarðarsýslu; afréttir og fjallendi í suðurhluta sýslunnar. í Suður-Þingeyjarsýslu; Húsavíkurland, sameiginleg beiti- lönd í Háls-, Bárðdæla-, Reykja-, Tjömes- og Skútustaðahreppum og afréttir Bárðdæla-, Reykdæla-, Að- aldæla-, Tjörnes- og Skútustaða- hreppa. í Norður-Þingeyjarsýslu; sameiginleg beitilönd í Öxarfjarðar- j hreppi og Fjallahreppur. í Norður- Múlasýslu; sameiginleg beitilönd í Jökuldalshreppi. I Vestur-Skafta- fellssýslu; Síðumannaafréttúr, Skaftártunguafréttur, Skaftár- tunguhreppur, Álftaversafréttur, Jfjalllendi og sameiginleg beitilönd í Mýrdalshreppi. Ráðgert er að koma upp nýjum landgræðslugirðingum á þessu tímabili í Rangárvalla-, Árnes-, Skagafjarðar-, Suður-Þingeyjar-, Norður-Þingeyjar- og Vestur- Skaftafellssýslu. Skógrækt ríkisins stefnir á sama tímabili að friðun eftirtalinna skóg- lenda í samráði við landeigendur: Hekluskóga í Rangárvallasýslu, Hafnarskóga í Borgarfjarðarsýslu, Mjóafjarðar í Norður-ísafjarðar- sýslu, Hrolleifsdals í Sléttuhlíð í Skagaijarðarsýslu, Háls í Fnjóska- dal, Garðsnúps í Aðaldal og Reykja- hlíðar í Mývatnssveit í Suður-Þing- eyjarsýslu, Áslands í Norður-Þing- eyjarsýslu, Hvannár á Jökuldal í Norður-Múlasýslu, Norðfjarðar og Reyðarfjarðar í Suður-Múlasýslu og Hrífuness í Skaftártungu í Vestur- Skaftafellssýslu. Meðal skóglausra svæða sem Skógrækt ríkisins stefnir að því að friða til að bæta gróðurfar má nefna: Saurbæ, Melgerði og Rauð- hús í Saurbæjarhreppi í Eyjafjarð- arsýslu, Glaumbæjarsel í Suður- Þingeyjarsýslu, Meðalnes og Orm- arstaði í Fellahreppi í Norður- Múlasýslu og Mýnes í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Auk þess verður stefnt að því að skipuleggja eða leggja niður bú^járbeit á svæðum í Arnessýslu, Gullbringusýslu, Vestur-Barða- strandarsýslu og Suður-Múlasýslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.