Morgunblaðið - 21.11.1989, Page 31

Morgunblaðið - 21.11.1989, Page 31
MORGUNDLAÐIP ÞRIÐJUfiAGUR,21. NÓVE^BER 1989 31 Síldarútvegsnefhd um saltsíldarsamninga: Osamræmi upplýsinga um við- skiptajöftiuð skaðaði stöðuna Sovétmenn segja verðið á íslenzkri síld alltof hátt Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum og víðar um sölu íslenzkrar saltsíld- ar til Sovétríkjanna á yfirstandandi síldarvertíð telur Síldarútvegsnefnd ástæðu til að skýra frá eftirfarandi staðreyndum varðandi gang þessa máls: 1. Samkvæmt gildandi við- skiptabókun fyrir tímabilið 1986/1990, sem undirrituð var í Moskvu 25. júní 1985, er gert ráð fyrir að Sovétmenn kaupi af okkur árlega 20-25 þús. tonn (200-250 þús. tunnur) af saltaðri síld. 2. Sl. sumar bárust Síldarút- vegsnefnd þær óskir frá sovézku stofnuninni V/O Sovrybflot, að viðræðum um síldarsölusamning yrði frestað þar til gengið hefði verið frá samningum við önnur helztu markaðslönd íslenzkrar saltsíldar, enda hefir sú hefð skapazt síðustu árin, að miða söluverðið tii Sovétríkjanna við samningsverð til þeirra landa, þó með ákveðnum magnafslætti. Fallizt var á þessa ósk Sovrybflot með því skilyrði að viðræður yrðu teknar upp fyrri hluta september og verzlunarskrifstofu Sovétríkj- anna í Reykjavík jafnframt til- kynnt að ganga mætti út frá að samningar við kaupendur í öðr- um helztu markaðslöndunum yrðu frágengnir um mánaðamót- in ágúst/september. Vegna erfið- leika i sambandi við gjaldeyris- heimildir varð verulegur dráttur á því að fá Sovétmenn til við- ræðna og gátu þær ekki hafizt fyrr en 23. október. 3. 1 samningaviðræðunum í Moskvu næstu 2 vikurnar var því sífellt haldið fram af hálfu Sovétmanna að söluverð á íslenzku saltsíldinni hefði verið allt of hátt á undanförnum árum og ekki í neinu samræmi við það verð, sem þeir nefna „heims- markaðsverð á saltsíld“. í því sambandi gerðu þeir samanburð á söluverði íslenzku saltsíldarinn- ar annars vegar og tilboðum og/eða söluverði Kanadamanna, Norðmanna, íra, Hollendinga o.fl. þjóða hins vegar. Telja Sov- étmenn sig geta fengið langtum meira af saltsíld frá þessum þjóð- um fyrir sömu gjaldeyrisupphæð og ráðgert væri að_ verja til salt- síldarkaupa frá íslandi, enda nýtur sjávarútvegur helztu sam- keppnislandanna margskonar opinberra styrkja svo sem kunn- ugt er. Eins og oft áður bentu Sovét- menn einnig á, að þeir njóti sér- stakra réttinda í þessum löndum varðandi veiðar í fiskveiðilögsögu þeirra og/eða réttinda til kaupa á síld o.fl. fisktegundum beint úr veiðiskipum viðkomandi þjóða á sama tíma og við neitum öllum slíkum óskum. í viðræðum þessum olli það alvar- legum erfiðleikum og skaðaði stöðu samninganefndar Síldarút- vegsnefndar að mikils ósamræm- is gætti milli upplýsinga viðkom- andi íslenzkra og sovézkra stjórnvalda varðandi viðskipta- jöfnuð landanna á yfirstandandi bókunartímabili, en Síldarút- vegsnefnd hafði, áður en viðræð- ur hófust, mánuðum saman var- að við þessari hættu og ítrekað gengið eftir upplýsingum þar að lútandi. 4. Eftir 2ja vikna viðræður um saltsíldarsamninginn í Moskvu, þar sem rök fyrir íslenzka sölu- verðinu voru ítarlega skýrð og rædd, tókst loks hinn 4. nóvem- Fiskverð á uppboðsmörkuðum 20. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 82,00 35,00 73,35 53,094 3.894.209 Ýsa 96,00 73,00 82,50 10,891 898.529 Samtals 51,15 213,435 10.917.770 Selt var meðal annars úr Hjalteyrinni EA og Stakkavík ÁR. í dag verða meðal annars seld 25 tonn af þorski, 35 tonn af ýsu, 40 tonn af ufsa, 25 tonn af karfa og 15 tonn af ufsa úr Elínu Þorbjarnardóttur ÍS og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. Þorskur 92,00 Ýsa 88,00 Samtals í Reykjavík 57,00 72,21 48,00 76,71 68,19 42,034 3.035.198 22,885 1.755.601 77,048 5.253.833 í dag verða meðal annars seld 15 tonn af ýsu, 5 tonn af karfa og 18 tonn af ýsu úr Jóni Baldvinssyni RE og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 86,50 38,00 66,40 97,700 6.487.518 Ýsa 85,00 25,00 69,62 48,880 3.403.109 Samtals 58,39 200,989 11.736.120 Selt var úr Hauki GK, Sleipni RE, Happasæli KE, Benna KE, Ólafi GK, Þorsteini Gíslasyni GK og Búrfelli KE. I dag verða meðal annars seld 25 tonn af línuþorski, 15 tonn af línuýsu og 6 tonn af stórum netaþorski. SKIPASÖLUR í Bretlandi 13. til 17. nóvember. Þorskur 110,09 185,245 20.394.375 Ýsa 130,83 9,260 1.211.517 Ufsi 49,83 17,700 870.562 Karfi 54,96 0,550 30.229 Koli 126,48 0,945 119.528 Grálúða 145,99 1,875 273.739 Samtals 106,18 221,365 23.504.336 Selt var úr Sigurey BA 15. nóvember og Sunnutindi SU 16. nóvember. Selt var úr báðum skipunum í Hull. GÁMASÖLUR í Bretlandi 13. til 17. nóvember. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Samtaís 117,15 522,090 116,45 388,655 52,91 45,774 63,35 24,135 114,94 79,183 61.162.140 45.259.548 2.421.833 1.529.032 9.101.176 111,82 1.168.56 130.668.034 SKIPASÖLUR ÍVestur-Þýskalandi 13. til 17. nóvember. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Samtals 86,15 21,583 93,12 0,496 75,99 112,201 69,23 483,947 132,99 3,432 69,28 664,963 1.859.297 46.190 8.526.294 33.503.107 456.422 46.071.529 Selt var úr Vigra RE 14. nóvember, Hoffelli SU 15. nóvember og Víði HF 17. nóv. Selt varúröllum skipunum í Bremerhaven. ber samkomuag við Sovrybflot um fyrirframsölu á 150 þúsund tunnum af hausskorinni og slóg- dreginni síld. í samkomulaginu var jafnframt gert ráð fyrir að af hálfu Sovrybflot yrðu athug- aðir möguleikar á 50 þús. tunna viðbótarkaupum, þannig að heildarmagnið yrði 200 þús. tunnur og svör þar að lútandi gefin sem allra fyrst. Söluverðið samkvæmt samkomu- laginu frá 4. nóvember er óbreytt í bandarískum dollurum frá fyrra árs verði. Vegna hækkunar á söluverði íslenzkrar saltsíldar til annarra helztu markaðslanda þýðir þetta að magnafsláttur til Sovétríkjanna hækkar nokkuð frá fyrra ári. Samkomuiagið var gert með þeim fyrirvara af hálfu Sovryb- flot að sovézki sjávarútvegsráð- herrann þyrfti að staðfesta það áður en undirritun gæti farið fram. Þrátt fyrir þennan fyrir- vara var af beggja hálfu strax hafinn undirbúningur að frá- gangi samningsins. Eftir að samkomulag þetta tókst héldu þrír af samningamönnum Síldarútvegsnefndar heim en tveir biðu eftir staðfestingu sovézka sjávarútvegsráðherrans. 5. Þrátt fyrir það sem á undan var gengið skeði hið óvænta að Sovrybflotmenn tilkynntu að kveldi 4. nóvember, að Lushenko fyrsti aðst. sj ávarútvegsráðherra, treysti sér ekki til að staðfesta samkomulagið, aðallega út af söluverðinu. Sovrybflotmenn upplýstu ennfremur að útilokað væri að ná sambandi við Kotlyar sjávarútvegsráðherra fyrr en í fyrsta Iagi fimmtudaginn 9. nóv- ember vegna hátíðahaldanna í tilefni byltingarafmælisins. 6. Hinn 9. nóvember tilkynnti Sovrybflot að sjávarútvegsráð- herrann treysti sér ekki til að staðfesta samkomulagið nema að fengnu samþykki sovézku ríkisstjórnarinnar („Council of Ministers“). 7. Nú eru liðnar meira en 2 vik- ur frá því að áðurnefnt sam- komulag tókst milli samninga- nefndar Síldarútvegsnefndar og Sovrybflot og enn hefir engin staðfesting fengizt frá sovézkum stjórnvölduin á samkomulaginu þrátt fyrir að stöðugt hafi verið gengið eftir svörum af hálfu beggja samningsaðila. _ íslenzk stjómvöld og sendiráð íslands í Moskvu hafa lagt sig sérstaklega fram um að greiða fyrir því, að margumrædd staðfesting fáist sem allra fyrst, en engar upplýs- ingar hafa til þessa fengizt um það, hvernær svars sovézkra stjórnvalda sé að vænta. Leiðrétting í grein Sveinbjarnar Dagfinns- sonar sem birtist í blaðinu sl. laug- ardag urðu þau mistök í vinnslu að Iína féll niður og brenglaði merk- ingu málsgreinar. Rétt er máls- greinin þannig: Á fjárlögum Noregs árið 1989 er veitt 6.348,4 m. n.kr. til um- hverfismála. Af þeirri fjárhæð fara 1.642,3 m. n.kr. til umhverfisráðu- neytis. Eftirstöðvar greiðast til 16 annarra ráðuneyta sem fara með umhverfismál. Einnig misritaðist orðið hefðu í tilvitnun í orð Ólafs G. Einarssonar í upphafi greinarinnar. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu. Úr kvikmyndinni Kæra Elena Sergejevna. Regnboginn: Sovésk kvik- myndavika SOVÉSK kvikmyndavika hófst í Regnboganum um síðustu helgi. í tilefhi af kvik- myndavikunni eru hér á landi staddir kvikmyndaleik- stjórinn Eldar Rj:rzanov, leikarinn Leóníd Filatov og Arkadí Konovalov frá fyrir- tækinu Sovexportfilm. Alls verða fimm myndir sýndar á kvikmyndavikunni og eru tvær þeirra í leikstjórn Rjazanovs, Kæra Elena Sergejevna frá 1988 og Gleymt lag fyrir flautu frá 1986. Rjaz- anov hefur stjórnað fjölmörg- um kvikmyndum í Sovétríkjun- um og einnig verið afkastamik- ill handritshöfundur. Auk áðurnefndra mynda verða sýndar kvikmyndimar Borgin Zero í leikstjórn Karen Shakhnazarov en með aðal- hlutverkið fer Leóníd Fílatov; Gosbmnnurinn í leikstjórn Júrís Mamíns og Maðurinn frá Capuchin-stræti í leikstjórn Alla Súrikova. Aðalfimdur Æðarræktarfélags Islands: Dúnkílóið á 35 þúsund Miðhúsum, Reykhólasveit. AÐALFUNDUR Æðarræktarfélags íslands var haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 18. nóv. Þar kom fram að Þjóðverjar eru búnir að selja bann á innflutning á æðardúni. Til Þýskalands fara um 50% dúnframleiðslunnar. Þetta innflutningsbann byggist á því, að fyrir 10 árum setti Efnahagsbandlagið reglur um bann við nýtingu afúrða af alfriðuðum tegundum sem væru í útrýming- arhættu og á þann lista mun æðarfúglinn hafa komist. Ætla má því að Þjóðveijar haldi Æðarfuglinn á sér marga óvini að aflífa þurfi æðarfuglinn til þess og má þar til nefna minka, refi, að ná af honum dúninum. Mennta- málaráðuneytið hefur tekið vel í það að leiðrétta þennan misskiln- ing. Æðarfugl hefur verið alfriðað- ur á íslandi frá 1874. Alls staðar þar sem hlúð er að æðarfugli fer honum fjölgandi og má nefna að við Noreg hefur fjöldi æðarfugls þrefaldast á undanförnum árum og við Eystrasalt hefur orðið helm- ings aukning þrátt fyrir mikla mengun þar. Hér á landi eykst dúnframleiðsla ár frá ári og dúnframleiðslan 1987 var 2.900 kg, en 1988 var hún 3.100 kg og allt bendir til þess að aukning verði í ár. Vitað er um æðarvörp þar sem dúnn hefur auk- ist um 20% frá því í fyrra og það án þess að vitað sé að um fækkun fugls hafi verið að ræða hjá ná- grannabændum. Verð á dúni er nú 33 þúsund krónur kílóið, en þeir sem látið hafa sinn dún í umboðssölu og hafa þurft að bíða eftir greiðslu í hálfan mánuð hafa fengið 35.500 kr. skilaverð fyrir kg. Samsvarar það því að hver kolla gefi af sér um 500 kr. mávfugla, hrafna og örninn, kon- ung fuglanna. Veiðistjóraembættið hefur með starfsmönnum sínum tekist að fækka vargi öllu fuglalífi til hagsbóta og hefur jafnvægi verið einna best við Breiðafjörð og á Austfjörðum. Ætlað er að um 2% af æðar- stofninum farist í grásleppunetum árlega. Dálítið hefur borið á því að grásleppukarlar hafi skilið eftir net sín og í fyrra sá Landhelgis- gæslan um að draga upp net þeirra á Breiðafirði og gátu eigendur svo hirt þau átölulaust .á bryggjunni í Stykkishólmi. Aðalfundur Æðarræktarfélags íslands var afmælisfundur, en það eru 20 ár síðan það var stofnað. Fundinn sátu nær 90 félagar og var Vigdís Finnbogadóttir forseti einn þeirra, en hún er æðarræktar- bóndi á Bessastöðum. Sveinbjörn Dagfinnsson flutti fundinum kveðjur frá Steingrími Sigfússyni landbúnaðarráðherra, en hann var á öðrum fundi. Búnað- armálastjóri Jónas Jónsson flutti ávarp. Formaður Æ ðrarræktarfél ags íslands er Sigurlaug Bjarnadóttir fyrrv. alþm. frá Vigur. Fundar- stjóri var séra Þorleifur K. Krist- mundsson frá Kolfreyjustað og stjórnar hann alltaf fundum með röggsemi. Ráðunautur í æðarrækt er Arni Snæbjörnsson frá Stað í Reykhólasveit. Fundarmenn færðu stjóm félagsins þakkir svo og sam- starfsmönnum, þ.e. veiðistjóra, Páli Hersteinssyni, og aðstoðar- manni hans, Þorvaldi Björnssyni, svo og öllum veiðimönnunum. Sú hugmynd kom upp að næsti aðalfundur Æðarræktarfélagsins yrði haldinn úti í Viðey. - Sveinn ReyðarQörður: Eygló er óskemmd Reyðarfirði. GREIÐLEGA gekk að losa trilluna, sem rak upp í fjöru á sandrif í Reyðarfirði fyrir helgi og reyndist hún óskemmd. Eygló NK 28, tíu tonna bátur, var siglt til Eskifjarðar þaðan sem hún er gerð út og síðan til Fáskrúðsfjarðar í frekari skoðun til öryggis. Gréta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.