Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIfl ÞRIÐJyD^GlfR^. ^ÓVEMB/ER1989 M Matthías Á. Mathiesen (S-Rn) um síldarsölumálin: Hvernig bregst stjórnin við neitun Sovétmanna? Þingmenn kreflast birtingar á skýrslu fjármálaráðherra Um viðræður hans við Sovétmenn Matthías Á. Mathiesen (S-Rn) krafði ráðherra sagna um það, hvern- ig rikisstjórnin myndi bregðast við neitun Sovétmanna á staðfestingu síldarsölusamnings. - Þingmenn, bæði úr stjórnarandstöðu og stjórn- arliði, kröfðust þess að fjármálaráðhei'ra birti skýrslu sína um við- skiptaviðræður við forystumenn í Moskvu fyrr á árinu. - Viðskiptaráð- herra fullyrti að undirritun hans á olíukaupasamningi við Sovétmenn hafi verið eðlileg í alla staði, þótt síldarsölusamningur hafi enn ekki verið staðfestur. - Matthías Bjarnason (S-Vf) minnti á að hann hafi neitað að ganga frá olíukaupasamningi árið 1986 unz síldarsölusamn- ingur var í höfn. Olíukaup án síldarsölu Matthías Á. Mathiesen (S-Rn) hóf utandagskrárumræðu á Alþingi í gær með því að segja að svo virt- ist sem sölusamningur síldar til Sov- étríkjanna, sem spannaði um einn milljarð króna, væri kominn í strand, með tilheyrandi afleiðingum fyrir sjávarútveginn, sjómenn og síldverk- unarfólk. Sölusamningur, sem byggður var á rammasamningi um viðskipti milli íslands og Sovétríkjanna, hafi að vísu verið gerður, en honum hafnað af sovézka sjávarútvegsráðherr- anum, m.a. á grundvelli verðsins. Það hefur valdið íslenzu samninga- nefndinni ytra erfiðleikum, sagði þingmaðurinn, að það hefur ekki verið samræmi milli þeirra upplýs- inga, sem komið hafa frá íslenzkum stjómvöldum, og upplýsinga frá við- semjendum í Sovétríkjunum. Matthías sagði að viðskipti við Sovétríkin 1986, 1987 og 1988 feli í sér viðskiptahalla [kaup umfram sölu] upp á 38 milljónir döllar. Þrátt fyrir þennan halla og gildandi rammasamning hafi ráðherra ritað undir olíukaupasamning við Sov- étríkin, án þess að síldarsalan væri í liöfn. Hvað hyggst íslenzka ríkis- stjórnin gera nú, þegar síldarsalan sýnist strönduð, spurði þingmaður- inn, og beindi máli sínu til utanríkis- ráðherra, viðskiptaráðherra og sjáv- arútvegsráðherra. Sækjum ekki rétt með samningsbroti Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði rammasamninginn við Sovétríkin gerðan í viðskiptaráð- herratíð málshefjandans. Ramma- samningurinn væri hvorki vöm- skiptasamningur né bindandi fyrir hina ýmsu vöruflokka, heldur sam- komulag um viðskipti þar sem greiðslurnar eru í fijálsum, skiptan- legum gjaldeyri fyrir vömkaup. Það hefði heldur ekki flýtt fyrir síldar- sölu þótt íslendingar hefðu gefið fordæmi með að bijóta gegn ramma- samningnum með því hafna annars hagstæðum olíukaupasamningi. Við sækjum ekki rétt í tvíhliða samning sem við bijótum sjálfir. Ráðherrann gat þess að sovézki sendiherrann hafi ítrekað verið kall- aður fyrir til knýja á um staðfest- ingu á gerðum sölusamningi síldar, enda óvissan um framgang málsins óþolandi fyrir alla viðkomandi. Gjaldeyriserfiðleikar Sovétmanna Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði enn ekki slitnað upp úr sölusamningum. Það hafi náðst samkomulag um verð og magn þann 4. nóvember sl., þótt enn standi á staðfestingu ráðherra og gjaldeyrisyfirfærslu. Breytingar á viðskiptaháttum Sovétmanna og skortur þeirra á gjaldeyri gerðu málið allt erfiðara en áður. Hjörleifur Guttormsson (Abl- Al) sagði mikið í húfi fyrir fjölmörg sjávarpláss, sjómenn og verkafólk. Löngu hafi verið Ijóst að breyttir viðskiptahættir Sovétmanna myndu valda erfiðleikum í síldarsölu. Þing- maðurinn taldi óhjákvæmilegt að utanríkisviðskiptaráðherra gæfi þinginu skýrslu um viðskiptastöðuna gagnvart Sovétríkjunum og hvern veg yrði brugðizt við breyttum að- stæðum af okkar hálfu. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) sagði að vitneskjan um breytt við- skiptaumhverfi í Sovétríkjunum væri ekki ný af nál. Spurningin væri hvort íslenzk stjórnvöld hafi brugðizt rétt við þessum breytingum, m.a. með undirritun olíukaupasamningsins. Hagstæð viðskipti fyrir báða Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði viðskiptin við Sovétríkin ekki aðeins fjalla um olíu og síld, heldur einnig freðfisk og lagmeti. Viðskiptin hafi verið hag- stæð fyrir báða aðila. Æskilegt sé að binda viðskiptasamninga til lengri tíma en til eins árs. Hann kvaðst trúa því að niðurstaða fengist í málinu mjög fljótlega, en gengi það ekki eftir væru framtíðarviðskipti þjóðanna í hættu. Skúli Alexandersson (Abl-Vl) sagði mjög stóran vanda blasa við íslenzkum sjávarútvegi, ef Sovét- markaðurinn væri úr sögunni. Hann krafðist þess að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins gerði grein fyrir því, hér og nú, hvað ríkisstjórnin hefði aðhafst í málinu. Egill Jónsson (S-Al) sagði síldar- vertíð senn á enda en samt teldi utanríkisráðherra ekki ástæðu til þess að hann eða annar ráðherra færi utan til að fylgja þessu stóra hagsmunamáli sjávarútvegsins eftir. Hreggviður Jónsson (FH-Rn) spurði hvort Matthías Á. Mathiesen hefði talið það rétt að btjóta þann rammasamning, sem hann hefði sjálfur gert, m.a. um hagstæð olíu- kaup. Hann spurði og hvort Sjálf- stæðisflokkurinn væri ríkissósíal- istaflokkur á sama tíma og Sovétrík- in væru á leið til markaðshyggju. Veiðiheimildir Sovét- manna við Island Eyjólfúr Konráð Jónsson (S- Rv) minnti á fyrirspurn sína um Moskvuferð Ólafs Ragnars Grímssonar í aprílmánuði sl. og greinargerð ráðherrans til ríkis- stjórnarinnar um viðræðuf hans við valdamenn í Sovétríkjunum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hafi sagt í þingræðu um málið: „Á það var bent að valdið ætti nú að færast frá miðstjórnarkerfinu í Moskvu til lýðvelda og til fyrir- tækja í lýðveldum og því aðeins gætu þessir aðilar gert bindandi samning um utanríkisviðskipti að þeir öfluðu sjálfír gjaldeyris sem til þyrfti.. . Þar kæmi ýmislegt til greina sem uþp var talið, þar á meðal t.d. sameiginleg aðild að út- gerðarfyrirtækjum, sameiginlegar veiðar á vannýttum stofnum en sér í lagi væri eitt grundvallarskilyrði fyrir slíkum viðskiptum í framtíðinni og það væru veiðiheimildir innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Og á það var lögð mikil áherzla ...“ Eyjólf- ur Konráð krafðist þéss, í ljósi mikil- vægis málsins, að þessi skýrsla fjár- málaráðherra um viðræður hans við Sovétmenn um viðskipti o.fl. væri þegar kunngjörð þingi og þjóð. Dregið að undirrita olíukaupasamning 1986! Matthías Bjarnason (S-Vf) sagði nauðsynlegt að leiðrétta rangfærslur viðskiptaráðherra. Hann minnti á að dregið hafi verið að undirrita olíu- kaupasamning við Sovétríkin 1986, þegar svipað stóð á og nú, án þess að Sovétmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan broti á ramma- samningi. Hvað hefur breytzt síðan þá? Þá vóru Rússar að pína síldar- verð niður. Eg sagði við sendiherra Sovétríkjanna að við ætluðum ekki að skrifa undir olíusamning við Sov- étmenn fyrr en saltsíldarviðskiptin væru í höfn. Þá var tekið á málinu og það leyst. Stefán Valgeirsson (SJF-Ne) sagðist ekki ánægður með vinnu- brögð ráðherra í þessu máli. Það átti ekki að staðfesta olíukaup fyrr en síldarsalan var tryggð. Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) vék að viðskiptaviðræðum ijármála- Silfúr hafsins - sildin. Sala saltsíldar til Sovétríkjanna varð tilefni utandagskrárumræðu í Sameinuðu þingi i gær. ráðherra í Moskvu. Fór eitthvað úr- skeiðis sem klúðraði þeim viðræðum? Hún tók undir kröfur uin að skýrsla fjármálaráðherrans yrði birt. Svavar Gestsson (Abl-Rv) sagði það enga nýlundu að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu þá aðila tortryggilega sem stæðu í viðskipta- viðræðum við Sovétríkin. Stefán Guðmundsson (F-Nv) sagði nauðsynlegt að kunngera Sov- étmönnum skýrt og skorinyrt hvaða þýðingu það hefði fyrir framtíðarvið- skipti, ef gerðum síldarsölusamningi yrði endanlega hafnað. Hann sagðist og kreíjast þess sem þingmaður að fá að sjá greinargerð Ijármálaráð- herra um viðræður hans í Moskvu, þar sem mótaðili hafi ýjað að veiði- heimildum í íslenzkri fiskveiðilög- sögu. Jón Baldvin Hannibalsson sagði fjármálaráðherra eiga höfundarrétt að eigin skýrslu og yrðu þingmenn að snúa sér til hans með kröfu um birtingu. Hann sagði Sovétmenn búa við efnahagskreppu og gjaldeyriss- kort. Það væri hluti skýringar á því, hvern veg síldarsölumál stæðu nú. Samningar hefðu að vísu tekizt bæði um magn og verð en staðfest- ingu réttra stjórnvalda skorti enn. Hvað er Morgunblaðið að fara? Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra vitnaði til forystugreinar Morgunblaðsins sl. sunnudag, en þar hafi verið talið nauðsynlegt að ijúfa þá einokum í-olíuviðskiptum við Sov- étríkin sem byggð hafi verið upp í samstarfi olíufélaganna, nokkurra embættismanna, vinstri sinnaðra stjórnmálamanna og sölusamtaka í sjávarútvegi. Hvert er hér verið að fara, spurði ráðherrann. Er þetta dómur yfir þeim fyrrv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem gerði nú- gildandi rammasamning um við- skipti við Sovétríkin? Eða um fyrsta þingmann Vestfjarða, fyrrverandi viðskipta- og sjávarútvegsráðherra? Eru þeir þessir vinstri sinnuðu menn? Til vinstri við hveija eru þeir? Er verið að ræða um alla þá sem gegnt hafa embætti viðskiptaráðherra frá 1953? Og eru forstjórar olíufélag- anna og sölusamtakanna settir und- ir sömu sök? Ráðherra sagði að það hefði ekki falizt neinn þrýstingur á Sovétríkin í því að fresta undirskrift olíukaupa- samnings, sem væri okkur hagstæð- ur í sjálfum sér. Ráðherrar halda illa á málum Matthías Á. Matliiesen (S-Rn) sagði það hafa komið fram hjá við- ræðunefnd okkar í Moskvu að mis- ræmi í upplýsingum frá stjórnvöld- um hér heima og stjómvöldum ytra varðandi viðskiptajöfnuð landanna á yfirstandandi bókunartímabili hafi valdið þeim erfiðleikum í störfum þeirra. Hann minnti og á frétta- frásögn í Morgunblaðinu 18. nóvem- ber sl. þar sem fram kom, að tals- menn Sölumiðstöðvar hraðfrystihú- sanna hafi óskað eftir því að ekki yrði gengið frá olíukaupasamningi við Sovétríkin iyrr en sölusamningur um íslenzkar afurðir til Sovétrikj- anna væri í höfn. Tilmæli þeirra hafi verið hunzuð. Matthías sagði að einhvemtíma hafi ráðherra farið utan af minna tilefni en söluhagsmunum okkar af saltsíld, sem sýnast í sjálfheldu eins og mál hafa þróast. iLiLjMBUH mi) öiíJiiáQiUii mmn GRAM KF-265 hefur 200 Itr. kæli með frábærri innréttingu - og frauðfylltri (massffri) hurð, níð- sterkri og rúmgóðri, svo af ber. Að neðan er 63 Itr. útdregin frysti- skúffa með lausri málmkörfu, sem taka má úr. Auðvelt og þægilegt, ekki satt! En úrvalið er miklu meira, því við bjóöum 11 gerðir kæliskápa með stórum, litlum eða engum frysti. Einnig frystiskápa og -kistur. Gefðu gæðunum gaum - því GRAM er glæsileg- ur, sterkur, sparneytinn, hljóðlátur og endingar- góður. 3ja ára ábyrgð - góðir skilmálar - traust þjónusta! /FOmx HATÚNI 6A SÍMI 91-24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.