Morgunblaðið - 21.11.1989, Side 39

Morgunblaðið - 21.11.1989, Side 39
MORGtJNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 39 Minning: Hernmnn Guðmundsson Fæddur 27. apríl 1916 Dáinn 10. nóvember 1989 Mágur minn og vinur, Hermann Guðmundsson, hefur kvatt tilveru okkar og haldið til austursins eilífa til þeirra starfa sem honum eru æt- luð í Guðs ríki. Hermann Guðmundsson fæddist 27. apríl 1916 á Patreksfirði. Tveggja ára að aldri fluttist hann með foreldrum sínum og fimm systk- inum til Hafnarfjarðar en áður hafði flölskyldan búið á Patreksfirði um tuttugu ára skeið. Var flutningur flölskyldunnar til Hafnarfjarðar til kominn í þeirri von að unnt væri að afla meiri tekna til framfærslu stórr- ar fjölskyldu. Foreldrar Hermanns voru þau Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja, og Guðmundur Jónsson, járnsmíða- meistari. Systkini Hermanns voru þessi: Elst var Svanhvít, þá var Reynir, Fanney, Jón Ingi, Svava og yngstur var Hermann. Af systkinum þessum er Svava ein eftirlifandi. Hermann gekk í Flensborgarskóla að loknu bamaskólaprófi. Þar á eftir lá leiðin í Verslunarskóla íslands og eftir lokapróf í Verslunarskólanum stundaði hann útvarpsvirkjunarnám hjá Ríkisútvarpinu og lauk því námi hjá stofnuninni. Þrátt fyrir þessa menntun í út- varpsvirkjun stundaði Hermann ýmis skrifstofustörf á sinni sívi, nú síðast hjá Reykjavíkurborg. Hermann var mjög listelskur mað- ur. Sér í lagi hafði hann unun af hljómlist, enda sjálfur söngmaður góður. Hann starfaði með fjölmörg- um kómm og söng inn á hljómplöt- ur. Meðal annars söng hann með karlakór Reykjavíkur um 30 ára skeið og var heiðursfélagi kórsins. Enn fremur söng hann með Dóm- kirkjukórnum og Útvarpskórnum undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. I minningunni er Hermann góður drengur. Hann var ætíð dagfarsprúð- ur maður, ljúfur í viðmóti og heill í samskiptum. Var Hermann góður samferðamaður á lífsleiðinni. Nú þegar Hermann hefur kvatt að kveldi ævi sinnar hvarflar hugur vina og vandamanna til liðinna sam- verustunda á liðnum tíma. Mestur er þó söknuður elsku systur minnar, Clöru, sem gekk götuna með honum allt til kveðjustundarinnar. Megi Guð blessá góðan dreng. Innilegar samúðarkveðjur frá Svövu og mér. Hróbjartur Lúthersson Kveðja fra eldri félögum Þegar við, eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur, kveðjum látinn vin og traustan félaga, Hermann Guð- mundsson, fellur sú skylda í minn hlut að minnast hans nokkrum orð- um. 'Fyrst 'svo verður að vera er mér, að sjálfsögðu, Ijúft að verða við því. Það er senn hálf öld síðan fundum okkar Hermanns bar fyrst saman í kómum og varð okkur þá þegar vel til vina. Það hefur haldist meðan báðir störfuðum í kórnum og reyndar meðan báðir lifðu. Hermann Guðmundsson var á margan hátt óvenjulegur maður. Hann bar persónuleika sem tekið var eftir, en dagfarsprúðari og lítillátari manni hef ég ekki kynnst. Söngrödd hans og hæfileikar á tónlistarsviði skipuðu honum í fremstu röð meðal okkar, sem annars þóttumst jafningj- ar. Hann lék á hljóðfæri, kenndi radd- ir og lék undir söng á gleðistundum og var þá hrókur alls fagnaðar. Minning: Ármann Friðriks- son skipstjóri Fæddur 21. nóvember 1914 Dáinn 11. október 1989 Laugardaginn 11. nóvember sl. lést hinn landskunni_ aflaskipktjóri og útgerðarmaður Ármann Frið- riksson. Allir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir Ármanni á „Helgu“, sem um árabil bar af í aflabrögðum, sérstaklega á síldveiðum en einnig á bolfiskveið- um. Sjómennskuferil sinn hóf hann mjög ungur að árum. Strax um 10 ára aldur byijaði hann að róa með föður sínum Friðriki Jónssyni, skip- stjóra, kunnum aflamanni í Vest- mannaeyjum í sinni tíð. Almenna sjómennsku hóf hann upp úr ferm- ingu og stundaði hana af einstakri atorku í rösk 40 ár, þar 'af hartnær 35 ár sem formaður og skipstjóri. Hann eignaðist sitt fyrsta skip 24 ára að aldri. Árið 1943, sama árið og hann og fjölskylda hans flytjast til Reykjavíkur frá Eyjum, byggir hann og bróðir hans, Brynjólfur Kristinn, nýtt skip sem hlaut nafnið Orðabrengl í minningargrein Orðabrengl urðu við vinnslu minn- ingargreinar um Sigrúnu Magnús- dóttur, fyrrverandi forstöðukonu Heilsuverndrastöðvar Reykjavíkur, er birtist hér í blaðinu á sunnudag. Geðprúð varð að geðvond. Rétt átti setningin, sem mistökin urðu í, að hljóða svo: „Árið 1963 sagði þessi geðprúða kona, að hún væri orðin þreytt á þessu „stappi" og „geð- vond“, það væri kominn tími til að hætta." Morgunbláðið biður alla viðkomandi afsökunar á þessum mistökum. ,jFriðrik Jónsson", 50 tonna tréskip. Árið 1947 stofnar hann ásamt Sveini heitnum Benediktssyni út- gerðarfyrirtækið Ingimund hf. og festir það kaup á fyrstu Helgunni, „Helgu“ RE-49, einum af hinum svokölluðu Svíþjóðarbátum. Þetta skip átti eftir að reynast hið mesta happafley og fékk á sig þjóð- sagnablæ á_ þessum árum, frá 1947-1960. Árið 1958 kaupir Ár- mann hlut Sveins í Ingimundi hf. og rekur fyrirtækið ásamt fjöl- skyldu sinni. Nú er skammt stórra högga á milli, ný „Helga“ RE-49 er keypt 1961 og árið 1967 er „Helga 11“ RE-373 keypt og á lóð fyrirtækisins við Súðarvog er reist myndarleg verkunarstöð fyrir salt- fisk, skreið, síldarsöltun og rækju- vinnslu. í lok starfsferils síns kaup- ir fyrirtæki hans enn eina Helguna, „Helgu 11“ ■ RE-373, sem kom til landsins í október 1988, eitt glæsi- legasta loðnu- og togskip þjóðarinn- ar. Af framansögðu má sjá, að Ár- mann fékk miklu áorkað á sviði útgerðar og fiskvinnslu. Hann var ekki aðeins aflamaður og laginn skipstjórnandi, heldur og ekki síður traustur og áreiðanlegur í öllum viðskiptum og naut góðs orðs, hvar sem hann fór. Hann var ráðdeildar- maður í öllu, sem sneri að rekstrin- um, fór vel með, fjárfesti af var- kárni, skilamaður í þess orðs bestu merkingu. Með öðrum orðum, sann- ur fulltrúi gamla skólans. Ármann fæddist 21. nóvember 1914 í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigurínu Katrínar Brynj- ólfsdóttur, f. 7. maí 1884 á Vigdís- arvöllum í Grindavíkurhreppi, og Friðriks Jónssonar, útvegsbónda, f. 7. desember 1868 að Eyjarhólum í Mýrdal, V-Skaftafellssýslu. Ár- mann var þriðji elstur 7 systkina, Persónuleg kynni okkar hjóna við þau Hermann og Klöru, bæði hér heima og á fjöldamörgum ferðum erlendis, voru með svipuðum hætti. Þar bar aldrei neinn skugga á, þó samfundum fækkaði af eðlilegum ástæðum hin síðari ár, eftir að kór- starfinu var lokið. Um leið og við Brynhildur vottum Klöru og ástvinum þeirra Hermanns innilega samúð, þökkum við þeim þessi löngu og góðu kynni. Haraldur Sigurðsson Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Iifið dyra og nú er það farið. (Jón Helgason) 10. nóvember siðastliðinn kvaddi fósturfaðir minn og afi okkar þennan heim. Ekki er hægt að skrifa um hann öðruvísi en að minnast á hans góðu 2 eldri bræðra og 4 yngri systra. Á lífi eru systurnar Klara, Ólafía og Sigurína. Ármann kvæntist Ragnhildi Eyj- ólfsdóttur hinn 13. janúar 1940 og eignaðist með henni 3 böm, eina stúlku og tvo drengi. Þau eru: Helga, gift Sigurði Ólafssyni,_ Eyj- ólfur Agnar, kvæntur Ölafíu Sveinsdóttur, og Ármann, sambýlis- kona hans er Sjöfn Haraldsdóttir. Barnabörn Ármanns og Ragnhildar eru 10. Hinn 3. maí 1984 missti Ármann konu sína, Ragnhildi, og var hún honum og börnum sínum mikill harmdauði. Ármann var félagslega sinnaður, þó svo hann skipaði sér ekki í for- ystusveit í þeim félögum, sem hann starfaði í. Hann var meðlimur í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur og sat alla aðalfundi LÍÚ frá því hann kom í land. Auk þess sat liann mörg Fiskiþing Fiskifélags íslands. Þá var hann meðlimur Oddfellow- reglunnar og gekk í hana 1943. Eftirlifandi eiginkona Ármanns er Rósa Aðalheiður Georgsdóttir. Ármann Friðriksson verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Undirritaður vottar eftirlifandi eiginkonu Ármanns og aðstandend- um fyllstu samúð sína. Blessuð sé minning Ármanns Friðrikssonar. Hallgrímur Þorsteinsson eiginleika. Hann var einstaklega ljúf- ur og hlýr í allri viðkynningu, skemmtilegur og fróður. Hann naut þess að fylgjast með uppvexti og leik bamabarnanna og ekki var ánægjan minni yfir langafa- börnunum. 3. september síðastliðinn fæddist yngsta langafabarnið og var því gef- ið nafnið Hermann. Var ánægjulegt að afi skyldi lifa það. Þegar íjölskyldan kom saman var alltaf glatt á hjalla og áttu afi og arnrna ekki lítinn þátt í því. Þau voru einstaklega samrýnd hjón og miklir félagar. Er því missir ömmu mikill. Að lokum viljum við þakka honum allar samverustundimar. Elsku amma Clara, megi góður Guð veita þér styrk í missi þínum. Haddý, börn, tengdabörn og barnabörn. Kveðja frá Karlakór Reykjavíkur Við fráfall góðs vinar verður oft erfitt um mál. Þó er það nú svo að þegar minningar liðinna ára leita á mann á slíkum tmamótum, er eins og flóðgáttir opnist og þörfin fyrir að tjá sig gefi minningunum byr undir báða vængi. Félaginn, sem við kveðjum í dag, Hermann Guðmundsson, var ein- stakur maður. Hann var ekki aðeins indæll og vinsæll félagi, heldur og leiðtogi í sönglist. Hann var góður söngmaður; lék á hljóðfæri; las nót- ur af snilld og aðstoðaði félaga sína að ná árangri í erfiðum lögum. Og alltaf fús til að fórna sér og það án endurgjalds. Álag þessa erfiðis var þó auðvit- að launað með þeirri ánægju er honum hlauzt fyrir framlag sitt til söngs og gleði. Þess vegna iðkum við þessa íþrótt, sem gefur svo mik- ið. Hermann varð meðlimur í Karla- kór Reykjavíkur árið 1934, og margir þjóðþekktir menn störfuðu með honum á áratugaferli hans í kórnum. Mér sýnist að strákamir úr MA-kvartettinum fræga hafi t.d. byijað það ár í kómum, svo og Ólafur frá Mosfelli. Sigurður Þórð- arson, tónskáld, var söngstjóri allan þann tíma, er Hermann starfaði þar. Með þeim var mikið jafnræði. Sigurður mat hæfileika hans. Dr. Páll ísólfsson hafði og miklar mætur á Hermanni, sem lista- manni. Hjá honum söng hann t.d. í þjóðkórnum fræga; í Dómkórnum og við ýmis önnur tækifæri á stór- um stundum. Páli fannst hann ómissandi. Eitt sinn hringdi dr. Páll til mín og biður mig að syngja í fjölmenn- um blönduðum kómm kirkna í Reykjavík í Skálholtskantötu hans. Æfingum var að ljúka og ég segi því við þennan ljúfa listamann, að ég hafi ekki slíka æfingu í nótna- lestri, að ég geti orðið að liði. Þá sagði dr. Páll: Hafðu ekki áhyggj- ur. Hann Hermann syngur við hlið- ina á þér; og ég lét til leiðast. Hermann vakti ahygli hvar sem hann gekk. Beinn í baki, hnarreist- ur; svipurinn mildur, en þó skarpur. Þannig sé ég hann fyrir mér. Alltaf snyrtilegan til fara; glaðlynd- an _og góðlegan. Eg átti því láni að l'agna að starfa með honum í mörg ár hjá Kr. Kristjánssyni hf., FORD- umboðinu. Þar vann Hermann sér hylli allra með ljúfmennsku sinni. Ég rek ekki ævi Hermanns hér; hún er litrík. Ég vil samt segja á skilnaðarstund, að hann var það, sem Englendingar kalla „gentle- man“, sem við köllum stundum heiðursmann. Framkoman háttvís; klæðnaður snyrtilegur og mildi og góðvild í svipi og fasi. Eiginkonu hans sendum við fé- lagarnir í Karlakór Reykjavíkur • dýpstu samúðarkveðjur. Clara Lúthersdóttir og Hermann áttu in- dælt samlíf. Sameiginlegar ánægju- stundir áttum við félagarnir margar með þeim. Mér finnst að síðasta erindi í kvæði Jónasar, „Ferðalok“, eigi vel við í þessari kveðju: „Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið." Hermann og Clara vora ekki aðeins hjón. Þau voru miklir vinir. Þá átti Hermann og marga. Guð blessi minningu þessa mæta manns. Ragnar Ingólfsson BELARUS traktorar á kynningarverði BELARUS fjórhjóladrifs traktorarnir eru með best búnu traktorum á markaönum og jafnframt þeir sem Hijóðein- angrað ör- yggishús, vandað öku mannssæti f með tauáklæði. Fjórhjóladrif og ' fiö?,ruð framhásing, sjálfvirkar i vökvakrókur/sveiflubeisli, arsláttarkeðjur, þrefalt vökvaúttak, aurhlífar -*?. framan 24 volta startari, loftdæla meö kut, utvarp/segulband, og margt fleira. Oo BELAHUS BELARUS traktorar til afgreiðslu strax. Einstaklega hagstætt kynningarverð Takmarkaður fjöldi véla. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst til að tryggja afgreiðslu fyrir áramót. SÍMI: 681500 ARMULA 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.