Morgunblaðið - 21.11.1989, Page 47

Morgunblaðið - 21.11.1989, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGlfR 21. NOVOIBKR 1989 Minning: Sigrún Magnúsdótt- ir fv. forstöðukona Merk kona er látin. Sigrún Magnúsdóttir, fyrsta for- stöðukona Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, lést 9. þ.m. Sigrún fæddist 19. apríl 1899, var því orð- in háöldruð, er hún lést, hún átti að baki langa og farsæla starfsævi. Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur er eitt af virðulegustu húsum, er standa við Barónsstíg og er starf- semin hófst í þessu glæsilega húsi var merkum áfanga náð. Skipulagt heilsuverndarstarf varð öflugra og þjónusta við íbúa. Reykjavíkur stórlega bætt. Það var árið 1961 er undirrituð hóf störf við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, í fyrstu við árlegar ónæmisaðgerðir á framhaldsskóla- nemendum. Sigrún Magnúsdóttir stjórnaði því verki, þannig gafst mér tækifæri til þess að kynnast henni all vel, bæði sem stjórnanda og manneskjunni Sigrúnu Magnús- dóttur. Ég var óreynd og þekking mín á heilsuverndarstarfi takmörk- uð. Sigrún var ein best menntaða hjúkrunarkona á sviði heilsuvemdar hér á landi, hún hafði víðtæka þekk- ingu á skipulagi og framkvæmd heilsuverndarstarfa. Hún hafði numið og starfað víða um lönd og álfur. Til forystu við hinar ýmsu deildir Heilsuverndárstöðvarinnar höfðu valist hæfustu einstaklingar hver á sínu sviði og mótuðu störfin frá upphafi, allt voru þetta sterkir per- sónuleikar, sem höfðu stór áform um vöxt og viðgang síns sérsviðs. Hlutverk forstöðukonu var víð- tækt og oft flókið, hæfileikar Sig- rúnar Magnúsdóttur sem stjórn- anda komu berlega í ljós, er hún með reisn og virðuleika, ljúf- mennsku og miklu mannviti .tókst að leysa flest mál farsællega. Sigrún var einstakur persónu- leiki, fljúgandi greind, hafsjór af fróðleik og átti auðvelt með að miðla af þekkingu sinni og kveikja eld í bijóstum þeirra er á hlýddu. Undirrituð þakkar forsjóninni fyrir að hafa kynnst Sigrúnu Magn- úsdóttur og notið handleiðslu henn- ar. Undir það taka eflaust allir þeir, er kynntust henni. Frumheijar hjúkranarstéttarinn- ar era nú óðum að hverfa af sjónar- sviðinu. Hjúkrunarstéttin stendur í mikilli þakkarskuld við þá alla, Blessuð veri minning Sigrúnar Magnúsdóttur. Pálína Sigurjónsdóttir Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvemig sem stríðið þá og þá er blandið það er: að elska, bygga og treysta á landið. (Hannes Hafstein) Þann 9. nóvember sl. lést Sigrún Magnúsdóttir hjúkrunarkona og fyrrverandi forstöðukona Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. Með Sigrúnu er genginn brautryðjandi í íslenskum hjúkrunarmálum. Saga íslenskrar hjúkrunarstéttar er ung, nær einungis aftur til aldamóta. Svo virðist sem sagnariturum fyrri tíma hafi þótt lítt frásagnarvert að rita um hjúkrunar- og líknarmál. Vopnabrak, sverðaglamur og ætt- ardeilur einkenna sagnaritun mest til forna. Þar koma þó fram frá- sagnir af konum er bundu um sár særðra og kunnu fyrir sér í lækn- ingum. Frægust er e.t.v. frásögnin af bardaganum á Hrísateig í Víga- Glúmssögu er Halldóra kona Glúms biður konur þær er hún hafði hvatt með sér til bardagasvæðisins að sinna jafnt vinum sem óvinum. Hér ræður mannkærleikur gjörð- um og sú hugsjón að allir hafi sama rétt á hjúkran. Sama hugsjón end- urspeglast í siðareglum nútíma hjúkrunarstéttar. Það var mikill hugur í konum árið 1915 hvað heilbrigðismál varð- aði og stofnuðu nokkrar hjúkrunar- konur það ár Hjúkranarfélag er þær nefndu Líkn. Frú Christophine Bjarnhéðinson fýrrverandi for- stöðukona Holdsveikraspítalans í Laugarnesi var þar í fararbroddi. Meginmarkmið félagsins var að annast hjúkrun í heimahúsum og efla almenna heilsuvernd. Starfsemi Líknar markar þáttaskil í heilbrigð- ismálum Reykjavíkur þar sem fé- lagið hafði framkvæði að því að veita og skipuleggja hjúkran í heimahúsum og síðar að leggja grundvöll að víðtæku heilsuvernd- arstarfi. Saga Líknar er samofin sögu Hjúkranarfélags íslands því frú Sigríður Eiríksdóttir fyrrverandi formaður Hjúkranarfélags íslands var þar í fararbroddi í 25 ár. Áður en Hjúkranarfélagið Líkn var stofnað höfðu áhugamenn um bætta heilbrigðisþjónustu stofnað Hjúkranarfélag Reykjavíkur árið 1902 fyrir forgöngu Oddfellow- reglunnar og Guðmundar Björns- sonar héraðslæknis. Jón Helgason síðar biskup var þar í forystu í ald- arfjórðung, tók á móti beiðnum um hjúkrunarhjálp og skipulagði starfið í samráði við þær tvær hjúkranar- konur, sem störfuðu hjá félaginu, og lækna bæjarins. Sigrún hóf störf hjá Hjúkranarfé- lagi Reykjavíkur þegar hún kom heim frá námi og starfaði þar í tvö ár. Til að auka þekkingu sína sigldi hún eftir það til Skotlands og starf- aði á Royal Infirmary í hálft ár. Af Hjúkrunarfélagi Reykjavíkur er það að segja að starfsemi þess lauk 1937 en Hjúkranarfélagið Líkn starfaði óslitið til ársins 1953 að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur tók til starfa og tók við verkefnum fé- lagsins. Sigrún Magnúsdóttir var fyrsta forstöðukona Heilsuverndarstöðv- arinnar. Hún var vel í stakk búin til að takast á við það uppbygging- arstarf er þar beið. Sigrún hafði að baki fjölþættan menntunar- og starfsferil og var ásamt eðlislægum persónukostum, af öllum, talin til forystunnar fallin. Sigrún Magnúsdóttir fæddist 19. apríl 1899 á Gilsbakka, Hvítársíðu, Mýrasýslu, dóttir hjónanna Magn- úsar Ándréssonar prófasts og al- þingismanns og konu hans, Sigríðar Pétursdóttur húsfreyju. Sigrún lauk hjúkrunarnámi við Nakskov Syge- hus í Danmörku árið 1925 og fram- haldsnámi í geðhjúkran frá Sinds- ygehospital Nyköbing, Sjálandi, árið 1926. Þegar heim kom starfaði Sigrún eins og áður greinir hjá Hjúkranarfélagi Reykjavíkur, en 1. janúar 1929 hóf hún störf hjá Líkn og starfaði þar óslitið til ársins 1944. Þá lá leiðin til Bandaríkjanna og starfaði Sigrún bæði í New York og Connecticut. Þegar til Islands kom hóf Sigrún aftur störf hjá Líkn og starfaði þar til ársins 1953 að undanskildu því ári er hún stundaði framhaldsnám í heilsuvernd við háskólann í Toronto, Kanada. Sigrún Iét félagsmál til sín taka og sat í stjóm félagsins í 12 ár. Þeim fækkar óðum merkiskonunum er hófu á loft merki hjúkranar á íslandi og gerðust brautryðjendur. Sigrún Magnúsdóttir var ein af þeim. Hjúkrunarfélag íslands þakk- ar að leiðarlokum brautryðjenda- störf og vonar að hjúkranarstéttin beri gæfu til að halda á lofti því merki er hafið var á loft af fram- sýni og kjarki. Aðstandendum er vottuð samúð. Blessuð sé minning Sigrúnar Magnúsdóttur. Sigþrúður Ingimundar- dóttir, formaður Hjúkr- unarfélags íslands. Óttist ekki elli þér ísalands meyjar, þó fagra hýðið ið hvíta hrokkni og fölni og brúna - logið í - lampa ljósunum daprist, og verði rósir vanga að visnuðum liljum Kurteisin kom að innan, - sú kurteisin sanna - siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist ■ Þannig orti Bjarni Thorarensen um Rannveigu Filippusdóttur, langalangömmu Sigrúnar Magnús- dóttur og mér fínnast þau orð eins geta átt við um hana og reyndar einnig systur hennar sem gengnar era á undan henni. Seinustu æviár Sigrúnar eru lýsandi dæmi þess hvernig ellin getur verið hamingju- söm þrátt fyrir blindu og margvís- lega líkamlega kröm. Hún dó fyrir aldur fram þrátt fyrir sín 90 ár. Það vora þijú atriði sem framar öðru skópu hamingju hennar í ell- inni. í fyrsta lagi hafði hún þá náðar- gáfu að vera skemmtileg án þess að reyna nokkuð til þess að vera það. Hennar kurteisi kom sannar- lega að innan, meðfædd og ólærð. Hún var glaðlynd og góðlynd, skarpgreind, orðheppin og sagði vel frá. Hún var líka næm og gat verið viðkvæm. Það vill stundum verða, að ættingjar og vinir vitji gamals fólks af skyldurækni fremur en löngun, en það átti ekki við um Sigrúnu. Ungir jafnt og aldnir fóra að finna hana af sömu ástæðum og maður heimsækir skemmtilega jafnaldra. Hún var þess vegna sjald- an einmana þótt hún væri alla tíð ógift og barnlaus. En henni leiddist samt sjaldan einveran og þá kem ég að næsta gleðigjafa í elli hennar. Eftir að hún missti sjónina fyrir mörgum áram gerðist hún afkastamikill notandi blindrabókasafnsins. Hún var vandlát á höfunda og það var alls ekki sama hver las. Hún átti marga eftirlætishöfunda, en vænst þótti henni um Jónas Hallgrímsson. Af 47 upplesurum vora leikararnir Hjalti Rögnvaldsson og Þorsteinn Gunn- arsson og verkfræðingurinn Olafur Jensson hennar menn! En mesti gleðigjafi hennar í ell- inni ætla ég að hafí verið tónlistin. Ilún dáði alla gömlu meistarana og kenndi mér t.d. að meta þá Jóhann Christian og Carl Philipp Emanuel, syni Jóhanns Sebastians Bachs. En meistari meistaranna var í hennar augum Wolfgang Amadeus Mozart. Undir lokin held ég að hún hafi næstum eingöngu hlustað á hann. Henni fannst hún skynja nálægð hans og hann var orðinn henni eins og nákominn vinur. Hún var orðin næstum alblind þegar Amadeus var sýndur í Háskólabíói. Samt dreif hún sig í þeirri von að hún sæi glitta í eitthvað í myndinni. Sú von brást og hún var ekki alls kostar ánægð. „Mozart hló ekki svona. Hann var vissulega glaður og mesti æringi, en það var ekkert fíflslegt við hann.“ Én tónlistin var ósvikin. Hún hreyfði sig ekki úr sæti fyrr en seinustu tónarnir dóu út og bíó- ið orðið hálftómt. Ég sá hana seinast liggja lamaða og mállausa en með meðvitund hlusta á tónlist þessa vinar síns. Ég vona að söngur sálumessu hans sem hún mat mest allra verka hafí flutt hana á vit almættisins: „Re- quiem aeternam dona eis, Domine: et lux perpetua luceat eis“ — Drott- inn veit þeim hina eilífu hvíld og hið eilífa Ijós lýsi þeim. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR V. GUÐBRANDSSONAR frá Bolungarvik Hörður Magnússon, Hjördfs Elinórsdóttir, Oddný E. Magnúsdóttir, Vincent P. Cerisano, Grétar J. Magnússon, Gréta Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför EINARS BALDURS BESSASONAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks fyrir frábæra umönn- un í gegnum árin. Ólafia Bessadóttir Foged og fjölskylda. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐNA SÆVALDAR JÓNSSONAR, Fögrukinn 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11-E, Land- spítalanum. Þóra Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Þ. Kristjánsson, Regína Hansdóttir, Sigrfður Á. Sævaldsdóttir, Kjartan Hreinsson, Sigurborg H. Sævaldsdóttir, Gunnar Þ. Geirsson, Eiríkur V. Sævaidsson, Hafdís Baldursdóttir, Kristinn J. Sævaldsson og barnabörn. Afgreitt beint af lager! KAUPTU NÚNA - BORGADU Verð frá kr. 128.000.- A NÆSTA ÁRI HUSHLUTIR HF., Hringbraut 119, sími 625045 Opið frá 9-18, laugardaga frá kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.