Morgunblaðið - 21.11.1989, Side 48

Morgunblaðið - 21.11.1989, Side 48
MOHGUNBLAPU) ÞRIE)JUDAQUR 21. NÓVEMBER 1989 Vinningstölur laugardaginn 18. nóv. '89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 ■ 5 af 5 0 2.253.509 Z. 4af5^fiuK 5 78.350 3. 4af5 114 5.927 4. 3af5 3.498 450 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.895.037 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 * * ★ *,**%'**•**& ÁRSHATÍÐ TÖLVUFRÆÐSLUNNAR, VIÐSKIPTASKÓLANS OG MÁLASKÓLANS. Hátíðin verður haldin laugardaginn 25.nóvember í Víkingasal Hótels Loftleiða. Við rásmarkið kI.18:00 bjóðum við öllum upp á fordrykkinn 'TÖLVUVÍRUS". VEISLUMATSEÐILL KVÖLDSINS: / Rjómalöguö spergilsúpa. / %SteikarhlaöborÖ m/ nautakjöti, grísakjöti, lambakjöti og kjúklingi ásamt sósum, grænmeti og öðru góðgæti. DAGSKRÁ KVÖLDSINS : Heimalöguð skemmtiatriði nemenda og starfsfólks. (Verðlaun veitt fyrir besta skemmtiatriði kvöldsins) ► Sérstakur gestur kvöldsins: Jóhannes Kristjánsson, eftirherma. Númeraðir aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar. Glæsileg verðlaun. Gamlir og nýir nemendur fjölmennið! io n TÖLVUFRÆÐSLAN BORGARTÚNI 28, S (M I 687590. fclk í fréttum SKATAR Vinasamband endurnýjað Skátafélagið Ægisbúar úr vesturbænum í Reykjavík heimsótti félaga sína í skátahreyf- ingunni á Keflavíkurflugvelli ný- lega og endurnýjaði um leið sam- band sem hafði verið, en síðan rofnað. Um 75 Ægisbúar, drengir og stúlkur á aldrinum 7 — 15 ára voru í þessum leiðangri sem var undir stjórn þeirra Eiríks Gunnars Guðmundssonar sveitarforingja og Braga Björnssonar deildarfor- ingja og fengu íslensku skátarnir höfðinglegar móttökur um 200 félaga sinna á Keflavíkurflugvelli. Bragi Björnsson deildarforingi þeirra Ægisbúa sagði að banda- rísku skátarnir hefðu haft sam- band við þá í sumar og óskað eftir að endurnýja samband sem hefði staðið í mörg ár en síðan rofnað með mannabreytingum. Þeir hefðu boðið bandarísku skát- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Skátaforingjarnir ræða málin. Frá vinstri er Einar Gunnar Guð- mundsson sveitarforingi, við hlið hans er Chuck Hess sveitarfor- ingi og við hlið hans er Bragi Björnsson deildarforingi. unum að koma til Reykjavíkur og hefðu þeir farið í sjóferð á skóla- skipinu Sæbjörgu og skoðað og heimsótt hús Slysavamafélag ís- lands. Bragi sagði að samskipti skátahreyfinganna hefðu verið ákaflega góð og nú væri í undir- búningi þátttaka bandarísku skát- anna á Landsmótinu við Úlfljóts- vatn sem verður haldið í sumar. Chuck Hess sveitarforingi ylf- inga á Keflavíkurflugvelli var upphafsmaðurinn að endurnýjuð- um samskiptum skátanna, en hann hefur starfað sem skáti í mörg ár. Chuck Hess sagðist vona að endurnýjuð tengsl myndu koma báðum aðilum að gagni og hann hlakkaði til frekara sam- starfs. BB íslenskir og bandarískir skátar bera saman bækur sínar í heim- sókn Ægisbúa úr Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. LÖGREGLAN Inýjum búningum Franskir lögregluþjónar, karlar og konur, munu skrýðast nýj- um einkennisbúningum innan tveggja ára. Þeir voru kynntir nýverið og vöktu mikla athygli en þekktur franskur tískuhönnuður, Pierre Balmain, var ráðinn til að gera búningana bæði nútímalegri og smekklegri. KRÖFUHARKA Basinger viidi ólm úr hverri spjör Leikstjóra og' framleiðendum kvikmyndarinnar Batman rak ó rogastans er Kim Basinger stakk upp á því að hún færi úr hverri spjör í svefnherbergisatriði með Michael Keaton, en þau fóru með hlutverk leuðurblökumanns- ins og lagskonu hans í myndinni. Þótt Basinger þyki með kyn- þokkafyllri leikkonum þessi miss- erin, hefur hún ekki sést berrös- suð á hvíta tjaldinu til þessa, ekki einu sinni í hinni blálituðu „9 1/2 vika“ sem gengur þó út á öfga- kennt kynlíf. Aðstandendur Bat- mans setti hljóða um stund meðan þeir veltu fyrir sér hvort þeir myndu hala meira inn á berum líkama Basinger eða með því að halda myndinni á fjölskyldur- amma. Hið síðamefnda varð ofan á. Þrátt fyrir þær málalyktir hafði Basinger ekki sagt sitt síðasta orð, hún hafði fallist á að gera myndband með Prince sem samdi tónlistina við Batman. Þegar þau ráðfærðu sig hvort við annað um það hvernig bandið skyldi vera, er sagt að Prince hafi fölnað og kallar hann þó ekki allt ömmu sína. Myndbandið er komið út fyrir nokkru og víðast hvar fengið þær móttökur í Bandaríkjunum sem búast mátti við miðað við umtalið. Það fæst vart sýnt. í Evrópu verða móttökumar vænt- anlega aðrar enda siðavendnin önnur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.