Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Morgunblaðið/PPJ Fullt tungl í gærkvöldi var fullt tungl, en í kvöld verður tunglið hæst á lofti. Það sem er sérstakt við tunglið í bjartviðrinu þessa dagana er að það sest ekki í tvo sólarhringa. Það settist síðast klukkan 12.49 á mánudag og sest ekki aftur fyrr en klukkan 13.59 á morgun. Einnig er sérstakt að Júpiter er mjög áberandi á himnin- um og í kvöld klukkan 19 verður Júpiter skammt fyrir sunnan tunglið, segir i Almanaki Háskólans. Engu er líkara en tunglið hafi tyllt sér á kór Hallgrímskirkju í bjartviðrinu í gær. Frumvarp um breytta stjórn heilbrigðismála: Vænti þess að ráðherra láti af fyrirætlunum sínum - segir borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Davíð Oddsson, telur að frumvarp heilbrigðisráðherra um breytta stjórn sjúkrahúsa sveitarfélaganna í landinu feli í sér að ríkið yfirtaki rekstur þessara stofnana, án þess að sveitarfélögin fái endurgreiddan stoihkostnað sinn vegna þeirra. Hann segir að þetta frumvarp komi fram án samráðs við sveitarfélög- in og í óþökk þeirra og að verið sé að koma aftan að sveitarstjómar- mönnum. Segist borgarsljóri vænta þess, að ráðherra láti af þessum fyrirætlunum sínum. Heilbrigðisráðherra lagði fyrr í haust fram á Alþingi frumvarp til laga, þar sem gert er ráð fyrir að heilbrigðisráðherra skipi stjórnir sjúkrahúsa sveitarfélaga og starfs- menn þeirra verði ríkisstarfsmenn. Áform um yfirtöku Borgarspítalans Davíð Oddsson, borgarstjóri, er andvígur þessum áformum ráðherra og segir engu líkara en að ríkið hyggist með þessum hætti yfirtáka rekstur þessara stofnana, þar á meðal Borgarspítalans. Bendir hann VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFURIDAG, 13. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Austan- og norðaustanátt á landinu, sums staðar stinningskaldi syðst, en gola eða kaldi í öðrum landshiutum. Skýjað og smáél voru norðaustanlands en víðast léttskýjaó annars stað- ar. Hiti var í kringum frostmark allra syðst á landinu, annars frost, mest 8-12 stig í innsveitum norðanlands. SPÁ: Austan og norðaustangola eða kaldi. Smáél norðaustan- og austanlands, en víðast léttskýjað annars staðar. Hiti nálægt frost- marki að deginum allra syðst á landinu, en annars frost, mest 10-13 stig í innsveitum norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Austan og norðaustan- átt og kalt. Él um norðan- og austanvert landið, en annars þurrt. ^ Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Sj Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —L Skafrenningur Þrumuveður xn. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri -Mi léttskýjað Reykjavík +4 léttskýjað Bergen 0 vantar Heisinki -s-19 reykur Kaupmannah. 1 þokumóða Narssarssuaq 6 moldrok Nuuk 1 léttskýjað Osló vantar Stokkhólmur 4-2 snjókoma Þórshöfn 1 snjóél Algarve 18 þokumóða Amsterdam 1 slydda Barcelona 13 mistur Berlin 1 þokumóða Chicago +14 heiðskírt Feneyjar vantar Frankfurt vantar Glasgow 3 mistur Hamborg 2 þokumóða Las Palmas 22 skýjað London 9 rigning Los Angeles 8 heiðskirt Lúxemborg 0 rigning Madríd 9 þokumóða Malaga 15 súld Mallorca 17 skýjað Montreal +16 snjókoma New York 0 aiskýjað Onando 9 þokumóða Paris 5 þokumóða Róm 11 þokumóða V/n 2 léttskýjað Washington 1 snjókoma Winnipeg +29 heíðskírt i á, að Reykjavíkurborg hafi haft frumkvæði að því að reisa Borg- arspítalann og hafi borið þungánn af kostnaðinum við þá framkvæmd framan af, þótt það hafi breyst á undanfömum árum. Þegar spítalinn hafi verið settur á föst fjárlög fyrir fáum árum, hafi ýmsir óttast að þar væri um að ræða fyrsta skrefið í átt til yfirtöku ríkisvaldsins, en þá hafi borgaryfirvöld hins vegar verið fullvissuð um að á því væri engin hætta. Ef hins vegar yrði af slíku, fengi borgin endurgreiddar þær upp- hæðir, sem hún hefði varið til bygg- ingar spítalans. Á þeim tíma hefði þar verið um að ræða hundruðir milljóna króna en sú upphæð nálgað- ist nú einn milijarð króna. Gert hefði verið ráð fyrir því að borgaryfirvöld gætu þá notað það fjármagn til að styrkja frumheilsugæslu í borginni annars vegar, og hins vegar til að bæta aðbúnað og þjónustu fyrir aldr- aða. Ekki hefði orðið úr yfirtöku af þessu tagi þá, og meginástæðan hefði verið sú, að margir vildu halda í sjálfstæði spítalans og það frum- kvæði sem borgin hefði haft í mál- efnum hans. Borgarstjóri segir, að í viðræðum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafi komið fram hug- myndir af hálfu heilbrigðisráðuneyt- isins, um að gera breytingar á stjórn- un sjúkrahúsa sveitarfélaganna. Þær hafi hins vegar mætt mikilli andstöðu fulltrúa sveitarfélaganna í viðræðunurfi og hafi þeir talið, að þetta tengdist umræðu um breytta verkaskiptingu ekki á neinn hátt. „Þá var því lýst yfir af mörgum aðilum," segir borgarstjóri, „að ef spítalamir yrðu yfirteknir með þess- um hætti, myndu menn ekki standa að hinni breyttu verkaskiptingu í þeirri mynd sem hún átti að vera. Frá þessu var þá horfið og menn sammæltust um að þessar breyting- ar ættu ekki við, til að mynda sú, að gera starfsmenn Borgarspítalans að ríkisstarfsmönnum." Komið aftan að sveitarstjórnarmönnum „Nú koma þessar hugmyndir skyndilega aftur fram og í rauninni er þar verið að koma aftan að sveit- arstjórnarmönnunum," heldur hann áfram. „í frumvarpinu er hvergi minnst á hvort eða hvemig ríkissjóð- ur hyggist greiða sveitarfélögunum þann mikla stofnkostnað, sem þau hafa lagt í spítalana. Það er engu líkara en að ríkisvaldið hyggist yfir- taka þennan mikilvæga málaflokk án samráðs við sveitarfélögin og í óþökk þeirra. Það eru líka uppi efa- semdir um að hægt sé að gera þetta með einfaldri lagasetningu og það géti jafnvel stangast á við sum ákvæði stjómarskrárinnar, til dæmis þau sem fjalla um sjálfstæði sveitar- félaganna og friðhelgi eignaréttar- ins.“ Davíð Oddsson segir, að það sem meginmáli skipti, sé að þessi áform gangi þvert á stefnu allra ríkis- stjórna um náið samstarf og eðlileg og samskipti við sveitarfélögin og að sjálfákvörðunarréttur þeirra sé virtur. „Það er óþolandi og nánast óhugsandi að ríkið gangi fram með þessum hætti. Frumvarp heilbrigðis- ráðherra gengur á svig við öll samt- öl og yfirlýsingar sem gefnar vom í samningum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og hefur verið ítrekað annars staðar." Enginn ágreiningur um málið í borgarsljórn Hann telur, að enginn ágreiningur sé um það í borgarstjóm eða stjóm Sjúkrastofnana Reykjavíkur að Dorgin njóti áfram þess frumkvæðis, sem hún hafi haft i málefnum Borg- arspítalans. „Hann er byggður fyrir peninga borgarinnar að verulegu leyti og fráleitt að halda að ríki geti yfirtekið hann með þessum hætti. Ég hef átt samtöl við heiíbrigðisráð- herra og greint honum frá sjónar- miðum borgaiyfirvalda í málinu og vænti þess eindregið að hann láti af þessum fyrirætlunum." Borgarstjóri segist að lokum ætl- ast til þess, að félagsmálaráðherra gangi fram fyrir skjöldu í málinu. „Félagsmálaráðherra er yfinnaður sveitarstjórnarmála og þingmaður Reykvíkinga og ber skylda til að koma í veg fyrir yfirgangur af þessu tagi eigi sér stað.“ • Reglugerð um Jöfiiun- arsjóð ekki aflurvirk - seg'ir skrif- stofustjóri félags- málaráðuneytis Skrifstofustjóri félagsmála- ráðuneytisins segir það alrangt að reglugerð um jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem gildir fyrir næsta ár, sé í raun afturvirk þann- ig að sveitarfélög sem ekki lögðu á hámarksútsvar á þessu ári geti átt von á að missa af framlagi úr sjóðnum eða verða fyrir verulegri skerðingu. Nýjar reglugerðir um Jöfnunar- sjóðinn taka giidi 1. janúar á næsta ári og eru þar gerðar kröfur um eðlilega nýtingu á fasteignagjöldum, aðstöðugjöldum og útsvari, ef sveit- arfélög eiga að fá framlag úr Jöfnun- arsjóði. Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu- stjóri félagsmálaráðuneytisins sagði að farið hefði verið eftir tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga um eðlilega nýtingu tekjustofna sveitarfélaganna. Þar er sé gert ráð fyrir 70% nýtingu á aðstoðugjalds- stofninum, að fasteignagjöld séu að minnsta kosti 0,4% eða 1% eftir flokkum en hámarksálagning er 0,625% og 1,25%. Þá sé miðað við að lagt verði á hámarksútsvar, 7,5%. Haft var eftir bæjarstjóra Selfoss í Morgunblaðinu í gær að þessar reglur séu í raun afturvirkar og gildi einnig um útsvarsálagningu 1989. Selfosskaupstaður missi því að öllum líkindum af framlagi úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga á næsta ári vegna þess að útsvarsprósenta á þessu ári var 7,1%. Þessar síðbúnu reglur þýði 24 milljón króna tekjuskerðingu fyrir sveitarfélagið. Húnbogi sagði að þetta væri mis- skilningur og sú reglugerð sem gilti fyrir þetta ár gerði ráð fyrir meðal- nýtingu á tekjustofnum sveitarfé- laga, þannig framlag úr Jöfnunar- sjóðnum þyrfti ekki að skerðast þótt útsvar næði ekki 7%. Húnbogi sagði að ástæðan fyrir auknum kröfum til sveitarfélaga um nýtingu tekjustofna væri sú, að ekki væri ætlast til að sveitarfélög sæktu í Jöfnunarsjóðinn þessi tilteknu framlög nema þau nýttu sæmilega sína tekjustofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.