Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR .13, DESEMBER 1989 ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS Ufóm FOLX ■ HVERT sérsamband innan íþróttasambands íslands velur íþróttamann ársins úr sínum röðum. Sérsamböndin eru 20 og heiðrar ÍSI hið útvalda íþróttafólk. ■ FRJÁLST Framtak gaf verð- launagripina sem fyrr og Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, afhenti íþróttamönn- unum gripina. ■ GUÐRÚN Júlíusdóttir, TBR, er badmintonmaður ^ársins 1989. Hún varð tvöfaldur íslandsmeist- ari á árinu, í tvíliða- og tvenndar- leik. ■ STEFÁN Jóhannesson, KA, var valinn blakmaður ársins. Hann hefur verið einn af máttarstólpum landsliðsins undanfarin ár og átt dijúganþátt í velgengni félags síns, sem er Islandsmeistari. ■ KJARTAN Briem, KR, var kjörinn borðtennismaður ársins — annað árið í röð. Kjartan er Is- landsmeistari, var punktahæstur leikmanna í meistaraflokki og lék 13 af 16 landsleikjum á síðasta keppnistímabili. ■ FJÓLA Ólafsdóttir, Ármanni, er fimleikamaður ársins og er það í annað sinn, sem hún er útnefnd. Fjóla varð í 4. sæti í gólfæfingum á Norðurlandamótinu, í 2. sæti á íslandsmótinu og er með hæst samanlögð stig íslenskra keppenda i stúlknaflokki á árinu. ■ EINAR Vilhjálmsson var út- nefndur fijálsíþróttamaður ársins. Hann sigraði m.a. á sex stórmótum erlendis og lengsta kast hans, 84,50 m, tryggði honum 7. sætið á heims- listanum. Einar er eini spjótkastari heims, sem hefur unnið sér rétt til þátttöku í úrslitum þriggja stiga- móta Alþjóðafijálsíþróttasam- bandsins, en þau mót eru haldin annað hvert ár. ■ ÚLFAR Jónsson, Keili, var kjörinn golfmaður ársins. Hann varð í 7. sæti í einstaklingskeppni á Evrópumóti landsliða, í 4. sæti í einstaklingskeppni Evrópumeist- aramóts félagsliða og í 4. sæti á Norðurlandameistaramótinu. Ulfar er Islandsmeistari, meistari Keiiis og íslandsmeistari í sveita- keppni GSÍ í 1. deild. ■ ÓLAFUR H. Ólafsson, KR, var útnefndur glímumaður ársins. Hann er handhafi Grettisbeltisins — vann titilinn glímukappi íslands í þriðja sinn síðastliðið vor. Ólafúr sigraði í öllum einstaklingsmótum ársins og e'r því bikarmeistari og íslandsmeistari í sínum þyngdar- flokki og skjaldarhafi Ármanns. ■ ÞORGILS Óttar Mathiesen, FH, er handknattleiksmaður ársins. Hann leiddi íslenska landsliðið til sigurs í B-keppninni og var valinn í heimsliðið með þeim orðum að þar væri á ferðinni besti stjórnandi og línumaður heims. Enginn hand- knattleiksmaður hefur leikið fleiri landsleiki fyrir íslands hönd en Þorgils Óttar. ■ SIG URBJÖRN Bárðarson, Fáki, er knapi ársins í hestaíþrótt- um, en hann hefur verið keppn- isknapi í rúm 20 ár. Sigurbjörn, sem hefur unnið öll verðlaun á Is- landsmóti í hestaíþróttum og státar af nokkrum Evrópumeistaratitl- um, sigraði í tveimur greinuin á íslandsmótinu í sumar og náði öðru og þriðja sæti í hinum greinun- um. Morgunblaðið/Þorkell íþróttamenn ársins 1989 Stuttgart átti aldrei möguleika gegn Werder Bremen í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Bremen í gærkvöldi. Þetta var sem leikur kattarins að músinni og Stutt- gart mátti þakka fyrir að tapa aðeins 3:0, en þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé kom Ásgeir Sigurvinsson inná, en það var erfitt fyrir hann að rífa sam- heijana upp. Heimamenn skoruðu strax á FráJóni Halldóri Garðarssynii V-Þýskalandi fyrstu mínútu; Bockenfeld, sem var besti maður leiksins, gaf fyrir mark- ið og Neubarth skoraði af þriggja metra færi. Neubarth bætti öðru marki við með skalla eftir horn- spyrnu frá Bpckenfeld eftir hálftíma leik og Ástralíumaðurinn Rufer gerði þriðja markið á siðustu mínútu hálfleiksins. Sókn heimamanna hélt áfram eftir hlé, en Ásgeir átti fyrsta skot Stuttgart að marki — með hægri á 65. mínútu. Síðustu 10 mínúturnar léku gestirnir aðeins 10, höfðu not- að báða varamennina, Scháfer meiddist og varð að fara af velli. Þá átti Bremen m.a. þijú stangar- skot, en mörkin urðu ekki fleiri. Immel, markvörður Stuttgart, bjargaði liði sínu frá stór tapi. Hvað eftir annað varði hann vel, en gat ekki komið í veg fyrir tapið og Stuttgart er þar með úr leik í bikar- keppninni. Kaiserslautern vann Dússeldorf 3:1, en í kvöld verða hinir tveir leik- irnir í átta liða úrsiitum. „Kominn tími til að sigra“ - sagði Pirmin Zurbriggen, sem náði loks að vinna heimsbikarmót „ÞAÐ var kominn tími til að sigra. Það er eitt ár frá því ég vann sfðast heimsbikarmót," sagði Svisslendingurinn Pirmin Zúrbriggen eftir sigurinn í risasvigi sem fram fór í Sestri- ere á Ítalíu í gær. Helsti keppi- nautur hans, Marc Girardeili frá Luxemborg, féll illa íbraut- inni og verður frá keppni fram aðáramótum. Zurbriggen var öryggið upp- málað er hann keyrði niður erfíða brautina í Sestiere, sem í var gervisnjór og því mjög hörð. „Þessi braut líktist meira bruni en risas- vigi á sumum köflum. Hún var líka mjög hættuleg og öryggissvæðin utanbrautar voru ekki fullnægj- andi,“ sagði Zúrbriggen, sem fór brautina á 1:37.39 mínútum. Þrír Norðurlandabúar voru á meðal fimm fyrstu. Lars Böije Eriksson frá Svíþjóð var annar á 1:37.50 mín., Franck Piccard, Frakklandi, þriðji á 1:37.86 mín. Norðmaðurinn Atli Skaardal náði sínum besta árangri með því að ná fjórða sæti og Niklas Henning frá Svíþjóð hafnaði í fimmta sæti. Heimsbikarhafinn frá í fyrra, Marc Girardelli frá Luxemborg, féll illa í miðri braut og skall utan í öryggisnet. Hann var strax fluttur í þyrlu á sjúkrahús. Hann er mikið skrámaður og marðist illa á baki, en er óbrotinn. Hann mun að ölium líkindum missa af fjórumr næstu mótum í heimsbikarnum. Morgunblaðiö/Reuter Pirmin Zíirbriggen náði loks að sigra í heimsbikarmóti í gær eftir eins árs bið. Zúrbriggen hefur nú 101 stig í heildarstigakeppninni og er nú að- eins 17 stigum á eftir Ola Kristian Furusetd frá Noregi. Svisslending- urinn á þó alla möguleika á að ná Furusetd því næstu tvö mót eru brunmót, en Norðmaðurinn keppir ekki í þeirri grein. ÞJÁLFARI Ungmennafélagið Leiknir, Fáskrúðsfirði, auglýsir eftir þjálfara fyrir tímabilið frá maí til og með ágúst 1990. Nánari upplýsingar veitir Þröstur í síma 97-51220 eða 97-51221. SKÍÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Tíu íþróttamenn sem heiðra átti voru mættir í gærkvöldi. Þeir eru, í fremri röð frá vinstri: Sigrún Huld Hrafns- dóttir, íþróttamaður fatlaðra, Guðrún Júlíusdóttir, badmintonmaður ársins, Fjóla Ólafsdóttir, fimleikamaður ársins og Ragnar Már Steinssen, siglingamaður ársins. í aftari röð eru, frá vinstri: Sigurbjörn Bárðarson, knapi ársins, Einar Páll Garðarsson, skotíþróttamaður ársins, Margrét Svavarsdóttir, tennismaður ársins, Halldór Svavarsson, karatemaður ársins, Þorgils Óttar Mathiesen, handknattleiksmaður ársins og Stefán Jóhannesson, blakmaður ársins. Pjarverandi voru: Guðmundur Helgason, Bjarni Ásgeir Friðriksson, Einar yilhjálmsson, Ragnheiður Runólfsdóttir, Jón Kr. Gíslason, Kjartan Briem, Ólafur H. Olafsson, Örnólfur Valdimarsson, Úlfar Jónsson og Ólafur Þórðarson. KNATTSPYRNA / VESTUR-ÞYSKALAND Enn tapar Stuttgart Lá 3:0 í Bremen og er úr leik í bikarkeppninni ÍÞRÚmtR FOLK M SIGRÚN Huld Hrafhsdóttir, Ösp, var valinn íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra, en hún keppir í flokki þroskaheftra. Sigrún Huld hefur verið nær ósigrandi á sund- mótum innanlands og á 12 íslands- met í sundi í flokki fullorðinna. Á Norðurlandamótinu vann hún til fimm gullverðlauna og setti þijú N orðurlandameistaramótsmet. Hún tók þátt í fimm greinum á Heimsmeistaramóti þroskaheftra og sigraði í þeim öllum. • M BJARNI Ásgeir Friðriksson, Ármanni, var útnefndur júdómaður ársins, en hann hefur verið ósigrandi í keppni innanlands. Bjarni glímdi um bronsverðlaunin í opnum flokki á Evrópumeistara- mótinu og voru báðir keppendur jafnir að stigum í lok glímunnar, en mótheija hans dæmdur sigur og hafnaði Bjarni því í 5. sæti. Hann varð í 7. sæti á Heimsmeistara- mótinu og sigraði í sínum flokki ög opnum flokki á Opna skand- inavíska mótinu. M HALLDÓR Svavarsson, KFR, var kjörinn karatemaður ársins. Hann varð Norðurlandameistari í fijálsri viðureign áNorðurlanda- mótinu og hlaut auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegar glímur. Halldór varð tvöfaldur Is- landsmeistari. ■ ÓLAFUR Þórðarson, Brann, var valinn knattspyrnumaður árs- ins. Hann hefur leikið í landsliði fslands í öllum aldursflokkum og lék með í fimm af sex a-landsleikj- um ársins og í þremur af fjórum landsleikjum með U-21 liðinu, þar sem hann var fyrirliði. ■ JÓN Kr. Gíslason, ÍBK, er körfuknattleiksmaður ársins. Hann varð íslandsmeistari með félagi sínu sem þjálfari og leikmaður, fyr- irliði íslenska landsliðsins og bikar- meistari með danska liðunu SISU, sem hann hefur leikið með síðan í haust. ■ GUÐMUNDUR Helgason, KR, var kjörinn lyftingamaður árs- ins. Hann bar höfuð og herðar yfir íslenska keppinauta sína á stiga- mótum ársins, bætti 12 ára gamalt íslandsmet í jafnhendingu og lyfti 200,5 kg og vann til silfurverðlauna á Norðurlandameistaramótinu. ■ RAGNAR Már Steinsen, Ými, var útnefndur siglingamaður ársins. Ragnar, sem hefur stundað sigling- ar í sjö ár en er aðeins 14 ára, varð íslandsmeistari í flokki „op- timist-báta“ og hafnaði í 4. sæti á unglingamóti í Danmörku eftir að hafa náð fyrsta sæti í einni keppn- inni... _ ■ ÖRNÓLFUR Valdimarsson, ÍR, er skíðamaður ársins. Hann er þrefaldur íslandsmeistari í alpa- greinum og hafnaði í öðru sæti í bikarkeppninni. Ornólfúr, sem keppti áHeimsmeistaramótinu í alpagreinum, stóð sig vel á FIS- mótunum, sem haldin voru hér á landi. ■ EINAR Páli Garðarsson var útnefndur skotmaður ársins. Einar Páll vann til verðlauna á öllum helstu mótum hér á landi á árinu og varð íslandsmeistari ogskoraði 184 stig, sem er jöfnun á Islands- meti. ■ RAGNHEIÐUR Runólfsdótt- ir, ÍA, er sundmaður ársins. Hún á 15 Islandsmet í kvennaflokki og eitt í stúlknaflokki auk fjölda meta í boðsundssveitum, en alls hefur hún sett 111 íslandsmet. Hún hafnaði í 5. sæti í 100 m bringu- sundi á Evrópubikarmótinu, sem er næst besti árangur Islendings í sundi frá ugphafi. ■ MARGRET Svavarsdóttir var kjörin tennismaður ársins, en hún er Islandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik kvenna og sigraði í öllum mótum, sem hún tók þátt í á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.