Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakið. Dalai Lama verðlaunaður fyrir frið Fáar þjóðir hafa þolað jafn miklar hörmungar á síðari hluta þessarar aldar og Tíbet- ar. Kínversk stjórnvöld hafa með markvissum hætti reynt að uppræta menningu þeirra og innlima landið í Kína. Um- heiminum berast aðeins óljósar fréttir frá þessu langhijáða og afskekkta fjallalandi. Þær eru þó allar á einn veg, að þar sé beitt takmarkalausri hörku gegn almennum borgurum, trú þeirra, sögu og siðum. Með þetta í huga var sér- staklega vel til fundið hjá norsku Nóbelsnefndinni að veita Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann hefur ekki hvatt til þess að ofbeldi Kínveija sé svarað í sömu mynt heldur lagt sig fram um að bjarga því sem bjargað verður með friðsamlegum hætti. Ráðamenn í Peking hafa hins vegar slegið á sáttahönd Dalais Lama og þeir brugðust ókvæða við, þegar frá því var greint að hann hefði fengið friðar- verðlaun Nóbels. Þau mótmæli eru ekki annað en staðfesting á þvermóðskunni sem ræður ferðinni hjá valdamönnum í Peking. Blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar um mitt árið sýndi, að þeir svífast einskis til að halda óskertum völdum. I ræðu sinni í Osló sagði Dalai Lama, að námsmenn hefðu ekki fallið til einskis á Torgi hins himneska friðar. Kínverskir leiðtogar fengju ekki umflúið friðarandann sem nú færi yfir heimsbyggðina. Hann vísaði til atburðanna í Austur-Evrópu, þegar hann sagði að við samtímanum blöstu skýr merki því til stað- festingar, að með friðsamleg- um mótmælum gæti almenn- ingur fengið miklu áorkað. Hin- ir ótrúlegu atburðir í Austur- Evrópuríkjunum eiga rætur að rekja til þess að þúsundir manna hafa haft kjark til að koma saman á götum og torg- um og mótmæla valdhöfum, sem njóta ekki lengur stuðn- ings sovéska hersins. Fólkið í Austur-Berlín, Prag og Sofiu hefur allt borið þann ugg í bijósti, að það kynni að standa í sporum námsmannanna á Torgi hins himneska friðar, þegar það mótmælti alræðinu. Slíkri grimmd hefur sem betur fer ekki verið beitt í Evrópu og atburðarásin hefur verið svo hröð, að allir eiga fullt í fangi með að átta sig á henni. í afstöðu Vesturlanda til frelsisbaráttu Tíbeta gætir dálítils tvískinnungs, ekki síst hjá Bretum, sem eiga mikið undir vinsamlegum samskipt- um við kínversk stjómvöld vegna Hong Kong. Ýmsum hrýs hugur við því að kalla yfir sig óvináttu frá Peking vegna samúðar með Tíbetum. Ekki síst þess vegna ber að fagna því að norska Nóbels- nefndin valdi Dalai Lama að þessu sinni. Hún vildi sýna, að hún óttaðist ekki hótanir og stóryrði. Barátta Tíbeta heldur áfram. Fréttirnar frá Austur-Evrópu hafa aukið þeim kjark. Við blasir, til dæmis í Eystrasalts- ríkjunum, að marxísk innræt- ing megnar hvorki að drepa þjóðernishyggju né kristna trú. Menningu þessara smáríkja hefur ekki verið útrýmt þrátt fyrir markvissar tilraunir til þess í hálfa öld. Megi Tíbetar bijóta af sér ijötra hinnar er- lendu kúgunar! Hömlulaus skattafíkn Menn þurfa ekki lengi að lesa dagblöð, hlusta á út- varp eða horfa á sjónvarp til að sannfærast um, að ríkis- stjórnin er haldin hömlulausri skattafíkn. Starfsmönnum i opinberri þjónustu fjölgar jafnt og þétt og reynt er að efla miðstýringu á vegum ríkisvald- ins í krafti þess að hún sé hag- kvæmasta leiðin til að spara opinber útgjöld. Atvinnuleysi hefur hins vegar ekki verið meira frá því að skráningar hófust 1975. Spáð er minnk- andi hagvexti á næsta ári. Hin hömulausa skattafíkn dugar alls ekki til að bjarga ríkissjóði. Nú er markvisst stefnt að því að reka hann með milljarða halla á næsta ári. Enginn veit enn hvaða tölur eru í dæminu, því að allt er óráðið enn um tekjur og útgjöld, þótt aðeins tvær vikur séu eftir af árinu. Sjaldan ef nokkru sinni hefur verið jafn illa stjórnað af sundurlausu liði. Ráðherrar EFTA-ríkjanna: Erfiðast verður að semja við EB um sameiginlegar ákvarðanir Genf. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar ráðherranefndar Norðurlanda og forsætisnefiidar Norðurlandaráðs á blaðamannafiindinum á Hótel Sögu í gær. Frá vinstri Thea Knudson, fulltrúi Noregs í forsætisnefiidinni, Páll Pétursson, alþingismaður fulltrúi íslands í forsætisnefiidinni, Karin Söder, forseti Norðurland- aráðs, Júlíus Sólnes, samstarfsráðherra Norðurlanda og formaður ráðherranefiidarinnar, og Ólafúr G. Einarsson, alþingismaður, fúlltrúi í forsætisnefndinni. Fundur samstarfsráðherra Norðurlanda og forsætisnefiidar Norðurlandaráðs: Hugmyndir verði kynntar um aukin samskipti við Sovétmenn Samstarfsráðherrar Norðurlanda og forsætisnefiid Norðurlandaráðs fúnduðu í Reykjavík í gær. Að þeim viðræðum loknum fór fram sameig- inlegur fundur ráðherranna og forsætisnefiidarinnar en meðal umræðu- efna var dagskrá 38. þings Norðurlandaráðs sem haldið verður í Reykjavík í lok febrúar n.k., þróun mála í Evrópu, samstarfsáætlun ráðherrarnefiidar Norðurlanda og skýrsla alþjóðanefndar Norðurland- aráðs um alþjóðlegt starf þess. A fundinum var jafhframt lögð fram skýrsla þriggja manna norrænnar embættisnefhdar um for hennar til Moskvu í síðustu viku þar sem rætt var hvemig treysta mætti sam- skipti norrænna og sovéskra þingmanna. RAÐHERRAR frá aðildarríkjum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) telja að forsenda fyrir samstarfi EFTA við Evrópu- bandalagið (EB) sé að koma á fót stjórnkerfi, sem tryggi í raun sameiginlegar ákvarðanir um hið evrópska efnahagssvæði (EES). Vilja ráðherrarnir að til þessa Fjármálaráðherra segir í greinar- gerð með frumvarpi til laga um breytingar á virðisaukaskattslögum: „Að öllu samanlögðu er því niður- staðan sú, að virðisaukaskatturinn muni skila 2 milljörðum króna minni tekjum í ríkissjóð en söluskatturinn gerir nú, eða um 37,8 milljörðum króna miðað við heilt ár.“ í Morgun- blaðinu í gær kom fram að Verslun- arráð íslands véfengir þessa niður- stöðu og telur Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri þess, að ríkissjóð- ur auki tekjur sínar um 1,2 milljarða króna. Halldór Blöndal alþingismaður á sæti í fjárhags- og viðskiptanefnd. Hann vitnar í greinargerð fjármála- ráðherra um að ríkissjóður tapi tveimur milljörðum króna á breyt- ingunni. „Samkvæmt upplýsingum sem við fengum í morgun í fjárhags og viðskiptanefnd er komið í ljós að þetta er ekki rétt,“ segir Halldór. „Gert er ráð fyrir að virðisaukaskatt- urinn gefi jafn mikið af sér og sölu- skatturinn ef tekið er tillit til endur- greidds söluskatts og bættrar inn- heimtu. Að vísu liggur í loftinu að jöfnunargjald upp á hálfan milljarð króna verði lagt niður, en fyrir því er engin vissa eins og nú standa sakir. Þessu til viðbótar liggur fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga tel- ur að fjármálaráðuneytið hafi van- metið þau áhrif sem breytingin hefur á afkomu sveitarfélaganna og mun- ar þar hundruðum milljóna króna, þannig að verði jöfnunargjaldið fellt niður mun skattkerfisbreytingin hafa hverfandi áhrif á afkomu ríkis- sjóðs. Ahrifin verða innan við hálft prósent, eða innan eðlilegra skekkju- marka. Fáir bátar hafa verið á miðunum, en veiðarnar gengið erfiðlega af ýmsum sökum. Loðnan hefur staðið djúpt, verið dreif, ís rekið inn á veiðisvæðið og hvalir rifið nót hjá að minnsta kosti einum. Bátunum fjölgar nú hratt á miðunum í kjöl- far frétta um einhvern afla. Margar útgerðir höfðu ekki gert ráð fyrir veiðum fyrir jól, og hefur því mis- vel g§ngið að.manna bátana. Hefur svæðis verði stofiiað á grundvelli samninga milli EFTA og EB fyrir 1993, þegar sameiginlegur mark- aður EB kemur til sögunnar. Kemur þetta fram í ályktun fúnd- ar ráðherranna, sem haldinn var hér í Genf í gær og fyrradag und- ir stjórn Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanríkisráðherra. Ráð- Þetta sýnir að fjármálaráðherra ætlaði sér að ná tveimur milljörðum króna aukreitis með skattkerfis- breytingunni, það er 1,4 milljörðum með breytingu á tekjuskatti, 350 milljónum með nýjum bifreiðaskatti og 250 milljónum með nýjum orku- skatti. Eftir að þessar upplýsingar liggja fyrir er augljóst að fjármála- ráðherra getur látið af þessum skattaáformum sínum.“ Bolli Þór Bollason, var spurður hvað rétt væri. „Okkar mat er það,“ sagði hann, „að munurinn sé á bilinu núll til einn milljarður í mínus, eftir því hvernig jöfnunargjaldið er metið. Við værum sennilega í mínus 500 milljónum, samanborið við niður- stöður Vilhjálms Egilssonar upp á 1,2 milljarða í plús.“ Bolli segir að ekki sé ágreiningur við Viihjálm um hvernig reiknað sé, „við erum bara ekki eins bjartsýn- ir.“ Munurinn felst einkum í því, að Hafþór sagðist Iítið þora að tjá sig um gang mála. Það hefði litla þýðingu að skora á loðnuna að drífa sig á Grísmeyjarsundið og halda sig þar í stórum stíl. Það kæmi sér vissulega illa að fá svo lítið af loðnu sumum legið svo á, að þeir hafa farið án þess að vera fullmannaðir og við þröngan kost. í gær fór Sjávarborg til Raufar- hafnar með 750 tonn, Dagfari til Siglufjarðar með 350 tonn og skemmda nót eftir hvali, Bjarni Ólafsson fór með 1.130 til Seyðis- fjarðar og Þórshamar, 550 tonn og Víkurberg 580 til Þórshafnar. herramir hafna aðild nýrra ríkja að EFTA, á meðan rætt er við EB. í ályktun ráðherrafundarins segir, að þeir vænti þess að á sameiginleg- um ráðherrafundi EFTA og EB í Brussel 19. desember nk. komi fram skýr pólitískur vilji til að hefja samn- ingaviðræður um víðtækt EES- samkomulag á fyrri hluta árs 1990. Vilhjálmur gerir ráð fyrir að virðis- aukaskatturinn bæti innheimtu um einn milljarð, en hagdeildin notar þar töluna 400 milljónir. „Þessi tala er mjög erfið. Hann tekur þessa tölu vegna þess við vorum með hana í fyrra inni í virðisaukaskattslögun- um. Ástæðan fyrir því að við lækkum hana núna er sú að innheimtuað- ferðirnar hafa verið bættar töluvert á þessu ári, þannig að við erum á þessu ári að tala um fimm, sex hundruð milljónir aukreitis vegna bættrar innheimtu einnar.“ Bolli segir að varla sé þess að vænta að sh'kur bati náist aftur. Hann segir tölur Vilhjálms byggja á bjartsýni, en kveðst ekki vilja hafna þeim. Að öðru leyti felst munurinn einkum í því hvernig lækkun niðurgreiðslna er metin. Vilhjálmur Egilsson segir að í sínum útreikningum sé tekið mið af bættri innheimtu á þessu ári. Talan einn milljarður er frá árinu 1988, reiknuð til verðlags 1990 sé hún orðin um einn og hálfur milljarður. Að teknu tilliti til bættrar innheimtu þegar á þessu ári, megi gera ráð fyrir að eftir standi um milljarðs króna tekjuauki vegna bættrar inn- heimtu í virðisaukaskattkerfi. „Eru fjármálaráðuneytismenn að van- treysta Ólafi Ragnari Grímssyni og gefa í skyn að hann sé ekki jafn góður innheimtumaður og Jón Bald- vin forveri hans í embætti?“ segir Vilhjálmur. til vinnslu á staðnum á haustvertíð- inni, en hún hefði venjulegast verið gjöfulust fyrir Siglfirðinga. Eftir áramótin væri loðnan gengin lengra austur og þá nytu verksmiðjurnar austan lands þess. Þetta gæti þó orðið öðruvísi en venjulega og hugs- anlega yrðu skipin ekki eins bundin verksmiðjunum og áður, þau fengju að landa sem mestu næst miðúnum til að tefja ek’ki veiðar með langri siglingu til heimahafnar. Færi það svo, nytu Siglfirðingar þess í ein- hverjum mæli. Samkvæmt reglum um stjórnun veiðanna og ákvæðum í kjarasamn- ingum sjómanna skal veiðum lokið eigi síðar en 17. desember og þær ekki hafnar að nýju fyrr en eftir áramót. Hafþór sagðist telja líklegt. að þessu ákvæði yrði hnikað til, yrði veiði að einhveiju marki, þó mönnum væri jólafríið auðvitað kært. „Loðnubrestur hefur auðvitað víðtæk áhrif, bæði fyrir þá, sem vinna að veiðum og vinnslu, og við- komandi bæjar- og hafnarsjóði, verzlun og þjónustu. Við krossum því bara fingur og vonum hið bezta,“. sagði Hafþór Rósmundsson. Fram til þess tíma verði efnt til könn- unarviðræðna. Markmiðið sé að meginatriði samnings liggi fyrir um mitt ár 1990 og samningaviðræðum verði lokið fyrir árslok. Verði að því stefnt að, að EES-samningurinn taki gildi um leið og innri markaður EB komi til sögunnar. Innan EES verði sem mest frelsi fyrir flutning á vör- um, þjónustu, fjármagni og vinnu- afli. Tekið verði tillit til undanþágna vegna grundvallarhagsmuna og vegna umþóttunaraðgerða. Jón Baldvin Hannibalsson sagði, að í væntanlegum samningaviðræð- um yrði erfiðast að komast að niður- stöðu um, hvernig staðið skyldi að sameiginlegum ákvörðunum um EES. EFTA-ríkin vildu, að allar ákvarðanir væru teknar samhljóða og þær sem teldust mikilvægar og stefnumarkandi yrðu lagðar fyrir þjóðþing einstakra landa. Yrði erfitt að ná samkomulagi um þetta við samningaborðið. í ályktun ráðherr- anna segir, að til úrlausnar á laga- legum viðfangsefnum verði komið á fót sjálfstæðu, virku og áreiðanlegu kerfi til eftirlits með framkvæmd EES-reglna og sameiginlegum úr- skurðaraðila til að setja niður deilu- mál og tryggja samræmda túlkun á þessum reglum. Fyrir ráðherrunum lá ósk frá ung- verskum yfirvöldum um að skipuð yrði samskiptanefnd Ungveijalands og EFTA með aðild Ungveija að bandalaginu í huga. Jón Baldvin sagði á blaðamannafundi, að EFTA væri ekki í neinum skilningi ein- hvers konar forstofa að Evrópu. Til að gerast aðilar að EFTA yrðu ríki að búa við fijálst markaðskerfi, en þannig væri ekki um hnúta búið í Austur-Evrópu. Engar viðræður færu auk þess fram um stækkun EFTA fyrr en að loknum saminga- viðræðum við EB. Ákveðið var að stofna sérstakan 100 milljón dollara þróunarsjóð fyrir Júgóslavíu. Fasta- fulltrúum EFTA-ríkjanna var falið að ræða frekar við ríki við Miðjarðar- haf og Persaflóa, sem hafa sýnt EFTA-samstarfinu áhuga. í máli Jóns Baldvins Hannibals- sonar kom fram, að hann teldi að starfið í EFTA hefði skilað ágætum árangri í formannstíð íslendinga. Hinrik var á leið inn til Siglu- fjarðar með um 300 tonn og nótina mikið skemmda eftir tvo hvali í fyrrinótt, þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Hann lenti í töluverð- um vandræðum með hvalinn í fyrra og er hreint ekki hrifinn af því hve algengur hann er orðinn. Á blaðamannafundi sem boðað var til af þessu tilefni kom fram að norrænu embættismennirnir hefðu rætt við fulltrúa alþjóðadeildar sov- éska Æðsta ráðsins og fræðimenn þá er starfa við hina nýju Evrópu- stofnun sovésku vísindaakade- míunnar. Þá hefðu þeir einnig hitt að máli þingmenn er sitja í nefnd ráðsins um alþjóðasamskipti. Á aukaþingi Norðuriandaráðs á Álandseyjum í síðasta mánuði var afráðið að för þessi yrði farin en áður höfðu Danir með stuðningi Finna lagt til að Norðurlandaráð leitaði eftir beinum samskiptum við Eystrasaltsríkin þijú, Eistland, Lett- land og Litháen. Tillaga þessi fékkst ekki samþykkt en fram kom sú málamiðlun að framkvæmdastjóri „Það er verst við þessa hvali, að engin leið er að losna við þá úr nótinni. Maður veit ekki fyrr en þeir byija að blása við bátinn, þeir fara ekki yfir korkinn og þegar þrengir að þeim, stenzt ekkert átök- in. Annar þeirra var rosalega stór, sporðblaðkan ábyggilega tveir til forsætisnefndarinnar héldi til Moskvu til að ræða hvernig auka mætti almennt samskipti sovéskra og norrænna þingmanna. Af hálfu Norðurlandaráðs er einkum lögð áhersla á aukin samskipti þjóða þessara almennt sem og á sviði við- skipta og umhverfis- og mennta- mála. Karin Söder, forseti Norðurlanda- ráðs, sagði að ákveðið hefði verið að fela framkvæmdastjóra forsætis- nefndarinnar að leggja fram tillögur um hvemig haga megi samstarfi þessu fyrir næsta fund forsætis- Pétur Sæmundsson, skipstjóri á Þórshamri, sagði að jákvæðari blær færðist nú á þessa loðnuvertíð en þó væri hún sú leiðinlegasta, sem hann hefði stundað. Hann telur að mikið magn vanti enn til þess að veiði fáist fyrir allan flotann. Þórshamar fór á loðnuveiðar 27. október síðastliðinn og hefur fengið um 1.500 tonn á vertíðinni. Á sama tíma í fyrra var loðnuafli skipsins orðinn 6 þúsund tonn og byijaði skipið þó ekki á loðnuveiðum fyrr en 19. nóvember í fyrra. Pétur bind- ur vonir við að loðnuveiðin aukist þrír metar, en hún sást vel, þegar hann var að reyna að stinga sér niður úr nótinni. Svo fór hann bara í gegn enda stenzt ekkert svona 50 tonna flykki. Hnúfubakurinn fór um leið og þeir skildu eftir tvær 30 faðma rifur á nótinni. Samt náðum við um 100 tonnum úr henni,“ sagði Hinrik. Hann sagði, að mikið hefði verið af hval undanfarnar nætur við ísröndina. Þeir hefðu séð þá blása eina 6 samtímis og þá væri mikið af honum. Aðfaranótt þriðjudags nefndarinnar sem verður í Stokk- hólmi þann 29. janúar. Yrðu þá að líkindum teknar frekari ákvarðanir um framhald málsins. í skýrslu framkvæmdastjórans um Moskvu- förina kemur fram að fulltrúar Sov- étmanna lögðu fram fjölmargar til- lögur um hvemig haga mætti sam- starfinu. Lagði deildarstjóri alþjóða- deildarinnar m.a. til að norræn sendinefnd héldi til Moskvu til við- ræðna við fulltrúa Æðsta ráðsins en síðar gætu þingmennirnir sótt Eystrasaltsríkin og átt viðræður við fulltrúa þeirra. Sovéskir þingmenn gætu síðan endurgoldið heimsókn- ina. Júlíus Sólnes, samstarfsráðherra Norðurlanda og formaður ráðherra- nefndarinnar, sagði að á fundinum í gær hefði komið fram sú tillaga að tvöfalda útlánafé Norræna fjár- festingarbankans til verkefna utan Norðurlanda. Engin ákvörðun í þessa veru hefði þó verið tekin þar eftir áramót en henni lýkur yfirleitt í lok mars. Hjá loðnuverksmiðjunni hér hef- ur nú verið tekið á móti 5 þúsund tonnum af loðnu en 12.400 tonnum um þetta leyti í fyrra. Vegna einmuna blíðu nú í haust hafa bræludagar verið sárafáir, þannig að línu- færa- og dragnóta- bátar hafa landað hér samanlagt 80-90 tonnum af bolfiski og flat- fiski í viku hverri. Aflinn hefur verið frystur og saltaður. Atvinna hefur því verið þokkalega góð, þrátt fyrir að ekkert togskip afli staðnum hefði minna sézt af hvalnum og þessum tveimur bara skyndilega skotið upp í nótinni. Hvalagangan benti þó til þess að loðnan væri á svæðinu. Til þessa hefði þetta verið ræfilslegt, þunnar grisjur á miklu dýpi. Nú virtist hún vera að ganga stíft austur eftir og þeir væru farn- ir að finna einhveijar druslur, sem reyndar stæðu enn djúpt. Rétt væri fyrir menn að halda stillingu sinni, þetta kæmi allt í ljós enda fjölgaði skipunum á miðunum og ísinn væri farinn að hopa. eð ríkisstjórnir Norðurlanda þyrftu að samþykkja að leggja fram viðeig- andi tryggingar. í máli Páls Péturs- sonar, sem er fulltrúi í forsætis- nefndinni ásamt Ólafi G. Einars- syni, kom fram að íslensk fyrirtæki hefðu fengið um 20% af þeim lánum sem bankinn hefði veitt í þessu skyni á undanfömum ámm. Júlíus Sólnes sagði áform Norður- landa um frjálsa fjármagnsflutninga milli landanna einnig komið til tals. Fjármálaráðherrar Norðurlanda samþykktu á fundinum á Álandseyj- um að afnema allar hindranir á slíkum viðskiptum fyrir mitt næsta ár. íslendingar hafa hins vegar kynnt fyrirvara varðandi þá sam- þykkt vegna sérstöðu og smæðar íslenska fjármálamarkaðarins. Sagði Júlís Sólnes að íslendingar teldu sig þurfa meiri tíma til að undirbúa slíkar breytingar en hefðu ekki á hug á því að standa utan þessarar þróunar. hráefnis. En atvinnumálin em fljót að bregðast til verri vegar þegar Vetur konungur sýnir sig. Smærri bátarnir eru þá meira og minna út úr atvinnulífinu. L.S. .... SR í Siglufirði: Tekjutap ná- lægt 120 millj- ónum króna Síldarverksmiðjur rikisins í Siglufirði hafa nú tekið á móti um 19.000 tonnum af loðnu til vinnslu. Á sama tíma í fyrra hafði í Siglufírði verið tekið á móti um 50.000 tonnum. Skilaverð fyrir afurðir úr 19.000 tonnum er ná- lægt 120 milljónum, en 50.000 tonnin gæfu 300 milljónir. Tekj- utapið er því um 120 miHjónir króna. Þórhallur Jónasson, fram- kvæmdastjóri SR í Siglufirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri töluvert áfall hve lítið hefði enn veiðzt af Ioðnu, ekki bara fyrir verksmiðjuna, heldur sjómenn, út- gerð og aðra, sem nálægt þessum atvinnuvegi kæmu. Nú virtist sem hámarks afli á haustvertíð gæti orðið 100.000 tonn á móti 311.000 í fyrra. Áætlað tekjutap miðað við skipaverð væri því gífurlegt. 311.000 tonn gæfu um 1,8 milljarða króna, en 100.000 aðeins 600 millj- ónir. „Það er hætt við að víða verði þröngt í búi yfir jólin,“ sagði Þór- hallur. Hagdeild fjármálaráðuneytis: Tekjur af virðisaukaskatti svipaðar og af söluskatti Fullyrðing um tveggja milljarða tekju- tap er því röng, segir Halldór Blöndal TEKJUR ríkissjóðs munu ekki minnka við upptöku 24,5% virðisauka- skatts í stað 25% söluskatts, heldur verður munurinn innan við hálft prósent, samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fram í fjárhags- og viðskiptanefiid Alþingis í gær, að sögn Halldórs Blöndal alþingis- manns. Hann segir því ljóst að fúllyrðing fjármálaráðherra um tveggja milljarða króna tekjutap vegna kerfisbreytingarinnar sé röng og að ráðherra geti látið af þeim áformum sínum að innheimta þessa tvo milljarða með öðrum hætti. Bolli Þór Bollason hjá hagdeild fjármála- ráðuneytis telur að tekjur ríkissjóðs við skattkerfisbreytinguna minnki iíklega um hálfan milljarð króna. Loðnubátum fjölg- ar hratt á miðunum Fimm bálar tilkynntu Ioðnunefnd um afla í gær, á íjórða þúsund tonn. Afli á haustvertíðinni er því orðinn um 43.000 tonn. Sama dag í fyrra var aflinn orðinn 260.000. 12. desember þá veiddust 20.000 tonn. Vonum bara hið bezta - segir Hafþór Rósmundsson, for- maður verkalýðsfélagsins Vöku BEINT atvinnuleysi í Siglufirði vegna lélegrar loðnuvertíðar er ekki merkjanlegt að sögn Hafþórs Rósmundssonar, formanns verkalýðs- félagsins Vöku. Hann sagði töluvert atvinnuleysi engu að síður, sér- staklega vegna rekstrarstöðvunar rækjuvinnslu Sigló. „Þetta er engu að síður áfall fyrir alla þá, sem að einhverju leyti hafa tekjur af loðnu- veiðunum," segir Hafþór. Tvö stórhveli rifii nótina hjá Dagfara: Ekkert stenzt svona 50 tonna flykki - segir Hinrik Þórarinsson, skipstjóri „ÉG VEIT ekki hvort þetta eru sömu hvalirnir og voru að angra okkur í fyrra. Þeir voru tveir, annar hnúfubakur og hitt eitthvert gífúrlegt stórhveli, sem lentu í nótinni hjá okkur. Þegar fór að þrengjast að þeim, tóku þeir strikið út með stórt stykki úr nótinni með sér,“ sagði Hinrik Þórarinsson, skipstjóri á loðnuskipinu Dagfara. Loðnu og síld landað sama dag Þórshöfn. ^ V—7 TVÖ SKIP, Þórshamar GK og Víkurberg GK, lönduðu hér samtals 1.120 tonnum af nokkuð stórri og fallegri loðnu á þriðjudag. Þá land- aði Arnþór EA hér einnig 300 tonnum af síld. Hluti síldarinnar er frystur í beitu en afgangurinn fer í fískeldismjöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.