Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 19 Opið bréf frá barnaverndar- ráði til menntamálaráðherra Steftiumótun í máleftium barna og ungmenna Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi frá barnaverndarráði: Barnaverndarráð hefur að beiðni menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar, sett fram eftirfarandi ábendingar varðandi stefnumótun í barnavernd. Stefiia stjórnvalda í máleftium barna og ungmenna Abyrgð á velferð barna og ung- menna hvílir að hluta til á hinu opin- bera. Þetta kemur m.a. fram í ýmsum lögum t.d. í lögum um grunnskóla, lögum um heilsuvernd í skólum, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu, lögum um byggingu og rekstur dagvistar- heimila fyrir börn, og lögum um vernd barna og ungmenna. Þrátt fyrir þetta telur barnavernd- arráð að aðbúnaður barna á Islandi í dag sé langt í frá að vera nægjan- lega góður. Islenskt þjóðfélag hefur á undanförnum áratugum breyst meira en dæmi eru um í sögu þjóðar- innar. Uppeldi og umönnun barna fer í vaxandi mæli fram utan heim- ila. Huga þarf sérstaklega að því hvernig það samræmist hagsmunum barnanna. Barnaverndarráð telur að aðstæð- ur í þjóðfélaginu bjóði þeirri hættu heim, að þarfir barna og ungmenna lúti í lægra haidi fyrir þörfum hinna fullorðnu. Gegn þessu þarf að vinna markvisst og hlýtur ábyrgð á því að svo verði að hvíla á stjórnvöldum. Eitt af mikilvægustu verkefnum hverrar þjóðar er að búa þannig að bömum og ungmennum og þau verði heilbrigðir og ábyrgir einstaklingar. Þeir fjármunir sem varið er í þessu skyni, skila sér örugglega aftur til þjóðfélagsins. Um þetta geta allir í sjálfu sér verið sammála. Barna- verndarráð lítur þó eindregið svo á, að hagsmunir barna og ungmenna séu ekki nægjanlega tryggðir einkum vegna þess hve heildarstefna stjórn- valda í málefnum barna og ung- menna er ófullkomin og illa mótuð. Stjórnvöld sem marka ákveðna stefnu í málefnum barna og ung- menna stuðla um leið að markvissri umfjöllun um þessi mál. Ennfremur stuðlar stefnumörkun stjórnvalda að því að umfjöllun um málefni barna og ungmenna verði byggð á þekk- ingu og umhyggju fyrir þessum ein- staklingum. I þeirri von að svo verði, leyfir barnaverndarráð sér að setja fram eftirfarandi tiliögur og ábendingar sem ætlað er að stuðla að bættum uppeldisskilyrðum barna og ung- menna og ákveðnari stefnumótun í barnavernd. Hlutverk barnaverndaryfirvalda Vernd barna og ungmenna er að áliti barnavemdarráðs eitt vanda- samasta og mest krefjandi verkefni sem stjórnvöld hafa með höndum. Sú þróun hefur orðið annars staðar á Norðurlöndunum að verkefni barnaverndaryfirvalda hafa þyngst jafnt og þétt. Ekki er ástæða til að ætla annað en sú verði einnig raunin hér á landi. Á því eru margar skýr- ingar sem ekki verður rúm til að fjalla um hér. Barnaverndarstarfi verður ekki nægjanlega vel sinnt nema markmið starfsins séu skýr. Markmið eiga að byggjast á félagslegri, sálfræðilegri og uppeldislegri þekkinjgu sem til er um börn hveiju sinni. I markmiðum á að koma fram hvaða áherslur stjórnvöld hafa og hvaða uppbygging á að fara fram á hveijum tíma. Mikii umræða hefur verið í sam- félaginu að undanförnu um málefni unglinga sem lenda í afbrotum og fíkniefnum. Þessi umræða hefur ekki nema að takmörkuðu leyti tengst umræðu um velferð barna og ung- menna almennt. Flest þeirra barna sem lenda í alvarlegum vanda á ungl- ingsárunum hafa átt erfiðan uppvöxt og hefðu þurft á aðstoð barnavemd- aryfirvalda að halda að einhveiju leyti. Barnaverndarráð telur afar mikilvægt að mun meiri áhersla verði lögð á rannsóknir á málefnum barna og ungmenna annað hvort á vegum Háskóla íslands, barnaverndai-yfir- valda eða annarra sem til greina þættu koma í því sambandi. Mjög biýnt er að komið verði á fót viðeigandi uppeldis- og meðferð- arheimilum fyrir þau börn og ung- menni sem á þurfa að halda. Ekki leikur nokkur vafi á því að núver- andi ástand ógnar alvarlega velferð þeirra barna og ungmenna sem þurfa á aðstoð samfélagsins að halda að þessu leyti. Barnaverndarráði er ekki kunnugt um, að unnið sé að upp- byggingu viðeigandi úrræða fyrir börn og ungmenni eftir tiltekinni áætlun. Nokkur uppbygging hefur verið á úrræðum fyrir börn og ungl- inga með tilkomu Unglingaheimila ríkisins svo og með þeim heimilum sem eru rekin á vegum Reykjavíkur- borgar. Úrræði barnaverndarnefnda fyrir börn á aldrinum 0-12 ára utan Reykjavíkur eru hins vegar af skorn- „Barnaverndarstarf á mjög• undir högg að sækja eins og rakið hef- ur verið hér að framan. Barnaverndarráð vek- ur athygli á því, að tvísýnt getur orðið um það starf sem barna- verndaryfirvöldum er ætlað að sinna nema stjórnvöld taki við- hlítandi ábyrgð á vel- ferð barna og ung- menna.“ um skammti. Þeir möguleikar sem eru fyrir hendi svo sem vistanir á Unglingaheimili ríkisins eru jafnvel TVJER VINSÆLAR í jólapakkann Sigríður Gunnlaugsdóttir hlaut 1. verðlaun í skáldsagnakeppni I.O.G.T.fyrir þessa athyglis- verðu sögu, LÍFSÞRÆÐI. Sagan segir frá endurfundum átta kvenna, sem voru skóla- systur í menntaskóla. Ýmislegt hefur á dag- ana drifið; margt farið öðruvísi en ætlað var; annað eins og að varstefnt. Það er tilhlökkun- arefni að hÍttast.Samt reynistsumum þaðsárt. Lífsþræðir eru stundum einkennilega ofnir. Þeir sem velja vandaðar, viðurkenndar og skemmtilegar bókmenntir velja LÍFSÞRÆÐI. ekki notaðir af sveitarfélögum vegna þess hve mikill kostnaður fylgir slíkum ráðstöfunum. Barnaverndar- ráð telur að ekki verði hjá því kom- ist að ríkið taki í auknum mæli að sér uppbyggingu og rekstur sér- hæfðra vistunarúrræða fyrir börn og unglinga þannig að þau komi að notum fyrir alla þá sem á þurfa að halda hvaðan sem þeir eru af landinu. Þá er nauðsynlegt að samhæfa áætlanir og aðgerðir. Gott samstarf þarf ávallt að vera milli ráðuneyta og viðeigandi stofnana um málefni barna og ungmenna. Barnaverndar- ráð hefur ástæðu til að ætla að sam- vinna og samhæfing gæti verið meiri en nú er milli barnaverndaryfirvalda, heilbrigðisstofnana og menntastofn- ana. I því sambandi má nefna að barnaverndarráð hefur fengið ábend- ingar um erfiðleika í samstarfi fræðsluyfirvalda og barnaverndar- yfii'valda. Þá hafa barnaverndarráði einnig borist kvartanir barnavernd- arnefnda vegna örðugleika í sam- skiptum þeirra við heilbrigðisstofn- anir. Loks leyfir barnaverndarráð sér að benda á nauðsyn þess að efla al- mennt starfsemi barnaverndaryfir- valda. Segja má að stöðugt komi upp ný viðfangsefni á sviði barnaverndar sem leysa þarf úr. Barnaverndarstarf er þess eðlis að það þarf að standa traustum fótum í þjóðfélagsskipan- inni en jafnframt þarf það að vera nægjanlega sveigjanlegt til að aðlag- ast síbreytilegu þjóðfélagi og ólíkum aðstæðum sem kalla á aðgerðir og úrbætur í þágu barna og ungmenna. Ýmsar aðrar þjóðir eru komnar mun lengra í þróun barnaverndar en ís- lendingar. Þátttaka íslands í sam- starfi við aðrar þjóðir í málefnum barna og ungmenna hefur verið óveruleg til þessa. Bamaverndarráð telur mjög brýnt að þátttaka íslend- inga í alþjóðlegu samstarfi á sviði barnaverndar veðri efld. Lokaorð Barnaverndarstarf á mjög undir högg að sækja eins og rakið hefur verið hér að framan. Barnaverndar- ráð vekur athygli á því, að tvísýnt getur orðið um það starf sem barna- verndaryfii-völdum er ætlað að sinna nema stjórnvöld taki viðhlítandi ábyrgð á velferð barna og ung- menna. Verður að huga vel að því hvernig búa má svo um að barna- verndarstarf tryggi nægjanlega ör- yggi og veiferð þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í þessu sambandi. Sigríður Ingvarsdóttir, Guðfinna Eydal, Jón R. Kristinsson, Vilhjálmur Árnason, Rannveig A. Jóhannsdóttir. Vilhjálmur Hjálmarsson Frcmdi Konráðs föðurbróðir minn ÆVISAGA HERMANNS VILHJÁLMS- SONAR FRÁ MJÓAFIRÐL Skráð af VilhjálmL Hjálmarssyni fyrrverandi ráðherra. Reykvíkingar þekktu Hermann undir nafninu Hemmi, oft með viðurnefni dregið af því að hann togaðist stundum á við stráka um túkall eða krónu. Vilhjálmur Hjálmarsson segir sögu föðurbróður síns á gamansaman og hugþekkan hátt. Þess vegna er unun að lesa hana þó að hún fjalli um óvenjulegt lífshlaup manns er aldrei fékk notið hæfileika sinna. FRÆNDI KONRÁÐS- FÖÐURBRÓÐIR MINN er bók fyrir þá sem vilja ÖÐRUVlSI ævisögu sagða af hreinni snilld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.