Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 45 isafmælið, flutti Bjarni að Hlað- hömrum og hafði þar litla íbúð til umráða. Þar leið honum vel í hópi góðra vina því hvar sem Bjarni fór eignaðist hann vini. Þó aldurinn hafi verið orðinn nokkuð hár var minnið svo gott að hann gat flutt heila bragi, án þess að reka í vörð- urnar. Eins hafði hann frá mörgu að segja og gat haft samtöl orðrétt eftir, ef því var að skipta. í seinni tíð sótti hann samkomur eldri borgara í Mosfellsbæ og var vinsæll spilafélagi, enda jafnvígur á brids og lomber. Ég var 15 ára þegar Bjarni og fjölskylda hans komu að Hömrum, og ég hef ætíð litið á hann sem stóra bróður. Hann var mér bæði hollráður og hjálplegur. Ekki var ég mikið samtíða honum á Hömr- um, því eftir þetta var ég alla vetur á Mosfelli. Þar til haustið 1941 að ég giftist Einari Tönsberg, sem á sama tíma varð framkvæmdastjóri við Alifuglabú bakarameistara hf. Eftir þetta kynntist ég Bjarna bet- ur, því Einar sóttist mjög eftir hon- um til starfa þegar verið var að byggja upp á Sogamýrarbletti 46 og bjó hann þá á heimili okkar. Þeim varð vel til vina Einari og Bjarna og höfðu um margt að spjalla. Brátt varð öll fjölskylda Bjarna bestu vinirnir, sem við Einar eignuðumst á lífsleiðinni. Þar sem Einar átti ekki fjölskyldu hér á landi, verður þessu góða fólki aldr- ei fullþökkuð samfylgdin. Með þessum línum kveð ég Bjarna og sendi dætrum hans, bamábörnum og öðrum ^ástvinum og vinum samúðarkveðjuf. Hér er góður drengur genginn. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Tönsberg Um 1950 flutti Bjarni Guð- mundsson að Ljósafossi ásamt Hædí, eiginkonu sinni. Fengu þau litla íbúð í skólanum og bjuggu þar í nokkur ár ásamt eldri dótturinni, Helgu. Vann Bjarni í fyrstu við skólann, en síðar við rafstöðvarnar þar til hann fluttist að Fellsmúla í Mosfellssveit. Bjarna hafði ég þekkt frá því ég var barn, en góður vin- skapur var með föður mínum og þeim bræðrum Bjarna og Eyjólfi frá gamalli tíð. Bjarni var þeirrar gerðar, að það var gott að vera í návist hans. Hann var góður verkamaður að hveiju sem hann gekk, og þótti öll- um gott með honum að vera. Bjarni var jafnlyndur og glaðsinna og næmur á hið broslega í tilverunni. Hann kunni frá mörgu að segja, sumu broslegu, og gerði það af snilld. Var hermikráka þegar við átti. Allt var þetta græskulaust og til gleði. Eftir að Bjarni flutti í Mosfells- sveitina var það árviss tilhlökkun að fá hann í heimsókn kvöldið fyrir Hólaréttir. Með honum komu jafnan frændur hans, ýmist einn eða tveir og var glatt á hjalla. Sest var að spilum og teknar nokkrar rúbertur í léttum dúr. Bjarni hafði gaman af spilum og var lunkinn spilamaður hvort sem spilað var lomber eða brids. Ekki skemmdi þegar snjallir spilamenn eins og Guðmundur og Órn Ingólfssynir, systursynir hans, voru með honum. Þá gátu sagnir orðið þó nokkuð glæfralegar. Þessi kvöld gleymast ekki. Næsta morgun var svo risið snemma úr rekkju, farið í morgun- kaffi að Efri-Brú og svo í réttirnar. Vín aðeins til upplyftingar og alltaf í_hófí. Nú er Bjarni allur, en eftir lifa minningar um góðan dreng. Við Svava sendum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Böðvar Stefánsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ARA ÞÓRÐARSONAR, Norðurgötu 38, Akureyri. Sérstakar þakkir til allra á Kristnesspítala sem Ari hefur haft kynni af í lengri eða skemmri tíma. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilega jólahátíð. Pálfna Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Sérverslun með AUSTURLENSK TEPPI Strangt gæðaval. Hóflegt verð. Kirkjustræti 8. o 621260 ) %'C»*** Nei ■ b?,a Bvavi^1 . \askap' Hvaða^f0' ekki'as®' ,nað Btaua „HVsama ■ 1 " . 90 09 Kóoa'°t'r" Borgartúm 20 09 Aðeins kr. 6.980 J líiand írnmmm* Ev° Steen Erik Nerlöe SVIKAVEFUR Blse-MarieNo- ckUGQS ik. SKUGGSJÁ EKKI ER ALLT SEM SYINIIST. Theresa Charles. Annabella hafði verið yfir sig ástfangin af Davíð, og var niðurbrotin, þegar hann fór skyndilega til Ástralíu. En hún var viss um að hann myndi snúa aftur til hennar, þó aðrir væru ekki á sama máli. LYKILORÐIÐ. Tlse-Marie Nohr. Hugo Hein bíður ásamt lítilli dótturdóttur sinni eftir móður litlu telpunnar. En hún kemur ekki. Skelfingu lostinn sér gamli maðurinn að dóttur hans er rænt. Litla telpan stendur einmana og yfirgefin. Mamma er horfin. AUÐUG OG ÓERJÁLS. Barbara Cartland. Til að bjarga föður sínum frá skuldafangelsi giftist Crisa Silas P. Vander- hault. Nokkru siðar er Crisa orðin ekkja eftir einn af ríkustu mönnum í Ameríku. En nú er hún eins og fangi í gylltu búri. SVIKAVEEDR. Erik Nerlöe. Hún hefur að því er virðist allt, sem hugurinn girnist. Hún hefur enga ástæðu til að stela, en samt er það einmitt það sem hún gerir. Eða hvað? Er einhver að reyna að koma rangri sök yfir á hana? q/V ENGINN SÁ ÞAÐ GERAST. Eva Steen. Hún er daufdumb. Hún hefur búið hjá eldri systursinni, frá því að foreldrar þeirra fórust í bílslysi. Systirin hefur haldið vandlega leyndu fyrir yngri systur sinni leyndarmálinu, sem foreldrar þeirra tóku með sér í gröfina. SKUGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEMS SF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.